Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 15 Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt hér í blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin húsbréf má finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is. Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. október 2003. 1. flokki 1991 – 47. útdráttur 3. flokki 1991 – 44. útdráttur 1. flokki 1992 – 43. útdráttur 2. flokki 1992 – 42. útdráttur 1. flokki 1993 – 38. útdráttur 3. flokki 1993 – 36. útdráttur 1. flokki 1994 – 35. útdráttur 1. flokki 1995 – 32. útdráttur 1. flokki 1996 – 29. útdráttur 3. flokki 1996 – 29. útdráttur DANSAÐU HANDFRJÁLS ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 21 88 6 0 8/ 20 02 Handfrjáls búnaður Samlituð vindskeið Hágæða hljómtæki Lúxus innrétting COROLLA - MOBILE Vertu í góðu sambandi. Komdu strax. Prófaðu nýjan Corolla Mobile með handfrjálsum búnaði, Sedan, Hatchback eða Wagon. Corolla Mobile er hlaðinn nýjungum, innréttingin er ríkuleg og tónlistin dunar í hágæða hljómtækjum með 6 hátölurum. Corolla Mobile er glæsilegur bíll að utan sem innan. Við bjóðum þér upp.... í reynsluakstur. www.toyota.is FULLTRÚAR Líbýustjórnar og að- standendur fórnarlamba sprengju- tilræðisins yfir bænum Lockerbie á Skotlandi árið 1988 hafa undirritað samkomulag um skaðabótagreiðslur upp á alls um 2,7 milljarða dala eða 216 milljarða króna. Greindu lög- menn aðstandenda frá þessu í gær. Alls fórust 270 manns af völdum sprengju í risaþotu Pan Am flug- félagsins sem var á leið frá Lund- únum til New York hinn 21. desem- ber 1988, en hún sprakk er þotan var stödd yfir Skotlandi. Ellefu manns í Lockerbie dóu auk þeirra 259 sem voru um borð í þotunni. Lögmenn aðstandendanna og fulltrúar Líbýustjórnar náðu samn- ingum eftir 11 klst. langan fund í Lundúnum á miðvikudag. Varð nið- urstaðan sú að skaðabæturnar fyrir hvern hinna látnu verði 10 milljónir Bandaríkjadala, 780 milljónir króna. Gert var ráð fyrir að Líbýustjórn fylgi málinu eftir með því að senda öryggisráði Sameinuðu þjóðanna (SÞ) bréf þar sem hún lýsti yfir ábyrgð á tilræðinu. Þegar Líbýa hefur viðurkennt sök, líkt og Bandaríkjamenn og Bretar hafa krafizt árum saman, og greitt bæturnar, munu SÞ aflétta viðskiptaþvingunum gegn landinu – jafnvel í næstu viku. En sendiherra Líbýu í Bretlandi, Mohammed Al-Zouai, tjáði AFP- fréttastofunni að frönsk stjórnvöld hótuðu að standa í vegi fyrir því í ör- yggisráðinu að viðskiptaþvingunun- um yrði aflétt nema Líbýumenn greiddu einnig skaðabætur fyrir annað sprengjutilræði sem grandaði franskri farþegaþotu árið 1989. Sam- einuðu þjóðirnar losuðu um við- skiptaþvinganirnar á Líbýu árið 1999, þegar þarlend stjórnvöld fram- seldu loks tvo fyrrverandi starfs- menn líbýsku leyniþjónustunnar, sem ákærðir voru fyrir að hafa átt þátt í að koma sprengjunni í Pan Am- vélinni fyrir. Rík áherzla hefur verið lögð á að málinu ljúki ekki fyrr en líbýsk stjórnvöld viðurkenni formlega ábyrgð sína á sprengjutil- ræðinu, greiði skaðabætur og sverji af sér öll tengsl við hryðjuverka- starfsemi. Þá fyrst verði Líbýa strik- uð út af svörtum lista Bandaríkja- stjórnar yfir lönd sem veittu alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi virkan stuðning. Þó sögðu fulltrúar brezkra fjöl- skyldna sem misstu ástvini í tilræð- inu að samkomulagið væri „ein- göngu fjárhagslegt“ og þeir efuðust reyndar um að féð yrði nokkurn tím- ann greitt út í raun. „Það eru verulegar efasemdir á lofti um að þessar samningsskuld- bindingar [Líbýu] komi nokkurn tímann til framkvæmda,“ sagði David Ben-Aryeah, talsmaður að- standendanna. „Staðreyndin er sú, að fyrir Líbýumenn snýst þetta sam- komulag aðeins um fjármál. Það eina sem Líbýustjórn sækist eftir er að losna undan viðskiptaþvingununum og fá aftur frjálsan aðgang að al- þjóðaviðskiptum, einkum Banda- ríkjamarkaði,“ sagði Mark Zaid, bandarískur lögmaður 50 fjöl- skyldna fórnarlambanna. Samningar takast um Lockerbie-skaðabætur AP Frá vettvangi í Lockerbie. Lögregla rannsakar flak PanAm-þotunnar sem hrapaði 21. desember 1988. Alls fórust 270 manns í sprengjutilræðinu. Lundúnum. AFP, AP. alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.