Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 18
Lausum kennslustofum bætt við Lindaskóla VIÐ Lindaskóla í Kópavogi er nú í fullum gangi undirbúningur fyrir næsta skólaár. Hluti af þeim und- irbúningi felst í því að fluttar voru að tvær lausar kennslustofur til viðbótar við þær fjórar sem fyrir voru við skólann. Gunnsteinn Sigurðsson, skóla- stjóri Lindaskóla, segir kennslu- stofurnar og fyrirkomulagið virka mjög vel. „Lindirnar eru nýtt hverfi og eru nú að nálgast toppinn í fjölda nemenda. Hér verða næsta vetur fleiri nemendur en var gert ráð fyrir í byrjun, eða um sex hundruð og tuttugu. Til þess að mæta þessum toppi er nú verið að fjölga lausum kennslustofum við skólann.“ Stofurnar fjarlægðar þegar húsnæðisþörf minnkar Lausar kennslustofur eru tíma- bundið kennsluhúsnæði sem virka sem frístandandi einingar á skóla- lóðinni. „Í fyrra voru stofurnar smíðaðar hér á lóðinni um sumarið, en nú voru þær smíðaðar niðri við Dalveg og fluttar hingað tilbúnar. Síðan er hægt að taka þær burt þegar og ef skólinn þarf ekki leng- ur á þeim að halda. Lindaskóli hefur nú starfað í sex ár og fimm ár í sjálfu Lindahverf- inu, fyrsta árið var hann inni í Smáraskóla, en þá voru nemendur einungis fimmtíu og einungis kennt í yngstu bekkjum. Síðan þá hefur nemendum fjölgað mjög ört og nú er skólinn einn sá fjölmennasti í Kópavogi, enda Lindirnar mjög fjölmennt hverfi.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Önnur lausa kennslustofan við Lindaskóla hífð á sinn stað. Kópavogur HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í SUMAR hefur Árbæjarsafnið boð- ið upp á ýmiss konar námskeið í handíðum og þjóðháttum. Meðal annars var þar námskeið í tálgun, þar sem ungir jafnt sem aldnir lærðu grundvallaratriði í meðferð hnífs og viðar. Bjarni Þór Kristjánsson smíða- kennari segist afar ánægður með undirtektirnar og hefur ekki undan við að halda námskeið. „Fyrr í sum- ar var ég með þrjú námskeið og var eitt af þeim framhaldsnámskeið. Þarna koma aðallega börn í fylgd foreldra sinna.“ Góðum tíma varið saman „Ég er fyrst og fremst að kenna fólki undirstöðuna í því að tálga, að beita hnífnum án þess að þau meiði sig á honum. Þetta er ekki langur tími, en þau fá tilfinningu fyrir hnífnum. Hér er ekki um að ræða hina hefðbundnu aðferð þar sem fólk heldur á hnífnum föstum tökum og tálgar frá sér af öllu afli, heldur það sem kallað er læst hnífsbrögð. Þar er hnífurinn aldrei stjórnlaus og beinist aldrei að holdinu. Krakkarn- ir hafa mjög gaman af þessu, hlýða mjög vel og taka vel eftir. Það er sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með foreldrum og börnum vinna saman, það er orðið allt of sjaldgæft í samfélaginu í dag.“ Bjarni Þór var með námskeið í gær og verður aftur með námskeið á mánudag. Á hverju námskeiði kenn- ir hann um ellefu manns. „Ég held að þegar sumri lýkur muni ég hafa kennt um sjötíu manns tálgun, en ég hef ekki náð að anna eftirspurninni.“ Eldri borgarar hafa áhuga Starfsfólk Árbæjarsafns hefur orðið vart við mikinn áhuga almenn- ings á þessu námskeiði og segir það símann vart hafa stoppað síðustu daga. „Það eru að minnsta kosti fimmtán manns á biðlista og mun fleiri sem hringja og sýna þessu mikinn áhuga,“ segir Eva María Sigurbjörnsdóttir, starfsmaður Ár- bæjarsafns. „Fólk er mikið að spyrja vegna þess að leikjanám- skeiðin eru búin og fólk langar að hafa eitthvað skemmtilegt og upp- byggilegt að gera með börnunum sínum áður en grunnskólinn byrjar. Ömmur eru líka mikið að hringja og langar að gera eitthvað með barna- börnunum. Einnig er mikið af eldra fólki sem kemur einfaldlega sjálft, vegna þess að það langar til að læra.“ Á morgun verður fjölskyldudagur í Árbæjarsafni, þar verður boðið upp á ratleik, húlakeppni, kassabíla- akstur og leggi og skeljar, auk þess sem gæf húsdýr verða til sýnis og klöppunar, og teymt undir börnum. Námskeið í tálgun vinsælt Morgunblaðið/Árni Torfason Tálgun getur verið róandi fyrir hugann og hin besta hugleiðsla. Reykjavík AKUREYRI RÁÐSTEFNA norrænna námsefn- isútgefenda er haldin á Akureyri um þessar mundir, en hún er haldin ann- að hvert ár til skiptis á Norðurlönd- unum og munu tæplega 100 þátttak- endur vera á ráðstefnunni. Ingibjörg Ásgeirsdóttir hjá Námsgagnastofnun segir að tilgangurinn með ráð- stefnunni sé að miðla upplýsingum bæði á sviði námsefnisgerðar og rekstrar. Að þessu sinni verður m.a. fjallað um hvernig hægt er að koma á og viðhalda skapandi fyrirtækja- menningu innan forlaganna, hvernig útgefendur bregðast við þeirri þróun á sviði menntunar að nú halda marg- ir áfram að læra svo lengi sem þeir lifa, sagt verður frá baráttu Svía fyr- ir því að nemendur fái aukið úrval námsefnis og spurt hvaða eiginleika góður námsefnishöfundur þurfi að hafa. Í dag verður fjallað um þróun rafrænnar námsefnisútgáfu og munu fulltrúar allra landanna segja frá því helsta sem er að gerast á því sviði í hverju landi. Gestunum var einnig boðið í Bláa lónið og í skoðunarferð á Norður- landi þar sem Goðafoss, Mývatn, Dimmuborgir og fleiri fagrir staðir voru skoðaðir. Morgunblaðið/Ásgrímur Örn Stund milli stríða á ráðstefnu hjá norrænum námsefnisútgefendum. 100 norrænir bókaút- gefendur á Akureyri Í DAG verður opnuð sýning í gömlu bögglageymslunni í Listagilinu á Akureyri. Engin starfsemi hefur verið í þessu húsi í áraraðir heldur notaði Kaupfélag Eyfirðinga það sem geymslu. Bögglageymslan hef- ur fram að þessu ekki verið hluti af hinu eiginlega Listagili eða starf- seminni þar, þótt margir hafi rennt hýru auga til hennar og sett fram til- lögur um mögulega nýtingu. Nú er húsið loks að komast á kortið, um stundarsakir að minnsta kosti. Það eru myndlistarnemarnir Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Baldvin Ringsted sem eru setja upp sýningu í húsinu og hafa unnið mikið verk við að hreinsa til í því. Jóna segir að þau hafi fengið leyfi hjá kaupfélaginu til að vera með sýningu og strax hafist handa við hreinsunarstörf. Eins og gefur að skilja hefur töluverð vinna farið í að þrífa og laga til, auk þess sem Harpa-Sjöfn gaf þeim 20 lítra af málningu, en Jóna Hlíf segir verkið hafa verið skemmtilegt. Jóna sýnir nokkrar stórar myndir, unnar með olíulitum, bleki og „tísku- litum úr BYKO,“ segir hún. Auk þess er hún með vídeóverk í einu herbergjanna. Baldvin sýnir ýmsar smámyndir af sauðfé, unnar úr gulli, auk þess að setja upp hljóðverk. Sýningin verður opnuð kl. 14 í dag og verður opin um helgar frá 14–18 og frá 17–22 um helgar. Morgunblaðið/Ásgrímur Örn Húsið hefur verið ruslageymsla í fjölda ára, en nú eru tveir nemar við Myndlistaskólann að setja þar upp myndlistarsýningu. Líf færist í gömlu bögglageymsluna Á morgun kl. 14 verður opnuð í Safnasafninu á Svalbarðsströnd í Eyjafirði sýning á svipmyndum af Ragnari Kjartanssyni myndhöggv- ara, í tilefni þess að þann dag hefði hann orðið 80 ára, en hann lést 1988, langt um aldur fram. Myndirnar voru gerðar af ýmsu til- efni á árunum 1946 til 1992, og færð- ar safninu að gjöf af ekkju hans, Katrínu Guðmundsdóttur, og börn- um þeirra hjóna, Guðmundi, Kjart- ani, Herði og Ingu Sigríði. Myndirnar gefa einstaka sýn á magnaðan persónuleika sem heillaði samferðafólk sitt með höfðinglegri rausn, gáfum, skilningi, kærleik og sterkri útgeislun. Meðal höfunda eru: Haukur Dór, Sigurjón Jóhannsson, Dieter Roth, Jón Gunnar Árnason, Sverrir Har- aldsson, Kristján Davíðsson, Kristín Eyfells, Gylfi Gíslason, Bragi Ás- geirsson, Bjarni Þór Bragason, Ívar Valgarðsson, Hringur Jóhannesson, Magnús Pálsson, Níels Hafstein, Ragnhildur Stefánsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir, Daði Guð- björnsson, Edda Jónsdóttir, Grímur Marinó Steindórsson, Kristín Jóns- dóttir frá Munkaþverá og Jón Óskar skáld. Einnig eru á sýningunni myndir eftir börn og nokkra erlenda listamenn, auk sjálfsmyndar Ragn- ars og kynningartexta. Sýningin er opin daglega frá kl. 10 til 18, henni lýkur formlega 21. sept- ember. Á MORGUN ÞAU Thea Möller og Arnþór Daði Jónasson, úr leikskólanum Káta- koti á Kjalarnesi, sýndu kunn- áttuna með skóflurnar í gær, þeg- ar þau tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla á Kjalarnesi. Nutu þau dyggrar aðstoðar Stein- unnar Geirdal, leikskólastjóra í Kátakoti, og Bergs Felixsonar, framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur. Hér er um að ræða fyrsta leik- skólann sem byggður er á Kjal- arnesi, en leikskólastarf hefur hingað til verið í félagsheimili Kjalnesinga, Fólkvangi. Nýi leik- skólinn verður tveggja deilda og með rými fyrir 50 börn. Byggingin verður vistvæn og öll bygging- arefni eiturefnalaus og nátt- úruvæn og er þarna um að ræða fyrstu vistvænu leikskólabyggingu landsins. Áhersla er lögð á nálægð við náttúruna og gott starfsum- hverfi, en mikið þróunarstarf í átt að vistvænum leikskóla hefur átt sér stað í Kátakoti undanfarin ár. Þar er meðal annars allur úrgang- ur flokkaður og endurnýttur eftir því sem hægt er og börnin rækta grænmeti og blóm. Vistvænn leikskóli á Kjalarnesi Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.