Morgunblaðið - 15.08.2003, Side 1

Morgunblaðið - 15.08.2003, Side 1
F Ö S T U D A G U R 1 5 . Á G Ú S T 2 0 0 3 B L A Ð B  VERÖLDIN Í SÍMANUM/2  SAMAN FRÁ SEXTÁN ÁRA/4  RÓSIR OFAN Á BRAUÐ/5  DÝRGRIPIR ÚR JÁRNI/6  VEIÐIHUNDUR Í GÓÐRI ÞJÁLFUN/6  AUÐLESIÐ EFNI/8  GÓÐLEGUR köttur hvílir værðarlega áútidyratröppunum heima hjá Ólínu BjörkPétursdóttur og sonum hennar þremur í Ás-garðinum. Kötturinn haggast ekki, þótt gest beri að garði, og Ólína Björk gerir sig ekki líklega til að taka hann í fangið um leið og hún opnar dyrnar. Enda er kisi um 20 kg og því ekki eins árennilegur til að hnoðast með og gæludýr af sama kyni. Líkt og fíll- inn, kanínan, uglan, froskurinn og fleiri dýr í bakgarð- inum er hann úr grjóti, á ættir að rekja til Öskjuhlíðar og er afrakstur listfengis húsmóðurinnar. „Hugmyndin að mála steina í dýralíki vaknaði síð- asta sumar í gönguferð í Öskjuhlíðinni, en þangað geng ég nánast á hverjum degi mér til heilsubótar. Ég fór að virða lögun steinanna fyrir mér og eftir því sem ég horfði lengur fannst mér sumir vera í laginu eins og alls konar dýr. Fólk er oft með styttur og skraut innan um gróður í görðum sínum þannig að mér datt í hug að búa til nýtt tilbrigði og athuga hvort ég gæti kannski unnið mér inn smápeninga með tiltækinu,“ segir Ólína Björk. Enn sem komið er hefur sú ósk ekki ræst, enda seg- ist hún ekki vera nægilega dugleg að koma dýrunum sínum á framfæri. Þó hefur pöntun borist frá konu, sem sendi henni myndir af Pommeran-hundinum sín- um og bað hana að mála hann á stein. Flest dýrin hefur Ólína Björk gefið, en nokkur hafa verið til sölu í Blóminu við Grensásveg í sum- ar. „Ég var líka að leita eftir viðbrögðum ann- arra en vina og vandamanna, sem allir hrós- uðu mér í hástert. Þótt salan hafi ekki gengið sem skyldi sagði verslunareigandinn mér að fólk hefði verið hrifið og það nægði til þess að ég hef haldið áfram.“ Þar sem Ólína Björk á ekki bíl fær hún föður sinn, 82ja ára, til að keyra sig og sækja steina, sem hún hef- ur sigtað út í dýralíki í Öskju- hlíðinni og víðar. „Ég hef af- skaplega gaman af þessu og hef raunar alla tíð dundað mér við að mála. Áður en ég eignaðist strákana, sem eru 11, 14 og 16 ára, var ég gjaldkeri í Búnaðar- bankanum, en eftir að þeir fædd- ust stundaði ég ýmsa ígripa- vinnu eftir því sem tök voru á eða þar til ég lenti í slysi árið 1989 og varð öryrki. Ólína Björk hefur verið sjálf- stæð móðir í ellefu ár. Hún við- urkennir að oft hafi verið úr litlu að moða, t.d. geti hún ekki leyft sér bíóferðir, setur á kaffi- húsum og sitthvað sem nú þyki ekki sérstakur munaður. „En ég hef alltaf verið bjartsýn,“ segir hún, „strákarnir eru orðnir svo stórir að þeir sjá sér sjálfir fyrir vasapeningum með blaðaútburði, skúringum og þess háttar. Ég er meira að segja farin að geta að- stoðað þá og saman göngum við hús úr húsi með blöð í hverfið okkar á hverjum degi.“ Ólína Björk kveðst hvorki geta setið, staðið né legið án þess að finna til mikillar vanlíðunar. „Mér líður best á göngu og því geng ég alltaf marga kílómetra á dag. Á gönguferðum úti í nátt- úrunni fæ ég hugmyndir að alls kyns handverki sem ég dunda mér síðan við hérna heima.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólína Björk Pétursdóttir með hund, sem hún er að passa, í fanginu og eigin dýr allt um kring. í dýralíki Steinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.