Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 11 VIÐSNÚNINGUR hefur orðið í rekstri deCODE genetics, móður- félagi Íslenskrar erfðagreiningar, að sögn Hannesar Smárasonar aðstoð- arforstjóra ÍE. Hann segir að af- koma félagsins á öðrum ársfjórðungi þessa árs, sem greint var frá í fyrra- dag, sé til vitnis um að árangurinn af þeim hagræðingaraðgerðum sem gripið var til á seinni hluta síðasta árs hafi skilað sér, jafnvel betur en vonast hafi verið til. Í apríl síðastliðnum var tilkynnt að áætlanir deCODE gerðu ráð fyrir að handbært fé félagsins myndi minnka um 20 milljónir Bandaríkja- dala á árinu 2003, um 1,6 milljarða íslenskra króna. Handbært fé var um 93 milljónir dala á áramótum, eða um um 7,4 milljarðar íslenskra króna. Hinn 30. júní síðastliðinn, í lok annars ársfjórðungs, var hand- bært fé deCODE tæpar 77 milljónir dala og hafði það því lækkað um tæpar 17 milljónir dala frá áramót- um. Þar af höfðu um 14 milljónir komið til á fyrsta ársfjórðungi en tæpir 3 milljarðar á öðrum ársfjórð- ungi. Hannes segir að allt útlit sé fyrir að áætlanir deCODE um að hand- bært fé félagsins muni minnka um 20 milljónir dala á árinu í heild muni ganga eftir. Hann segir þetta mikinn viðsnúning frá síðasta ári en þá hafi handbært fé minnkað um 66 millónir dala og þar af um 37 milljónir á fyrri helmingi þess árs. Skýringin á þess- um árangri sé í fyrsta lagi kostn- aðarlækkun, en tekjuaukning hafi einnig komið til. Rekstur um fyrirsjáanlega framtíð „Markmið félagsins voru metnað- arfull og okkur sýnist að þau séu að ganga eftir,“ segir Hannes. „Breyt- ingin milli fyrsta og annars ársfjórð- ungs er töluvert mikil. Þá teljum við það góðan árangur að hafa náð því að notkun félagsins á fé á fyrri helm- ingi þessa árs sé um 20 milljónum dala minni en á sama tímabili í fyrra. Einnig erum við sannfærð um að það markmið náist að notkunin verði um 46 milljónum dala minni á árinu í heild en á síðasta ári.“ Hannes segir að ef áætlanir de- CODE gangi eftir, sem allt útlit sé fyrir, sé sú staða nú að koma upp að hægt sé að reka félagið um fyrirsjá- anlega framtíð á eigin fé þess og nú- verandi tekjum og á þeim kostnaði sem hlýst af starfseminni. Þetta sé allt önnur staða en þegar öll upp- byggingin hafi átt sér stað. Ferlið hjá félaginu til þessa sé í samræmi við áætlanir og jafnframt í samræmi við fyrirtæki almennt í svipaðri starfsemi. Að sögn Hannesar fer mikill hluti af starfsemi Íslenskrar erfðagrein- ingar fram sjálfvirkt auk þess sem upplýsingatækni hefur verið nýtt til hins ýtrasta. Hann segir að þetta hafi gert að verkum að framleiðnin hafi aukist mikið. Það eigi sinn þátt í viðsnúningi félagsins. Í samræmi við væntingar markaðsaðila Hannes og Kári Stefánsson, for- stjóri ÍE, gerðu grein fyrir afkomu deCODE á öðrum ársfjórðungi þessa árs á símafundi á Netinu í gær. Jafnframt greindu þeir frá helstu áföngum í þróunarverkefnum félagsins og því sem framundan er. Einnig svöruðu þeir spurningum sérfræðinga hjá greiningardeildum bandarískra fjármálafyrirtækja, en spurningar þeirra sneru að þessu sinni að mestu að þeim árangri sem vísindamenn ÍE hafa náð í rann- sóknum og að samstarfssamningum fyrirtækisins. Rekstrartekjur deCODE á öðrum ársfjórðungi þessa árs námu 10,5 milljónum Bandaríkjadala, og juk- ust um tæp 12% frá sama tímabili í fyrra. Tekjur félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins jukust hins vegar um 52% miðað við sama tímabil á síðasta ári, eða úr 14,7 milljónum dala í 22,4 milljónir. Tap félagsins minnkaði um 35% milli ára og var 23,3 milljónir dala á fyrri helmingi þessa árs en 35,9 millónir á sama tímabili á síðasta ári. Í Markaðsyfirliti Landsbanka Ís- lands í gær sagði að afkoma de- CODE á öðrum ársfjórðungi gefi til kynna að reksturinn sé á réttri leið. Þá sagði í Morgunkorni Íslands- banka að afkoma félagsins væri í takti við væntingar markaðsaðila. Aðstoðarforstjóri ÍE segir árangur af hagræðingu farinn að skila sér Viðsnúningur í rekstri fyrir- tækisins eftir hagræðingar HUNDAR mega ekki ganga lausir niður Laugaveginn eins og mann- skepnurnar en þeim er sárast lang- ar að skoða í glugga verslananna hafa þó ýmsa kosti. Þessi hvutti var t.d. að virða fyrir sér vöruúrvalið úr bíl sem ók hægt og rólega niður verslunargötuna og virtist sáttur við það sem í boði var, ef marka má svipbrigði hans á þessari mynd. Sennilega gaf hann þó umhverfinu meiri gaum en vöruverði og horfði löngunaraugum á gangstéttina þar sem honum er óheimilt að ganga. Hann lét þó vera að kvarta enda fær hann sjálfsagt oft að viðra sig eins og sannir hundar þurfa. Víða um borgina mega hundar spóka sig, en sjaldnast án þess að vera í bandi. En það er óþarfi fyrir þá að verða af útsýni skemmtilegustu staðanna og þess vegna er kjörið að skella sér í bíltúr með fjölskyld- unni.Morgunblaðið/Ómar Hundur á rúntinum TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hefur hafið sölu á gæludýra- tryggingum og hafa sjónvarps- auglýsingar þess efnis vakið at- hygli. Að sögn Ástrósar Guðmundsdóttur, deildarstjóra hjá TM, hafa margir hringt og spurst fyrir um skilmálana og greinilegt að mikill áhugi er fyrir þessari nýbreytni, að hennar mati. Einnig er boðið upp á sérstakar hestatrygging- ar sem einnig eru nýjung. Samkvæmt upplýsingum TM nær gæludýratrygging til lækniskostnaðar vegna slysa og sjúkdóma hjá dýrum og dvalarkostnaðar gæludýrs á gæludýrahóteli ef með þarf. Þá nær tryggingin til skaðabóta- skyldu sem fallið getur á vörslumann gæludýrs vegna tjóns sem það getur valdið þriðja aðila, auk þess eru greiddar bætur ef dýrið „deyr, týnist eða missir algjörlega heilsu sína“ að því er segir á heimasíðu tryggingafélagsins. Rúmar 20 þúsund kr. kost- ar að tryggja veiðihund Mjög misjafnt er hvað kostar að tryggja gæludýr. Fyrir heimilishund að verðmæti 50 þúsund krónur greiðir eigand- inn 7.950 kr. á ári og 14.550 ef verðmæti hundsins er 250 þ.kr. Eigandi leitarhunds sem met- inn er á 250 þ.kr. greiðir 17.650 kr. á ári og ef um er að ræða veiðihund sem metinn er á sömu upphæð er iðgjaldið 20.125 kr. á ári. Ekki virðist skipta öllu máli hversu verð- mætt dýrið er. Að tryggja páfa- gauk, blágulan ara eða kaka- dúa, sem kosta í kringum 500 þ.kr. stykkið, kostar 17.380 á ári en þá er tekið tillit til þess að fuglarnir eru vængstýfðir og minni líkur á að þeir valdi tjóni eða týnist. Að tryggja búrfugl, t.d. gára sem seldir eru í gælu- dýraverslunum og kosta í kringum 2.500 kr. kostar 2.829 kr. á ári. Innifalið í verðunum eru iðgjöld vegna sjúkrakostn- aðar, líf- og heilsutryggingar, ábyrgðar- og gæslutryggingar. Sala hafin á gælu- dýratryggingum Bætur greiddar fyrir heilsumissi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.