Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 7
Soyjamjólk með höfrum Alvöru heilsudrykkur Heilsubúðin Njálsgötu - Lyfjaval Vöruval Vestmannaeyja Falcon og Altiquin-Spectre. Björk fæddist hjá þeim Þuríði og Sigurmoni og ber því Kolkuósnafnið, en hún er undan þeim Falcon og Quail. Tók Björk undir verndarvæng sinn Tíkin Björk er nú tveggja ára og átti ekki að ílendast hjá hjónunum á Akranesi, heldur flytja til Bandaríkj- anna. Hún lenti í raunum sem hvolpur þegar hún var bitin af sambýlishundi sínum og Þuríður tók hana undir verndarvæng sinn í kjölfarið. Björk hefur svo notið þjálfunar Þuríðar og í veiðiprófum hafa þær náð góðum ár- angri. Þuríður hefur aldrei stundað veiðar sjálf og segir það alls ekki nauðsynlegt til að þjálfa veiðihund, en Björk er fyrsti hundurinn sem hún þjálfar. „Maður fær bara mjög hlýð- inn og góðan hund með svona þjálfun. En Sigurmon fær hana svo lánaða á veiðar og hann hefur leiðbeint okkur Björk í þjálfuninni.“ Retriever-deild Hundaræktar- félagsins heldur reglulega veiðipróf fyrir sækjandi hunda (retriever) í þremur flokkum: byrjendaflokki, opnum flokki og úrvalsflokki. Björk er nú komin í úrvalsflokk eftir að hafa tekið fyrsta veiðiprófið í byrjenda- flokki í fyrravor. Sækjandi hundar eru, auk Labradorhunda, m.a. af teg- undunum Golden Retriever og Chesapeake Bay. Heilmikil vinna sem liggur að baki Um verslunarmannahelgina var haldið veiðipróf á Hunkubökkum á Síðu og þar náðu Björk og Þuríður þeim árangri að fá fyrstu einkunn og heiðursviðurkenningu í úrvalsflokki, og hinn eftirsótta farandbikar Hadda- bikarinn sem gefinn var í minningu Haralds Bjarnasonar af félögum hans í veiðihundadeild HRFÍ. „Þetta er náttúrulega töluverður heiður,“ segir Þuríður „en heilmikil vinna sem liggur að baki.“ Í prófinu sem þær stóðust með svo miklum glæsibrag þurfti Björk að sýna á margvíslegan hátt hvað hún hefði lært hjá þjálfara sínum. Prófin fara yfirleitt fram við vatn og á landi þar í kring. Notuð er köld bráð; gæs, svart- fugl, mávur eða önd, sem hundarnir eiga svo að sækja samkvæmt nánari fyrirmælum. „Prófið byrjaði þannig að fugli var kastað út í lítinn hólma og skothvellur fylgdi. Björk sá fuglinn detta þar en mátti ekki sækja þann fugl strax, heldur þurfti ég að stýra henni yfir vatnið til að sækja annan fugl sem hún vissi ekki um, koma með til mín og skila í hendi. Á meðan átti hún að muna eftir fuglinum sem hún sá detta og mátti svo sækja hann þegar hún var búin að skila hinum. Hundum er eiginlegast að sækja það sem þeir sjá falla en þetta er atriði sem þarf að æfa. Þegar hundar eru komnir í úr- valsflokk verða þeir til dæmis að geta þetta,“ útskýrir Þuríður. Í þessu prófi átti Björk líka að sýna hæfni sína í að finna bráðina eftir að hafa séð hana falla bak við hæð. „Þeg- ar það var búið var gengið að annarri tjörn sem var skammt frá. Þar voru gefnir tveir hvellir og tveir fuglar látnir falla, annar í sef hinum megin við tjörnina og sá seinni í vatnið, og Björk sótti þá báða. Þarna var verið að prófa minni hundanna en Retriever-hundar eru einir af fáum hundategundum sem geta munað fleiri en einn fugl detta og sá eiginleiki nýtist þeim mjög vel í veiði,“ segir Þuríður. Traust mikilvægt Hún segir að hún hafi einnig þurft að stýra Björk út í hólma til að sækja bráð sem Björk vissi ekki um. „Hún þurfti bara að treysta á mig og ég að treysta því að hundurinn hlýddi mér, og það gekk bara mjög vel.“ Prófið endar á svokallaðri frjálsri leit þar sem búið er að leggja út tólf fugla á stórt en afmarkað svæði. Hundarnir eiga að leita á svæðinu hratt og skipulega, finna alla fugla og skila í hönd. Í þetta sinn voru tveir hundar látnir vinna saman í frjálsri leit. Það er gert til að athuga hvort þeir láti aðra hunda trufla sig í vinnunni. Þuríður segir að ekki sé hægt að lýsa dæmigerðu prófi því afar mis- jafnt sé hvernig dómarar og próf- stjórar setja upp veiðipróf. „Það eru engin tvö próf eins og maður veit aldr- ei hverju maður getur átt von á. Það er því ekki hægt að æfa prófin,“ segir hún brosandi. Þuríður mun þó halda Björk áfram við efnið með þjálfun og prófum. Þuríður og Björk umkringdar verðlaunum eftir veiðiprófið um verslunarmannahelgina. TENGLAR .............................................. www.simnet.is/kolkuoslabrador steingerdur@mbl.is Ljósmynd/Svava Garðarsdóttir Um 500 vinnustundir liggja í þessu verki en Birgir segist ekki sjá eftir þeim tíma. Rennilegur hákarl. Þessi örn á steini er eina verkið eftir Birgi sem enn er eftir á heimilinu. Hin hefur hann öll gefið. „Í gegnum hljóðmúrinn,“ heitir þetta verk. Morgunblaðið/Árni Sæberg Klossi með lausum reim- um. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 B 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.