Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ • Baðinnréttingar • Eldhúsinnréttingar • Fataskápar • Innihurðir I n n r é t t i n g a r Borgartúni 28 • Sími 562 5000 • www.bjorninn.is ANDSTÆÐINGAR hvalveiða mótmæltu fyrir- huguðum vísindaveiðum Íslendinga í gær með því að safnast saman á Trafalgar-torgi í Lundúnum. Tony Banks, þingmaður Verkamannaflokksins, tók þátt í mótmælunum og sagði í samtali við BBC að rök Íslendinga væru „fáránleg“. „Þetta eru hvalveiðar í hagnaðarskyni, Íslendingar eru að misnota orðið vísindi til að slátra skepnum,“ bætti hann við. Um þúsund tölvuskeyti Dýraverndunarsamtök hafa hvatt fólk til að skrifa íslenskum stjórnvöldum tölvupóst og mót- mæla fyrirhuguðum hvalveiðum. Samtökin Royal Society for the Prevention of Cruelty to Animals, RSPCA, segja að breskur almenningur verði að hugsa sig tvisvar um áður en hann kaupi íslenskan fisk. Jafnframt hvetja þau á vef sínum fólk til að til- kynna þingmönnum á breska þinginu andúð sína á veiðunum og senda Sturlu Böðvarssyni samgöngu- ráðherra eða Unni Gunnarsdóttur, skrifstofustjóra ferðamála, andmæli sín. Unnur sagðist í gærdag ekki hafa fengið tölvu- póst með mótmælum frá því að íslensk yfirvöld ákváðu að hefja hvalveiðar að nýju. Í þá tíu mánuði sem hún hefur gegnt starfi sínu í ráðuneytinu seg- ist hún hafa fengið á bilinu 20 til 30 tölvupóstskeyti þar sem einstaklingar lýsa yfir vandlætingu sinni á því að Íslendingar séu að ígrunda að hefja hval- veiðar og hafi ekki hug á að heimsækja slíkt land. Hún segir samgönguráðuneytið ekki móta stefnu Íslendinga í hvalveiðum og því ekki rétta aðilann til að koma á framfæri mótmælum við. Ragnar Baldursson, sendiráðunautur í utanrík- isráðuneytinu, segir sáralítil mótmæli hafa borist íslenskum sendiráðum. Í sendiráðin hafi engir komið og fáir hringt til að lýsa yfir vanþóknun sinni eftir að ákvörðun íslenskra stjórnvalda var kunn- gjörð. Mótmælin hafi fyrst og fremst verið í formi dreifibréfa, sem send séu með tölvupósti. Þeim er beint fyrst að sendiráðinu í Washington, svo að sendiráðinu í London og þá í Þýskalandi. Margir sendi á öll sendiráðin en í það heila séu þetta um þúsund tölvubréf. Sendiráðin svara öllum bréfum sem berast. Í svarbréfinu kemur afstaða íslenskra stjórnvalda til hvalveiða fram og rökstuðningur fyrir veiðunum. Ragnar segir að viðbrögð við svarbréfinu hafi verið góð og nokkur hluti hafi þakkað fyrir að fá að heyra sjónarmið Íslendinga. Jafnvel hafi einhverjir skipt um skoðun en sagt áhyggjur sínar aðallega beinast að því að aðrar þjóðir, sem leggja ekki eins mikla áherslu á verndun sjávar, feti í fótspor Íslendinga. Fjöldi sendinga stigmagnast „Tölvupóstsendingar til sendiráðsins hafa verið að stigmagnast síðustu daga. Í dag [í gær um kl. 15 að staðartíma] hafa borist um 400 tölvupóstsend- ingar. Þá hefur verið meira en áður um hringingar til sendiráðsins frá fólki sem hefur verið að mót- mæla vísindaveiðunum og hefur verið nokkuð um að tónninn í þeim símtölum hafi verið óviðfelldinn, jafnvel fjandsamlegur,“ segir Guðni Bragason, sendifulltrúi í sendiráðinu í Washington. Hann segir að mest sé um að einstaklingar séu að senda póst og hringja en greinilegt sé að verið sé að skipuleggja póstsendingarnar með því að hvetja fólk til að senda ákveðinn texta á sendiráðið. Guðni segir að samtök friðunarsinna í Banda- ríkjunum setji nú fram kröfur um að ákvæðum Pelly-laganna svonefndu verði beitt gegn Íslend- ingum. Samkvæmt þeim geta Bandaríkjamenn notað þvinganir gegn þjóðum sem stunda hvalveið- ar. Guðni segir þó ekkert hafa komið fram sem bendi til þess að bandarísk stjórnvöld hafi í hyggju að láta undan þessum þrýstingi. Fjölmiðlaumfjöllun ekki óvinsamleg „Það hefur verið nokkuð um áhuga fjölmiðla á málinu,“ segir Guðni. „Í gær [í fyrradag] tók sendi- herrann þátt í umræðufundi með fulltrúa Green- peace-samtakanna hjá sjónvarpsstöðinni Voice of America. Svo höfum við svarað þeim fjölmiðlum sem haft hafa samband.“ Hann segir að sendiráðið haldi til haga fréttum úr fjölmiðlum og fréttaþjónustum. Hann segir að tónninn í þeim fréttum hafi ekki verið sérstaklega óvinsamlegur nema í einstaka tilvikum. „Því miður hættir fjölmiðlum stundum til að taka gagnrýn- islaust upp fullyrðingar frá samtökum sem eru okkur fjandsamleg,“ segir hann. Guðni segir að starfsemi sendiráðsins í Wash- ington markist nú mjög af því að ærinn starfi sé að svara öllum þeim fyrirspurnum sem berast vegna hvalveiðimálsins. Hann segir að þótt það sé mikil vinna að svara öllum erindum sé það starf mik- ilvægt: „[Þ]að hafa komið svör til baka og nokkur þeirra hafa verið afskaplega vinsamleg og bent til þess að þegar fólk fær réttar og góðar upplýsingar geti það skipt um skoðun. Upplýsingastarfið sem við stöndum í er því mikilvægt þótt það sé tíma- frekt,“ segir hann. Hvalveiðum mótmælt í Lundúnum og víðar STARF á leikskólum er óðum að hefjast á ný eftir sumarfrí. Á leikskólanum Barónsborg nutu börnin úti- verunnar á peysunni í gær. Nóg var af krökkum í sand- kassanum og léku þeir sér með skóflur, fötur og bíla. Morgunblaðið/Þorkell Leikskólastarf hefst að nýju LÖGREGLAN á Akranesi, ásamt tollvörðum frá eftirlitsdeild tollgæsl- unnar í Reykjavík, fundu nýlega 144 flöskur af áfengi, 75 karton af sígar- ettum og 4 kassa af bjór í flutninga- skipi í Akraneshöfn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögregl- unni á Akranesi. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni höfðu vaknað grunsemdir um að til stæði að koma smyglvarn- ingi í land á Akranesi og í framhaldi af því fylgdust lögreglumenn með umferð við skipið eftir komu þess til Akraness. Tollgæslan í Reykjavík sendi menn til aðstoðar og er þeir voru komnir á staðinn var ráðist í leit í skipinu. Þrír skipverjar viður- kenndu að eiga varninginn og telst málið upplýst. Lögreglumenn og tollverðir unnu í sameiningu að rannsókn málsins. Smyglvarningurinn sem fannst við leit í flutningaskipi í Akranesshöfn. Smygl fannst í skipi í Akra- nesshöfn VERA varnarliðsins á Íslandi verður til umræðu á öðrum degi flokksráðs- fundar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Hótel Loftleiðum í dag. Að sögn Steingríms J. Sigfús- sonar, formanns VG, mun hann m.a. ræða um hlutleysi ríkja í varnarmál- um og hvort slík afstaða sé óraun- hæf. „Ég ætla að fara yfir þau svæði sem teljast vopnlaus eða herlaus. [...] Meðal annars varðandi fyrirkomulag mála á Álandseyjum sem ég gæti trúað að mönnum þætti áhugavert. Það kemur í ljós að þetta er ekki eins óalgengt og fjarstæðukennt fyrir- bæri og menn kynnu að halda, stað- reyndin er sú að það er allstór hópur ríkja, að vísu flest smáríki, sem hef- ur valið sér þá leið að vera vopnlaus svæði og maður sér ekkert því til fyrirstöðu að Ísland geti verið það rétt eins og Kostaríka eða Álands- eyjar.“ Áætlun um uppgjör gekk nokkurn veginn eftir „Ég ætla að setja þetta í samhengi við breytingar í heiminum og þróun umræðna um öryggishugtakið þar sem ég tel að breytingarnar gangi allar frekar í þá átt að gera það fjar- stæðukenndara að menn tryggi ör- yggi sitt með einhverjum örfáum herþotum eða einhverjum örlitlum her. Bandaríski herinn gat ekki einu sinn varið Pentagon, hvað þá annað.“ Í júní sl. birti VG bráðabirgðaupp- gjör vegna kosningabaráttu flokks- ins fyrir síðustu alþingiskosningar sem hljóðaði upp á 16,9 m.kr. eða 1,5 m.kr. umfram áætlun. Steingrímur segir að þær áætlanir hafi nokkurn veginn gengið eftir. Þá varði flokkurinn einnig 15,5 milljónum króna til að styrkja kosningabaráttuna í kjördæmunum en endanlegt uppgjör kjördæmis- félaganna liggur ekki enn fyrir. Stefnt er að því að leggja fram drög að tveimur ályktunum á flokks- ráðsfundinum, annars vegar varð- andi stjórnarferil ríkisstjórnarinnar það sem af er kjörtímabilinu og hins vegar drög að ályktun um utanrík- ismál. Flokksráðsfundur vinstri grænna er haldinn í dag Fjallað um smáríki án hers KONA um þrítugt gekk í átta klukkustundir í fyrradag til að sækja hjálp fyrir foreldra sína, sem sátu föst í litlum Toyota-jeppa sunnan við Skjaldbreið. Bíllinn hafði fest framhjólin í litlum skurði sem hafði myndast vegna mikillar bleytu á moldarvegi við strýtuna Kellingu, en fólkið hafði að öllum líkindum ætlað að skoða kofa sem þar standa að sögn Snorra Geirs Guðjónssonar, formanns Björgun- arsveitar Biskupstungna. Konan gekk eftir vegi niður í Miðdal þar til ungur maður á fjalla- vélhjóli sá hana og fór með hana í sumarbústað þar sem fólk dvaldi og bað um aðstoð lögreglu. Mikil þoka og rigning var á þessu svæði í fyrrakvöld og skyggni því lélegt. Snorri segir að stúlkan hafi verið nokkuð blaut og köld eftir göng- una. Hann áætlar að konan hafi gengið um 37 km til byggða. Ekk- ert amaði að hjónunum þegar þau fundust korter yfir eitt um nóttina. Jeppinn var hins vegar kaldur því þeim hafði ekki tekist að koma honum í gang eftir að framhjólin festust og stýrið festist. Gekk ein um 37 km eftir aðstoð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.