Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 22
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ RANNSÓKN á árangri reykinga- meðferðar hjá Heilsustofnuninni í Hveragerði, sem hjúkrunarfræð- ingarnir Bee McEvoy og Halla Grétarsdóttir, en þær vinna á Heilsustofnun NLFÍ, kynntu á 12. alþjóðlegu ráðstefnunni um tóbak og heilsureykinga, sýnir að 45% þeirra sem farið höfðu á reykinga- námskeið í Hveragerði á árunum 1998–2001 eru enn reyklaus. Ár- angurinn er góður í samanburði við árangur í öðrum löndum. Þær segja að rannsókn þeirra sýni að þeir sem falla gera það yfirleitt á fyrstu fjórum mánuðunum. Því sé mikilvægt að styðja vel við þá sem hætta fyrstu mánuðina á eftir. Ráðstefnan var haldin í Helsinki í Finnlandi. Þátttakendur komu frá 115 þjóðlöndum og voru 2.100 tals- ins. Bee og Halla sögðu að það hefði vakið athygli þeirra á ráð- stefnunni að lögin sem sett hafa verið og fela m.a. í sér bann við reykingum á opinberum stöðum og bann við auglýsingum á tóbaki, hafa ekki tekið gildi hjá stórum löndum eins og Þýskalandi, Banda- ríkjunum og Japan. Að sögn þeirra stendur Ísland vel samanborið við mörg önnur lönd, en nú vantar hér þennan herslumun að banna reyk- ingar á veitingastöðum. Að þeirra mati þurfum við einnig að leggja aukna áherslu á að ná til þeirra sem vilja hætta að reykja því að niðurstöður rannsókna sýna að um 70% reykingamanna vilja hætta á næstunni. Athygli vekur einnig að þeim sem leita sér aðstoðar við að hætta gengur mun betur í barátt- unni. Aðstoð við reykingafólk, sem vill hætta að reykja, ætti að vera þáttur í starfi alls heilbrigðisstarfs- fólks segir Halla. Víða erlendis starfa sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í tóbaksmeð- ferð á sjúkrahúsum starfsfólki og sjúklingum til ráðgjafar og stuðn- ings. Hér á landi er boðið upp á ýmsar leiðir til að hætta s.s. með símaráðgjöf, á Reykjalundi, hjá Krabbameinsfélaginu og á Heilsu- stofnun í Hveragerði. Þær Bee og Halla eru sannfærð- ar um að eftir ráðstefnuna í Finn- landi komi meðferðaraðilar til með að samþætta sína vinnu betur en verið hefur. Meðferðin á Heilsu- stofnun er einstök, því hér skráir fólk sig sjálft á námskeiðin. Þessi námskeið eru þannig uppbyggð að hér dvelur fólk í eina viku, en fær síðan eftirfylgni í eitt ár. Á stofn- uninni er fólki hjálpað í gegnum fráhvörf, aðstoðað við að breyta sinni hegðun og kennt að takast á við reykleysi. Meðferðin byggist á hópmeðferð, þátttakendum bjóðast síðan vikulegir símatímar og heim- sóknir hingað á u.þ.b. tveggja mán- aða fresti. Þetta úrræði var fyrst í boði árið 1996 og hafa í kringum 500 manns komið. Styðja þarf vel við bakið á fólki fyrstu 4 mánuðina Á ráðstefnunni í Finnlandi kynntu Bee og Halla niðurstöður rannsóknar á árangri skjólstæð- inga sinna sem unnin var á þeim sem hingað komu á árunum 1998– 2001. Þátttakendur voru 204, en af þeim 174 sem náðist í voru 45% reyklaus eftir eitt ár. Árangurinn er mjög góður í samanburði við ár- angur í öðrum löndum. Aðspurðar segja þær að rannsókn þeirra sýni að þeir sem falla, gera það yfirleitt á fyrstu fjórum mánuðunum. Því er mikilvægt að styðja vel við þá sem eru hættir fyrstu mánuðina á eftir. Það þarf nefnilega bara eina sígar- ettu til þess að verða reykingamað- ur aftur, segir Bee. Sýnt hefur ver- ið fram á að lyf við nikotínfíkn bæta árangur og enn betri árangur næst ef fólk nýtir sér bæði meðferð og þau lyf sem til eru. Það eru að- allega tveir hópar sem núna þarf að ná til, það eru annars vegar þeir sem hægt er að kalla stórreyk- ingamenn, sem eru byrjaðir að mynda sjúkdómseinkenni tengd reykingum og gengur illa að hætta og hins vegar unglingarnir sem eru að byrja. Það hefur gengið illa að ná til unglinganna og það er aðkall- andi verkefni að finna leiðir til að ná til þeirra. Í september á næsta ári verður haldin ráðstefnan LOFT 2004 og verður skipulagning í höndum Heilsustofnunar. LOFT 2004 er ráðstefna um tóbaksvarnir á Ís- landi og er undirbúningur þegar hafinn. Um 500 manns hafa sótt reykinganámskeið í Hveragerði Um 45% árangur á reyk- inganámskeiðunum Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Hjúkrunarfræðingarnir Bee McEvoy og Halla Grétarsdóttir sóttu ráð- stefnu um tóbak og heilsu í Helsinki í Finnlandi á dögunum. Hveragerði NÝLEGA fór fram svokallað VP mót á Víkurvelli í Vík en það er hraðmót í knattspyrnu. Það er Ungmennasam- band Vestur-Skaftafellsýslu sem stendur fyrir þessu móti og hefur það verið árviss viðburður í að minnsta kosti 15 ár. Til leiks mættu 7 lið og voru spilaðir 14 leikir. Það var liðið Stoke sem sigraði en félagsmenn í því eru undan Eyjafjöllum. Víkurprjón styrkir þetta mót með auglýsingum og gefur einnig öll verðlaun á mótinu. Allir þátttakendur í mótinu alls 66 fengu afhent 1 par af knattspyrnu- sokkum en það var framkvæmda- stjóri Víkurprjóns Þórir Kjartansson sem afhenti sokkana auk verðlauna fyrir 3 efstu sætin. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Þórir Kjartansson, framkvæmdastjóri Víkurprjóns, afhendir Stoke bikarinn. Stoke sigraði á Víkurprjónsmótinu Fagridalur „DROTTNINGAR í einn dag“ er kjörorð Dalakvenna þegar þær fara í sinn árlega útreiðartúr saman. Venjan hefur verið að fara alltaf annan laugardag í ágúst og er þetta í þrettánda sinn sem þær hittast á þennan hátt. Konurnar skiptast á að sjá um skipulagningu og í ár voru það konur úr Hörðudal sem skipulögðu ferðina og var riðið um á þeirra slóð- um. Um kvöldið grilluðu svo bændurnir í Hörðudal fyrir þennan stóra hóp sem taldi um 120 konur, sem sátu og sungu fram eftir kveldi. Mikil gleði og ánægja ríkti í hópnum og enduðu kon- urnar í Saurbæ kvöldið með að bjóða til kvennareiðar að ári í sinni sveit. Kvennareið í Dölum Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir Búðardalur „Drottningar í einn dag“ ÞÓTT heyskapur hafi byrjað óvenju snemma hér í sveit þá gekk hann illa seinnipart júlí vegna þokusúldar og bleytu. Veður lagað- ist um mánaðamót og bændur hafa nú undanfarna daga verið að slá hána og luku heyskap hinn 13. ágúst, um hálfum mánuði seinna en reiknað var með miðað við hve snemma var byrjað að slá. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Síðasta háin rúlluð hjá Sigursteini Sveinbjörnssyni í Litlu-Ávík. Bændur hættir hey- skap í Árneshreppi Árneshreppur JÓN Ingi Sigurmundsson opnar málverkasýningu í Eden í Hvera- gerði þriðjudaginn 19. ágúst. Mynd- irnar á sýningunni eru flestar mál- aðar með vatnslitum en nokkrar með olíu- og pastellitum. Myndefnið sækir Jón Ingi að vanda til síns nánasta umhverfis á Suðurlandi, meðal annars til Eyr- arbakka en Jón Ingi er fæddur þar og uppalinn. Einnig eru myndir frá heimabyggð hans á Selfossi, þá myndir frá Snæfellsnesi, Skaftafelli og víðs vegar að af landinu. „Á sumrin er maður í beinum tengslum við það sem maður er að mála og verður að vera fljótur að grípa augnablikið og aðstæðurnar. Það er gaman að glíma við það að festa aðalatriði myndarinnar og gefa hverri mynd tilfinningu,“ segir Jón sem málar mikið úti í nátt- úrunni á Suðurlandi. Þetta er 24. einkasýning Jóns Inga en hann hefur sýnt víða á Suð- urlandi og einnig á Akureyri og í Danmörku. Jón Ingi hefur sótt mörg námskeið í myndlist hér á landi og erlendis meðal annars í Danmörku og á Englandi. Á heimasíðu Jóns Inga eru ýms- ar upplýsingar, fréttir og myndir af málverkum frá fyrri sýningum hans. Veffangið er. www.- joningi.com. Sýningunni lýkur 31. ágúst. Jón Ingi sýnir málverk í Eden Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Jón Ingi Sigurmundsson með tvær vatnslitamynda sinna. Selfoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.