Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 1
Pentagon í Iðnó Fimm nýir einþáttungar um baráttuna við valdið Listir 26 Boltinn rúllar Enska úrvalsdeildin byrjar í dag Íþróttir 46 Draumur á menningarnótt Myndasaga Bjarna Hinrikssonar í tilefni dagsins Lesbók 8 STOFNAÐ 1913 219. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is HELGI Ágústsson, sendiherra í Wash- ington, og Guðni Bragason sendifulltrúi áttu í gær fund með embættismönnum bandaríska utanríkisráðuneytisins þar sem þeir komu á framfæri mótmælum vegna rangfærslna í fréttatilkynningu ráðuneyt- isins frá 7. ágúst. Í tilkynningu ráðuneyt- isins var því haldið fram að Íslendingar hefðu ekki lagt fram niðurstöður vísinda- veiða sem stundaðar voru árin 1986–89. „Í dag [í gær] áttum við fund með emb- ættismönnum frá [bandaríska] utanríkis- ráðuneytinu þar sem komið var á framfæri mótmælum okkar vegna rangrar fullyrð- ingar í yfirlýsingu bandaríska utanríkis- ráðuneytisins um vísindaveiðarnar. Okkur þótti nauðsynlegt að leiðrétta þessar full- yrðingar og var það meðtekið af utanrík- isráðuneytinu,“ segir Guðni Bragason, sendifulltrúi í íslenska sendiráðinu í Wash- ington. Sendiráðinu berst töluverður fjöldi tölvu- skeyta og símtala vegna vísindaveiðanna. Fulltrúar íslenska sendi- ráðsins í Washington Mótmæltu rangfærslum í utanríkis- ráðuneytinu  Hvalveiðum/6 VARÐSKIP Landhelgisgæslunnar, Týr og Ægir, hafa samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins keypt um 530 þúsund lítra af skipaolíu í Færeyjum á þessu ári fyrir rúmar 11 milljónir króna. Þetta gerir rúmlega 21 krónu á lítrann. Hér á landi hafa skipin tekið um 236 þúsund lítra af ol- íu fyrir um 7,5 milljónir króna. Lítraverð- ið er tíu krónum hærra en í Færeyjum, eða um 32 krónur. Að sögn Hafsteins Hafsteinssonar, for- stjóra Landhelgisgæslunnar, er stofnunin að spara sér 8–10 milljónir króna á ári með olíukaupunum í Færeyjum. Hann leggur áherslu á að þau fari ekki fram með skipulögðum hætti, enda njóti Gæslan ákveðins afsláttar hér á landi og velvildar hjá olíufélögunum, en reynt sé að haga málum á þann hátt að olíutaka í Færeyjum henti ferðaáætlun varðskipanna og þau geti þá fyllt tanka sína þar í eftirlits- ferðum suðaustur af landinu. Hafsteinn bendir ennfremur á að olíu- verð í Færeyjum sé mjög lágt í saman- burði við mörg önnur lönd í Evrópu. Þar sé t.d. ekki lagður virðisaukaskattur á skipaolíuna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Varðskip Gæslunnar, Týr og Ægir. Olíukaup í Færeyjum Spara 8–10 milljónir á ári UMFANGSMESTA rafmagnsleysi í sögu Norður-Ameríku náði til 50 milljóna manna, allt frá austur- strönd Bandaríkjanna til Kanada. Rafmagnið var þó smám saman að komast á að nýju í gær en íbúar ákveðinna hluta landanna fá vart rafmagn aftur fyrr en um helgina. Síðdegis í gær voru um tveir þriðju hlutar íbúa New York komn- ir aftur með rafmagn. Þá var raf- magn komið á að fullu á Times Square og þrátt fyrir ítrekaðar ósk- ir yfirvalda um að sparlega væri far- ið með rafmagnið í fyrstu var kveikt á risastórum ljósaskiltunum sem einkenna torgið. Flestar almenn- ingssamgöngur í borginni lágu enn niðri síðdegis. Viðskipta- og orkunefnd fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings hratt í gær af stað rannsókn á orsök rafmagns- bilunarinnar en vísbendingar eru um að hana megi rekja til bilunar í Lake Erie Loop-rafrásinni sem liggur frá New York til Detroit og Kanada, framhjá Niagara-fossum og aftur til New York. Formaður nefndarinnar, repúblikaninn Billy Tauzin, sagði rannsóknina fara á fullt í byrjun september er þing- menn snúa aftur til starfa að sum- arleyfum loknum. Fréttaskýrendur telja að töluverðs uppnáms megi vænta á þinginu í haust vegna málsins en á síðasta ári hafnaði þingheimur frumvarpi sem kvað á um aukin fjárútlát til viðhalds raforkuvera. Bandarísk og kanadísk yfirvöld deildu um hvar bilunin sem olli raf- magnsleysinu hefði orðið. Þannig staðhæfði Ernie Eves, forsætisráð- herra Ontario-fylkis, að bilunin hefði átt sér stað í Bandaríkjunum. Michael Bloomberg, borgarstjóri New York-borgar, og George Pat- aki, ríkisstjóri New York-fylkis, kváðust hins vegar fullvissir um að orsök bilunarinnar væri í Kanada. Hagfræðingar áætla að raf- magnsleysið kosti bandaríska hag- kerfið um 30 milljarða dala, tæplega 2.400 milljarða króna, hvern dag sem það varir. Mörg fyrirtæki báðu starfsfólk að mæta ekki til vinnu í gær en við- skipti á verðbréfaþinginu í New York voru þó með nokkuð eðlilegum hætti. Fjármálaráðuneyti landsins tilkynnti jafnframt að engin truflun hefði orðið í bankakerfinu. Milljónir manna reyndu í gær að komast leiðar sinnar þrátt fyrir að flestar almenningssamgöngur lægju enn niðri en báðir hvöttu þeir Eves og Bloomberg fólk til að halda sig heima frekar en að fara um lang- an veg til vinnu. Flug um stærstu flugvellina lá niðri og biðu þúsundir farþega þess að komast á áfangastað enda hafði alþjóðlegu flugi verið aflýst í hundr- aðatali. AP Gestir Marriott Marquis-hótelsins við Times Square í New York blunda á gangstéttinni fyrir utan hótelið í gærmorgun. Vararafstöð hótelsins bilaði og var fólkinu því meinaður aðgangur að herbergjum sínum. Starfsfólk hótelsins dreifði hins vegar koddum, drykkjarvatni og ávöxtum meðal fólksins. Bandaríkin og Kanada deila um upptök rafmagnsbilunarinnar Rafmagn smám saman að komast á að nýju New York. AFP. AP.  Allt sat/16 GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti sagði í gær að nauðsynlegt væri að gera umfangsmiklar end- urbætur á raforkuneti Bandaríkj- anna eftir að mesta rafmagnsleysi í sögu landsins hrjáði íbúa austur- strandarinnar í gær og fyrradag. Forsetinn sagði rafmagnsleysið vera áminningu. „Þetta er áminn- ing um nauðsyn þess að færa raf- orkudreifingarkerfi okkar til nú- tímans. Við munum bregðast við [henni],“ sagði hann. Borgarstjóri kanadísku borg- arinnar Toronto, Mel Lastman, sá atvikið í jákvæðu ljósi og spáði því að eftir níu mánuði yrði „barna- sprengja“ í þessari stærstu borg Kanada helsta afleiðing raf- magnsleysisins. Fólk víðsvegar um heiminn átti í gær bágt með að trúa því að svo umfangsmikið rafmagnsleysi gæti átt sér stað í stærsta iðnríki heims. Þá áttu aðrir erfitt með að skilja hvers vegna svo mikið upp- nám varð í Bandaríkjunum og Kanada vegna rafmagnsleysisins. „Myrkvanir eru hluti af okkar daglega lífi,“ sagði hin tyrkneska Unal Karatas sem býr í Ankara- borg. AP Joung Yun sat á gangstétt í New York og las dagblað í gærmorgun. Bush kallar atvikið „áminningu“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.