Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.icelandair.is Kaupmannhöfn www.icelandair.is/kaupmannahofn Fá þér smørrebrød og bjór hjá Idu Davidsen, Store Kongensgade 70. Opið til kl. 17:00 virka daga, lokað um helgar. Þar upplifir þú sanna danska stemningu. Í Kaupmannahöfn þarftu að: Verð frá 29.900 kr. á mann í tvíbýlí í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Hótel Admiral, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Brottfarir 8. nóv., 16. jan. og 20. mars. Christianshavn Miðbærinn Tívolí Amalienborg Plads Kul Torvet Central Station Christiania Kongens Nytorv Copenhagen Admiral Hotel Graa- broedre Torv Latínu hverfið Ny Carlsberg Glyptotek N ør re Vo ldg ad e Str øg et Ch ris tia ns Br ygg e Ka lve bo d B ryg ge Ves trbr oga de Tie tge nsg ade Kon geve j Ved Ves terp ort Kampmannsgade Gothersgade Bernstorffsgade HC Andersens Blvd Nyhavn St or e K on ge ns ga de Br ed ga de To ld bo dg ad e Købm agergade NyØstergade Str øget Øst erga de Krø npr ins en- gad e Rådhus- pladsen Palace Hotel Imperial Hotel Hotel Du Nord DGI-byen Hotel Absalon C olbjö rnsensgade H elgolandsgade Vester Farim ags gad e ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 21 70 5 07 /2 00 3 Segðu kauða „að svona gera menn ekki“ hr. Davíð. Fyrirtækjakeppnin Hjólað í vinnuna Allir saman nú einn tveir þrír FyrirtækjakeppninHjólað í vinnunahefst mánudaginn 18. ágúst næstkomandi og stendur yfir í eina viku. Að verkefninu stendur Ís- land á iði í samstarfi við Bylgjuna, Landssamtök hjólreiðamanna, Íslenska fjallahjólaklúbbinn, Hjól- reiðanefnd Íþróttasam- bands Íslands og Hjól- reiðafélag Reykjavíkur. Gígja Gunnarsdóttir er verkefnisstjóri Íslands á iði. – Hvaðan kemur hug- myndin að þessu hjólreiðaátaki? „Ísland á iði hóf göngu sína árið 2002, það er fræðslu- og hvatningar- verkefni á vegum Íþrótta- sambands Íslands og Ólympíu- sambands Íslands. Með verkefninu viljum við hvetja fólk til að „segja sófanum stríð á hendur“, þ.e. að fá landsmenn á öllum aldri til að hreyfa sig meira í hinu daglega lífi, nota stigann í stað lyftunnar og fara frekar fótgangandi eða hjólandi á milli staða. Hjólað í vinnuna er liður í þessu verkefni en hug- myndin að því kemur frá Norð- urlöndunum, þá aðallega frá Danmörku þar sem þátttakan í sambærilegu verkefni var gríð- arlega góð. Íþróttasamband Ís- lands hlaut styrk Alþjóða Ólymp- íunefndarinnar (IOC) til að hrinda átakinu Hjólað í vinnuna af stað. Er átakinu ætlað að vekja athygli fólks á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfis- vænum og hagkvæmum sam- göngumáta. Hjólað í vinnuna er heilbrigð og skemmtileg fyrir- tækjasamkeppni og vonandi að sem flestir taki þátt.“ – Er hjólamenning á Íslandi? „Miðað við frændur okkar Dani erum við líklega á steinald- arstigi hvað hjólamenningu snertir. Fullorðnir Íslendingar hjóla að minnsta kosti almennt ekki mikið í hinu daglega lífi og hér er oft ekki gert sérstaklega ráð fyrir hjólreiðafólki. Hjólaum- hverfið er þó allt að koma til með fleiri stígum og betri tengingu þeirra, auk þess sem tillitssemi ökumanna gagnvart hjólandi um- ferð hefur aukist, en betur má ef duga skal. Vinnustaðir geta stutt við bakið á starfsfólki sínu, til dæmis með því að bjóða því góða geymsluaðstöðu fyrir hjól og jafnvel búningsaðstöðu. Það tek- ur minni tíma en margir halda að hjóla á milli staða og eins er það ekki jafn mikið erfiði og fólk ímyndar sér. Veðrið vill gjarnan setja strik í reikninginn hér á landi en Íslendingar þurfa bara að læra að klæða sig almenni- lega, þá er þetta ekkert mál. Í maí sl. sendi Íþróttasamband Ís- lands handbókina Viltu létta þér lífið? inn á öll heimili í landinu. Þar er meðal annars að finna ít- arlegan kafla um hjólreiðar, hvernig á að stilla hjólið og annað sem kemur að góðum not- um áður en hjólað er af stað. Mikilvægt er að muna alltaf eftir að setja á sig hjólahjálminn, þar er jafn mikilvægt og að spenna á sig öryggisbeltið í bílnum. Við fullorðna fólkið megum ekki gleyma því að við erum fyrir- myndir barnanna í þessum efn- um.“ – Hvernig fer keppnin fram ? „Fyrsta skrefið er að skrá sig og sitt fólk til keppni inn á vef- síðu Hjólað í vinnuna á www.isi- sport.is. Það geta verið allt að 10 manns í hverju liði, í stórum fyr- irtækjum má skrá meira en eitt lið innan fyrirtækisins. Það getur verið tilvalið að skipta vinnu- staðnum upp, miða við deildir á sjúkrahúsi, útibú í bönkum eða annað slíkt. Eins geta smærri fyrirtæki slegið saman í lið ef vill. Hvert lið hefur sinn liðstjóra sem sér um að hvetja hópinn áfram og skrá inn á netið hversu margir hjóluðu þann daginn og hversu marga kílómetra. Verð- laun verða veitt í þremur flokk- um, fyrir flesta hjólaða daga og flesta hjólaða kílómetra auk þess sem veitt verða aukaverðlaun fyrir glæsilegustu liðin. Glæsilegt lið kappkostar ekki endilega að vera á flottustu hjólunum heldur frekar að geisla af gleði og bera með sér hreysti og samstöðu. Verðlaunin eru veglegir verð- launaskildir sem Alþjóða ólymp- íunefndin gefur. Bylgjan mun fylgjast með keppninni og greina frá stöðu mála hverju sinni.“ – Hverju vonist þið til að ná fram með átakinu? „Við vonum auðvitað að átakið vekji fólk til umhugsunar og að- gerða. Það fær vonandi sem flesta til að uppgötva að það er minna mál að nota hjól sem sam- göngutæki en þeir halda og hversu verðmættt það er að flétta hreyfingu inn í daglega líf. Á vefsíðu Hjólað í vinnuna er að finna góð ráð um hjólreiðar og reynslusögur fólks sem hjólar reglulega í vinnuna. Við ætlum okkur að halda Hjólað í vinnuna aftur að ári og láta það þá jafnvel vara í heilan mánuð. Nú er um að gera að byrja á því að hita sig upp og taka þátt í Reykjavík- urmaraþoninu í dag. Það er von- andi að þangað fjölmenni Íslend- ingar, enda geta allir fundið þar vegalengdir við sitt hæfi, og að þeir mæti síðan galvaskir á hjól- inu til vinnu eftir helgi.“ Gígja Gunnarsdóttir  Gígja Gunnarsdóttir er fædd í Danmörku árið 1973. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1994 og íþróttakennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1998. Nú í vor lauk Gígja BS prófi í íþróttafræði/heilsuþjálfun frá Kennaraháskólanum. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Kvennahlaups Íþrótta- og Ól- ympíusambands Íslands (ÍSÍ) frá árinu 2001, verkefnisstjóri Ís- lands á iði 2002 og sviðsstjóri al- menningsíþrótta- og umhverf- issviðs ÍSÍ síðan í september 2002. Hún er í sambúð með Þor- keli Guðjónssyni viðskiptafræð- ingi. Segjum sófanum stríð á hendur ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra hefur skipað nýtt Jafnrétt- isráð, með vísan til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Nýr formaður ráðsins er Fanný Gunnarsdóttir kennari í Reykjavík. Á síðasta kjörtímabili var Elín R. Líndal formaður Jafn- réttisráðs. Nýtt Jafnréttisráð skipa auk Fannýjar, Þórhallur Vilhjálmsson, tilnefndur af fjármálaráðuneyti, en hann er jafnframt varaformaður ráðsins, Ísleifur Tómasson, til- nefndur af ASÍ, Þórveig Þormóðs- dóttir, tilnefnd af BSRB, Guðni El- ísson, tilnefndur af Háskóla Íslands, Kristín Þorsteinsdóttir, til- nefnd af Kvenfélagasambandi Ís- lands, Þorbjörg Inga Jónsdóttir, til- nefnd af Kvenréttindafélagi Íslands, Gústaf Adolf Skúlason, til- nefndur af Samtökum atvinnulífsins og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fanný, Ísleifur, Gústaf og Stein- unn Valdís eru ný í ráðinu. Nýtt Jafnréttisráð skipað JÓN Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra segir mik- ilvægt að málefni bæklunarlækna og Trygginga- stofnunar ríkis- ins fari fyrir bæði dómstigin; héraðsdóm og Hæstarétt, áður en hægt verði að taka ákvarðanir um framhaldið. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær er sjálfstætt starfandi bæklunarlækn- um, sem gert hafa samning við TR, heimilt, þrátt fyrir samninginn að vinna læknisverk fyrir sjúkra- tryggða einstaklinga, gegn greiðslu frá sjúklingunum og án þátttöku TR, að því tilskildu að sjúkling- urinn óski þess sjálfur. Er þetta niðurstaða Héraðsdóms Reykjavík- ur í máli sem læknar höfðuðu á hendur TR. Karl Steinar Guðnason, forstjóri TR, sagði í Morgunblaðinu gær að dómnum yrði áfrýjað til Hæstarétt- ar. Jón Kristjánsson tekur undir þá ákvörðun. „Þarna er um mjög stórt mál að ræða,“ segir ráðherra, „og ég tel í ljósi umfangs þess að við verðum að fá niðurstöðu í því á báð- um dómstigum. Ég styð því þá ákvörðun TR að áfrýja málinu.“ Ráðherra segist af þeim sökum, þ.e. vegna þess að málið væri enn í „meðferð“ ekki vilja tjá sig efn- islega um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. „Það er eins og Karl Steinar sagði hálfleikur í málinu. Ég tel nauðsynlegt að niðurstaða fáist í dómskerfinu. Við munum síð- an taka ákvarðanir um framhaldið í ljósi þeirrar niðurstöðu.“ Aðspurður kveðst ráðherra leggja áherslu á að fá endanlega niðurstöðu sem fyrst. Heilbrigðisráðherra um dóm í máli bæklunarlækna Niðurstaða fáist hjá báðum dómstigum Jón Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.