Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 3
Fyrstu bíógestirnir keyptu miða á kvikmyndir Sambíóanna vorið 2000 með farsímum sínum í þar til gerðum sjálfsölum sem Síminn GSM og Sam- bíóin settu upp. Ári síðar kynnti fyr- irtækið Góðar lausnir greiðslukerfi sem gerir fólki kleift að greiða bílastæðagjöld og fá aðgang að bíla- stæðahúsum með GSM-síma. Þannig mætti áfram telja. Þá ber að nefna farsíma með inn- byggðri myndavél, en þeir komu ný- verið á markað og vöktu fljótt athygli. Hið nýjasta á þeim vettvangi er myndavélafarsími með stafrænum aðdráttareiginleikum (digital zoom), en Siemens mun kynna sinn fyrsta síma af þeim toga í næstu viku. Hann er 87 grömm að þyngd með 640x480 eða 0,3 milljóna díla upplausn. Strax um aldamótin síðustu var farið að kveða svo rammt að (of)notk- un farsíma hér á landi að löggjafinn sá sig tilneyddan að banna farsímanotk- un í akstri nema með aðstoð hand- frjáls búnaðar. Tóku lögin gildi 1. nóv- ember 2001 og ári síðar varð lögreglu heimilt að sekta fyrir brot á þeim. Enn urðu efasemdamenn til þess að gera athugasemdir – með fátt að vopni annað en almenna skynsemi: Það er ekki höndin sem ræður því hvort fólk heldur athygli í akstri, heldur hugurinn. Áttu þeir þá við að mas í farsíma spilli hæfni fólks til aksturs yfirleitt, og engu skipti þá hvort búnaðurinn sé handfrjáls eða handkræfur. Á þessi rök hafa hins vegar fáir hlustað enda er farsíminn orðinn svo ómissandi í lífi nútíma- mannsins að ekkert andartak má fara til spillis við samskiptin. Unglingar upp að bílprófsaldri verða hins vegar að láta sér nægja að tala í símann á hjóli eða skólalóðunum – en í sumum framhaldsskólum hefur þurft að setja upp skilti þar sem árétt- að er að notkun símanna sé bönnuð. Nýjustu kannanir sýna að 95% ís- lenskra unglinga 11–16 ára eiga GSM-síma og þykir mörgum þeirra eflaust töluverð þolraun að hafa slökkt á símanum svo stóran part úr degi. Útbreiðslan er sem sé orðin slík að farsímarnir eru alls staðar leyfileg- ir, eðlilegir og nánast lífsnauðsynlegir – nema annað sé sérstaklega tekið fram. Hvað á ég að gera við mynd af gömlum hundi? Og enn berast fregnir af frekari farsímaþróun. Sýndargæludýr fyrir GSM-síma er ein af skrýtnustu upp- finningunum, en finnsku fyrirtækin Small Planet og Lumo Media hafa bú- ið til sýndargæludýrið Kiepo sem býr í farsímanum, er stjórnað með SMS- skilaboðum og þrífst eða drepst eftir því hversu vel eigandinn sinnir því. Þá geta fyrirtæki, m.a. á Íslandi, nú sent farsímanotendum með VIT-þjónustu tilboð sem sérsniðin eru eftir því hvar viðtakendur eru staddir. Minnir það óneitanlega á þá kortlagningu neyt- enda sem lýst er í skáldsögu Andra Snæs Magnasonar, LoveStar, sem fjallar öðrum þræði um algleymi markaðarins en reynist kannski ekki jafnmikill vísindaskáldskapur og í fyrstu virtist. Allt er þetta svosem gott og bless- að, segja hinir hófsömu, svo lengi sem fólk velur sjálft hvaða þjónustu það fær. Hjá þeim sjálfum verður síminn áfram ekkert annað en sími og þeim er eflaust fyrirmunað að skilja hvers vegna farsímar þurfa að vera búnir myndavélum og hreyfimyndatækni eða hvers vegna aðgangur að Neti og tölvupósti skuli yfirleitt vera í verka- hring síma. Fyrir einhverja kann slík- ur aukabúnaður að vera nauðsynleg- ur, vegna starfssviðs eða áhugamála, en fyrir aðra er hann ekki annað en stöðutákn sem nýtist ýmist lítt eða í hreinan óþarfa, segja þeir og spyrja: Er til dæmis nauðsynlegt að fá yfirlit íslenskra frétta sent í símann þegar maður er í skíðalyftu í Ölpunum? Og hvað á maður að gera við mynd af gömlum hundi sem kunningi manns á ferð um Eyjafjörð sendir í farsímann? Eða svo vitnað sé í álitsgjafa sem sjálfur á fjögurra ára fornfálegan Nokia 5110: „Gamla góða sparnaðarreglan seg- ir: Er þetta eitthvað sem ég get lifað án? Og þegar kemur að aukabúnaði nýjustu síma er svarið í óþægilega mörgum tilfellum eftirfarandi: Ójá.“ Morgunblaðið/Júlíus 2002:Myndfarsímar þróastört. Hægt er að senda myndir, t.d. úr þessum margmiðl- unarsíma frá Nokia, í aðra sambæri- lega síma eða inn á blogg-síður. Morgunblaðið/Jim Smart 2001:Auglýsingar taka að fylgjaSMS-skilaboðum hjá þeim sem kjósa að lækka símreikning sinn. Við hver skilaboð upp að 100 bókstöfum er hengd allt að 60 stafa auglýsing. Morgunblaði/Þorkell 2000:Farsímakápurí ýmsum litum og mynstrum ná útbreiðslu hér á landi. Sumir eigna sér nokkrar kápur til skiptanna. 1999:WAP-tæknin gerir not-endum mögulegt að sækja upplýsingar á vefsíður og not- færa sér margs konar þjónustu þeirra. sith@mbl.is DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 B 3 FJÖLDASKILABOÐ eru meðal þeirra möguleika sem bjóðast í nýrri gerðum farsíma. Þá eru sömu textaskilaboð send hópi fólks í einu. Getur þetta komið sér vel þegar boða á til fundar, tilkynna viðburði í fjölskyldum eða senda ferðalýs- ingar frá útlöndum, svo dæmi séu nefnd. Notkun þessarar tækni hefur nú tekið á sig nýja mynd í vestrænum stórborgum. Nokkuð hefur borið á samkundum þeim sem kallast flash mobs og mætti þýða sem leiftur- hópa. Eru það eins konar gjörn- ingar sem felast í því að hópur fólks kemur saman á ákveðnum stað, á fyrirfram ákveðnum tíma, til þess að taka þátt í stuttri – og yfirleitt tilgangslausri – athöfn. Strax að henni lokinni leysist hópurinn upp og hverfur í mannhafið. Til þessara undarlegu samkomna er boðað með fjöldaskilaboðum, eða í gegnum tölvupóst, en gjarnan er óljóst með upphafsmennina. Í Berlín, föstudagskvöldið 1. ágúst klukkan 18:01 söfnuðust um fjórir tugir manna saman á mann- margri gangstétt, hrópuðu „já, já“ og byrjuðu svo að klappa. Ein- hverjir héldu að hjólreiðakappinn Jan Ullrich væri mættur á staðinn, aðrir – þ.á m. lögregluþjónar – héldu að uppþot væri í undirbún- ingi. En tilgangurinn var óskiljan- legur og samkoman leystist upp áð- ur en aðrir vegfarendur náðu að klára að klóra sér í höfðinu. Mánudaginn 4. ágúst var ýmiss konar fólk boðað í þvottavéladeild ákveðins stórmarkaðar í Dortmund kl. 17:05 til þess að borða saman banana og hverfa svo á braut. Í New York í júní sl. þyrptust yfir hundrað manns inn í teppadeild stórverslunarinnar Macy’s og spurðu steinhissa afgreiðslumann um „ástarteppi“. Höfðu þeir þá fengið dularfulla tilkynningu um slík teppi með fjöldaskilaboðum. Þannig mætti áfram telja. Tilgangur þessara leiftur- samkoma er kannski helst sá að leiða saman ólíkt fólk og gefa því tækifæri til að kynnast. Þá er þetta kærkomið tækifæri til þess að brjóta upp annars gráan hversdag- inn. En sumir sjá ekki annað út úr þessum gjörningum en merki um hnignun borgarsamfélagsins, fólk hafi ljóslega ekkert betra við tím- ann að gera, engar skoðanir og eng- in markmið. Howard Rheingold, höfundur bókarinnar Smart Mobs: The Next Social Revolution, (Snjall skríll: Spá um félagslega byltingu) telur hins vegar aðeins tímaspurs- mál hvenær þessi aðferð verður nýtt gagngert til þess að virkja fólk í pólitískum tilgangi. Og ákveðnir hópar gera það nú þegar. Mótmæl- endur hnattvæðingar í Seattle og víðar notuðu til dæmis fjöldaskila- boð og hópsendingar tölvupósts til þess að samræma aðgerðir sínar um árið og unglingsstúlkur í Bretlandi nota hópskilaboð til þess að skiptast á upplýsingum um ferðir Vilhjálms prins – þótt það teljist kannski ekki pólitískt nema í þröngum þrá- hyggjuskilningi. Enn sem komið er virðast fjölda- skilaboðin sem sé hvað mest áber- andi og áhrifarík þegar boðað er til tilgangslausra og/eða skapandi gjörninga á borð við bananaát í þvottavélaskógi. Í borg Reuters, The New York Times. Sérstæð notkun farsíma Gagnslausar samkomur Áður en langt um líður geta farsíma- eigendur um víða veröld hringt í írska höfrunga, sér til ánægju, yndisauka og afslöppunar, ef tækni- leg útfærsla hugmyndarinnar heppnast. Hér er um að ræða sam- starfsverkefni Vodafone í Bretlandi og höfrungaverndarsvæðisins Shannon út af vesturströnd Írlands. Tilgangurinn er að auka skilning á lífsháttum höfrunga, en ekki síður að bjóða fólki nýstárlega aðferð til slökunar í amstri dagsins. Að hlusta á blístur og ýlfur höfrunga er nefni- lega talið veita óvenjusterka teng- ingu við náttúruna. Þá getur verið hagkvæmt fyrir þátttakendur í hvala- og höfrungaskoðunarferðum að hringja á undan sér og athuga hvort höfrungarnir „séu heima“ á þeim svæðum sem skoðunarleiðang- urinn liggur um. Ef ekki, geta þeir eins hætt við ferðina. Þetta er meðal fjölmargra undar- legra möguleika í farsímanotkun sem fólki hefur dottið í hug að nýta. En sumum þykir alls ekkert undar- legt við tiltækið. „Fólk getur tekið upp símann og hlustað á höfrungana ef það situr fast í umferðarteppu í Dublin,“ segir sjávarlíffræðingurinn Simon Berrow hjá Höfrunga- og náttúrusjóðnum Shannon í Kilrush, County Clare. Hann bætir við að hugmyndin sé að koma fyrir neðan- sjávarhljóðnemum á svæðinu, sem mun vera hið eina við Írland þar sem höfrungar halda til allan ársins hring. Hins vegar gæti reynst erfitt að hljóðrita allar „samræður“ höfr- unganna, því þeir ku nota vítt tíðni- svið sem mannlegt eyra nemur að- eins brot af. . . . og sjó Hringt í höfrung Morgunblaðið/Þorkell B-Complex H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Öflugur og öruggur FRÁ Sex tegundir af ljúffengum hnetum og ávöxtum. Fæst í hollustu- og sælkeraverslunum. í hverju stykki Hollur biti Tvær n ýjar tegund ir með botni úr belg ísku súkku laði Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnanesi, sími 5611680. iðunn tískuverslun LAGERSALA LAGERSALA 50-90% afsláttur á Seltjarnarnesi Ath! Nýjar vörur í Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.