Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri í Reykjavík, fór í opinbera heim- sókn til Winnipeg haustið 2000 og er Glen Murray meðal annars að endurgjalda þá heim- sókn en hann fer aftur til Kanada 21. ágúst. ,,Tilgangurinn er líka að styrkja tengsl þessara vinaborga og tíminn er valinn með Menning- arnótt Reykjavíkur og afmælis borgarinnar í huga, en markmiðið með heimsókninni er einnig að fylgja eftir heimsókn Gary Doers, forsætis- ráðherra Manitoba, til Íslands fyrir tveimur ár- um,“ segir Glen Murray í samtali við Morg- unblaðið. Samvinna í vetnismálum Nýting Íslendinga á endurnýjanlegum orku- gjöfum, þ.e. á vatnsorku og jarðvarma, og vetn- isrannsóknir þeirra hafa vakið athygli víða er- lendis og ekki síst í Kanada, en forystumenn í Manitoba og á Íslandi eru m.a. í samstarfi í þeim málum. ,,Orkumálin eru okkur mjög hugleikin og ekki síst vetnismálin,“ segir Glen Murray, sem er 41. borgarstjóri Winnipeg og hefur verið borgarstjóri síðan 1998 en heimsækir vinaborg- ina á Íslandi í fyrsta sinn. Winnipeg, sem heldur upp á 130 ára afmæli sitt í ár, á 11 vinaborgir víðs vegar um heiminn og var fyrsti samningur þess efnis undirritaður við Setagaya í Tókýó 1970 en ári síðar var sambærilegur samningur gerður í annað sinn og þá við Reykjavík. ,,Fulltrúar okkar voru í Reykjavík viðstaddir opnun fyrstu vetnisstöðvar heims á almennings- bensínstöð í apríl sem leið og við fylgjumst grannt með tilraununum með vetnisknúna al- menningsvagna í Reykjavík enda stefnum við að því að koma á nýju og breyttu orkukerfi varðandi almenningsvagna í Winnipeg. Við eig- um samleið í þessum tæknimálum og viljum efla þetta samstarf því Ísland er almennt við- urkennt víða um heim sem leiðandi ríki í skiln- ingi á nýtingu á hreinni orku og tækni í þeim efnum.“ Menningarborgir Wanda Koop er einn virtasti myndlist- armaður Kanada og í tilefni afmælis Reykjavík- urborgar færir Glen Murray fyrir hönd Winni- peg Reykjavík verk eftir hana að gjöf. ,,Winnipeg er viðurkennd sem ein helsta menn- ingarborg Kanada,“ segir hann. ,, Í því sam- bandi má nefna að við eigum einn besta ball- ettflokk landsins, sinfóníuhljómsveit okkar nýtur mikillar hylli og almennt listalíf er í há- vegum haft, en listastarfsemin er meiri en í nokkurri borg af sambærilegri stærð í Kanada. Reykjavík hefur verið ein af menningarborgum Evrópu og í menningunni liggja leiðir okkar saman að mörgu leyti eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lagði áherslu á í heimsókn sinni til Manitoba fyrir nær þremur árum.“ Glen Murray segir að menningin skipti miklu máli fyrir borgir og íbúa þeirra og hafi mikið að segja í lífi hvers einstaklings. Því þurfi að leggja þessum málum lið en Winnipeg og Reykjavík vinni saman á ýmsum sviðum og mik- ilvægt sé að treysta það samstarf. ,,Ég hef til dæmis áhuga á að koma á einhvers konar borg- arstarfsmannaskiptum. Það gæti verið gagnlegt fyrir fólk í sam- göngumálum okkar að kynnast vetnistilraununum í Reykjavík og eins gætu starfsfélagar þeirra í Reykjavík lært af því sem við er- um að fást við í samgöngumálum borgarinnar og verður tekið í gagnið á næsta ári.“ Fulltrúi næstfjölmennasta íslenska samfélagsins Um þessar mundir stendur yfir þjóðahátíð í Winnipeg en íbúar frá meira en 50 ríkjum búa í borginni. Þjóðabrotin greina frá menningu sinni á ýmsan hátt og eru Norðurlöndin saman að þessu leyti í ,,Norræna húsinu“ í Winnipeg. ,,Því miður er ég ekki af íslenskum uppruna en ég er fulltrúi fleiri Íslendinga og hef verið kosinn af fleiri Íslendingum en nokkur annar borgarstjóri í heiminum fyrir utan borgarstjórann í Reykja- vík,“ segir Glen Murray. ,,Því ber ég ábyrgð gagnvart Íslendingum og tek þá ábyrgð mjög alvarlega. Íslendingar hafa alltaf gegnt mik- ilvægu hlutverki í Winnipeg og Manitoba og Ís- lendingar hafa lagt mikið til mála í borginni og fylkinu. Tengslin við Ísland eru því mikilvæg og ekki síst tengslin milli vinaborganna Winnipeg og Reykjavíkur. Heimsókn mín til Íslands gerir mér vonandi kleift að skilja betur íslenskt sam- félag og þar með að þjóna betur íslenska sam- félaginu hérna.“ Glen Murray bendir á að samvinnan milli Winnipeg og Reykjavíkur og reyndar annarra erlendra borga hafi í raun ekki verið mikil í gegnum tíðina að undanskildu tímabili í tíð Williams Norries sem borgarstjóra í Winnipeg 1979 til 1992. Á þessu hafi orðið breyting á nýliðnum árum. ,,Ég hef lagt mikla áherslu á menningar- samvinnu við vinaborgirnar og við erum að opna alþjóðaskrifstofu, þá fyrstu í sögu borgarinnar, í þeim tilgangi, en Bill Norrie, fyrr- verandi borgarstjóri, veitir henni forstöðu. Nefnd fulltrúa, sem eiga ættir að rekja til vinaborganna, hefur verið skipuð, og við leggjum 150.000 kanadíska dollara (um 7,25 millj. kr.) í ár til þessa mála- flokks. Í þessu sambandi má nefna að við veittum Sinfón- íuhljómsveit Íslands 40.000 doll- ara styrk (um 2,2 millj. kr.) vegna hljómleika- ferðar hennar hingað árið 2000. Við höfum styrkt aðra íslenska listamenn en þetta er í fyrsta sinn sem skipulagt verkefni í þessa veru er í gangi. Í mínum huga skiptir miklu máli að borgir hafi hlutverki að gegna í alþjóðavæðing- unni og opnun þessarar alþjóðaskrifstofu er leið til þess. Heimurinn verður æ borgarvæddari og í mörgum tilvikum eru borgir þekktari en ríki þeirra. Mikil bein viðskipti eiga sér stað á milli borga og Reykjavík er mikilvæg borg vegna staðsetningar hennar á jarðarkringlunni, nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum, lýð- ræðislegra stjórnarhátta og hlutverks á alþjóð- legum vettvangi. Samskipti Winnipeg við Reykjavík skipta því miklu máli og í þessu al- þjóðlega umhverfi hérna hefur mikið að segja að geta sagt Íslendingadagurinn rétt og átaka- laust rétt eins og það skiptir máli að virða rétt allra, sama af hvaða uppruna þeir eru. Íbúar Kanada eiga ættir að rekja til allra heimshorna og þeir eiga allir sama rétt. Við virðum ekki að- eins hvert annað heldur stöndum saman og höldum upp á menningu hver annars saman. Við borðum þjóðarréttina saman, skálum í þjóð- ardrykkjum og skemmtum okkur saman. Stundum getur verið erfitt fyrir Kanadamann að útskýra fyrir erlendi fólki að hann sé frá Kanada en af einhverjum öðrum uppruna. Ég er til dæmis af úkraínskum og skoskum ættum í móðurætt, en þó upprunalega írskur. Ég ólst upp við að borða úkraínskan mat og þannig er það í Kanada. Menningararfleifð forfeðranna lifir hjá þegnum þessa ríkis sem annars eru Kanadamenn. Íslensk menning og íslensk tunga hafa varðveist vel í Winnipeg og í því sambandi skiptir styrkur íslenskra stjórnvalda, Reykja- víkurborgar og fleiri til íslenskudeildar Manitobaháskóla og íslenska bókasafnsins við háskólann miklu máli. Íslenska aðalræð- ismannsskrifstofan í Winnipeg hefur líka mikið að segja varðandi samskiptin. Hún gerir Ísland sýnilegra í borginni rétt eins og opnun sendi- ráðs Kanada í Reykjavík skiptir miklu máli fyrir Kanada. Íslenska sendiráðið í Ottawa gegnir veigamiklu hlutverki en það að hafa kanadískt sendiráð í Reykjavík og íslenska aðalræð- ismannsskrifstofu í Winnipeg auðveldar sam- skipti borganna.“ Beint í skemmtiskokkið Glen Murray segir að hann hafi farið víða en tilhlökkunin hafi aldrei verið eins mikil og nú. ,,Ég er mjög spenntur enda eigum við svo margt sameiginlegt. Mannréttindi eru í háveg- um höfð hér sem þar og á þingi lúterska heims- sambandsins í Winnipeg á dögunum var vel tek- ið eftir röddum Íslands og Kanada. Kvenréttindamál eru í góðum farvegi á báðum stöðum og réttindi samkynhneigðra eru virt. Ég hlakka því meira til þessarar heimsóknar en annarra heimsókna til þessa.“ Áætlað er að Glen Murray og fylgdarlið lendi í Keflavík í bítið en hann hefur í hyggju að taka þátt í Reykjavíkur-maraþoninu sem hefst um hádegisbil. ,,Ein besta leið til að komast yfir flugþreytu er að hreyfa sig og því ætla ég að taka þátt í 3 kílómetra skokkinu. Ég er reyndar ekki hlaupari heldur hjólreiðamaður og hef hjól- að héðan til Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum, um 3.000 kílómetrar, og Kansas í Missouri til Winnipeg, um 1.700 kílómetra. Hins vegar er ég ekki í sömu æfingu nú og þegar ég hjólaði þess- ar vegalengdir og geri mér því ekki miklar vonir um sigur en vonandi veiti ég Þórólfi Árnasyni, borgarstjóra í Reykjavík, einhverja keppni.“ Í fylgdarliði borgarstjóra eru Bill Clement borgarfulltrúi, sem er af íslenskum ættum í móðurætt og hefur m.a. með málefni íbúa af ís- lenskum ættum að gera, Gordon Steeves, borg- arfulltrúi og formaður vinaborganefndar Winni- peg, Heather Mack, aðstoðarstarfsmannastjóri borgarinnar, og Jason Stefanson viðskiptamað- ur. Glen Murray, borgarstjóri Winnipeg í Kanada, er í opinberri heimsókn í Reykjavík Samvinna og skemmtiskokk Glen Murray, borgarstjóri Winnipeg í Kanada, kemur í opinbera heimsókn til Reykjavíkur í dag, en Reykjavík og Winnipeg eru vinaborgir. Steinþór Guðbjartsson hitti borgarstjórann skömmu fyrir brottför frá Winnipeg. Glen Murray, borg- arstjóri í Winnipeg. steg@mbl.is FULLTRÚAR lesblind.com afhentu formlega íslenska þýðingu bók- arinnar „Náðargáfan lesblinda“ eft- ir Ron Davis í Lágafellsskóla í Mos- fellsbæ í gær. Lesblind.com hefur ákveðið að gefa öllum grunn– og framhaldsskólum landsins eintak af bókinni, og tók menntamálaráð- herra, Tómas Ingi Olrich, við fyrsta eintakinu. Prentsmiðjan Oddi styrkti útgáfu bókarinnar. Að sögn Arnar Kjærnested, eins aðstandenda lesblind.com, er al- menn ánægja með útgáfu bók- arinnar og kenningar Ron Davis um lesblindu og möguleg úrlausnarefni gagnvart henni. „Menntamálaráð- herra sýndi málinu mikinn áhuga, og er það mjög ánægjulegt. Sömu- leiðis höfum við hjá Lesblind.com orðið vör við mikinn áhuga á kenn- ingum Ron Davis, og munu einir 12 skólar, til dæmis Smáraskóli í Kópa- vogi og Lágafellsskóli í Mosfellsbæ, nýta sér kenningar Davis strax í haust,“ sagði Örn í samtali við Morg- unblaðið. Morgunblaðið/Kristinn Axel Guðmundsson og Örn Kjærnested frá lesblind.com ásamt Tómasi Inga Olrich menntamálaráðherra. Bók um lesblindukenningar Ron Davis á íslensku Gefa eintak í alla skóla landsins Í EFTIRLITSÁTAKI Vinnueftir- litsins á byggingavinnustöðum í júní sl. var vinna stöðvuð á tveimur vinnu- stöðum og einn aðili kærður fyrir vítavert gáleysi vegna mikils van- búnaðar á vinnupöllum. Heimsóttir voru 74 bygginga- vinnustaðir á öllu landinu þar sem samtals 1.453 starfsmenn voru að störfum. Gerðar voru kröfur um meiri eða minni úrbætur á 60 af þess- um 74 stöðum. Umsjónaraðilar fengu 75 skrifleg fyrirmæli um það sem betur má fara og 81 munnlega ábend- ingu. Vinnueftirlitið tekur þátt í evr- ópsku eftirlitsátaki sem fram fer á þessu og næsta ári. Alls taka 17 þjóð- ir þátt í því; 15 aðildarríki ESB auk Íslands og Noregs sem eru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Sigfús Sigurðsson, fagstjóri þró- unar- og eftirlitsdeildar Vinnueftir- litsins, segir mikið um slys í bygging- ariðnaði í Evrópu. Um 1.300 dauðsföll verði af þeim völdum á ári og því hafi ESB ákveðið að beina sjónum sínum að þessum vinnusvæð- um. Eftirlit með fallvörnum Eftirlitsátakið í Evrópu beindist að fallvörnum þar sem starfsfólk er að vinna í nokkurri eða mikilli hæð. Varúðarráðstafanir voru athugaðar, hvernig val, notkun og viðhald tækja og búnaðar fór fram og hvort val á undirverktökum réðst m.a. af því hvernig öryggismálum þeirra var háttað. Notkun og viðhald tækja var kannað hér á landi í júní en hin atrið- in verða skoðuð í september, um leið og fyrri ábendingum verður fylgt eft- ir. Sigfús segir annan hluta átaksins snúa að því hvort eftirlitsaðili hafi verið skipaður á byggingarstað, ör- yggis- og heilbrigðisáætlun gerð, til- kynning send til Vinnueftirlitsins áð- ur en verk hæfist og hvort öryggishandbók lægi fyrir svo starfs- menn gætu kynnt sér öryggismál. „Stærri fyrirtæki uppfylla al- mennt reglur og kröfur betur en smærri fyrirtæki,“ segir Sigfús. Þetta sé svipuð niðurstaða og fæst í öðrum löndum Evrópu. Þegar fleiri en 50 starfsmenn starfi hjá fyrirtæk- inu séu öryggisskilyrði betur uppfyllt og raunar batni ástandið til muna þegar starfsmannafjöldinn sé kom- inn yfir 20. Sigfús segir að öryggi á vinnustað hafi batnað mikið í byggingariðnaði á undanförnum árum og margar lag- færingar verið gerðar. Þetta átak standi nú yfir og árið 2004 verði hald- ið áfram í október. Vinnueftirlitið í evrópsku eftirlitsátaki Kærður vegna van- búinna vinnupalla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.