Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ LESTIR og strætisvagnar höfðu stöðvast, flugi var aflýst, bílar, troð- fullir af fólki, óku um göturnar með hraða snigilsins. Fólk var fast í lyft- um. Mörg hótel neituðu mönnum að leita skjóls nema þeir væru þar gest- ir, að sögn The New York Times. Allt sat gikkfast. Rafmagnsbilunin í New York á fimmtudag setti allt hefðbundið líf í borginni úr skorðum. Sumarhitar eru nú í New York og hitinn yfir 30 gráð- ur á celsius, loftkæling virkaði ekki lengur og fólk flúði bullsveitt út úr skýjakljúfum og sjóðheitum stöðvum jarðlestanna. Það leitaði í örvæntingu á götunum að fari með bílum eða strætisvögnum. Sumir kvörtuðu yfir því að yfirvöld hefðu ekki verið reiðubúin með neyð- aráætlun til að tryggja að fólk gæti komist heim til sín en bilunin varð um það leyti er flestir voru að ljúka vinnu. „Ég stend bara hérna og svitna,“ sagði Mori Mitchell, ritari sem starf- ar í miðborginni. Hún þurfti að ganga niður alls 45 stiga til að komast út, ekki er ljóst hvað þrepin voru mörg. Eftir klukkustundargöngu var hún enn ráðalaus á götunni. Víða var stemningin samt glaðvær og fólk reyndi að aðstoða hvert annað eftir bestu getu. Margir sögðust aðeins fylgja fólksstraumnum á götunni án þess að vita í reynd hvert menn væru að fara. Dreifðu koddum, vatni og mat Langar biðraðir voru við símaklefa, biðstöðvar vagnanna, pylsusölustaði, geysimikill flaumur af fólki rann yfir Brooklyn-brúna. Langflestir héldu stillingu sinni en æstir hópar við strætisvagnamiðstöð hjá aðalstöðv- um hafnaryfirvalda réðust á mann- lausa vagna og neituðu að leyfa þeim að aka af stað. Heimtað var að bíl- stjórarnir opnuðu vagnana þegar í stað. Lögreglumenn svöruðu hinum ósáttu fullum hálsi og heimtuðu röð og reglu. Öryggisverðir í skýjakljúfum, hús- verðir og tæknimenn losuðu fólk úr lyftum, oft með því að nota vararaf- stöðvar og vörulyftur. Háþróuð kall- kerfi í húsunum voru notuð til að hafa samband við þá sem sátu fastir. Um hálftíu um kvöldið að staðar- tíma minnti Mariott Marquis-hótelið við Times Square helst á flótta- mannabúðir en gestir höfðu verið fluttir á brott skömmu fyrr vegna þess að vararafstöðin bilaði. Yfir þús- und manns komu sér fyrir við inn- ganginn sem var lýstur upp með framljósum tveggja bíla. Sumir reyndu að blunda. Starfsmenn hótels- ins dreifðu koddum, fullum vatnsglös- um, ávöxtum og stólum. Margir efndu þegar til teitis á gangstéttunum, bjór- inn flaut og fólk gæddi sér á samlok- um og bökum. Monica og John Noonen, hjón frá Kaliforníu, voru á ferðalagi í New York með tveim dætrum sínum. Þau sögðust vera vön tíðu rafmagnsleysi sem hefur síðustu árin hrjáð Kali- forníubúa. „En í Kaliforníu er manni þó sagt frá því að nú verði skrúfað fyrir rafmagnið,“ sagði Monica Noonen. Í La Guardia-flughöfninni var aragrúi af fólki, langar biðraðir við símana og salernin virkuðu ekki þar sem vatnsdælur ganga fyrir raf- magni. Klósettskálarnar voru því yf- irfullar. Allt sat gikkfast New York-búar ráfuðu klukku- stundum saman um göturnar og margir sátu fastir í lyftum SÍÐASTA mikla rafmagns- leysið í Bandaríkjunum varð fyrir sjö árum, í ágúst 1996, og var það rakið til mikilla hita, ónógrar flutningsgetu og mik- illar notkunar. Snerti það fjór- ar milljónir manna í níu ríkjum í vesturhluta landsins og stóð í allt að 10 klukkustundir.  Í júlí 1999 var rafmagns- laust í New York-borg í 19 klst. og var það rakið til mik- illa hita og áhrifa þeirra á raf- línur.  Í júlí 1977 voru níu millj- ónir manna í New York-borg án rafmagns í 25 klst. vegna þess, að eldingu hafði slegið niður í raflínur. Voru alls 3.700 handteknir fyrir að hafa nýtt sér ástandið til að ræna og rupla.  Í nóvember 1965 varð raf- magnslaust í sjö ríkjum Banda- ríkjanna og tveimur kan- adískum héruðum. Náði það til 30 milljóna manna og var kall- að „Rafmagnsleysið mikla“. Fyrir utan þetta kom til raf- magnsleysis 1986, 1997 og 1998 í New York og San Francisco af ýmsum ástæðum. Náði það mest til tæplega einn- ar milljónar manna. Fyrri orkubrestir LJÓSIN frá bílum sem silast um götur Manhattan að kvöldi fimmtudagsins duga skammt til að lífga upp á myndina af borg- inni „sem aldrei sefur“. Fjöldi fólks sem vinnur í miðborg New York og treystir á almennings- samgöngur komst hvorki lönd né strönd. Miklir sumarhitar bættu ekki ástandið en loftkælikerfi í húsum virkuðu að sjálfsögðu ekki. AP Skuggasund útum allt SUMIR New York-búar tóku óþæg- indunum vegna rafmagnsleysisins vel og flýttu sér að efna til veislu þar sem fólk gæddi sér á kjöti og ís úr frysti- hólfunum. Voru grillin kynt af kappi. Aðrir sem voru fjarri heimilum sínum urðu að þramma um götur og göngu- stíga meðan þrekið entist. Sumir minntust skelfingarinnar 11. septem- ber 2001 þegar hermdarverkamenn felldu Tvíburaturnana tvo. „Ég man að ég horfði á sjónvarpið, sá allt fólkið sem gekk um borgina og þetta rifj- aðist upp,“ sagði Linda Steiner sem horfði á fólk ráfa um garðinn mikla, Central Park. Vegna sumarhitanna var fólk hvatt til að drekka nóg af vatni til að forðast ofþornun en vatnsdælur hættu að virka og því lítið um slíkt á efstu hæð- um húsa. Og þegar tók að rökkva var víða erfitt að átta sig í myrkrinu. Flestum veitingahúsum var lokað fljótlega þegar rafmagnið fór. En sumir áttu þó talsvert af kertum eins og Mark Potter, barþjónn á svonefnd- um Electric Banana Bar á Manhatt- an. Hann hvatti viðskiptavinina til að njóta veitinganna meðan þær væru enn kaldar. Er líða tók á kvöldið fóru sumir að taka með sér kerti að heim- an og sá Potter fram á langa nótt. Brotist inn í skóbúð Margir voru ekki með fótabúnað til að stunda gönguferðir og voru því sárfættir. Adrienne Onofri, sem er 39 ára og býr í hverfinu Queens, var fljótari en aðrir að komast heim til sín. „Ég var heppin að hafa tekið hjóla- skautana mín með í vinnuna,“ sagði hún og þeysti yfir Queensboro-brúna. Að sögn Ray Kellys lögreglufor- ingja var aðeins vitað um eitt dæmi um rán í skjóli ástandsins en lögregla hafði mikinn viðbúnað, framan af vegna ótta við að um hryðjuverk gæti verið að ræða. Í umræddu tilfelli voru þrír menn handteknir er þeir voru að brjótast inn í skóbúð í Brooklyn- hverfi. Flestir héldu still- ingu sinni Aðeins var tilkynnt um eina ránstilraun í skjóli myrkurs New York. AP. Reuters Fólk safnaðist saman á gangstéttum við Times Square eftir erfiðar göng- ur, fyrst niður stiga í skýjakljúfum og síðan um göturnar í leit að fari heim. RAFMAGNSLEYSIÐ, sem lamaði stóran hluta af norð- austanverðum Bandaríkjun- um, hefur beint sjónum manna að raforkukerfinu þar í landi en sérfræðingar segja, að það sé orðið ákaflega veik- burða vegna langvarandi van- rækslu og ónógrar fjárfest- ingar. Yfirvöld í Banda- ríkjunum og Kanada skiptust í gær á að kenna hvorum öðr- um um ósköpin en á meðan orsökin er ekki ljós voru menn þó í það minnsta sam- mála um að endurbóta sé þörf á kerfinu. „Svona nokkuð ætti ekki að geta gerst í auðugasta landi veraldar,“ sagði T.C. Cheng prófessor og sérfræðingur í raforkuflutningi við Southern California-háskólann. „Kerfið er þannig hugsað, að það á að geta brugðist við vandamálum á einum stað, til dæmis bilun í einu raforkuveri, og einangr- að þau frá kerfinu að öðru leyti. Þess í stað hrundi það allt, hugsanlega vegna úrelts búnaðar og bilunar í hugbún- aði eða nemum.“ Cheng segir, að megin- ástæðan sé þó vafalaust ónóg fjárfesting og ónógt viðhald á bandaríska raforkukerfinu samfara aukinni eftirspurn. Álagið sé einfaldlega orðið allt of mikið. „Við erum ofurveldi með þriðja-heims-raforkukerfi,“ segir Bill Richardson, ríkis- stjóri í Nýju Mexíkó, en hann var orkumálaráðherra í rík- isstjórn Bill Clintons. „Kerfið er úrelt og þarfnast endurnýj- unar.“ Offramboð og flöskuhálsar Ástandið í norðausturhluta Bandaríkjanna hefur lengi verið erfitt vegna ónógrar flutningsgetu og flöskuhálsa í kerfinu um landið allt. Á það ekki síst við um New York- borg en þar og á Long Island verður að mæta mestu álags- toppunum með framleiðslu á staðnum. Vegna flöskuháls- anna er það takmarkað hvað unnt er að flytja mikla raf- orku til borgarinnar og jafn- vel innan hennar. „Það er offramboð á raf- orku í norðan- og austanverðu New York-ríki en við getum ekki flutt umframorkuna til New York-borgar vegna flöskuhálsanna,“ segir Denise VanBuren, aðstoðarforstjóri Central Hudson Gas & Electric. „Eins og efnahags- ástandið er, þá er mjög erfitt að fjármagna stórar flutnings- línur og við höfum haft miklar áhyggjur af þessu lengi.“ Of fáar háspennulínur Staðan er sú, að háspennu- línurnar eru of fáar og þegar rafstöðvarnar reyna að senda eftir þeim aukna orku er mikil hætta á, að þær þoli ekki álagið. Sérfræðingar segja líklegt, að hefðu háspennulín- urnar verið fleiri, hefði ekki komið til rafmagnsleysisins í fyrradag. David Cook, frammámaður samtaka, sem fylgjast með áreiðanleika raforkukerfisins, North American Electric Re- liability Council, sagði á fundi þingnefndar fyrir tveimur ár- um, að það væri ekki spurn- ing hvort, heldur hvenær kerfið gæfi sig næst. Veikburða kerfi vegna vanrækslu Washington, New York. AFP. „KEÐJUVERKUN getur vissulega átt sér stað hér en ef það verður ein- stök bilun sjá svokallaðir varnarliðar eða skynjarar um að slá út til að hindra skemmdir á tölvustýrðum búnaði,“ sagði Þorsteinn Hilmars- son, upplýsingafulltrúi Landsvirkj- unar, þegar hann var inntur eftir því hvort eitthvað líkt gæti gerst hér á landi og í Bandaríkjunum í fyrradag. Þorsteinn sagði, að erfitt væri að bera saman raforkukerfið í jafnlitlu landi og Íslandi við það, sem gerðist í Bandaríkjunum, en almennt mætti segja, að ástandið í rafmagnsmálum hér á landi væri mjög gott. Á síðasta ári hefðu straumleysismínútur mið- að við Landsvirkjunarkerfið allt ver- ið 22 og á undanförnum árum 20 til 40 en þá er Vesturlína undanskilin. Sagði hann, að það væru helst mikil veður, sem yllu erfiðleikum hér eins og gerðist 1993 en þá voru straum- leysismínútur alls 80 fyrir utan Vest- urlínu. Að sögn Þorsteins eru fyrirvara- lausar truflanir um 150 á ári en við þeim bregst kerfið og yfirleitt án þess nokkur verði þeirra var. Ástandið al- mennt mjög gott hér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.