Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á SEX vikum hefur verð á heitu vatni verið hækkað um tæp 10% á höfuðborgarsvæðinu. Þessi hækkun finnst mér vera út úr korti, allt of mikil. Yf- ir fjórföld ætluð verð- bólga á árinu. Svona ráðandi fyrirtæki, þar sem engin sam- keppni ríkir, verður að vera vant að virð- ingu sinni og tæplega einkamál stjórnar fyrirtækisins slík hækkun. En ég sé ekki að nefndar ástæður hækkunar séu gild rök. Hitaveitan, nú Orkuveitan, hefur um árabíl verið mjög vel rekið fyrirtæki, en nú virðist halla undan, af ýmsum ástæðum. Dreifikerfi heita vatnsins stækkar stöðugt og því fleiri notendur, meiri tekjur, meiri hagkvæmni rekstrar, skyldi maður ætla. Allt of hátt hlutfall verðs á heitu vatni fer sem skattur inn í Borgarsjóð Reykjavíkur. Bygging höfuðstöðva Orkuveit- unnar er kapítuli útaf fyrir sig. Ég er ekki hlynntur ströngum reglum um alla skapaða hluti eða skorður, en það ætti að athuga vel hvort ekki þurfi að setja sveitarstjórnum skorður við slíkri eyðslu, sem þessari. Að menn þurfi allavega að setja fram á sértæk- an hátt mjög sterk rök fyrir svona framkvæmd, fyrir slíkar upphæðir. Ef almannahagsmunir réðu, væri allt annað uppi á teningnum. Íbúar í Bessastaðahreppi og aðrir í nágrenni Reykjavíkur hafa enn ekki val um fyrirtæki til að skipta við vegna kaupa á heitu vatni, en auðvit- að ætti það að eiga við, nákvæmlega eins og um síma og væntanlega raf- magn. Hvað gerðist ef Hitaveita Suð- urnesja færi að bjóða vatn til húshit- unar á svæðinu í samkeppni við Orkuveituna? Hreppsnefnd Bessastaðahrepps dró í byrjun síðasta árs til baka ákvörðun um hækkanir vissra þjón- ustugjalda í sveitarfélaginu og gekk þar með á undan bylgju, sem leiddi meðal annars af sér lægri verðbólgu og meiri hagsæld fyrir landslýð. Ég tel að sveitarstjórnir hafi almennt gætt hófs í ákvörðunum um hækk- anir þjónustugjalda síðustu tvö árin, sérlega á þjónustu sem íbúar geta tæplega verið án. Hreppsnefnd Bessastaðahrepps seldi Hitaveitu Bessastaðahrepps á sínum tíma Hita- veitu Reykjavíkur, nú Orkuveitunni. Þóttu báðir aðilar vel við una. Við það lækkaði verð á heitu vatni verulega í Bessastaðahreppi. Sveitarstjórnar- mönnum ber að hafa hagsmuni íbúa síns sveitarfélags í heiðri, því ber að vekja athygli á þessari ótrúlegu og ótímabæru hækkun. Ég trúi því að þessi síðasta ákvörð- un um hækkun á heitu vatni á höfuð- borgarsvæðinu verði dregin til baka, svo dæmalaus sem hún er. Ákvörðun Orku- veitunnar um að hækka verð á heitu vatni Eftir Guðmund G. Gunnarsson Höfundur er oddviti Hrepps- nefndar Bessastaðahrepps. BÆJARRÁÐ Garðabæjar sam- þykkti sl. þriðjudag samning um rekstur Barnaskóla Hjallastefn- unnar á Vífils- stöðum. Samning- urinn markar tímamót í skólastarfi í Garðabæ. Með rekstri Barnaskólans gefst íbúum í fyrsta sinn kostur á að velja einkarekinn barna- skóla innan bæjarmarkanna sem hef- ur fjölmörg sérkenni sem ekki er að finna í öðrum skólum í bænum. Nú þegar starfa í Garðabæ þrír grunn- skólar, Flataskóli, Hofsstaðaskóli og Garðaskóli þar sem fram fer metn- aðarfullt starf með hæfu starfsfólki. Námið í þeim hefur verið eftirsótt og reglulega heyrist af fjölskyldum sem flytja til Garðabæjar vegna starfsins í leik- og grunnskólum bæjarins. Lít- ill einkarekinn barnaskóli, fyrir 120 nemendur á aldrinum 5–8 ára, er áhugaverð viðbót við þá flóru en auk- in fjölbreytni getur ekki annað en styrkt skólastarfið í heild sinni. Ekki skólagjöld fyrir grunnskólanámið Margrét Pála Ólafsdóttir höf- undur Hjallastefnunnar hefur unnið að undirbúningi barnaskólans árum saman og á sl. ári lýsti skólanefnd Garðabæjar yfir jákvæðri afstöðu sinni gagnvart slíkum rekstri. Nú fyrst hefur fundist heppilegt hús- næði fyrir starfsemina og því getur skólinn tekið til starfa í áföngum, fyrsta árið með námi 5 og 6 ára barna. Skólinn starfar eðlilega í sam- ræmi við aðalnámsskrár, lög og reglugerðir. Markmið Garðabæjar með samn- ingi við Hjallastefnuna um rekstur barnaskóla er að auka fjölbreytni í skólastarfi og gefa íbúunum aukin tækifæri til að velja þau skólaúrræði sem þeir telja heppilegust fyrir börn sín. Skólinn er opinn börnum úr öðr- um sveitarfélögum en samkvæmt samningnum eiga börn úr Garðabæ forgang. Með hverju barni, sem á lögheimili í Garðabæ, fylgja greiðslur frá sveitarfélaginu. Fimm ára börn fá sama stuðning og önnur fimm ára börn sem stunda nám í einkareknum leikskólum, en upp- hæðin nemur 33.000 krónum á mán- uði í 12 mánuði á ári. Foreldrar þeirra greiða hefðbundin leik- skólagjöld. Eldri nemendur fá sam- bærilegan stuðning og nám almenns nemanda kostar í Flataskóla, en sú upphæð nemur 35.228 krónum á mánuði í 12 mánuði á ári eða 422.730 krónur á ári. Samið verður sér- staklega um viðbótargreiðslur fyrir börn sem þurfa á sérstuðningi að halda. Þessi stuðningur nægir að mati forsvarsmanna Barnaskóla Hjallastefnunnar til að reka grunn- skólanámið. Því verða ekki innheimt skólagjöld fyrir börn úr Garðabæ og sérstaklega er kveðið á um það í samningnum. Með þessu fyrir- komulagi gefst foreldrum, óháð efna- hag, raunverulegt frelsi til að velja um grunnskólanám fyrir börn sín. Sigurður Björgvinsson bæjar- fulltrúi S-listans í Garðabæ birti grein í Morgunblaðinu sl. mánudag þar sem hann mótmælti starfsemi hins nýja barnaskóla. Hann fullyrðir réttilega að skólarnir í bænum séu í hópi þeirra bestu en spyr síðan: ,,Af hverju þarf þennan valkost þegar bæjarstjórinn er svona ánægður með skólana sem fyrir eru? Til hagsbóta fyrir hvern?“ Í mínum huga er það ekki forgangshlutverk sveitarfé- lagsins að tryggja að bæjarstjórinn eða bæjarfulltrúarnir geti verið ánægðir með þjónustuna. Forgangs- hlutverk sveitarfélagsins er að tryggja að íbúarnir séu ánægðir með þjónustuna. Jafnvel þó að það sé mín einlæga skoðun að í Garðabæ séu góðir grunnskólar getur vel verið að foreldrar einhverra barna telji að lít- ill einkarekinn barnaskóli með sér- stakar áherslur komi betur til móts við þarfir barnanna sinna. Hinn nýi barnaskóli verður vonandi til hags- bóta fyrir börnin sem þangað sækja, hvort sem þau verða úr Garðabæ eða annars staðar frá. Á endanum hlýtur það að vera markmið allra bæjar- félaga að gera góða skóla enn betri, hvort sem þeir eru reknir af sveitar- félaginu eða einkaaðilum. Besta leið- in til þess er að tryggja frjálst val íbúanna og að sveitarfélögin styðji öll börn með sama hætti, hvar sem þau stunda nám sitt. Frjálst val íbú- anna Eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur Höfundur er bæjarstjóri í Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.