Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MÓTMÆLA RANGFÆRSLU Sendiherra og sendifulltrúi Ís- lands í Washington áttu í gær fund með embættismönnum bandaríska utanríkisráðuneytisins. Lögðu þeir fram mótmæli vegna rangfærslna í fréttatilkynningu ráðuneytisins þar sem því var haldið fram að Íslend- ingar hefðu ekki lagt fram nið- urstöður vísindaveiða sem stund- aðar voru á árunum 1986–89. Rafmagn að komast á Mesta rafmagnsleysi í sögu Norð- ur-Ameríku hrjáði 50 milljónir manna í álfunni í fyrradag. Raf- magnið komst þó á að nýju smám saman og í gærkvöldi voru tveir þriðju hluti íbúa New York búnir að endurheimtar rafmagnið. Landsbankinn sýnir Kjarval Björgólfur Guðmundsson, for- maður bankaráðs Landsbankans, opnar í dag sýningu á 40 málverkum og teikningum eftir Jóhannes S. Kjarval sem eru í eigu bankans og hafa ekki áður komið fyrir sjónir al- mennings. Lægra verð til bænda Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir útlit fyrir að félagið muni greiða sauðfjárbændum 6-10% lægra verð fyrir dilka en í fyrra- haust. Endanleg ákvörðun um verð til sauðfjárbænda liggur þó ekki enn fyrir. L a u g a r d a g u r 16. á g ú s t ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Skoðun 32/34 Viðskipti 12 Umræðan 34/35 Úr verinu 12 Minningar 36/39 Erlent 16/17 Messur 40 Höfuðborgin 18 Kirkjustarf 40 Akureyri 18/19 Myndasögur 42 Suðurnes 19 Bréf 42 Árborg 22 Staksteinar 44 Landið 22 Dagbók 44/45 Neytendur 23 Íþróttir 46/49 Heilsa 24 Leikhús 50 Listir 25/27 Fólk 50/53 Forystugrein 28 Bíó 50/53 Þjónusta 31 Ljósvakamiðlar 54 Viðhorf 32 Veður 55 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Elko. Blaðinu er dreift um allt land. HELGI Ólafsson stórmeistari hélt upp á afmælisdaginn sinn með því að sigra á Borgarskákmótinu sem haldið var í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Helgi, sem tefldi fyrir skemmtistaðinn NASA við Aust- urvöll, fékk 6,5 vinninga en tefld- ar voru sjö umferðir með sjö mín- útna umhugsunartíma. Þeir Þröstur Ólafsson, sem tefldi fyrir MP Verðbréf og Bragi Þorfinns- son deildu 2.-3. sæti með sex vinn- inga hvor. Sjötíu skákmenn tóku þátt í Borgarskákmótinu og þeirra á meðal voru þær Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Jóhanna Björg Jóhannesdóttir en báðar þykja þær efnilegar skákkonur. Hall- gerður, sem er tíu ára, hefur teflt nokkru lengur en Jóhanna og vann skákina. Hallgerður vann Ís- landsmeistaratitil í sínum aldurs- flokki í þriðja sinn í röð í vor og á dögunum var ákveðið að hún gæti teflt fyrir Íslands hönd á heims- meistaramóti 12 ára og yngri í Grikklandi í október. Í samtali við Morgunblaðið sagði Hallgerður að það væri næstum frágengið að hún færi. Hún hefði aldrei tekið þátt í svona stórmóti og sig lang- aði því mjög til að fara og tefla þótt hún mætti þar væntanlega erfiðum andstæðingum. „Þarna í Grikklandi er svolítið sérstök skipting, það er keppt í flokkunum undir tíu ára aldri og undir tólf ára aldri þannig að ég þyrfti að keppa í eldri flokknum.“ Hallgerður segist hafa teflt frá því hún var 4-5 ára en hún sé núna í taflfélaginu Helli og æfi þar nokkuð stíft. Morgunblaðið/Ómar Skákkonurnar efnilegu, þær Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (til vinstri) og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, báðar tíu ára gamlar, tefldu á Borgarskákmótinu í gær. Það var Hallgerður sem hafði betur í viðureigninni. Afmælis- sigur hjá Helga JÓN Sigurðsson framkvæmdastjóri var í gær skipaður í embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands af Davíð Oddssyni for- sætisráðherra. Skip- un Jóns nær til sjö ára og tekur hann við embætti 1. október næstkomandi. Jón tekur við starfinu af Ingimundi Friðriks- syni sem var skipaður seðlabankastjóri tímabundið. Jón mun starfa við hlið Birgis Ísleifs Gunnarssonar og Eiríks Guðna- sonar sem einnig stýra Seðlabank- anum. „Ég var í nefndinni sem samdi lögin um Seðlabankann og hef set- ið í seðlabankaráði undanfarin ár. Ég hef því kynnst stofnuninni að utan nokkuð vel en geri mér grein fyrir því að ég þarf að kynnast henni miklu betur,“ segir Jón. Aðspurður hvað verði fyrst uppi á borði nýs seðlabankastjóra seg- ist Jón ganga inn í bankastjórn þar sem þrír menn sitji og taki ákvörðun í samein- ingu. Þetta sé mikið trúnaðarstarf sem hann verði að gegna af fullri samvisku- semi. Situr í bankaráði „Ég hreint og beint veit það ekki. Ég fer ekki með veitinga- valdið og sóttist ekki eftir þessu,“ sagði Jón þegar hann var spurður af hverju hann hefði verið skipaður í þetta embætti. „Ég var spurður hvort ég væri tilbúinn að taka þetta að mér. Það hefur verið mín stefna, og var það þegar ég tók við Byggðastofnun í fyrra, að ef ég er beðinn um að taka að mér erfitt verkefni þá reyni ég að sinna því.“ Jón verður 57 ára í ágúst. Hann hefur m.a. lokið prófum í sagn- fræði, rekstrarhagfræði og stjórn- un. Að undanförnu hefur hann gegnt formennsku í stjórn Byggðastofnunar og setið í banka- ráði Seðlabankans. Jón hefur gegnt fjölda trúnaðar- starfa fyrir stjórnvöld og í at- vinnulífinu, m.a. sem rektor Sam- vinnuskólans og síðar Samvinnuháskólans á Bifröst 1981-1991. Hann var fram- kvæmdastjóri Vinnumálasam- bandsins 1997-1999 og hefur sinnt ráðgjöf og verkefnisstjórn fyrir ýmsa aðila, þ. á m. Verslunarráð Íslands og Samtök atvinnulífsins. Jón var formaður Evrópunefndar Framsóknarflokksins og stýrði einnig starfi sjávarútvegsnefndar flokksins. Ingimundur skoðar sína stöðu Ingimundur Friðriksson, sem gegnt hefur stöðu seðlabanka- stjóra tímabundið, segist munu hugsa sinn gang í ljósi ráðning- arinnar. „Hver útkoman verður er ekki hægt að segja á þessari stundu. Ég mun skoða alla kosti,“ segir hann. Jón Sigurðsson var skipaður seðlabankastjóri í gær Sóttist ekki eftir starfi bankastjóra Jón Sigurðsson MAÐURINN sem fannst lát- inn í fjörunni skammt fyrir innan Blakksnes í Patreks- fjarðarflóa í fyrradag hét Ólafur Kristinn Sveinsson. Hann var 75 ára að aldri og til heimilis að Sellátranesi á Patreksfirði. Ólafur Kristinn lætur eftir sig fjögur upp- komin börn. Ólafur Kristinn reri til veiða á litlum plastbát á fimmtudag. Báturinn fannst mannlaus í fjörunni og lík Ólafs nokkru síðar eftir að leit hófst. Rannsókn málsins stendur enn yfir. Lést í Patreks- fjarðarflóa OLÍUFÉLAGIÐ ehf. (Esso) hefur samið við Kaupfélag Árnesinga um að taka við rekstri fimm söluskála kaup- félagsins þann 1. október næstkom- andi. Söluskálarnir sem um ræðir eru fimm: í Hveragerði, á Selfossi, á Hvolsvelli, í Vík í Mýrdal og á Kirkju- bæjarklaustri. Alls starfa 80 manns á söluskálasviði KÁ og yfirtekur Esso alla starfssamninga sem í gildi verða þann 30. september nk. Áætluð heild- arvelta skálanna er um einn milljarð- ur árlega. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu 7. ágúst sl. hefur KÁ þegar selt búrekstrarsvið félagsins. Með samningi um yfirtöku Esso á sölu- skálasviði stendur aðeins eitt svið eft- ir hjá KÁ en það er hótelsvið. KÁ rek- ur hótel á Selfossi, Flúðum, Kirkjubæjarklaustri og í Vík í Mýrdal og samtals starfa þar 85 manns. „Það er að því stefnt að reksturinn á hótelunum verði kominn í hendur annarra aðila fyrir næstu mánaða- mót,“ segir Jón Steingrímsson rekstrarráðgjafi hjá KÁ. „Við erum í viðræðum um nokkra aðila um yfir- töku á þessum einingum. Það eru meiri líkur á því að það verði fleiri en einn aðili sem tekur við rekstri hót- elanna en það er stefnt að því að þau fari öll út úr rekstri kaupfélagsins.“ Hann segir að með sölu hótelsviðs- ins verði í raun öllum eiginlegum rekstri KÁ lokið í þeirri mynd sem hann var, félagið verði þó áfram til. „Þá stendur ekkert eftir nema minni- háttar eignaumsýsla og uppgjör við lánadrottna. Kaupfélagið á fasteignir og eignarhluti í minni félögum sem við erum að leita eftir sölu á og skoða með hvaða hætti við búum til sem mest verðmæti úr þeim eignum.“ Esso tekur við rekstri söluskála KÁ TVEIR bílar skullu saman á mót- um Skagfirðingabrautar og Sæmundarhlíðar á Sauðarkróki laust fyrir kl. 20 í gærkvöld. Öku- menn voru fluttir á heilsugæslu- stöðina á Sauðárkróki en meiðsl þeirra voru talin minni háttar, að sögn lögreglu. Tveir voru í öðrum bílnum en ökumaður einn í hinum. Tveir bílar skullu saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.