Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 37 ✝ Sigurlaug Guð-jónsdóttir fæddist á Viðborði á Mýrum í Hornafirði hinn 4. apríl 1927. Hún lést á heimili sínu, Aspar- felli 2 í Reykjavík, hinn 2. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Gíslason, bóndi á Við- borði á Mýrum og síð- ar Kotströnd, f. 1885, d. 1937, og Pálína Jónsdóttir húsfreyja, f. 1885, d. 1941. Systkini Sigurlaugar voru Halldóra Nanna, f. 1917, d. 2000; Gísli Friðgeir, f. 1918, d. 1986; Hjörtur, f. 1921; Hlíf, f. 1923; og Inga Jenný, f. 1925. Sigurlaug ólst ekki upp í foreldrahúsum heldur hjá fóstur- móður sinni, Guðlaugu Gísladótt- ur, f. 1879, d. 1975, að Hólmi á Mýrum í Hornafirði. Um tvítugt fluttist Sigurlaug til Reykjavíkur þar sem hún kynntist Haraldi Teitssyni, f. 15.7. 1928 og giftust þau árið 1949. Þau skildu árið 1974. Árið 1975 hóf Sigurlaug sambúð með eftirlif- andi sambýlismanni sínum, Eyjólfi Þor- steinssyni, f. 8.11. 1933. Sigurlaug og Haraldur eignuðust einn son, Hauk, f. 15.10. 1949, maki Oddbjörg Óskars- dóttir, f. 19.6. 1950. Börn þeirra eru Steinunn Hildur, f. 27.3. 1969, maki Arn- ar Már Ólafsson, en börn þeirra eru Andrea Arnarsdótt- ir, f. 26.11. 1997, og Ylfa Oddbjörg Arnarsdóttir, f. 14.6. 1999; Birna Björk, f. 28.3. 1974, og Óskar Styrmir, f. 18.6. 1984. Sigurlaug hóf störf um 1955 hjá Sindra og síðar Sindrasmiðjunni og starfaði þar í rúmlega 40 ár. Þá var hún hestakona og sinnti ýms- um störfum í því sambandi. Hún hafði áhuga á útivist og ferðalög- um. Útför Sigurlaugar verður gerð frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Nútímamanninum er það eiginlegt að trúa að allt sé óbreytanlegt. Þeg- ar móða fellur á mynd hversdags- leikans er honum brugðið og hann undrast máttleysi sitt gagnvart þeim öflum sem í raun öllu ráða um það sem mestu máli skiptir. Þannig leið mér er ég frétti lát Sigurlaugar Guð- jónsdóttur. Það sem í gær var svo sjálfsagt hefur hinn napri raunveru- leiki sett um koll. Það er fallin móða á myndina og þegar hún hverfur blasir við ný mynd sem enginn fær breytt, hvernig sem reynt er. Ég kynntist Sillu fyrir hartnær 30 árum er hún og faðir minn tóku upp samband. Mér er það enn þá minnis- stætt að mér fannst það sérstakt að pabbi væri kominn með nýja konu en um leið spennandi að kynnast henni. Hún var hestakona og ég trúi að það hafi verið hestarnir sem leiddu þau saman. Silla var ættuð úr sveit, fædd og uppalin að hluta í A-Skaftafells- sýslu. Ekki var æskan dans á rósum og atvikin höguðu því þannig að hún var send í fóstur og ólst ekki upp með foreldrum sínum. En þótt Silla byggi lengstum í Reykjavík átti sveitin ávallt sinn sess og þangað leitaði hugurinn flesta daga. Tengsl- in við sveitina ræktaði Silla í gegnum hestana og ferðalög um landið. Hún var mikill hestamaður og átti góða hesta. Hornfirski stofninn heillaði hana enda dugmiklir hestar af traustum stofni sem entust vel í löngum og oft ströngum ferðalögum. Silla var mikill áhugamaður um hestaferðir og fá voru þau sumur sem ekki var haldið á vit óbyggðanna í góðra vina hópi. Ég fékk aðeins að skyggnast inn í þennan heim og kynnast þessum hópi. Þá var auðvelt að skilja hvað fékk þau til að sinna þessu kalli á hverju sumri, þannig var gleðin í hópnum og traustið sem sem hver bar til annars. Í hópnum hafði hver sitt hlutverk og sinnti því af reisn. Aðstæður í þá tíð á fjöllum voru ólíkar því sem nú er. Þá var lítið af góðum sæluhúsum og oft mátti notast við tjöld eða aðrar vistarverur sem ekki þættu góðar nú til dags. Aldrei heyrði ég Sillu kvarta heldur miklu frekar þakka fyrir að mega njóta þess sem í boði var. Þá er mér minnisstætt hversu marga veisluna Silla gat haldið þótt aðstæður væru fábrotnar. Það þurfti skipulag og út- sjónarsemi til og af því hafði Silla nóg. Silla tók sérstöku ástfóstri við hross sín og hugsaði mjög vel um þau. Hún átti sín hross lengi og þau dugðu vel enda afkastahross. Fyrir fáeinum árum ákvað Silla að draga sig út úr hestamennskunni og held ég að þar hafi tvennt ráðið. Annars- vegar að hestarnir sem hún átti þá voru að byrja að gefa sig og hins veg- ar að heilsan var ekki eins góð og áð- ur. Hún var stolt kona og vildi ekki taka þátt af hálfum krafti. „Annað- hvort er ég með af krafti eða ekki.“ Pabbi og Silla ferðuðust einnig mikið um landið á bíl, sérstaklega í seinni tíð. Þau voru óþreytandi við að ferðast og létu ekki dumbung og smáskúrir spilla ferðagleðinni. Hluti af þeim ferðalögum voru fjallgöng- urnar og margar sögur heyrði maður þar sem ægifegurð náttúrunnar var endursögð og henni lýst á kjarnyrtri og góðri íslensku. Á eftir fylgdi dill- andi en svolítið skær hlátur sem kannski var ákveðið einkennismerki Sillu. Pabbi og Silla héldu sitt heimili í Breiðholtinu. Þangað var gott að koma og jafnan tekið vel á móti manni. Heimilið var látlaust en þægilegt og ávallt mikið af bókum á borðum. Þau voru frekar heimakær og fóru lítt af bæ nema til ferðalaga um landið. Ekki minnist ég þess að þau hafi farið til útlanda þann tíma sem ég þekkti Sillu og sýnir það bet- ur en margt annað hversu hún unni landinu, sveitinni og dýrunum. Það fer að falla af myndinni. Hún hefur breyst og þar eru færri en áð- ur. En því fær enginn breytt og nú lifa í minningunni ótal myndir um ágæta konu sem lagt hefur upp í sína hinstu ferð. Við sem eftir sitjum eig- um þessar minningar, getum glaðst við að rifja þær upp og erum ríkari en ella að eiga þær. Ég bið drottin Guð að blessa og varðveita minningu Sigurlaugar Guðjónsdóttur og gefa þeim sem eftir lifa kjark og æðru- leysi til að takast á við sorgina. Sveinbjörn Eyjólfsson. Amma var eins og eldurinn – lif- andi, falleg, heit, skapmikil og kannski pínulítið hættuleg stundum, með rauða fallega hárið sitt. Án hennar hefði æska okkar litið allt öðruvísi út, engar amerískar pönnu- kökur með sírópi og sennilega hefðu tengsl okkar við hestamennskuna aldrei orðið. Minning okkar um hana er hlaðin skemmtilegum stundum og glæsileika. Amma var sérstaklega glæsileg og falleg kona og nærvera hennar lét fáa ósnortna. Flestir sem hafa komið í veislu til hennar voru á einu máli um að þær væru eins og hjá kóngafólki hvort sem það var í veitingum eða umbúnaði. Veigamikl- ar veislur hennar voru einnig stór- kostlegar í náttúrunni enda var hún mikill náttúruunnandi og dýravinur. Hún kenndi okkur umfram allt að bera virðingu fyrir náttúru og dýr- um enda var hún sérstaklega lagin við dýr. Oft mátti sjá til hennar ná í hesta sem enginn annar gat náð. Þegar okkur var tilkynnt fráfall ömmu leitar hugurinn til baka í öll þau orð sem hún mælti við okkur, þessi orð voru yfirleitt hlaðin visku og kærleik. Hún amma okkar kenndi okkur margt um lífið og tilveruna. Hún hafði einstakt lag á að tala við okkur og okkur leið ávallt sem full- gildum vitsmunaverum í nærveru hennar. Atkvæði okkar skiptu engu minna en hinna fullorðnu þegar til kastanna kom eins og oft kom til í löngum ógleymanlegum hestaferð- um. Margar okkar dýrmætustu og bestu stundir eru í nærveru hennar. Amma var glöð og lagði mikið upp úr því að fólk hefði gaman af lífinu. Jafnvel þó að hún amma okkar sé dá- in þá finnst okkur við hafa notið for- réttinda að fá að vera í nærveru hennar og smitast af glæsileika hennar. Amma var gjafmildasta manneskja í heimi og hjá henni voru orðin betra er að gefa en þiggja svo sannarlega sönn. Hún hefði gengið eld og brennistein fyrir okkur fjöl- skylduna og gerði það stundum. Elsku hjartans amma, við munum sakna þín sárt. Þínir vinir og sonarbörn, Steinunn Hildur, Birna Björk og Óskar Styrmir. Silla frænka. Þessi orð bera sér- stakan andblæ. Hlátur, gleði, rauður lokkaþyrill, ævintýri. Silla var aðalfrænkan. Hún var fóstursystir mömmu okkar. Þær höfðu báðar alist upp í Hólmi á Mýr- um, hjá fósturforeldrum sínum, Guð- laugu Gísladóttur og Halldóri Eyj- ólfssyni. Báðar fluttust þær til Reykjavíkur þegar Guðlaug var orð- in ekkja og brá búi. Þær voru miklar hestakonur og hélt Silla þeirri íþrótt áfram. Fóstursysturnar Silla og Svafa voru ólíkar eins og dagur og nótt, en nánar og umgengust mikið. Við systurnar sáum Sillu frænku í ævintýraljóma. Hún var nútímakona – feti framar, átti starfsframa sem var óvenjulegt, þegar flestar mömmur voru heima við að gæta bús og barna og Haukur, einkasonur hennar og augasteinn og uppáhalds litli frændi okkar, var á dagheimilinu Tjarnarborg sem okkur þótti líka merkilegt. Fastir liðir í lífinu á þessum árum, (1950–1970) voru til dæmis að Silla, Halli og Haukur komu á bernsku- heimili okkar á jóladag í mat og síðan var spilað fram á nótt. Á gamlárs- kvöld vorum við hjá þeim. Þau kvöld voru fyrir okkur systur eins og að skreppa til Ævintýralands. Húsið var fullt af spennandi fólki, lista- mönnum og öðrum litsterkum kar- akterum. Kampavín glóði í glösum, konfettiræmur svifu um loftið, allir voru með hatta og grímur og hlátur Sillu frænku var eins og kampavínið, léttur og glaðlegur. Við gátum gengið að því vísu að jóla- og afmælisgjafirnar frá Sillu frænku kæmu alltaf ánægjulega á óvart. Þótt allir aðrir pakkar inni- héldu skynsemina uppmálaða: nátt- föt, handklæði, sápur eða bækur gaf hún okkur alltaf einhvern lúxus sem litlar stelpur kunnu svo sannarlega að meta og sýndi að hún gat sett sig í spor lítilla frænkna sinna. Mamma saumaði oft samkvæmis- kjóla á Sillu systur sína. Það var fylgst með af áhuga þegar kjólarnir voru mátaðir á hana. Smaragðs- grænn, fleginn kjóll, bryddaður með minkaskinni yfir brjóstið er ein minning. Silla var afar ræktarleg við fólkið sitt. Hún stuðlaði til dæmis að því að við systur fengum sumarvinnu á vinnustað hennar, Sindra, öll okkar skólaár frá unglingsaldri. Með árunum varð lengra á milli okkar, en þegar við hittumst eða heyrðumst var Silla ævinlega ómyrk í máli, sjálfstæð kona með ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, kona með mikla reynslu af atvinnu- lífinu sem hún miðlaði gjarnan af. Það kom okkur ekki á óvart að heyra sögu um að sonardætur henn- ar, Steinunn og Birna, hefðu oft kos- ið að fara frekar í heimsókn til ömmu sinnar en að hitta vinkonur sínar þegar þær voru unglingar. Þótt við vitum að lífsgleði og kraft- ur Sillu frænku hafi dofnað hin síðari ár, eru minningarnar um elskulega frænku sem okkur fannst svo vænt um, bjartar og gefa lífi okkar gildi. Fyrir það þökkum við. Innilegar samúðarkveðjur send- um við Hauki, Doddý, börnum þeirra og öðrum sem eiga um sárt að binda vegna andláts Sillu. Anna Karin og Dóra Sigurlaug. SIGURLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR ✝ Sólveig BjarndísGuðmundsdóttir Vikar fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1931. Hún lést á líkn- ardeild Landspítala í Landakoti 7. ágúst síðastliðinn. Hún var yngsta barn hjónanna Guðmund- ar Vikar Bjarnasonar klæðskerameistara, f. í Reykjavík 11. apr- íl 1888, d. 24. maí 1941, og Lilju Guðríð- ar Finnbogadóttur Vikar húsmóður, f. í Galtalæk í Landsveit í Rang. 10. apríl 1900, d. 12. apríl 1988. Syst- kini hennar eru: Finnbogi, f. 1923, Margrét Svava, f. 1926, Edda Ingveldur, f. 1927, d. 2002, og Karl, f. 1929, d. 1984. Eftir lát föð- ur síns dvaldi Sólveig í tvö ár á heimili föðursystur sinnar Vigdís- ar Bjarnadóttur og hennar fjöl- skyldu í Sandgerði. Seinni maður Lilju og stjúpfaðir Sólveigar frá 1943 var Jón Guðjónsson bygg- ingameistari, f. 1904, d. 1955. Sólveig gekk að eiga Þorkel Pál Pálsson lögregluþjón og stýri- mann, f. 19. júlí 1932, hinn 12. júní 1953. Hann er sonur Páls Bjarna Sigfússonar skipstjóra og Þórhild- ar Lilju Ólafsdóttur húsmóður. Stóð heimili þeirra í rúm þrjátíu ár í Stóragerði 22 í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Þórhildur Lilja, f. 6. september 1953. Hún var gift Frið- riki Marteinssyni og eru börn þeirra Sólveig, f. 1976, Marteinn, f. 1979, og Stefán, f. 1982. Sólveig er gift Kristni Þór Kristinssyni og er dóttir þeirra Sóley Birta, f. 1999. 2) Jón Gunnar, f. 12. apríl 1955. Hann er kvæntur Sigrúnu Haraldsdóttur og eru þau búsett í Dan- mörku. Börn þeirra eru Hildur, f. 1975, og Sigurjón Páll, f. 1978. Hildur er gift Gizuri Sigurðssyni og eiga þau dótt- urina Sigrúnu Ísa- fold, f. 2003. 3) Her- dís, f. 6. maí 1957. Hún er gift Einari Einarssyni og eru börn þeirra Úlfur, f. 1982, og Sólveig, f. 1993. 4) Ágústa, f. 21. ágúst 1958. Hún er gift Ólafi H. Óskarssyni og eru synir þeirra Sigþór Steinn, f. 1987, og Egill, f. 1990. Ólafur á einnig dótturina Kristínu Evu, f. 1976. 5) Páll, f. 15. mars 1961. Hann var kvæntur Einhildi Páls- dóttur og eru börn þeirra Eyrún, f. 1981, og Páll, f. 1985. Páll á einnig Branddísi Ásrúnu, f. 1995. 6) Lilja, f. 28. júlí 1966. Hún er gift Garpi Dagssyni og eru börn þeirra Ylfa, f. 1990, Grímur, f. 1993, og Kári, f. 2000. Sólveig og Þorkell slitu sam- vistum árið 1992. Sólveig stundaði verslunar- og skrifstofustörf fram að giftingu. Húsmóðurstörfum sinnti hún næstu fjörutíu árin. Hún starfaði í býtibúri hjá Hrafnistu í Reykjavík frá 1993 til 1996 er hún þurfti að hætta vegna veikinda. Hún var fé- lagi í kvenfélögunum Hrönn og Thorvaldsensfélaginu og stundaði hún sjálfboðastörf í verslun félags- ins. Útför Sólveigar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Fyrstu minningar mínar um ömmu eru úr Stóragerðinu, hún að prjóna vettlinga, gera kæfu eða baka pönnukökur. Mínar helstu minningar um hana tengjast vinnu hennar inni á heimilinu þar sem hún gerði hluti sem maður fékk síðar s.s. vettlinga, kæfu og rabarbarasultu. Umhyggja hennar fyrir mér og reyndar allri fjölskyldunni kom helst fram á þenn- an hátt að mínu mati. Hún fylgdist vel með barnabörn- unum og tók það nærri sér ef illa gekk hjá einhverju okkar. Hún hafði áhuga á að okkur gengi vel í námi. Ég er feginn hversu vel hún tókst á við veikindi sín síðustu mánuði, af æðruleysi og hugrekki. Hvíl í friði, elsku amma, Úlfur. Kveðja frá Thorvaldsensfélaginu Við kveðjum nú kæra vinkonu og góða félagskonu. Sólveig gekk til liðs við Thorvaldsensfélagið fyrir rúmum 16 árum þegar hún átti orðið lausar stundir frá amstri dagsins. Hún var ötul félagskona og fylgdist vel með og tók virkan þátt í störfum félags- ins. Um árabil vann hún á Thorvald- sensbazarnum í sjálfboðavinnu með öðrum félagskonum. Hún hafði ánægju af að vera á Bazarnum og var leið yfir hve sjaldan henni fannst hún geta komið síðustu árin vegna las- leika, en þegar hún átti leið í miðbæ- inn kom hún við og heilsaði upp á þær sem voru að vinna og spurði frétta af starfsemi félagsins. Það er öllum fé- lögum mikils virði að eiga góða fé- lagsmenn, og sérstaklega þeim er byggja á sjálfboðavinnu félaganna, og Sólveig var einn af þeim. Thor- valdsensfélagið þakkar öll hennar góðu störf og við félagskonur sökn- um góðrar vinkonu og minnumst hennar með þakklæti og virðingu. Innilegar samúðarkveðjur til barna og annarra ástvina. Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir. SÓLVEIG B. GUÐMUNDSDÓTTIR VIKAR Alúðar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem minntust elsku litla drengsins okkar, BRYNJARS PÁLS GUÐMUNDSSONAR, Erlurima 8, Selfossi, og vottuðu hinum látna virðingu við andlát hans og útför. Við þökkum af alhug hluttekningu ykkar og samúð. Guð blessi ykkur öll. Áslaug Pálsdóttir, Guðmundur Jónsson, Jón Ingibergur Guðmundsson, Þórhildur Svava Svavarsdóttir, Torfi Ragnar Sigurðsson, Páll Jónsson, Þórhildur Svava Þorsteinsdóttir, Bryndís Sveinsdóttir. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.