Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ F ordómar og alhæf- ingar um græna menn eru til skamm- ar í íslensku sam- félagi. Er Hulk stað- almynd? Þegar minnst er á græna kynstofninn dettur flestum í hug vísindamaður, sem tútnar ógur- lega út þegar hann reiðist, þannig að fötin rifna utan af honum, öll nema þau sem skýla rósakálinu og stilknum, og gengur berserksgang með ógnarkrafti og hreinræktuðu uppsöfnuðu brjálæði hins réttláta manns. Hins réttláta græna manns. Þetta er staðalmynd eins og hún gerist verst í íslensku sam- félagi. Reynd- ar er ekki alveg hægt að alhæfa um þessa staðalmynd, eins furðu- lega og það nú hljómar, því sumir hafa þá mynd af grænum mönnum að þeir séu furðulegir í laginu, með stór augu og komi frá öðrum hnöttum, eins og Mars eða Júpíter. Þessi staðalmynd er ekki skárri og ekki þeim, sem verða þeirrar gæfu aðnjótandi að fæðast með grænt blóð, til framdráttar. Ég segi gæfu aðnjótandi, því það er happ að fæðast grænn, ekki síður en gulur, dökkur á hörund eða fölbleikur eins og við flest hér á hjara veraldar norður í ball- arhafi. Og nei, grænir menn eru ekki heldur eins og þeir eru sýndir utan á baunadósum. Þar birtist þriðja staðalmyndin, sem á enga stoð í raunveruleikanum. Þeir eru ekki einhvers konar veimiltítulegar, óræðar verur í sokkabuxum. Já, hvernig er þá „hinn dæmi- gerði græni maður“, mætti ég spyrja sjálfan mig. „Hinn dæmi- gerði græni maður“ er eins og við öll. Hann er meðalmaður á hæð, með bindi og í flauelsbuxum. Hann er í karlakórnum Grana og horfir á Spaugstofuna. Hann á það til að læðast inn í Kringlu þegar hann er í bænum, þótt konan hans hafi bannað honum það, og gæða sér á forboðnum ávöxtum hins himn- eska skyndibita. Hann er að öllu leyti sambærilegur við mig og þig. Hann er dæmigerður. Hinn dæmigerði græni maður á heima á Selfossi og eyðir sumar- fríinu í ferðalög. Hann fer með fjölskylduna og fellihýsið í Húsa- fell á hverju sumri, ekki endilega í þeirri forgangsröð. Þar upplifir hann náttúruna til hins ýtrasta, enda með grænt blóð í æðum eins og gróðurinn. Þetta er hinn græni maður. Ekki staðalmynd, heldur vel skil- greindur maður með afar fjöl- breytt og síbreytilegt tilfinninga- líf. Ef fötin rifna utan af honum er það ekki vegna þess að vöðvarnir tútni út, heldur tengist það senni- lega ástarleikjum hans við eigin- konuna. Þar gengur oft mikið á. Hann er með krafta í kögglum. Tilfinningalegum kögglum. Hann er tilfinningavera og nýtur rauð- vína og góðra osta á síðkvöldum. Græni maðurinn er ekki tröll. Hann er kyntröll sem verður ekki að steini ef hann kemst í tæri við sólarljós. Fordómar gagnvart græna manninum eru svosem engin ný- lunda meðal mannkyns og vel skiljanlegir. Almenna reglan er sú að fólk hræðist það sem það skilur ekki. Íslendingar eru til að mynda líklega þjóða hræddastir við ban- eitraðar kóngulær. Einfaldlega vegna þess að þeir hafa svo sjald- an komist í náin kynni við slík kvikindi. Þau koma afar sjaldan hingað til lands, ólíkt farfuglunum. Hvaða Íslendingur er hræddur við lóuna? Sennilega enginn. Það er vegna þess að við ölum allan okkar aldur í líkamlegum sam- skiptum við lóuna. Við strjúkum henni og látum vel að henni, þegar við eigum leið um óbyggðir lands- ins. Hver kannast ekki við að hafa verið á bílferð um Suðurland með fjölskyldunni, nærri Ingólfsfjalli, komið auga á lóu úti í móa, stöðvað bílinn úti í kanti og öll fjölskyldan yfirgefið bifreiðina til að láta vel að kvikindinu? Æska okkar í hnot- skurn. Svona erum við, íbúar þessa lands á hjara veraldar. Ef lóan væri ófleyg og við hefðum aldrei heyrt um hana, myndum við ekki vilja leyfa innflutning á henni. Guðni Ágústsson myndi banna það fyrir okkar hönd og enginn myndi hreyfa við mótmælum. Óþekkt dýr eiga nefnilega engan málsvara í samfélaginu, ekki frekar en græni maðurinn. Þetta sannaðist fyrir rúmum tveimur vikum, þegar franskur köttur var réttilega aflífaður og eigendur hans, frönsk hjón í draumaferðalaginu, umsvifalaust handteknir fyrir að hafa dýrið með í för. Reyndar er illskiljanlegt af hverju hjónin voru ekki aflífuð líka. Hafa verður í huga að þau voru í Frakklandi, áður en þau komu hingað til lands. Maður skyldi ætla að íslensku aríakyninu stafaði miklu meiri hætta af þeim sómahjónum en kettinum, því varla getum við smitast af frönskum katta- vírusum. Mennskir Frakkar bera hins vegar ýmsa stórhættulega sjúkdóma. Full ástæða er til að stemma stigu við útbreiðslu þeirra hér á landi. En aftur að græna manninum. Er ekki fyllsta ástæða til þess að hann eignist skeleggan talsmann hér á landi? Börn eiga umboðs- mann í íslensku stjórnkerfi. Al- þingi líka. Enda veitir alþingis- mönnum ekki af. Hvernig væri að stofna embætti umboðsmanns græna mannsins? Umboðsmaður græna mannsins myndi koma fram í fjölmiðlum og tala máli hans. Hann myndi berj- ast gegn þeim staðalmyndum græna mannsins sem vaða uppi í samfélaginu. Hann myndi vera vel launaður. Hann myndi njóta ým- issa fríðinda vegna starfs síns, fá jeppa til umráða og ókeypis í sund. Ég býð mig fram. Er Hulk staðal- mynd? Hinn dæmigerði græni maður á heima á Selfossi og eyðir sumarfríinu í ferða- lög. Hann fer með fjölskylduna og felli- hýsið í Húsafell á hverju sumri, ekki endilega í þeirri forgangsröð. VIÐHORF eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is ✝ Margrét SigrúnBjarnadóttir fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1927. Hún lést á heimili sínu, Akraseli 18, 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Mar- grétar voru Bjarni Guðmundsson, f. 7. september 1906, d. 25. október 1999, og Gyða Guðmundsdótt- ir, f. 30. júlí 1907, d. 25. desember 1992. Alsystkini Margrétar voru Vigdís, f. 1925; Jórunn Erla, f. 1930; Hreinn Elli, f.1933; Reynir sem nú er látinn, f. 1935, d. 1992; Guðmundur Már, f. 1938; og Guðríður, f.1942. Sam- feðra eru þau Guðmundur Árni, f. 1934; Bjarney, f. 1950; og Bjarni, f. 1985. Hinn 4. mars 1949 giftist Mar- grét Atla R. Ólafssyni forstjóra, f. í Kaupmannahöfn 4. mars 1913, d. 31. júlí 1985. Foreldrar hans voru Ólafur Friðriksson, f. 1886, d. 1964, og Anna Elín Friðriksson, f. 1889, d. 1960. Margét og Atli eign- uðust þrjár dætur. Þær eru: 1) Nanna Mjöll, f. 19. október 1949, fyrrverandi eiginmaður hennar er Guðmundur Sæmundsson og synir þeirra eru a) Atli Sævar, f. 3. janúar 1980, b) Heimir Dúnn, f. 7. mars 1982, c) Kristófer Jökull, f. 7.október 1987; 2) Gyða Björk, f. 29. október 1950. Sonur Gyðu sem búsettur er í Kalif- orníu er a) Ívar Ungi, f. 3. febrúar 1974. Fyrrverandi sambýlismaður Gyðu er Brynjar Ey- mundsson, dætur þeirra eru b) Mar- grét Lukka, f. 2. september 1978, unnusti hennar er Jóhann Arnarson, b) Hrafnhildur Björk, f. 26. nóvember 1979, unnusti henn- ar er Kristján Krist- insson. Fyrrverandi eiginmaður Gyðu er Tómas Þór Þorkelsson; 3) Edda Hrönn, f. 2. mars 1958. Fyrrverandi sambýlis- maður er Birgir Marel Jóhanns- son og eiga þau a) Nönnu Elísa- betu, f. 17. mars 1976, eiginmaður hennar er Arlo Reinbold. Eigin- maður Eddu er Arnór Sighvats- son og eiga þau b) Margréti Rut, f. 23. júlí 1981, c) Renötu Söru, f. 22. desember 1998. Margrét og Atli slitu samvistir árið 1967. Sambýlismaður Mar- grétar eftir það var Rögnvaldur Jón Pétursson frá Ófeigsfirði, f. 12. febrúar 1931, d. 16. ágúst 1997. Foreldrar hans voru Ingi- björg Pétursdóttir, f. 1889, d. 1973, og Pétur Guðmundsson, f. 1890, d. 1974. Útför Margrétar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elskuleg móðir mín er látin. Minn- ingar frá liðinni tíð hrannast upp, minningar um ljúfa konu, mömmu og ömmu, mjúku hendurnar hennar og grænu fingurna. Hún átti sérlega fal- legt heimili og var mjög listræn, hún átti falleg blóm og ræktaði líka tré og blóm í sumarbústaðnum. Ég minnist hennar þar í sólinni að hugsa um plönturnar sínar, með ráð undir rifi hverju og svör við öllum vangavelt- um um barnauppeldi, lífsgátuna og ástina. Þegar elsti sonur minn var á vagnaaldri vorum við einu sinni í heimsókn hjá mömmu og Rögnvaldi í sumarbústaðnum. Drengurinn var vanafastur og þurfti sinn blund undir berum himni eins og hann var vanur í vagninum sínum, en enginn var vagninn. Þá var hjólbörum í skyndi breytt í vagn og drengurinn stein- sofnaði hæstánægður. Ferðum mömmu í sumarbústaðinn fækkaði þegar Rögnvaldur dó fyrir sex árum. Hugur hennar var samt þar og alltaf var hún til í að skreppa austur. Þá var tekinn upp pensill eða sláttuvél og sjaldan slegið slöku við. Hún var af þeirri kynslóð sem féll aldrei verk úr hendi. Þegar hún kom heim af spítalanum í febrúar og ljóst var að ekki væri langur tími eftir sagðist hún þurfa að klára handa- vinnuna sína sem væri hálfgerð. Hún saumaði út púða og myndir, vegg- teppi og jólasveina. Þegar þessu var öllu lokið vantaði hana verkefni og þá byrjaði hún að búa til mósaíkmyndir og lauk tveimur slíkum. Fleiri gluggalistaverk, lampar, englar og myndir úr gleri liggja eftir hana og skreyta glugga og heimili okkar af- komendanna. Hæfileikar mömmu nutu sín vel í Leðuriðjunni, þar sem hún vann mestalla sína starfsævi. Hún var hjartað í hönnun og framleiðslu leð- urvaranna og vinsæll verkstjóri, elskuð af samstarfsfólki sínu. Við unnum þar saman í ár eftir að faðir minn dó 1985. Þá kynntist ég vel krafti hennar, úthaldi og útsjónar- semi. Hún var heilsuhraust eins og ung- lingur, varð aldrei misdægurt og lifði heilsusamlegu lífi. Ég kveð hana mömmu mína með söknuði. Nú stundar hún gönguferðir og jóga á öðrum stað. Mig langar til að þakka öllu því góða fólki sem tók þátt í að annast hana mömmu þegar hún var orðin veik. Hjúkrunarfólki og læknum á Borgarspítalanum þar sem hún lá fyrri hluta árs 2001 og svo á Land- spítala snemma á þessu ári. Sérstak- lega vil ég þakka öllu því góða fólki hjá Heimahlynningu sem veitti frá- bæra þjónustu. Það er hreint ótrú- legt fólk, faglegt og mannlegt. Að öðrum ólöstuðum vil ég sérstaklega þakka Guðbjörgu og Helga sem höfðu alltaf tíma til þess að svara öll- um spurningum. Einnig vil ég þakka Hirti Gíslasyni lækni sem var með okkur í áfallinu þegar ljóst var hvert stefndi. Þið eigið öll heiður skilinn fyrir innsæi ykkar og skilning. Ég þakka líka samstarfsfólki og vinum mínum fyrir stuðninginn. Nanna Mjöll Atladóttir. Ég er einn af þeim lánsömu sem kynntust Margréti Sigrúnu Bjarna- dóttur. Árið var 1975 og ég varð einn af fjölskyldu hennar. Strax þá myndað- ist góður vinskapur með okkur Mar- gréti og mér varð ljóst að þar fór mikilhæf kona sem þó bar hæfileika sína ekki hátt eða hreykti sér. Vin- skapur þessi varaði alla tíð þrátt fyrir að rof hefði komið í fjölskylduböndin og minna samband hefði verið hin seinni ár. Mér er minnisstæð virðingin sem Margét bar fyrir öllum sam- borgurum sínum og hversu lítillát hún var þrátt fyrir að stórgjafir og greiðar væru aðalsmerki hennar. Mér er efst í huga þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir börnin mín þó svo að þau dveldu langtímum erlend- is. Aldrei stóð á stuðningnum frá Margréti ef snöggar ákvarðanir voru teknar um heimsóknir hinum megin frá hnettinum og alltaf var pláss í Brautarlandi eða í Gerðhömrum þeg- ar svo vildi til. Það er von mín að sömu hugsanir sæki á öll barnabörn Margrétar sem voru hennar ær og kýr og ekkert mátti skorta. Það má sjá á heimsóknum þeirra langt að til ömmu sinnar nú á síðustu dögum þegar ljóst var að hverju stefndi. Í erli og hraða dagsins gleymast oft þessi góðu gildi að hlúa að náungan- um og er ég þar enginn eftirbátur en ég er þakklátur fyrir að hún heim- sótti mig ekki alls fyrir löngu og ósjaldan áttum við spjall í seinni tíð. Ég á þess ekki kost að vera við- staddur jarðarförina vegna ferðalags en í þess stað kemst ég til að vera við kistulagninguna og með henni og greinarstúf þessum vonast ég til að slá á þann trega og þá sorg sem óneitanlega kemur upp við fráfall vandaðra persóna eins og Margrétar, fyrrverandi tengdamóður minnar. Hafðu þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og ekki síst tygglyndið sem ávallt einkenndi þig. Oft sátum við Margrét, spjölluðum og gerðum að gamni okkar ásamt því að reyna að leysa hin og þessi mál en lífið var ekki alltaf létt hjá þessari góðu konu, sem af æðruleysi og með óbilandi kjarki tókst á við alla erf- iðleika eins og um hvert annað verk- efni væri að ræða – og hafði sigur – nema í lokaverkefninu, þegar mað- urinn með ljáinn kvaddi dyra. Ég minnist oft þess sorglega 70 ára afmælisdags Margrétar þegar hennar besti vinur og sambýlismað- ur, Rögnvaldur Pétursson, lést. Þau höfðu af einstökum dugnaði og elju „ræktað garðinn sinn“ í þeirra orða fyllstu merkingu. Margrét og Rögnvaldur bárust ekki mikið á en nutu mjög samverunnar, ekki síst í sumarbústað sínum við Laugarvatn þar sem þau unnu stórvirki í ræktun lands svo eftir var tekið. Þannig hátt- aði til um allt sem þau tóku sér fyrir hendur. Ég og fjölskylda mín vottum öllum aðstandendum Margrétar okkar dýpstu samúð. Brynjar Eymundsson. Mig langar með örfáum orðum að þakka fyrir mig og kveðja konu sem reyndist mér vel hún er farin en er samt svo nálæg lifir í dætrum sínum og barnabörnum vinum og ættingj- um barnabörnum sem ég á líka dá- lítið í sumum þegar þau voru lítil var hún alltaf nærri alltaf skilningsrík alltaf tilbúin að styðja þau og gefa þeim af sér á sinn hógværa hljóðláta hátt hún gaf okkur líka mikið þessum eldri sem skutumst inn í líf hennar sem tengdasynir um tíma eða lengur við vorum allir börnin hennar eins og börnin hennar sem við tengdumst hún er farin en samt svo nálæg ég vildi að við gætum fleiri verið eins og hún mannkostamanneskja með stóra sál hagar hendur og opinn hug ég veit ekki hvert hún fór enginn veit það en margir telja sig þó nokkuð vissa um það ég segi bara að sé eitt- hvert himnaríki til er hún áreiðan- lega þar ég vona að þar sé fullt af fólki eins og henni þá er til einhvers að reyna að komast þangað hún Mar- grét er farin en samt svo nálæg lifðu heil í minningum dætra þinna barna- barna og vina þar ertu stór og nálæg þótt þú sért farin og þótt þú sért ná- læg syrgi ég þig okkur þótti öllum vænt um þig. Guðmundur. Elsku amma. Loksins líður þér vel, amma mín, eftir hrikaleg veikindi og erfiðleika síðustu tvö og hálfa árið. Ég ætla ekki að rekja sjúkrasögu þína né fara í smáatriði hér því að mestallt rædd- um við á meðan þú lifðir, sem betur fer. Þannig var það með þig, það var svo auðvelt að tala við þig. Þú varst alltaf svo móttækileg fyrir öllu sem manni lá á hjarta og við gátum setið inni í eldhúsi hjá þér og rabbað sam- an klukkustundum saman. Enda varstu að mörgu leyti miklu meira eins og góð vinkona en þessi hefð- bundna amma. Í gegnum veikindi þín sýndirðu alltaf mikið þakklæti fyrir að ég skyldi koma og heimsækja þig, fyrst á spítalann og svo heima þar sem þú fékkst að vera fram á dánardag. En ég fékk alveg jafnmikið út úr því að heimsækja þig, ef ekki meira. Svo ótrúlegan lífsvilja og seiglu hef ég ekki séð hjá annarri manneskju og alltaf barstu þig með mikilli reisn. Mér sárnar mjög að vita að það vant- ar aðeins þrjá mánuði upp á fæðingu fyrsta langömmubarns þíns en ég veit að þú verður alltaf hjá því og okkur. Ég kveð þig með söknuð í hjarta. Þín nafna og dótturdóttir, Margrét Lukka Brynjarsdóttir. MARGRÉT SIGRÚN BJARNADÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Mar- gréti Sigrúnu Bjarnadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.