Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 45 lif u n Auglýsendur! Hafðu samband í síma 569 1111 eða í gegnum netfangið lifunaugl@mbl.is Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 27. ágúst FÓLK  HELGI Valur Daníelsson lék ekki með Fylkismönnum gegn AIK í Stokkhólmi í gær. Hann meiddist á ökkla á æfingu Árbæjarliðsins í Stokkhólmi á þriðjudaginn.  EGILL Már Markússon dæmdi sögulegan leik í gær, viðureign Torpedo Moskva og Domagnano frá San Marino sem fram fór í Moskvu. Það var fyrsti leikurinn í Evrópu- keppni sem háður er á gervigrasi en völlur Torpedo er einn af nokkrum í Evrópu sem UEFA styrkir sem til- raunaverkefni í notkun gervigrass.  ÞORSTEINN Bjarnason, fyrrver- andi landsliðsmarkvörður, var vara- markvörður Grindavíkur í leiknum við Kärnten í Klagenfurt í gær. Þor- steinn er 46 ára og hefur verið á bekknum hjá Grindvíkingum síðan Ólafur Gottskálksson meiddist, en hann er eflaust einhver elsti leik- maður sem hefur komist á leik- skýrslu í Evrópukeppni í knatt- spyrnu.  SAM Allardyce knattspyrnustjóri Bolton hefur skipað Nígeríumann- inn Jay-Jay Okocha fyrirliða liðsins í stað Guðna Bergssonar.  ALLARDYCE segir Okocha vel til þess fallinn að gegna fyrirliðastöð- unni. Hann hafi yfir mikilli reynslu að búa og tali fjögur tungumál sem er ákaflega mikilvægt í hinu fjölþjóð- lega liði Bolton. „Það verður heims- klassaleikmaður sem ber fyrirliða- bandið hjá okkur og vonandi verður hann jafnfarsæll í þessu mikilvæga hlutverki og Guðni Bergsson var.“  SOUTHAMPTON tryggði sér miðherjann Kevin Phillips frá Sund- erland í gær á þrjár millj. punda. Glasgow Rangers og Charlton höfðu einnig áhuga á þessum 30 ára sóknarleikmanni, sem hefur skorað 115 mörk í 209 deildarleikjum. Sund- erland keypti hann frá Watford á 325 þús. pund 1997. miklar. Leikurinn í Slóvakíu var ákveðin prófraun en Liverpool er stærri áskorun. Við ættum að geta staðið okkur vel en það tekur alltaf tíma fyrir nýja leikmenn að aðlag- ast. Þetta virðist kannski vera of mikil varkárni en sjö nýir leikmenn þurfa sinn tíma. Ég vona að stuðn- ingsmenn okkar búist ekki við flug- eldasýningu strax í fyrsta leik,“ sagði Eiður Smári. Hann lék frammi við hlið Finn- ans snögga Mikaels Forssells, sem lék sinn fyrsta leik með Chelsea í 14 mánuði. Forssell var í láni hjá Mönchengladbach í Þýskalandi í fyrra en er nú kominn aftur. Jimmy Floyd Hasselbaink lék ekki með og vangaveltur eru um að hann hafi verið hvíldur til að auðveldara væri að selja hann ef hann væri ekki bú- inn að spila í Meistaradeild Evr- ópu, og þar með gjaldgengur strax í þeirri keppni. Hann segist hafa áhuga á að fara frá Chelsea en spænsku félögin Real Betis og Mallorca hafa falast eftir honum. Ég missti mikið úr á undirbún-ingstímabilinu í fyrra og var fyrir vikið alltaf skrefi á eftir hin- um leikmönnunum í liðinu. Ég æfði mikið aukalega í sumar og nú finnst mér ég vera kraftmeiri, fljót- ari, og aðeins grennri en þá. Ég vil vera í liðinu í hverri viku og verð að nýta öll mín færi. Það er alltaf gaman að skora, sérstaklega þegar maður spilar frammi. Sem sóknar- maður þrífst ég á því að skora mörk og verð alltaf að halda mig við efnið. Hjá Chelsea eru alltaf margir sóknarmenn um hituna og hjá stóru félagi er ekki við öðru að búast en að hörð keppni sé um stöðurnar í liðinu,“ sagði Eiður við blaðið. Hann hvatti ennfremur stuðn- ingsmenn Chelsea til að sýna liðinu biðlund þó margir sterkir leikmenn hefðu verið keyptir í sumar en Chelsea mætir Liverpool í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. „Það er stórleikur á sunnudag og væntingarnar eru AP Eiður Smári Guðjohnsen og samherjar hjá Chelsea, Juan Seb- astian Veron, Joe Cole og fyrirliðinn John Terry, fagna eftir að knötturinn hafði farið í annað sinn í markið hjá MSK Zilina. Kraftmeiri og fljótari EIÐUR Smári Guðjohnsen, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, þykir mæta til leiks í góðri æfingu með Chelsea. Hann skoraði fyrra markið og átti stóran þátt í því síðara þegar Chelsea vann Zilina í Slóvakíu, 2:0, í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrrakvöld, og í viðtali við Evening Standard í gær sagðist Eiður vera betur upp- lagður en þegar síðasta tímabil hófst. Eiður Smári Guðjohnsen í sviðs- ljósi fjölmiðla í Englandi ROMAN Abramovich, hinn nýi rússneski eigandi Chelsea, gat ekki fylgt liði sínu til Slóvakíu í fyrrakvöld þegar það lék við Zilina í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu. Abramovich var óravegu í burtu, vestur í Alaska í viðskiptaerindum, en sá þó til þess að hann gæti fylgst með leiknum. Abramovich var staddur í snekkju sinni undan strönd Alaska og fylgdist þaðan með útsendingu frá leiknum í gegnum gervihnött, með sérstakri aðstoð frá breska fjöl- miðlarisanum BBC. Horfði á Chelsea frá Alaska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.