Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ             !"                          BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ORÐ og skrif án hugsunar skipta máli og fara flestum illa og þeim verst sem samfara því gefa ofstopa og heift lausan tauminn. Lítið lóð getur vegið þungt til góðs eða ills. Einstaka mönn- um er gefið færi á þessu lóði oftar en öðrum og þeim sem auðnast að leggja það réttum megin er fagnað. En gæfan og gjörvuleikinn eiga ekki altaf samleið og mönnum er mismun- að til orðs og æðis. Í bernsku var mér innrætt að auka ekki á vanlíðan þeirra sem minna mættu sín. Í Mbl.- grein 6.8. var ég ekki að ráðast á einn eða neinn, aðeins að fjalla um frekar súran kafla í raunveruleika þeirra sem fella sig ekki við lög. Þar færði ég frægasta fanga landsins það til verðleika að nýta tímann í fangelsinu sér og öðrum til góðs. Skrif hans í blöðum lofuðu góðu. En það er eins og sumum sé ekki sjálfrátt þegar stóru tækifærin koma. Vinsamleg orð frá Árna Johnsen til þjóðhátíð- argesta um að hann gæti sjálfum sér um kennt að vera ekki í brekku- söngnum, en vonaðist til að verða þar næst, með ósk um góða skemmtun til allra hefðu verið einföld og drengileg skilaboð, en því miður fyrir hann og þá sem gleðjast með þeim sem taka sig á lagði Árni lóðið röngum megin. Hann sáði fyrir illgresi í stað blóma: Hann átti völina og valdi kvölina. Árna er margt til lista lagt og hart fyrir hann að láta óheft skap valta þar yfir. Það hringdi í mig maður sem hefur meiri samúð með þeim sem eru í fríu húsnæði, fæði og þjón- ustu á Hrauninu en öldruðum sem sí- fellt verða háðari einkaframtaki gráðugra. Þessi umhyggjusami mað- ur ætti að örva ríkisstjórnina til að einkavæða fangelsin frekar en að refsa öldruðu heiðursfólki með slík- um gerningi. Ég hef ekki miklar áhyggjur af hvort fólki líkar betur eða verr þær skoðanir mínar að hver sé sinnar gæfu smiður. Eftir hverju er fólk að sækjast á Litla-Hrauni? Er það fæðið, húsnæðið, þjónustan eða félagsskapurinn? Menn þurfa ekki að fara þangað frekar en þeir vilja. Þeir velja sjálfir. Hvað með þá sem nauðga, drepa fólk, berja til óbóta, selja eitur, handrukka, véla eignir af fólki, brjótast inn í íbúðir, stela þar og eyðileggja, skemma listaverk sem þjóðinni er trúað fyrir, og unglinga sem gamna sér við að brjóta rúður í eigin skóla og eru alstaðar til óþurft- ar? Eigum við að hampa þeim? Þurfa fangar að velja illmenni í forsvar? Er ekki um annað að velja? Hvað ef svo er? Í Hljómskálagarðinum og víðar hafa umkomulausir hreiðrað um sig. Þetta er meinlaust og illa haldið vesalings fólk sem hefur gefist upp. Mörgum þykir sjónmengun að því og óþrifnaður. Mér finnst skjóta skökku við að þjóðfélagið leiði þetta óhamingjusama fólk hjá sér. Þarna er skylt að hjálpa. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, 103 Reykjavík. Martröð fanga Frá Alberti Jensen: FJÖLSKYLDA mín hefur ferðast um Ísland í mörg ár og ávallt verið boðin velkomin af líflegu gelti ís- lenskra bræðra minna sem hafa fylgt henni frá bæ til bæjar. Í ár leið þó svo langt á milli þess að hún sæi íslenskan fjárhund að hún hefur orðið alvarleg- ar áhyggjur af því hvort hann muni lifa áfram á þessari upprunaeyju sinni. Við höfum aldrei verið neitt sér- stakt tískuhundakyn. En líkt og ís- lenski hesturinn vorum við með í fyrstu ferðinni yfir Atlantshafið til Ís- lands og í meira en 1.000 ár höfum við verið mikilvæg hjálparhella þegar kemur að því að hafa stjórn á kindum og lömbum og halda krumma í hæfi- legri fjarlægð. Náttúran gaf okkur góðan feld og öfluga rödd, og við erum óvenju þol- góðir, sjálfstæðir í sinni, og þrautgóð- ir á raunastund. Við skynjum hvenær við ætlum okkur um of en við leggjum ekki niður rófuna fyrir hverjum sem er. Einmitt þessir eiginleikar leiddu til þess að fjölskylda mín varð veik fyrir hinu íslenska hundakyni á ferða- lagi um landið fyrir 17 árum. Við erum ekki aðeins ákaflega fal- legir ásýndum heldur höfum við einn- ig fallega sál. Fjölskylda mín, sem þá innihélt meðal annars tvo litla drengi, stöðvaði eitt sinn bíl sinn við banka á Egilsstöðum. Við hliðina staðnæmdist einnig Land-Rover jeppi og inni í hon- um sat fallegur svartur og hvítur fjár- hundur og beið þolinmóður meðan eigandi hans talaði um daginn og veg- inn við aðra af mannakyni. Drengirnir vildu gjarna klappa hinum fallega voffa sem einnig virtist vilja eilítinn félagsskap. Áður en tvær mínútur voru liðnar hafði hundurinn snúið hliðarrúðunni niður með trýninu og hékk hálfur út um gluggann til að fá klapp fyrir uppátækið. Fjölskylda mín stóðst ekki svo barngóðan hund. Í Danmörku, þar sem hún býr og ís- lenskir fjárhundar hafa verið vinsælir fjölskylduhundar í mörg ár, vegna þess hversu barngóðir þeir eru, fann hún Týru, en afi hennar og amma komu frá Ólafsvöllum. Því hefur fjöl- skyldan aldrei séð eftir. Þegar Týra fór til skapara síns fyrir sjö árum reyndi fjölskylda mín að finna annan hund á Íslandi, en þá þegar var orðið erfitt um vik og langt á milli hvolpa. Fjölskylda mín hefur oft heyrt að ástæðan fyrir því að íslenski fjár- hundurinn er ekki eins vinsæll í heimalandi sínu og skyldi sé að hann þyki hávaðasamur. En það er eins og svo margt annað aðeins spurning um uppeldi. Ég gelti t.d. aðeins að bílum og svörtum fuglum. Íslenski hundurinn hefur aldrei verið stofuhundur, og áður hefur hon- um á síðustu stundu verið bjargað frá því að deyja út. Það væri synd ef eitt af elstu hundakynunum myndi hverfa vegna þess að áhugi manna beinist fremur að evrópskum hundakynum sem ekki geta talist fulltrúar íslenskr- ar sögu og hefðar. F.h. Glóu, KIRSTEN ERLENDSSON, blaðamaður, Vallensbæk, Danmörku. Bréf frá fjárhundi Frá Kirsten Erlendsson f.h. fjárhundsins Glóu:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.