Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ           !"#$%$"&' (&  * +,-./01                !" ###$  $ %%"$" &'(  )* &+,-./0 1 23452 6* 77  * 8*         $"9"$ ÚR VERINU ÚTGERÐARMENN netabáta hyggjast nú blása til sóknar til að verja hagsmuni sína, verði línuíviln- un fyrir dagróðrarbáta komið á. Kröfur þeirra eru annars vegar að verði línuívilnun að veruleika, verði byggðakvótinn notaður til þess en einnig vilja þeir bætur vegna smækkunar á möskva, sem rýrir tekjur netabátanna. Aðalsteinn Einarsson, útgerðar- maður og skipstjóri á Hring HF, segir að aflaskerðing netabáta hafi verið umtalsverð á síðustu árum og það sé með ólíkindum að hlutur þeirra hafi ekki verið réttur. Þessi bátafloti sé að koma með langverð- mætasta fiskinn að landi, stóran og miðlungsstóran þorsk, sem haldi saltfiskvinnslunni í landinu gang- andi. Netabátarnir með bezta fiskinn „Þessir bátar hafa verið skertir alveg stöðugt og margir af þeim eru komnir niður í 100 tonnin af þorski. Þetta hefur allt verið fært yfir til smábátanna og enn halda þeir áfram og heimta meira. Það á alls ekki að ansa þessum smábátaköll- um nema þeir samþykki að byggða- kvótinn verði tekinn í ívilnuna og þeir fái ekki kíló fram yfir það. Það alger misskilningur að smá- bátarnir séu að koma með einhvern gæðafisk í land. Mikið af afla þeirra er smár fiskur og verðlaus. Neta- bátarnir hafa alltaf komið með verð- mætasta fiskinn að landi og bezt frá genginn, aðgerðan í körum og vel ísaðan. Þessi stóri fiskur af netabát- unum fór í salt og þegar hann var seldur til Spánar og Portúgals hélt hann uppi verðinu á smáa fiskinum sem fylgdi með. Smækkunin á möskvanum niður í 8 tommur, sem ákveðin hefur verið til að vernda stóra fiskinn, skerðir svo aflaverðmæti hjá okkur á net- unum um 20 til 30%. Það er enn ein árásin á okkur og við munum fara fram á bætur vegna þess. Þingmennirnir þarna fyrir vestan eru orðnir þingmenn Breiðfirðinga líka og þeir verða að fara að læra það að hugsa um fleiri en Vestfirð- inga. Ég vil líka láta rannsaka það hvað mikið af afla Vestfirðinga sé unnið þarna fyrir vestan. Ég efast um að það sé meira en 15%. Þetta er allt flutt suður. Það heyrir líka orðið sögunni til ef Vestfirðingur þarf að leigja til sín aflaheimildir. Þeir eru komnir með svona mikinn kvóta. Ég tek það fram að mér er ekkert illa við þessa menn, en það er bara allt of mikil frekja í þeim og yfirgangur,“ segir Aðalsteinn Ein- arsson. „Það á ekki að ansa þessum körlum“ Aðalsteinn Einarsson útgerðarmaður hafnar línuívilnun nema hún komi í stað byggðakvóta FISKAFLI strandveiðiflotans í Marokkó jókst um 6% á fyrri helm- ingi þessa árs og varð alls um 360.000 tonn. Verðmæti aflans dróst hins vegar saman um 13%. Það er fyrst og fremst minni afli af kol- krabba og smokkfiski sem veldur þessari verðmætaminnkun. Veiðar þessa bátaflota á uppsjáv- arfiski á fyrri helmingi ársins námu 292.000 tonnum og jukust um 7% í magni og svipað í verðmætum. Í magni talið er uppsjávarfiskur 81% heildaraflans, en hann skilar aðeins 37% verðmætanna. Botnfiskafli varð 51.500 tonn og jókst um 33% í magni og 18% í verðmætum. Botnfiskurinn er 14% heildaraflans en skilar þriðj- ungi verðmætanna. 13.300 tonnum var landað í höfn- um við Miðjarðarhafið og er það um 4% heildarinnar. Öllum öðrum fiski var landað í höfnum við Atlantshafið og mestu í Laayoune, 188.700 tonn- um. 81.700 tonn fóru um fiskmark- aðina í Mohammedia, Casablanca, Safi og Agadir og var 74% aukning frá árinu áður mæld í magni, en 33% í verðmætum. Megnið af lönduðum fiski fór í nið- ursuðu og jókst hún um 19% frá árinu áður. Frysting hefur verið tal- in geta skilað miklu, en engu að síður dróst hún saman um 44% og nam að- eins 15.000 tonnum. Fyrstu fimm mánuði ársins dróst útflutningur sjávarafurða saman um nærri fjórðung í magni og 28% í verðmætum, en alls voru 104.000 tonn flutt utan. Samdrátturinn skýr- ist að mestu í miklum samdrætti í sölu skelfisks. Meiri afli en minni verðmæti NÚ hefur verið landað um 355.000 tonnum af kolmunna hér á landi á árinu. Afli íslenzkra skipa er orðinn 283.000 tonn, en 72.000 tonnum hef- ur verið landað af erlendum skipum. Síðustu daga var landað um 5.500 tonnum af kolmunna úr íslenzkum skipum. Áskell landaði 540 tonnum og Jóna Eðvalds 525, bæði á Seyð- isfirði, Ásgrímur Halldórsson 980, Börkur 1.440 og Beitir 710 tonnum, allir í Neskaupstað. Langmest af kolmunna hefur nú borizt að landi í Neskaupstað, tæplega 76.000 tonn. Eskja á Eskifirði kemur næst með 62.400 tonn og í þriðja sætinu er Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði með 61.400 tonn. 53.250 tonn hafa borizt til Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði, 25.400 til Tanga á Vopnafirði, 21.000 tonn til Samherja í Grindavík, 15.900 tonn til HB á Akranesi, 14.000 til granda í Þorlákshöfn og 11.400 tonn til Vinnslustöðvarinnar í Eyjum. Aðrar verksmiðjur hafa tekið á móti minna magni. Nú er ríflega helmingur kol- munnakvótans veiddur. Mest af kolmunna til Neskaupstaðartímabili árið áður, að því er fram kem-ur í tilkynningu frá SpKef. Kostnað- arhlutfall á tímabilinu var 31,4% en var 71,1% á sama tíma árið áður. Framlag í afskriftareikning útlána jókst um 64% og nam 178,4 milljónum í stað 67,7 milljóna króna árið áður. Heildarinnlán í Sparisjóðnum ásamt lántöku námu í lok júní 15.169 milljónum króna og jukust um 5,6% milli tímabila. Útlán Sparisjóðsins ásamt markaðsskuldabréfum námu 15.821 milljón króna í lok júní 2003 og höfðu dregist saman um 0,4%. Eigið fé Sparisjóðsins í lok júní nam 2.279 milljónum króna og jókst um 25,7%. Eiginfjárhlutfall (CAD) er 14,06% en var 9,23% á sama tíma árið áður, segir í tilkynningu. Arðsemi eig- in fjár var 57,4% á fyrri helmingi árs- ins en var 7,5% á sama tíma árið áður. Í lok tímabilsins var stofnfé 600 millj- ónir og stofnfjáraðilar 550 talsins. HAGNAÐUR Sparisjóðs Keflavíkur (SpKef) nam 520,2 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem er ríflega áttfaldur hagnaður sama tíma- bils í fyrra, en hann nam þá 64,6 millj- ónum króna. Þessi mikla aukning hagnaðar skýrist að mestu af sölu- hagnaði sem SpKef fékk við sölu á eignarhlut í Kaupþingi banka fyrr á árinu. Gengishagnaður af annarri fjármálastarfsemi SpKef nam á tíma- bilinu 676 milljónum króna en sölu- hagnaður Kaupþingsbréfanna er stærstur hluti þess liðar. Gengistap varð af annarri fjármálastarfsemi á fyrri hluta ársins 2002 að fjárhæð 2,7 milljónir króna. Hreinar vaxtatekjur námu 354,6 milljónum króna og drógust saman um 5,7% frá fyrra tímabili. Vaxta- munur, þ.e. hreinar vaxtatekjur í hlutfalli af meðalstöðu fjármagns var 3,7% á tímabilinu en 4,3% á sama Áttfaldur hagnaður hjá Sparisjóði Keflavíkur HAGNAÐUR af rekstri Sparisjóðs Hafnarfjarðar (SPH) nam 85 millj- ónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tíma 2002 varð 69,7 milljóna króna tap á rekstrinum. Hreinar vaxtatekjur jukust um 44,3% milli tímabila og námu 611,6 milljónum króna, að því er fram kemur í tilkynningu frá SPH. Framlag í afskriftareikning var 149,1 milljón króna á fyrri helmingi ársins og lækkaði um 23,3%. Stöðu- gildum hefur fækkað á einu ári úr 126 í 114 og kostnaðarhlutfall SPH lækkaði úr 83,5% í 69,8% milli tíma- bila. Kostnaðarhlutfall sýnir rekstr- arkostnað sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum en SPH stefnir að frekari lækkun. Frá áramótum hafa heildareignir SPH aukist um 2,4% og nema ríflega 28 milljörðum króna. Útlán hafa dregist saman frá ára- mótum um 2,4% einnig. Innlán hafa aukist um 14,6% og nema um 1.709,6 milljónum króna. Bókfært eigið fé í lok júní var 2.655,2 milljónir króna og er eigin- fjárhlutfallið 10,4% en var 12,1% í árslok 2002. Í tilkynningu segir að helsta ástæða lækkunar hlutfallsins sé að í lok júní hafi SPH átt eign- arhluti í fjármálafyrirtækjum sem dragist frá eigin fé við. Hlutirnir séu tímabundin eign og við sölu hækki hlutfallið í 11,7%. Bætt afkoma hjá SPH BOEING-flugvélaverksmiðjurnar hafa ákveðið að nota sérstaklega styrkta kolefnistrefja-epoxý efna- blöndu sem aðalbyggingarefnið í svonefndri 7E7 flugvél, sem nú er í þróun hjá verksmiðjunum. Fyr- irhugað er að þessi tveggja hreyfla miðlungsstóra 200–250 sæta flug- vél verði tilbúin til notkunar á árinu 2008. Frá því er greint í nýlegu hefti flugblaðsins Flight International (FI) að Boeing-verksmiðjurnar hafi tekið til athugunar að nota þróaða álblöndu í hina nýju flugvél, en ál hefur til þessa verið algengasta byggingarefni flugvéla, en hið nýja efni hafi orðið ofan á. Þá segir í greininni að í vængjum vélarinnar verði efni er nefnist TiGr, títan- kolefnistrefjaflögur, sem sé sér- staklega létt en endingargott. Haft er eftir talsmanni Boeing að ál verði hugsanlega notað að ein- hverju marki í minni bygging- arhlutum vélarinnar. Áætlanir Boeing-verksmiðjanna gera ráð fyrir að byggingartími hverrar 7E7 flugvélar verði tals- vert styttri en sambærilegra flug- véla í dag, eða einungis þrír dagar í stað 13–17 daga. Segir FI að þetta sé talið mögulegt því einingar hverrar vélar verði færri en stærri. Reuters Mynd listamanns af hinni nýju 7E7-flugvél Boeing-flugvélaverksmiðjanna. Kolefnistrefjar í nýrri vél Boeing Á FUNDI stofnfjáraðila Sparisjóðs Hornafjarðar og nágrennis (SpHorn) á miðvikudag var samþykkt að auka stofnfé sparisjóðsins til að endur- skipuleggja fjárhagsstöðu hans og mun Sparisjóður Vestmannaeyja (SpVm) kaupa allt viðbótarstofnféð. Fjárhagsstaða SpHorn var kynnt á fundinum, en vegna hárra framlaga í afskriftareikning útlána undanfarin misseri hefur eigið fé hans rýrnað verulega. Eftir aukningu stofnfjár mun SpVm eiga yfir 75% stofnfjár SpHorn, en annað stofnfé er að mestu í eigu Hornfirðinga. Auk þess verður gert samkomulag milli sparisjóðanna um nána rekstr- arlega samvinnu og aukið samstarf. Með þessum aðgerðum er verið að tryggja framtíð sparisjóðanna og auka vaxtamöguleika þeirra, að því er segir í tilkynningu. Þá muni sam- eiginlegt starfssvæði sparisjóðanna stækka „og þegar fram líða stundir gæti orðið til einn sterkur svæðis- bundinn sparisjóður með starfs- stöðvar frá Selfossi í vestri til Hafnar og Djúpavogs í austri auk Vest- mannaeyja“, en SpVm rekur útibú á Selfossi og SpHorn rekur útibú á Djúpavogi. Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt að SpVm sé hæfur til að eiga virkan eignarhlut í SpHorn. Kosin var ný stjórn SpHorn og er hún þannig skipuð: Ragnar Jónsson, Höfn, formaður, Þór Í. Vilhjálmsson, Vestmannaeyjum, varaformaður, Arnar Sigurmundsson, Vestmanna- eyjum, Hallmundur Hafberg, Reykjavík og Páll Kristjánsson, Höfn. SpVm eign- ast 75% stofnfjár í SpHorn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.