Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 13 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 2 18 22 08 /0 3 • 30 ára afmæli Flugleiða • 60 ára afmæli Þristsins • 100 ára afmæli flugs í heiminum • Magnað listflug • 20 merkar flugvélar til sýnis • Karamellukast fyrir krakkana • Flugbjörgunarsveitin sýnir björgunar- fallhlífarstökk • 12 manna fallhlífarstökk • Þyrluflug Landhelgisgæslunnar • Tignarlegt svifflug • Yfirflug Boeing 757 vélar • Samflug véla Flugfélags Íslands frá 1946 • Lifandi myndir úr sögu flugsins • Marklending án vélarafls • Flugfreyjur, flugstjórar og flugvirkjar kynna störf sín • Þristurinn dreifir blómum í hátíðarlok Spennandi dagskrá kl. 15 - 20 Flughátíð Icelandair og Flugfélags Íslands 16. ágúst á Reykjavíkurflugvelli Kepptu í skutlukasti á staðnum ! Stórglæsilegir vinningar: 60 flugmiðar og 100 aukavinningar BRESKUR hermaður lét lífið í borginni Basra í Írak í gær og tveir særðust þegar sjúkrabifreið, er þeir ferðuðust með, varð fyrir sprengju, að sögn talsmanns breska hernámsliðsins. Hann sagði bifreiðina hafa verið skýrt auðkennda sem sjúkrabifreið. Er þetta í fyrsta skipti síðan 24. júní sem breskur hermaður fellur í bardaga í Írak en átta breskir hermenn hafa látið lífið síð- an 1. maí. Á sama tímabili hafa 60 bandarískir hermenn fallið. Í Bagdad bað yfirmaður bandaríska herliðsins sjía-múslima afsökunar á mannskæðum átökum sem áttu sér stað milli sjíta og Bandaríkjamanna á miðvikudag. Bandarískar hersveitir sem halda uppi örygg- isgæslu norður af Bagdad felldu í gær 6 Íraka og handtóku 10, þar á meðal þrjá meinta hryðju- verkamenn og tvo samverkamenn Saddams Husseins fyrrverandi forseta. Bandaríkjastjórn hefur hætt við að fara þess á leit við Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) að samtökin taki þátt í uppbyggingaraðgerðum í Írak að því er blaðið the New York Times greindi frá í gær. Framkvæmdaráðið „velkomið“ Að því er blaðið hefur eftir ónafngreindum starfsmanni bandarísku stjórnarinnar er hún ekki tilbúin að fara þess á leit við öryggisráð SÞ að starfið í Írak verði alþjóðlegt. „Það er hægt að færa rök fyrir því að slíkt væri betra, en ástandið í Írak nú er ekki það slæmt,“ sagði embættis- maðurinn. Öryggisráð SÞ samþykkti í gær ályktun þar sem íraska framkvæmdaráðið var boðið „velkom- ið“ til starfa. Ályktunin kvað hins vegar ekki á um formlega samþykkt framkvæmdaráðsins. Orðalagi álykt- unarinnar hafði verið breytt en Bandaríkjastjórn hafði farið fram á að öryggisráðið samþykkti kosningu framkvæmdaráðsins og var breyting ályktunarinnar talin benda til uppnáms í sam- skiptum Bandaríkjanna og SÞ. Bandaríkjastjórn hætt við að biðja Sameinuðu þjóðirnar um aukið hlutverk í Írak Breskur hermaður féll í Basra Washington, Bagdad. AFP. STJÖRNUFRÆÐINGAR hafa komist að þeirri niðurstöðu í nýjustu rannsóknum sínum að með tímanum muni stjörnurnar hætta að glitra á næturhimnin- um. Það hefur lengi verið vitað að gamlar stjörnur kulna og nýjar stjörnur kvikna í þeirra stað. Nýjar rannsóknir sýna hins vegar að fjöldi nýrra stjarna hefur farið síminnkandi á síðustu milljónum ára. En samkvæmt útreikningum eru stjörnur himinsins tíu sinn- um fleiri en sandkornin á öllum ströndum og eyðimörkum heimsins. Munu því líða millj- arðar ára áður en breytinga verður vart á himninum. Sprengdi íbúðarblokk ÞRÍR týndu lífi og 33 slösuðust í gassprengingu í íbúðarblokk í Sevilla á Spáni í gærmorgun. Önnur hæð í fjögurra hæða hús- inu sundraðist og hrundu þá tvær efstu hæðirnar. Segir lög- reglan að hugsanlegt sé að ná- granni fólksins hafi af ásettu ráði valdið sprengingunni. Mað- urinn, sem var 72 ára, fórst en hann virðist hafa tendrað eld í hylki með bútangasi og eldfim- um vökva af einhverju tagi. Heimildarmenn sögðu að hann hefði átt í illdeilum við granna sína og hefði hótað þeim öllu illu. Myrtur á götu í Höfn DANSKA lögreglan handtók í gær þrjá unglinga sem grunaðir eru um að hafa stungið ítalskan ferðamann til bana um helgina. Antonio Curra, sem var 19 ára, varð fyrir árás þar sem hann gekk eftir götu í Kaupmanna- höfn. Fólkið var handtekið fyrr í vikunni en sleppt. Ekki er vitað um ástæðu glæpsins en málið allt hefur vakið mikla athygli í Dan- mörku. Ónafngreindur Dani bauð í fyrradag 25.000 danskar krónur, eða um 300.000 íslensk- ar, fyrir upplýsingar sem gætu leitt til handtöku morðingjans. Vilja komast úr landi NÝ könnun gefur til kynna að nær helmingur íbúa Venesúela vildi helst fá tækifæri til að leita gæfunnar í öðru landi og bera þeir við efnahagskreppunni í landinu og hárri glæpatíðni. Hlutfallið hjá ungu fólki, meðal íbúa á aldrinum 15-24 ára, var 64%. Flestir sögðust vilja fara til Bandaríkjanna, Spánar, Mexíkó eða Kanada í þessari röð. Vespuárás á ráðuneytið HERSKARI af risastórum drápvespum hefur gert innrás í bandaríska utanríkisráðuneytið í Washington og hefur því þurft að grípa til óvenjulegra örygg- isráðstafana. Fólk hefur þó ver- ið huggað með því að taka fram að kvikindin ráðist sjaldan á menn nema í sjálfsvörn en éti aðallega söngtifur. Dreift var innanhússskjali með stórri lit- mynd af flugunni til þess að fólk vissi hvernig óvinurinn lítur út en einnig var sagt hvernig hún hegðaði sér. STUTT Stjörnun- um fækkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.