Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 22
HVAÐ merkir það að innagott verk af hendi?“ erspurning sem banda-rísku prófessorarnir Howard Gardner, Mihaly Csiks- zentmihalyi og Willian Damon hafa leitað svara við undanfarin ár. Þeir spyrja: „Hvernig standast siðagildi einstaklinganna þolraun tækni og markaðar?“ Dr. Howard Gardner, prófsessor í menntunarfræði við Harvard Grad- uate School, var á ráðstefnunni Menntun á 21. öldinni til að kynna verk sín um fjölgreindarkenninguna og segja frá nýrri athugunum sínum. Íslensku menntasamtökin stóðu fyrir ráðstefnunni. Blaðamaður spurði hann um verk/rannsókn hans og áð- urnefndra prófessora: Good Work. Þar sem markað- urinn ræður… Gardner, Csikszentmihalyi og Damon gáfu út bók árið 2001 byggða á djúpviðtölum við blaðamenn annars vegar og erfðafræðinga hins vegar um hvað það sé að inna gott verk af hendi í vinnunni, hverju þeir eru stoltir af, hver sé helsti vandinn við að standa sig osfrv. Vandinn er að gildin breytast hratt og að markaðurinn og tæknin eru óháð lífsgildum einstak- linganna. Spurningin er hvað þeir gera þegar þeir standa andspænis ákvörðun sem er ekki í samræmi við eigin siðagildi. „Fylgir blaðamaður eigin sannfæringu, fylgir hann dóm- greind fréttastjórans eða markmiði eigandans sem selur blaðið?“ spyr Howard Gardner. Bókin heitir Good Work – when Excellence and Ethics Meet (Basic Books, 2001) og er um fyrstu lotu þessa verkefnis. Prófessorarnir halda verkinu áfram með öðrum starfs- stéttum. „Við ætlum að gera rann- sóknina á 12 ólíkum starfsstéttum í Bandaríkjunum,“ segir Gardner, „fyrstu hóparnir voru blaðamenn og erfðafræðingar (líftækni), flest fólk sem hafði starfað lengi í faginu – en einnig var lítill hópur nýliða.“ Skilgreiningin á verki vel unnu er að það búi yfir afbragðs gæðum og sé samfélagslega ábyrgt. „Við vorum sannfærðir um að starfsmenn vildu vinna verkin á þennan hátt, en hvern- ig er það mögulegt í heimi fallandi gilda í tíma og rúmi?“ spyr hann og segir að þetta eigi sérstaklega við í Bandaríkjunum þar sem markaður- inn ræður ríkjum. Vandi blaðamannsins Howard nefnir sem dæmi að fjöl- miðlar í Bandaríkjunum séu í eigu risavaxinna alþjóðlegra samsteypna, þar sem höfuðmálið er að hlutabréfin hækki til að gleðja hluthafana. „Verjendur markaðarins myndu segja að fjölmiðillinn skapi ekki gróða nema með því að framleiða efni sem fólk vill njóta,“ segir Gardner, „en þá er spurningin hvort starf blaða- mannsins felist í því að birta það sem fólk vill? Einnig er það spurning hvort dagblað seljist með myndum af myrtu, limlestu fólki á forsíðunni? Felst starf blaðamannsins í því að skrifa til að selja fleiri eintök af blaðinu eða felst það í því að lýsa eftir bestu vitund því sem gerist í heim- inum og skýra það?“ Rannsóknin á dauða breska vopna- sérfræðingsins David Kelly varpar ljósi á þennan vanda blaðamanna sem Gardner vill varpa ljósi á. Fréttakon- an Susan Watts hefur t.d. sagt að BBC hafi þrýst á hana til að staðfesta umdeilda frétt Andrew Gilligans um málið. „Ég var undir miklum þrýst- ingi að greina frá heimildarmanni mínum. Mér fannst að tilgangur þess væri að staðfesta ásakankir Andrew Gilligans en ekki að flytja fréttir,“ sagði hún í vitnaleiðslum vegna rann- sóknarinnar. (Mbl. 14/8/03). Óhamingja fagmanna Howard Gardner segir að tekin hafi verið viðtöl við þúsund blaða- menn og þúsund erfðafræðinga í Bandaríkjunum, þar sem spurt var um ýmsa þætti eins og markmið og tilgang, skoðanir og gildi, jákvæðan og neikvæðan þrýsting í vinnunni, fyrirmyndir og þjálfun, samfélag og fjölskyldu og mælikvarða á siðgæði. „Bandarískir blaðamenn reyndust vera fremur óánægðir,“ segir How- ard. „Ástæðan er falin í hindrunum gegn því að vinna verk sem þeir geta verið stoltir af. Skilyrðin til að inna vel unnin gæðaverk af hendi fyrir samfélagið hafa versnað áberandi mikið síðastliðin tuttugu ár.“ Gungan í speglinum Howard segist einnig efast um að blaðamennska finnist ennþá í banda- rísku sjónvarpi. „Hún er vissulega ennþá í dagblöðum, en í sjónvarpi er línan á milli skemmtunar og frétta- mennsku í sjónvarpi næstum afmáð í Bandaríkjunum,“ segir hann. „Vinn- an á bak við sjónvarpsfréttina er ekki lengur meginmálið heldur hvort við- komandi geti lesið fréttina vel og hvort hann/hún líti nógu vel út.“ Ef svo er er ákveðin hætta á að það dragi úr siðagildunum á bak við frétt- irnar og að fréttamenn láti undan þrýstingi. Gardner nefnir af þessu til- efni „spegilprófið“ sem hljómar svo: „Ég neita að horfast í augu við gungu í speglinum“. „Aðeins þegar fólk get- ur horft stolt í spegilinn birtist sjálfs- mynd þess,“ segir Gardner og segir að bæta megi við siðaboðinu a la Kant: „Hvernig væri að búa í heimi þar sem allir hegðuðu sér eins og ég?“ Illa unnið verk „Illa unnið verk blaðamanns getur falist í … Segjum að ég segði þér að forsætisráðherra landsins hefði þegið mútur hjá mafíunni til að vinna ákveðið verk – og þú myndir birta þetta sem frétt – þá væri það augljóst dæmi um illa unnið verk,“ segir hann. „Þig vantar staðfestingu, þú þyrftir að fara á stúfana til að leita að vís- bendingum og ljósmyndum til að geta skrifað um þetta. Ef það tekst ekki er engin frétt á ferðinni. Segjum svo Fjölmiðlar/ Rannsóknir dr. Howards Gardners sýna að kenna þarf starfsmönnum fjölmiðla og líftæknifyrirtækja aðferðir til að standast þrýsting hagsmunaaðila og markaðar. Gunnar Hersveinn spurði Gardner um verkefnið Good Work sem hann vinnur nú að með samstarfsmönnum sínum, rannsóknin nær til 12 starfsgreina. Morgunblaðið/Sverrir „Fylgir blaðamaður eigin sannfæringu, fylgir hann dómgreind fréttastjórans eða markmiði eigandans sem er að selja blaðið?“ spyr Howard Gardner, hér með konu sinni dr. Ellen Winner. „Er hann stoltur að verki loknu?“ hins vegar að aðalkeppinauturinn á blaðamarkaðinum birti slíka frétt og að yfirmaður þinn segði að nú yrðir þú að gera fréttina þína klára til birt- ingar. Þá myndir þú lenda í klemmu: Ritstjórinn biður um frétt um það sem þú getur ekki fundið neina stað- festingu á.“ Blaðamenn standa ekki einir stétta frammi fyrir þessum klemmum. „Rannsókn okkar bendir til að þrýst- ingurinn sem blaðamenn standa and- spænist fyrirfinnist í öllum öðrum starfsséttum. Hann er bara greini- legri og viðurkenndari í blaða- mennsku,“ segir Gardner og nefnir nýleg dæmi meðal endurskoðenda nokkurra stórfyrirtækja í Bandaríkj- unum. „Dagsverk þeirra í bókhaldi fyrirtækjanna voru illa unnin, tölurn- ar voru ekki nákvæmar og gáfu ekki rétta mynd af stöðunni,“ segir hann. Menntun til að standast Gardner segir að verkefnið sé að leysa úr þessum mótsögnum og að inna áfram góð verk af hendi þrátt fyrir þrýstinginn. Það getur verið erf- itt og því er gott að vita hvaða aðferð- ir gera það auðveldara – að taka rétta ákvörðun. „Við viljum reyna að skilja hvað auðveldi fólki að gera vel í vinnunni – þar sem gæðin eru í fyrir- rúmi og hagsmunir samfélagsins,“ segir hann og að í reynd séu þeir höf- undar bókarinnar með menntunar- verkefni í gangi til að finna leiðir til að auðvelda blaðamönnum að vinna vel undir óhagstæðum skilyrðum. Vel unnið verk gefur nefnilega góða líðan. Hann segir að fyrir 11. september 2001 hafi blaðamennskan verið dap- urleg og notendur fjölmiðla áhuga- lausir – sennilega vegna þess hversu fá vel unnin verk voru innt af hendi. Fremur var fjallað um framhjáhald stjórnmálamanna en það sem skipti máli fyrir samfélagið. Áhrifin voru sterk löngun til að gera eitthvað sem skipti máli fyrir samfélagið – eitthvað sem telst vel unnið verk. Erfðafræðingar missa jafnvægið Howard segir að þegar þeir þre- menningar hafið byrjað á verkinu Good Work, hafi erfðafræðingar búið við allt önnur skilyrði en blaðamenn. „Óánægja blaðamanna var áberandi vegna þess að þeir voru ekki að gera það sem þeir vildu gera,“ segir hann, „en erfðafræðingar voru í góðu jafn- vægi: Þeir höfðu nægt fé, frelsi og sveigjanleika til að vinna að rann- sóknum sínum.“ Lykilhugtakið hér að mati Howard Gardners er jafnvægi (alignment) eða það að faggrein geti gefið öllum starfsmönnum það sama. Erfðafræði var á árum áður í jafnvægi, því allir voru með svipaðar væntingar. „Allir vildu bara hjálpa öðrum í samfélaginu til að ná heilsu og lifa lengi,“ segir hann og að í Bandaríkjunum hafi drjúgt fé verið lagt í erfðafræðirann- sóknir og vísindamönnunum var treyst. Sumir urðu ríkir af þessu og stofnuðu líftæknifyrirtæki. Jafnvæg- ið innan greinarinnar raskaðist við það og vísindamenn fóru að finna fyr- ir þrýstingi (nýrra) afla sem blaða- menn höfðu þekkt lengi.“ Þegar allt fer úrskeiðis … „Þetta jafnvægi var ekki í fjölmiðl- um – og það lýsti sér svona: Blaða- menn vildu eitt, útgefendur annað og almenningur það þriðja,“ segir hann. Blaðamenn fundu því togstreituna þarna á milli: „Ef þeir reyndu bara að fullnægja almenningi, misstu þeir metnað, ef þeir reyndu að fullnægja útgefendum gerðu þeir það með óbragð í munninum.“ Skólabókardæmi um blaðamann sem missir sjónar á faginu er Jayson Blair hjá New York Times sem „villti um fyrir lesendum og samstarfs- mönnum [á blaðinu] með fréttaskeyt- um sem hann lét skína í að væru frá Maryland, Texas og fleiri ríkjum, þegar hann í rauninn var staddur í New York. Hann bjó til ummæli. Hann sagði ósatt um atburðarás. Hann tók efni úr öðrum blöðum og fréttaþjónustum.“ (Mbl. 12/5/03). NYT, sem er mjög virt blað og vant að virðingu sinni, bað lesendur sína afsökunar. Howard segist reyndar hafa skrifað um þetta dæmi í NYT. Emmin þrjú Howard segir að í rannsókninni Good Work hafi höfundarnir greint þrjá flokka af spurningum fyrir starfsstéttir, sem hann kallar M-in þrjú: 1. Verkefnið (Mission): Hvert er hlutverk mitt i þessu fagi? 2. Fyrirmyndir (Model): Hverjum í faginu ber ég mesta virðingu fyrir og hvers vegna? 3. Spegill (Mirror): Er ég stolt/ur eða niðurlút/ur þegar ég lít í (fag) spegilinn – vantar fleiri eins og mig í fagið til að bæta samfélagið? Ef blaðamönnum tekst að þjóna hlutverki sínu, starfa í anda þeirra sem þeir vilja helst líkjast og vera stoltir af verkum sínum hefur þeim tekist að svara spurningunum sem brenna á þeim vel. Howard Gardner bendir áhuga- sömum um þetta efni á heimasíðuna www.goodworkproject.org þar sem finna má efni um rannsóknina. Nið- urstaðan er ekki flókin: Vel unnin verk auka vellíðan gerenda sinna og bæta samfélagið á sama tíma. Gallinn er að það getur verið auðvelt að missa sjónar á svo einföldum sannindum. Stolt/ur að dagsverki sínu loknu?  Staðið andspænis ákvörðun í ósamræmi við eigin siðagildi  Bandarískir blaðamenn óánægðir vegna hindrana við að vinna verk vel TENGLAR .............................................. www.goodworkproject.org guhe@mbl.is MENNTUN 22 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á VEF Blaðamannafélags Ís- lands, www.press.is, má lesa um nýtt dæmi þar sem siðagildi mætast á þann hátt sem dr. Howard Gardner ræðir um í viðtalinu og í bók sinni Good Work:  „Stöð 2 birti í gær umtalaða frétt um laxveiðar Geirs Haarde fjármálaráðherra í boði Kaup- þings-Búnaðarbanka. Fréttin var sýnd óbreytt. Hætt var við birtingu fréttarinnar að fyrir- mælum Karls Garðarssonar, sem hafði fengið ósk þar um frá Sigurjóni Sighvatssyni, eins af stærri eigendum stöðvarinnar. Fréttamenn fréttastofunnar voru mjög óánægðir með aftur- köllun á birtingu fréttarinnar og töldu að um ritskoðun væri að ræða. Fréttastjórinn sagði að um sjálfstæða ritstjórnarlega ákvörðun hefði verið að ræða þegar beðið var með fréttina.“ (Press.is, 12-08-03)  „Stjórn Blaðamannafélags Ís- lands gagnrýnir tilraunir eig- enda Norðurljósa til að hafa áhrif á fréttaflutning fréttastofu Stöðvar 2. Sjálfstæði ritstjórna er grundvallaratriði í óháðri, hlutlausri og faglegri blaða- mennsku. Stjórn Blaðamanna- félagsins brýnir fyrir íslenskum blaðamönnum að standa vörð um sjálfstæði sinna ritstjórna.“ (Press.is, 13-08-03). Siðaklemma íslenskra blaðamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.