Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI er undratæki og þarfaþing.Það má teljast töfrum líkast aðgeta talað við manneskju á allt öðrum stað, í annarri heimsálfu ef því er að skipta, í gegnum handfang með snúru sem tengd er í svefnherbergis- vegg. Sveitasíminn þótti galdur í gamla daga, sama gilti um heimilis- símann sjálfan og enn jókst undrun manna þegar snúrurnar hurfu og hægt var að ganga með símtólið um stofur. Komu svo loks til sögunnar farsímar sem leyfðu enn frekari ferðalög frá símastólnum, svefnher- berginu, hverfinu og jafnvel landinu. Að geta kankast á við fjarstaddan ást- vin, kunningja eða viðskiptavin í gegnum málmstykki sem minnkar og léttist með hverju misserinu … mikið lengra varð ekki komist í tæknilegri fullkomnun. Og þó. Þegar farsímar komu til sögunnar fór ýmiss konar aukabúnaður snemma að bætast við og gleðja not- endur. Símarnir voru til dæmis ekki einungis til í mismunandi stærðum, heldur í ólíkum litum. Hægt var jafn- vel að skipta um framhliðar; velja þær mynstraðar, einlitar eða í litum helstu íþróttaliða. Svo fór skjárinn að stækka og í hann mátti greypa litlar teikningar, jafnvel nafn eigandans. Þá komu og á markað gegnsæ plast- hulstur í tískulitum, og þar næst upp- hleyptir ljósalímmiðar sem blikkuðu eins og sírenur meðan talað var í sím- ann. Ekkert af þessu breytti þó grundvallarhlutverki símans, að tengja fólk saman, eins og slagorð eins símafyrirtækisins hljóðaði. Hver er á línunni? Æi, þessi! Eiginleikunum hélt áfram að fjölga. Næst var hægt að velja ótal mismunandi hringingar – til viðbótar við þær sem innbyggðar voru í sím- tækið. Eftir stutt tæknipúst frá tölvu- gat síminn nú ekki bara pípt, ýlfrað eða spilað laglínu heldur einnig hermt eftir útvarpsstefjum eða þekktum viðlögum. Sögulegar nýjungar sem gerðu fólki kleift að þekkja sína hringingu úr í hávaða amstursins. Einhverjir urðu þó snemma til þess að benda á – eins og barnið benti á nekt keisarans – að ef allir stilla síma sína lágt ætti að vera nóg að nota ein- falda hringingu á símann. Hver ein- staklingur ber símtækið á sér hvort sem er, í vasa eða veski, og geymir það því mun nær skynfærum sínum en aðra síma. Það ætti að duga. En þvert á móti hefur daglegt líf smám saman smitast af há- vaðasamri stefjasúpu sem virðist ekki þjóna öðru en tæknilegri sýni- þörf eigendanna. Nýjasta nýtt í hljóðheimi sím- anna eru svo- nefndar fjöltóna- hringingar. Það eru tónfræðilega enn flóknari hringingar en áður, einna líkast því að heil hljóm- sveit fari í gang í brjóstvösum fólks í bíósölum, leigubílum, á fjallstoppum og fundum. Sífellt fleiri festa sér slíka síma og láta þau fornu sannindi sig litlu varða að það sem skiptir máli sé að síminn hringi, ekki hvernig hann hringir. Ennfremur þykja tölvuleikir mörg- um ómissandi í símum sínum, enda óbærilegt að hafa í höndunum síma sem kannski hringir sjaldan. Þá er betra að geta látið snák elta punkt eða jafnvel leggja í meira spennandi leiki sem margir geta spilað í einu, líkt og uppfinningamennirnir hjá Gagarín ehf. hafa sett á markað. Ennfremur er hægt að dunda sér við að velja einkennismynd fyrir hvern kunningja í símaskránni, sem birtist þá á skjánum þegar við- komandi hringir – enda fyrir löngu orðið óþarft að láta koma sér á óvart hver er á línunni. Á sekúndubroti er þannig hægt að undirbúa rétta kveðju eða brandara eftir því hver er að hringja. Og ef það dugar ekki má benda á nýjustu símana með inn- byggðri myndavél, en þeir gera kleift að láta ljósmynd af hringjandanum birtast á skjánum. Þá er í mörgum símum hægt að „forrita“ símann þannig að hver kunningi hafi sinn hringitón. Kona nokkur, nýfráskilin, nýtti sér til dæmis þennan möguleika og valdi hljóð í fallandi sprengju sem hringingu fyrir eiginmanninn fyrr- verandi. Þegar síminn blikkaði og sprengjuhljóðið heyrðist gat hún bú- ist í skotgröf sína og svarað í símann. Svona mætti halda áfram að telja upp aukabúnað í farsímum, sem litlu eða engu bæta við sjálfa samskipta- hæfni tækjanna. Enda telja sumir þetta skólabókardæmi um tilbúnar þarfir sem einungis eru til þess ætl- aðar að æsa eyðslugleði og ímyndar- samkeppni meðal almennra notenda. Bíllinn ræstur af 8. hæð Nytsamlegar nýjungar í örri þróun farsímakerfa eru samt ýmsar, svo fyllsta sannmælis sé gætt. Fyrst ber að telja smáskilaboðin, SMS, sem gera fólki kleift að senda texta upp á allt að 170 bókstafi á milli símaskjáa. Þetta getur komið sér vel í ýmsum til- fellum; aðgerðin er hljóðlaus, kostar minna en meðallangt símtal og nýtist t.a.m. heyrnarlausum til samskipta. Og ótvíræður kostur er að viðtakandi ræður hvort og þá hvenær hann les og svarar boðunum. Þá er einnig hægt að senda textaskilaboð úr tölvu í síma. Auglýsendur hafa hins vegar séð sér leik á borði með þeim hætti að not- endur geta fengið kostnað við smá- skilaboð niðurgreiddan gegn því að auglýsingar hengist sjálfkrafa við boðin í hvert sinn, en þannig minnkar stafarýmið um þriðj- ung. Ónefnd eru þá svonefnd hóp- skilaboð sem spara vissulega tíma og innslátt, en þá er hægt að senda sömu smáskilaboð til fjölda manna í einni andrá. Annar kostur er titrandi „hringing“. Hún felst í því að sími gefur ekki frá sér hljóð er hann hringir, heldur víbrar þannig að símtækið dansar á borði eða hristist í vasa. Kostur- inn er sá að stillingin dregur úr hinni þreytandi tónasinfóníu sem allt ætlar lifandi að drepa. Þá er innbyggða vekjaraklukkan afar hagnýtur eiginleiki, að ekki sé minnst á talhólfið, ósýnilega símsvarann sem hægt er að hlusta á hvar og hvenær sem er. Flest það sem að framan hefur verið greint telst nú til staðal- búnaðar í farsímum landans, og er flestum notendum þegar orðið tamt. Svipað gildir um þann möguleika að geta skoðað fréttasíður vef- miðla, bíóauglýsingar, veðurútlit o.fl. með þráðlausa samskipta- staðlinum WAP (Wire- less Application Prot- ocol) sem hinir sítengdu og upplýstu hafa ánetj- ast í hrönnum. Fleiri nýjungar munu án efa eiga greiða leið að hjarta fólks inn- an skamms. Til dæmis sá möguleiki að geta fylgst með hitastigi sumarbústaða í gegn- um SMS-skilaboð, en slíkt eftirlitskerfi var kynnt hérlendis haustið 2001 af fyrirtækinu Há- tækni. Af svipuðum meiði er „sumar- bústaðastartið“, en með þeim búnaði má opna hlið, kveikja á rafmagni, heitum pottum og miðstöðvarofnum sumarbústaðarins með sérstakri hringingu úr farsímanum. Í hittið- fyrra var hér í blaðinu haft eftir stolt- um farsímaeiganda sem ræsir bílinn sinn með hringingu úr GSM-síman- um: „Ég bý í átta hæða blokk hér í Reykjavík og með því að hringja í bíl- inn nokkrum mínútum áður en ég fer niður á morgnana er tryggt að bíllinn sé orðinn heitur þegar ég legg af stað til vinnu.“ Og hann bætti við: „Ég er búinn að nota þetta tæki gríðarlega mikið, meira en ég átti von á.“ Vinsamlegast slökkvið á farsímum Árið 1999 var opnaður hér á landi fyrsti GSM-bankinn, í samstarfi Sím- ans GSM, Sparisjóðs Kópavogs og Smartkorta, sem bauð farsímanot- endum upp á að stunda margvísleg bankaviðskipti í gegnum símtækið. Sími er sími ef úr hon- um er hægt að hringja og í hann svara. Það er upphaflegt og eiginlegt hlutverk símtækja. Nú er hins vegar hægt að selja fólki síma sem syngja, vekja, muna, dansa, mynda og brosa. Sigurbjörg Þrastar- dóttir spyr: Hefur nú- tíminn misst sjónar á grunnþörfum fólks eða hefur hann einungis leitt í ljós að þarfir manneskjunnar eru margar og flóknar? 2003:Siemens kynnirXelibri-símann á 3GSM-kaupstefnunni í Cannes. Hann er markaðssettur sem tískufylgihlutur og birtist í þeim litum og lögun sem sam- ræmast fatatísku hverju sinni. Aldrei friður fyrir gemsanum, ekki einu sinni meðan verið er að skipta um þakrennu. Morgunblaðið/Ásdís Ungur maður kaupir sér bíómiða með GSM-síma sínum í sjálfssala í Kringlubíói. „Hvað segirðu, slydda hjá þér? Nei, ég meina …eh, sama hér. Já, ég er með vatnsheldan síma.“ Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Arnaldur 2004:Hægt verður að sækja tónlist í væntanlega farsíma af þriðju kyn-slóð, nálgast myndveitur sem bjóða upp á myndskeið úr sjónvarpi og kvikmyndum, horfa á myndbönd og halda dagbók svo fátt eitt sé nefnt. í símanum Veröldin Soyjamjólk með höfrum Heilsubúðin Njálsgötu - Lyfjaval Vöruval Vestmannaeyja Alvöru heilsudrykkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.