Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 48
ALLT kvikt í Evrópu hefur þurft að þola ýmsar raunir vegna hitabylgjunnar miklu sem nú hrellir íbúa álf- unnar. Gildir þá einu hvort þú ert stór eða lítill, feitur eða grannur. Þessi grallaralegi fíll, sem býr í dýragarð- inum í Munich, þáði því steypibað með þökkum og lét fara vel um sig á meðan. Reuters Funheitur fíll FÓLK Í FRÉTTUM 48 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR www.rvk.is/borgarskjalasafn Sími 563 1770 Menningarnótt á Borgarskjalasafni Opið hús kl. 13-22. Sýning á skjölum, skoðunarferðir um safnið, leikarar lesa upp úr gömlum skjölum, verðlaunagetraun, blöðrur fyrir börnin. Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn - Viðey www.arbaejarsafn.is - s: 577 1111 ÁRBÆJARSAFN: Sögugöngur um Kvosina og gamla vesturbæinn laugardag Fjölskyldudagur sunnudag VIÐEY: Ganga þriðjudag kl. 19.30 Upplýsingar um leiðsögn í Viðey í símum 568 0535 og 693 1440 Minjasafn Orkuveitu í Elliðaárdal Opið 13-17 alla daga Þorir þú að klifra upp rafmagnsstaurinn? Ljósmyndasafn Reykjavíkur www.ljosmyndasafnreykjavikur.is Frumefnin Fimm - Ferðadagbækur Claire Xuan 24. maí - 1. sept. 2003. Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi, nánari upplýsingar í síma 563 1790. Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga frá 10-16. Opnunartími sýninga virka daga 12-19 og 13-17 um helgar. Aðgangur ókeypis. www.listasafnreykjavikur.is sími 590 1200 HAFNARHÚS, 10-17 Smekkleysa í 16 ár, Alþjóðleg samtímalist á Íslandi, Erró - Stríð Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 KJARVALSSTAÐIR, 10-17 Íslensk samtímaljósmyndun, Kjarval Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 ÁSMUNDARSAFN, 10-16 Ásmundur Sveinsson - Nútímamaðurinn Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Sími 575 7700. Gerðubergi 3-5, 111 Rvík Brýr á þjóðvegi Sýningin er framlengd til 21. september Hvað viltu vita? Sögusýning um Breiðholtið. Sýningin er framlengd til 21. september. Jón Ólafsson sýnir í Félagsstarfi Lokað um helgar frá 31. maí - 1. september. www.gerduberg.is Ný heimasíða Gerðubergs verður opnuð 18. ágúst s. 563 1717 Upplýsingar um afgreiðslutíma s. 552 7545 og á heimasíðu www.borgarbokasafn.is Menningarnótt í miðbænum Opið í Grófarhúsi frá 13-22 Harrý Potter, Doctuz, bókmenntaganga, sögustundir og blúsbandið Svalbarði 21. SÝNING MIÐVIKUDAGUR 20/8 - KL. 20 UPPSELT 22. SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 UPPSELT 23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 UPPSELT 24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 UPPSELT 25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 UPPSELT 26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 UPPSELT 27. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 UPPSELT 28. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 16 UPPSELT 29. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 20 UPPSELT 30. SÝNING FÖSTUDAGINN 5/9 - KL. 20 LAUS SÆTI 31. SÝNING SUNNUDAGINN 7/9 - KL. 16 og 20 LAUS SÆTI ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA! Sumarkvöld við orgelið 16. ágúst kl. 12:00: Steingrímur Þórhallsson orgel. 17. ágúst kl. 20:00: Steingrímur Þórhallsson. Leikur m.a. verk eftir Clementoni og Widor. Ain´t Misbehavin´ the Fats Waller Musical Show Síðustu sýningar Föstud. 15. ágúst kl. 20:00 - Örfá sæti laus Laugard. 16. ágúst kl. 19:00 - Breyttur sýn.tími Sunnud. 17. ágúst kl. 20:00 - Lokasýning Miðasala í Loftkastalanum opin alla virka daga frá 15 - 18. Sími 552 3000 • loftkastalinn@simnet.is TITILPERSÓNURNAR eru báð- ar gamalkunnar úr eldri Disney- myndum, þaðan sem þau Tumi Þum- all og Þumalína eru ættuð. Myndin fór þó ekki hefðbundna leið vestan hafs heldur var hún gefin beint út á mynband og -disk. Ástæðan gæti ver- ið sú að teiknimyndin er ekki hin dæmigerða fjölskyldumynd frá fyrir- tækinu heldur höfðar Tumi þumall og Þumalína nánast eingöngu til lang- yngstu fjölskyldumeðlimanna. Myndin er með íslenskri raddsetn- ingu. Tumi (Guðjón Davíð Karlsson) og Þumalína (Vigdís Hredna Páldsóttir) eru pínu-pínulitlir og sætir krakkar sem er rænt af Sirkusstjóranum (Björgvin Franz Gíslason), sem á leið um og skellir þeim í hópinn sinn. Þeim tekst að strjúka og lendir Þum- alína litla í höndunum á leiðindaskarfi þar sem hún má þræla og puða á meðan Tuma vegnar betur hjá göml- um og góðum karli sem ferðast um með hundana sína og skilar Tuma aftur að lokum á sömu slóðir og hann fann hann á þegar karlinn finnur að hann á ekki langt eftir. Þar hittir hann Þumalínu sem hef- ur tekist að flýja, og lenda skötuhjúin litlu í margvíslegum ævintýrum. Þau komast fljótlega að því að til er fleira lítið fólk en þau og hefja leitina að Smálandi. Á leiðinni lenda þau í úti- stöðum við alls kyns furðyverur eins og Möldvörpukónginn sem er að leita að drottningu, Pöddumömmu, o.fl. o.fl. Sem fyrr segir er Tumi þumall og Þumalína eingöngu fyrir yngsta fólk- ið á bænum en hefur vægast sagt tak- markað skemmtanagildi fyrir þá sem komnir eru yfir óvitaskeiðið. Myndin bætir því úr ákveðinni vöntun fyrir þennan áhorfendahóp og á örugglega eftir að verða mikið og lengi í gangi í barnaafmælum og slíkum mannfagn- aði næstu árin. Íslenska talsetningin er yfirhöfuð ánægjulega gerð. Ég á heima í Smálandi… KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Smárabíó, Borg- arbíó Akureyri. Tumi Þumall og Þumalína (Tom Thumb and Thumbelina ) Leikstjóri: Glenn Chaika. Handrit: Willard Carroll. Tónlist: William Finn. Teikni- mynd. Ísl. raddsetning: Guðjón Davíð Karlsson (Tumi Þumall), Vigdís Hrefna Pálsdóttir (Þumalína), Björgvin Franz Gíslason (Sirkusstjórinn), Jóhannes Haukur Jóhannesson (Moldvarpan), Est- er Casy (Pöddumamma). 75 mínútur. Miramax. Bandaríkin 2002. Sæbjörn Valdimarsson Tumi Þumall ásamt ektakvinnu. EIN ágætasta nýrokksveit Banda- ríkjanna er The Microphones, hljóm- sveit gítarleikarans Phils Elvrums. Elvrum og félagar hafa verið afskap- lega duglegir að senda frá sér plöt- ur, þrjár 1999, fyrsta árið sem sveitin starfaði, tvær 2000, eina 2001, meistaraverk- ið Glow, Pt. 2, tvær á síðasta ári og svo er ein komin á þessu ári, Mount Eerie. Glow, Pt. 2 var snilldar poppskífa, skemmtilega snúin og innhverf, en þó Mount Eerie byrji eins og hún sé framhald af þeirri ágætisplötu kemur snemma í ljós að heldur þyngra verk og myrkara er á ferð; fyrsta lagið, „The Sun“, byrjar á takti sem breytist smám saman í þungan trommutakt sem keyrður er í ellefu mínútur áður en Elvrum byrjar að syngja, við- kvæmnisleg klifun með draugalegum strengjum og torkennilegum raf- hljóðum, Smám saman verður til ann- að lag með heillandi endurtekningum og svo endar allt í skruðningum og hávaða – segir frá því er við fæðumst og hlaupum síðan undan dauðanum upp fjallið með eldhnött sem áhorf- anda. Eftir þetta verður platan eilítið léttari. Skýringar eru í ævintýraleg- um bæklingi skífunnar en þær eru óskiljanlegar að mestu; benda þó til þess að verið sé að rekja mannsævina, eilíft kíf. Frábær plata.  Tónlist Eilíft kíf The Microphones Mount Eerie K Records The Microphones, sem áttu snilldina Glow, Pt. 2 í hittiðfyrra, troða myrkari stíga en áður. Árni Matthíasson ENN ein plata frá Ocean Colour Scene, þetta mun vera sjötta hljóð- versplatan. Trúið þið þessu? Þeir eru að verða að ein- hvers konar stofn- un, einhvers konar AC/DC megin- straums-nýbylgj- unnar þar sem síð- ustu plötur sveitarinnar eru hver annarri líkar. Þótt það megi ásaka OCS um að vera eitt litlausasta rokkband síðustu ára, þar sem þeir ríghalda í gítardrifið rokk undir sterkum áhrifum frá sjö- unda áratugnum, þá mega þeir alveg eiga það skuldlaust að gæðin eru mik- il. Vísanir í Who, sýrurokk, Bítla og „mod“-menningu eru fumlausar, gall- inn er bara að sveitin á það til að vera fulldauðhreinsuð á stundum, of venju- leg. Því miður, fyrir sveitina, hafa OCS náð þeim árangri að verða jaðar- rokkarar meðalmannsins. Plötur þeirra eru sverð og skjöldur upp- trekktra bókhaldara sem vilja enn halda í smá „flipp“, þrátt fyrir að vera að nálgast fertugt (Þú ert líka sekur um þetta, Richard Ashcroft!). Sem- sagt, listrænt gildi OCS er bágborið. En burtséð frá árásum mínum á fúla kerfiskalla þá er þessi plata alveg ágæt. Í alvörunni. Fínasta rokk. Allt í lagi bara. Og þetta er alls ekki tveggja stjörnu plata en ég myndi hiklaust gefa henni tvær og hálfa ef kvarðinn væri þannig. Þrjár skal það því vera, þótt það sé ekki nema bara fyrir seigl- una í OCS.  Venjulega rokkið Ocean Colour Scene North Atlantic Drift Sanctuary Ný plata frá Ocean Colour Scene. Gott hjá þeim. Arnar Eggert Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.