Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 17 NÝI leigjandinn í herbergi 601 var hæglátur, útlendur múslimi sem einungis fór út á nóttunni til að kaupa matvörur og grænmeti í búðunum í kring. Hann þótti ekk- ert sérkennilegur á neinn máta, eða svo töldu taílenskir nágrannar hans þar til á mánudag þegar hóp- ar óeinkennisklæddra lögreglu- manna réðust inn í blokkina þeirra, brutust inn í íbúðina hans og færðu hann á brott. Hann hafði komið til borgarinnar Ayutthaya í Taílandi tveimur vikum áður undir því yfirskyni að hann væri verka- maður frá Malasíu sem þyrfti dvalarstað til þriggja mánaða. Íbúðin sem hann valdi var látlaus með einu herbergi, baðherbergi og svölum. Riduan Isamuddin, oftast kall- aður Hambali, var einn hættuleg- asti hryðjuverkamaður heims. Hann var handtekinn í sameig- inlegri aðgerð taílensku lögregl- unnar, bandarísku alríkislögregl- unnar FBI og hersins á mánudag. Bandaríkjamenn hafa ekki viljað segja hvar hann var handtekinn en taílensk yfirvöld segja hann hafa verið handtekinn í borginni Ayutthaya. Hann mun hafa haft sprengiefni og vopn undir höndum sem talið er að hann hafi ætlað að nota til að fremja hryðjuverk á ráð- stefnu Samvinnustofn- unar Kyrrahafsríkja sem halda á í Taílandi í október en á meðal gesta hennar verður George W. Bush Bandaríkjaforseti. Hambali sem er Indónesi þótti rólynd- ur, kurteis maður sem lifði einföldu lífi og forðaðist athygli eftir bestu getu. Hann var þó framkvæmdamaður mikill og stjórnaði baráttu íslamskra öfgamanna í Austur- Asíu sem færði hon- um nafnbótina „Bin Laden Aust- ursins“. Hann var æðsti maður framkvæmda hjá hryðjuverka- samtökunum Jemaah Islamiyah og háttsettur meðlimur al-Qaeda- samtakanna. En ólíkt öðrum ísl- ömskum öfgamönnum sem senda gjarnan frá sér harðorðar yfirlýs- ingar og hótanir hefur Hambali ætíð haldið sig til hlés, unnið hljóðlega á bak við tjöldin og skipulagt blóðböð víðs vegar um Asíu. Mörg ríki vilja hann framseldan Bandaríkin, Asíuríki og Ástralía fögnuðu handtöku Hambalis og mörg Asíuríki vilja fá hann fram- seldan svo hægt sé að láta hann svara til saka fyrir ýmis ódæði. Meðal annarra eru þar yfirvöld í Indónesíu, Singapúr, Malasíu og á Filippseyjum en listinn yfir hryðjuverk í Asíu, sem hann er talinn hafa átt þátt í, er langur. Hann er talinn vera höfuðpaur- inn á bak við hryðjuverkaárásina á skemmtistað á Balí í október á síð- asta ári þar sem 202 manns létu lífið. Í Singapúr hefur hann verið ásakaður um að hafa skipulagt til- ræði árið 2001 þar sem sprengja átti ýmis vestræn skotmörk í borgríkinu en upp komst um áætl- unina áður en af varð. Þá er talið að hann hafi skipulagt árásir á kirkjur kristinna manna í Indón- esíu á aðfangadagskvöld árið 2000 þegar 19 biðu bana en einnig sprengjuárásir á járnbrautarkerfið í Manila á Filippseyjum sem hann skipulagði ásamt sjö öðrum í des- ember 2000 og banaði 22 manns. Bandarísk yfirvöld telja að hann hafi einnig tekið þátt í áætlunum um að tendra sprengjur í 12 bandarískum far- þegaflugvélum á leið yfir kyrrahaf árið 1995 en sú áætlun er talin fyrirmynd að til- ræðunum 11. sept- ember. Einnig á hann að hafa skipulagt í Malasíu fundi tveggja flugræningjanna sem tóku þátt í tilræðinu í Bandaríkjunum 11. september 2001. Auk þessa hafa samtökin Jemaah Islamiyah einnig gegnt lykilhlutverki í bardögum á milli kristinna manna og múslima á Kryddeyjum sem tilheyra Indónesíu en um 5.000 manns hafa látið lífið í þeim átökum frá 1999. Var heittrúaður frá unga aldri Hambali fæddist 1966 í litlu þorpi á eyjunni Jövu í Indónesíu. Fjölskylda hans var fremur fátæk og hann var einn 13 systkina. Strax á unga aldri var hann hæg- látur en guðhræddur múslimi. Trúarhita hans varð fyrst vart í trúarlegum skóla í Indónesíu og á táningsárunum gekk hann til liðs við samtökin Jemaah Islamayah. Hann fór til Afganistan til að berj- ast gegn Sovétmönnum 1987–1991. Eftir það settist hann að í litlu þorpi í Malasíu rétt utan við höf- uðborgina Kuala Lumpur þar sem hann lifði fábreyttu lífi innan um fleiri indónesíska innflytjendur. „Hambali var hugsuðurinn. Hann talaði lítið, var annt um að fara leynt, lagði áherslu á þjálfun og skipulagði stríðið fram í tímann,“ segir Rohan Gunaratna, öryggis- málasérfræðingur og höfundur bókarinnar, Inside al-Qaeda. Hambali dvaldi í Malasíu þar til hann varð að leggja á flótta eftir hryðjuverkin 11. september 2001. Hann er nú talinn vera í haldi Bandaríkjamanna sem yfirheyra hann á leynilegum stað. Hryðjuverkamaðurinn Hambali var nefndur Bin Laden Austursins Var hæglátur, kurteis og talaði sjaldan Riduan Isamuddin, öðru nafni Hambali. AP Í þessu húsi hafðist hinn illræmdi Hambali við er hann var handsam- aður, að sögn taílenskra yfirvalda. Hong Kong, Ayutthaya, Singapúr. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.