Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 43 STJÖRNUSPÁ Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Þú hefur eftirminnilegt fas. Aðrir laðast að þér. Þú hikar ekki við að ganga fram af fólki. Árið framundan mun einblína á tengsl þín við þína nánustu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Í dag er sérlega góður dagur fyrir þitt merki. Tunglið er í hrútnum og lyndir vel við Plútó, Venus og Sólina. Í dag ertu hress og skortir ekki sjálfsöryggið og kraftinn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nú er tilvalið að kenna börn- um nýja hluti. Dagurinn hent- ar líka mjög vel til skapandi breytinga í tengslum við miðl- un eða skemmtanabransann. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gættu þess að taka smá tíma frá til að gera við hluti heima fyrir. Einbeittu þér að stöðum eins og baðherberginu, vatns- lögnum eða kjallaranum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Tilvalið er að snúa við blaðinu í dag hvað varðar heilsu og snyrtingu. Taktu ákvörðun um að gera eitthvað sem mun láta þér líða betur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Í dag er ljónið kröftugt, hrif- næmt og ástríðufullt. Undir- búðu eitthvað skemmtilegt. Daðraðu við ástina þína. Róm- antíkin lofar góðu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Sinntu tólum og tækjum sem hafa bilað heima fyrir eða jafnvel heima hjá ættingjum. Þú getur komið miklu í verk. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Alvarlegar samræður geta komið fram bótum í þínum nánustu samböndum í dag. Talaðu við vini þína, félaga og maka. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Í dag geturðu komið ein- hverju til verka sem styrkir starfsframa þinn. Sýndu hug- myndum þínum virðingu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú er rétti dagurinn til að ferðast, taka sér frí, stunda íþróttir og blanda geði við aðra. Þig dauðlangar að víkka sjóndeildarhringinn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft tíma í einrúmi í dag til að greiða úr nokkrum hlut- um sem hafa verið á kreiki í undirmeðvitund þinni. Best er að þú sjáir hvar siðagildi þín stangast á við annarra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Að ræða við vini er tilvalið í dag. Blandaðu geði við al- menning. Þér líður vinsam- lega og það gleður þig að aðrir hafa áhuga á því sem þú segir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert harðákveðin(n) í að bæta líf þitt í dag. Þar sem hvatinn skiptir mestu þá get- ur þér ekki annað en tekist það. Fylgdu hugsjónum þín- um og segðu öðrum hvað þú hyggst fyrir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LANDSLAG Í einum fossi hendist áin niður morgunhlíð dalsins undir mjúku sólskýi; ungur smali ofan úr heiði með ljóð á vör, lamb á herðum. Snorri Hjartarson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag- inn 16. ágúst, verður Jón Ragnar Jónsson, Fögru- kinn 13, Hafnarfirði, átt- ræður. Af því tilefni tekur hann á móti ættingjum og vinum að Erluási 48, Hafn- arfirði, á afmælisdaginn milli kl. 15 og 17. 60 ÁRA afmæli. Sextuger í dag, föstudaginn 15. ágúst, Svandís Bára Steingrímsdóttir, Þórólfs- götu 4, Borgarnesi, hún vinnur við heimilishjálp í Borgarbyggð. Svandís verð- ur með kaffi og hveitibrauð í Lyngbrekku laugardaginn 16. ágúst kl. 14 til 18. Gjafir afþakkaðar, en andvirði þeirra renni til langveikra barna. Sparibaukur verður á staðnum. Sjáumst. SUMIR segja að freist- ingar séu til að falla fyrir þeim. Það er í besta falli um- deild speki hvað lífið sjálft varðar, en hitt er óumdeilt að það vinnur enginn brids- mót á þessari kenningu. Við spilaborðið gildir hið forn- kveðna: Við freistingum gæt þín. Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 10643 ♥ 3 ♦ K754 ♣ÁK103 Suður ♠ D9 ♥ ÁDG9752 ♦ Á108 ♣6 Vestur Norður Austur Suður – – Pass 1 hjarta Pass 1 spaði 2 lauf 3 hjörtu Pass 3 grönd Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: Lauffimma. Hvernig er best að spila? Það er svo sem búið að vara við hættunni, sem er að henda strax spaða niður í laufkóng. Ef vestur á tvíspil í laufi og hjartakóng verður hjartatía varnarinnar að al- varlegri ógnun. Lítum á: Norður ♠ 10643 ♥ 3 ♦ K754 ♣ÁK103 Vestur Austur ♠ G752 ♠ ÁK8 ♥ K106 ♥ 84 ♦ D962 ♦ G3 ♣54 ♣DG9872 Suður ♠ D9 ♥ ÁDG9752 ♦ Á108 ♣6 Vestur spilar spaða til austurs, sem svarar með háu laufi og þá uppfærist hjartatían í slag. Auðvitað liggur ekkert á að nýta laufkónginn. Best er að spila trompi í öðrum slag, taka ásinn og spila drottn- ingunni. Vörnin má fá tvo slagi á spaða, því laufkóng- urinn skilar sínu sem niður- kasti fyrir þriðja tígulinn. Niðurstaða: Í stað þess að freistast til að vinna fimm, ætti sagnhafi að freista þess að tryggja samninginn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 50 ÁRA afmæli. Í dagföstudaginn 15. ágúst er fimmtugur Arne I. Jónsson, af því tilefni eru vinir og ættingjar velkomnir á heimili hans að Klappar- stíg 4, Njarðvík, eftir kl. 19:00. 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 15. ágúst, er sextugur Vestarr Lúðvíksson, Bræðraborg- arstíg 3, Reykjavík. Vestarr verður að heiman í dag. 1. b3 e5 2. Bb2 Rc6 3. e3 Rf6 4. Rf3 e4 5. Rd4 Rxd4 6. Bxd4 Be7 7. Be2 0-0 8. 0-0 c5 9. Bb2 d5 10. d3 Be6 11. Rd2 Dc7 12. c4 exd3 13. Bxd3 Had8 14. cxd5 Rxd5 15. Db1 f5 16. Rf3 Rb4 17. Be2 Rc6 18. Bc3 Bf6 19. Bxf6 Hxf6 20. Hc1 De7 21. Dc2 b6 22. Hd1 Hff8 23. Bc4 Bxc4 24. Dxc4+ Kh8 25. Df4 Hd7 26. h4 Hfd8 27. Hxd7 Dxd7 28. h5 De6 29. He1 Rb4 30. He2 Hd1+ 31. Kh2 Rc6 32. e4 Re7 33. Rg5 Df6 34. exf5 g6 35. h6 gxf5 Staðan kom upp í stórmeistaraflokki alþjóðlegs skákmóts í Árósum í Dan- mörku sem lauk fyr- ir skömmu. Jens Ove-Fries Nielsen (2.453) hafði hvítt gegn Joanna SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Dworakowska (2.382). 36. Hxe7! Dxh6+ ekki gekk upp að þiggja skiptamuns- fórnina þar sem eftir 36. …Dxe7 37. Db8+ Hd8 38. Dxd8+ Dxd8 39. Rf7+ verður hvítur manni yfir. 37. Kg3 Df8 38. Hxh7+ og svartur gafst upp. Borgar- skákmótið hefst í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 16.00. Öllum er velkomið að taka þátt en um firma- keppni er að ræða og er 7 mínútna umhugsunartími á skák. DAGBÓK Já, ástin mín, ég skal biðja um launahækk- un. Hver eru launin mín núna? Hann beit fyrst, og svo ég! Augustsilk Augustsilk Opið í dag frá kl. 12-18 í Síðumúla 35 – 3. hæð  Nýtt! 100% handofið Dupion silki kr. 2.400 m. Litir: kremað, rautt og svart. Ný sending af silkipeysum - heildsöluverð. Peysusett, stuttermapeysur og v-hálsmálspeysur. Pashminur og organzadúkar. Engin kort www.laxmann.com Heilsudrekinn - Kínversk heilsulind Ármúla 17a , sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is Orka • lækningar • heimspeki • Kínversk hugræn teygjuleikfimi • Tai Chi • Kung Fu fyrir börn, unglinga og fullorðna Ókeypis kynningartímar frá 18. ágúst Þriðju umferð í bikarnum að ljúka Bridsspilarar taka það yfirleitt ró- lega yfir sumarmánuðina. Það eru einungis þeir hörðustu sem mæta í sumarbrids og svo eru einstaka leik- ir í bikarkeppni Bridssambandsins. Um helgina lýkur þriðju umferð en sl. miðvikudagskvöld mættust tvær sterkar sveitir úr Reykjavík. Þetta voru sveitir Strengs annars vegar og sveit Guðmundar Sv. Her- mannssonar hins vegar. Sveit Guðmundar tók strax foryst- una í leiknum og fyrir síðustu 10 spil- in hafði sveitin 45 impa forystu. Síð- ustu lotunni töpuðu þeir með 19 impum og unnu því leikinn með 26 impa mun. Óstaðfestar lokatölur voru 103-76. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Frá bikarleiknum sl. miðvikudag. Talið frá vinstri: Guðmundur Páll Arnar- son, Ragnar Magnússon, Ásmundur Pálsson og Hrólfur Hjaltason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.