Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.islandia.is/~heilsuhorn Í dagsins önn Náttúrulegt B-vítamín ásamt magnesíum og C-vítamíni í jurtabelgjum PÓSTSENDUM Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. w w w .d es ig n. is © 20 03 - IT M 90 59 V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opi›: Mán. - föst. 9-18, Laugardaga 10-14 kr kr kr kr krkr krkr krR‡mingarsala Disegno Maxi 61 51,5x60 sm Disegno Magritte fivermál 45 sm Disegno Lavabo 67x47 sm Allt a› 50% afsláttur Disegno Maxi 60 51,5x63 sm Eitt stærsta úrval landsins af handlaugum á postulínshandlaugum Gala Marina 65x52 sm Disegno Margritte fivermál 45 sm Disegno Monocomando fivermál 45 sm Disegno Luna 83-102x43 sm Í LYSTIGARÐINUM á Akureyri stendur nú yfir skúlptúrsýningin „þrettán + þrjár“, sem er samsýning þrettán norðlenskra listakvenna og þriggja færeyskra. Um er að ræða útilistaverk af ýmsu tagi og er þetta framtak kvennanna til heiðurs þeim konum sem stofnuðu Lystigarðinn. Þessi unga dama, Heba Karitas, sýndi þessu listaverki mikinn áhuga, en það samanstendur af 26 litlum lopapeysum og fjölda snuða. Morgunblaðið/Ásgrímur Örn „Þrettán + þrjár“ LJÓST er að fleiri nemendur en nokkru sinni hefja framhaldsskóla- og háskólanám á Akureyri í haust og alls verða nemendur skólanna þriggja á fjórða þúsund talsins. Nemendur við Verkmenntaskól- ann á Akureyri verða um eða yfir 1.100 í haust, að sögn Hjalta Jóns Sveinssonar skólameistara. Þetta er nokkru meira en undanfarin ár og segir Hjalti Jón að þessi fjöldi jaðri við metaðsókn. Ekki leiki vafi á að hinir nýju nemendagarðar fram- haldsskólanna á Akureyri hafi mikið að segja í þessu sambandi. Spurn eftir plássi á görðunum var mun meiri en hægt var að anna og margir eru á biðlista. Auk þess veit Hjalti Jón dæmi þess að einhverjir þeirra sem ekki fengu inni á vistinni hafi hætt við að koma í nám. Í sumum deildum skólans varð einnig að tak- marka nemendafjölda, svo ekki fengu allir skólavist sem sóttu um. Hjalti Jón er sérstaklega ánægður með fjölgun nemenda í verknámi, enda hefði skólinn lagt áherslu á að kynna þau svið. Metfjöldi nema í MA Menntaskólinn á Akureyri tekur inn 200 nýnema í haust en þar á bæ hafa þeir gjarnan verið á bilinu 180- 200. Hins vegar verða nemendur við skólann alls um 660 talsins í vetur, sem er metfjöldi. Ástæðan er sú að undanfarin ár hefur brottfall nema í efri bekkjum farið minnkandi og segir Jón Már Héðinsson skóla- meistari að markvissar aðgerðir skólayfirvalda í þá veru hafi skilað árangri. „Við höfum verið að vinna í því nokkur undanfarin ár að draga úr brottfalli. Nemendavernd hefur verið aukin, umsjónarkennarakerfið er öflugt og við höfum eflt námsráð- gjöf,“ sagði Jón Már. Eins og hjá VMA voru umsóknir um vist á nem- endagörðum fleiri en hægt var að anna og segir Jón Már að gripið hafi verið til ráðstafana til að fjölga pláss- um. Mikil fjölgun í Háskólanum á Akureyri Í Háskólanum á Akureyri verða um 1.400 nemendur í vetur, sem er liðlega 30% aukning frá í fyrra en þá voru nemendur 1.060. Þessi mikla fjölgun stafar af miklum fjölda ný- nema og ljóst að aukið námsframboð skólans hefur fallið í góðan jarðveg. Nemendur á fyrsta ári verða um 700 talsins og er það langstærsti hópur nýnema sem innritast hefur í skól- ann. Sömuleiðis á fjarnámið auknu fylgi að fagna og af nemendunum 1.400 eru um 500 sem stunda fjar- nám. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, er að vonum hæstánægður með aðsóknina og hin- ar góðu viðtökur sem nýju deildirnar hafa fengið. „Í félagsvísinda- og lagadeild eru innritaðir 110 nemend- ur, þar af munu 35 hefja nám í lög- fræði, sem við teljum mjög góða að- sókn og fer fram úr því sem við bjuggumst við,“ sagði Þorsteinn Umsóknarfrestur í auðlindadeild, sem er einnig ný deild við skólann, er ekki runninn út og því ekki ljóst hversu margir nemar hefja þar nám. Eins og hjá framhaldsskólunum er mikil aðsókn að nemendagörðum og fá færri þar inni en vilja. „Kominn er biðlisti og því verða menn að leita sér að húsnæði á almennum markaði. Hins vegar virðist vera erfitt að fá leiguhúsnæði hér um þessar mund- ir,“ sagði Þorsteinn en vonaðist til að enginn þyrfti að hætta við háskóla- nám á Akureyri vegna þessa. Aukin aðsókn að skólunum EINS og fram kemur annars staðar á síðunni er mikil ásókn í vist á nemendagörðum skólanna á Akureyri, enda hafa nemendur þeirra aldrei verið fleiri en nú. Menntaskólinn hefur um áratuga- skeið rekið heimavist með plássi fyrir um 110 nemendur en þangað til nú í haust hefur Verk- menntaskólinn ekki getað boðið nemendum sínum heimavistarpláss. Í hinum nýju nemendagörðum framhaldsskólanna, sem teknir verða í notkun í haust, eru 230 rými sem skiptast jafnt á milli skól- anna. Þrátt fyrir þetta aukna framboð voru öll pláss fljót að fyllast og tugir nemenda úr hvorum skóla eru á biðlista. Hjalti Jón Sveinsson, skóla- meistari VMA, er ekki í vafa um að nemendagarð- arnir nýju gegni veigamiklu hlutverki. „Við erum með 115 rými á görðunum og það hefur auðvitað gert fleirum kleift að koma til Akureyrar en ella. Ég held að þessi viðbót sé fyrst og fremst heima- vistinni að þakka. Og hún virðist ekki taka mikið af leigumarkaðinum, að mestu leyti er um hreina viðbót að ræða. Og það er mjög spennandi þróun.“ Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, tekur í sama streng og segir að tilvera garðanna sé hrein- lega ómetanleg. Fyrir vikið komi fólk í nám til Ak- ureyrar, sem að öðrum kosti hefði farið eitthvað annað, og bæjarfélagið njóti góðs af á margan hátt. Svo vilji foreldrar gjarnan vita af börnum sínum í öruggu heimavistarumhverfi og félagslífið á vistinni höfði til krakkanna. „Aðsókn að nem- endagörðunum var mun meiri en björtustu vonir gerðu ráð fyrir og í samráði við framkvæmda- stjóra garðanna höfum við verið að leita leiða til að sem flestir komist á vist sem þess óska.“ Liður í því er að fjölga tveggja manna herbergjum, á kostnað sérbýlis. Næstum öll herbergi sem ætluð voru fyrir einn munu hýsa tvo nemendur í vetur og vonast Jón Már til að hægt verði að leysa vanda sem flestra þeirra sem fengu afsvar í fyrstu umferð. 180 umsóknir háskólanema um garðvist Félagsstofnun stúdenta á Akureyri er með 84 íbúðareiningar á nemendagörðum fyrir nemendur Háskólans á Akureyri, bæði einstaklingsherbergi og íbúðir. Í sumum tilfellum getur verið um að ræða fleiri en einn háskólanema í sömu íbúð, t.d. ef um er að ræða par þar sem bæði eru í námi. Umsóknir um vist voru 180 í ár og hægt var að taka inn 37 nýja leigutaka. Hins vegar voru 35 á biðlista eftir einstaklingsherbergi og liðlega 80 biðu eftir íbúð. Haraldur Krüger hjá Félags- stofnun stúdenta segir að 1. september á næsta ári bætist við 35 íbúðareiningar þegar nýbygging stofnunarinnar við Drekagil verður tekin í notk- un. Biðlisti sumarsins hefur verið að styttast, því fólk sem ekki fékk úthlutað garðvist hefur leigt sér húsnæði á almennum markaði. Til dæmis seg- ir Haraldur að leigusalar sem vilji leigja há- skólafólki hafi haft samband við skrifstofuna og hann hafi getað miðlað slíkum upplýsingum til fólks á biðlista. Færri komast á nemendagarða en vilja Morgunblaðið/Kristján Færri komast að en vilja á hina nýju nemenda- garða framhaldsskólanna á Akureyri. Föstudagur 15. ágúst Föstudagshádegi í Ketilhúsinu kl. 12. Fljóðleikur – tilraun með tóna og orð. Arna Kristín Einarsdóttir, flauta og ljóð. Arna Kristín spilar einleiksverk fyrir flautu og varpar samtímis texta/ljóðum eftir sjálfa sig upp á vegg. Hún kallar þetta „fljóð- leik“ þar sem hún reynir að skapa einhvers konar heildarupplifun með kertaljósum og reykelsi á meðan hún leikur verkin sem eru innbyrðis afar ólík. Dagskráin tekur um hálf- tíma í flutningi og miðaverð er 1.000 kr. Laugardagur 16. ágúst Bögglageymslan (gamla sláturhús KEA) fær nýtt hlutverk (og þó) kl. 14 þegar myndlistarnemarnir Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Baldvin Ringsted opna þar sýningu á verk- um sýnum. Kompan kl. 17. Kristján Guð- mundsson opnar sýningu í Komp- unni, Kaupvangsstræti 23. Á sýning- unni er eitt verk gert úr plasti og gulli. Einnig verður til sýnis og sölu bókverkið (DOKTORSRITGERÐ) eftir Sigrúnu Þorsteinsdóttur og Kristján, sem kom út fyrr á þessu ári. Sýning Kristjáns er opin dag- lega frá kl. 14 til 17 til 4. september. Sunnudagur 17. ágúst Safnasafnið á Svalbarðsströnd kl. 14 verður opnuð sýning á svipmynd- um af Ragnari Kjartanssyni mynd- höggvara sem hefði orðið 80 ára á þessum degi en hann lést 1988. GUÐJÓN Ingvi Geirmundsson, læknir á Heilsugæslustöð Akureyr- ar, segir að áberandi aukning hafi orðið undanfarið á því að fólk með frjókornaofnæmi hafi leitað til stöðv- arinnar vegna óþæginda. Mjög mikið mældist af grasfrjóum flesta daga liðinnar viku á Akureyri og er heildarfjöldi grasfrjóa orðinn meiri en áður hefur mælst þar þó svo að enn lifi 2⁄3 mánaðarins í mælingum. „Það er mikið um grasfrjó núna og við höfum orðið vör við áberandi auk- in óþægindi hjá fólki vegna þessa,“ sagði Guðjón Ingi og bætti við að til stöðvarinnar hefði fólk leitað einkum með óþægindi í öndunarvegi, augum og með öndunarerfiðleika. Mikið um frjó- kornaofnæmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.