Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 33
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 33 P H Y T O www.lyfja.is Kynning á Phyto hárlínunni í Lyfju Lágmúla laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. ágúst á milli kl. 13.00 og 17.00. „Það er ekki til slæmt hár, aðeins hár sem ekki fær rétta meðferð.“ Patrick Ales, stofnandi og hönnuður. Phyto hárlínan er með virkustu náttúrleg efni úr heimi plantnanna, sem hjálpa til við að viðhalda og endurlífga fegurð og heilbrigði hársins. Í gegnum nákvæmar formúlur úr plöntum, veitir Phyto náttúrulega og nákvæma lausn fyrir hverskonar hár. Umhverfissinnaðir. Phyto notar glerflöskur og áltúbur, sem vernda virknina í formúlunni og notar þar af leiðandi minna af aukaefnum til að viðhalda virkni plantnanna. Phyto prófar ekki vörurnar á dýrum. siglinga, Loftur Bjarnason útgerð- armaður og Eiríkur Kristófersson skipherra. Um líkt leyti var farið í fyrsta landhelgisgæsluflugið. Fyrsti íslenski flugmaðurinn hefur flugnám. Sigurður Jónsson, Siggi flug, hefur flugnám í Þýskalandi. Hann lauk prófi vorið eftir og öðlaðist íslenskt flugskírteini nr. 1. Sigurður hóf störf á Junkers F 13 vélum Flug- félags Íslands (nr. 2) árið 1930 og varð þar með fyrsti íslenski flugmað- urinn er flaug með farþega. Fyrstu íslensku flugvirkjarnir hefja nám. Flugfélag Íslands auglýs- ir eftir mönnum er vildu fara til Þýskalands í nám á kostnað félags- ins. Fyrir valinu urðu þeir Björn Ol- sen, Gunnar Jónasson og Jóhann Þorláksson sem komu til baka eftir ár. Fyrsti íslenski flugloftskeytamað- urinn hefur störf. Gunnar Backmann símritari setti fjarskiptatæki í Súluna og starfrækti þau í tengslum við síld- arleitarflug. Fyrstu íslensku flugfrímerkin. Gefin út af Póst- og símamálastjórn með flugvélamynd. 70 ára afmæli – 1933 Fyrstu Fokker-flugvélarnar koma til Íslands. Hollendingar stunduðu veðurrannsóknir á Íslandi og notuðu m.a. tvær flugvélar af gerðinni Fok- ker D. VII sem þóttu reynast vel í fyrri heimsstyrjöldinni. Þeir dvöldu hér í ár og höfðu bækistöðvar í Vatnsmýrinni á svipuðum slóðum og fyrsta flugvél á Íslandi fór á loft 14 árum áður. Tilgangur Hollending- anna var að kanna veðráttuna í há- loftunum yfir Íslandi og afla upplýs- inga vegna væntanlegra flugferða yfir N-Atlantshaf með viðkomu á Ís- landi. Oft var farið í tvísýnar hálofta- flugferðir yfir vetrarmánuðina. Árið 1965, 32 árum síðar, tók Flugfélag Ís- lands fyrstu Fokker-vélina í sína þjónustu en hún var af gerðinni F-27. Hópflug Ítala á Íslandi. Hópflug Ítala á leið yfir N-Atlantshaf hefur viðkomu á Íslandi á leið á heimssýn- inguna í Chicago í Bandaríkjunum. Hópflugið var undir stjórn Balbos, flugmálaráðherra Ítalíu, en flugflot- inn taldi 24 stóra flugbáta. Ítölsku flugmennirnir dvöldu í Reykjavík í sex daga og er ekki ofsögum sagt að heimsóknin hafi sett bæjarlífið á ann- an endann og flugköppunum fagnað sem þjóðhöfðingjum. Íslandsheimsókn Lindbergh- hjónanna. Aðeins sex árum eftir sögufrægt flug sitt yfir N-Atlantshaf komu flugkappinn Charles Lind- bergh og eiginkona hans, Anna, í heimsókn til Íslands. Tilgangurinn var að kanna veðurfar og hugsanlega lendingarstaði á flugleiðinni yfir út- hafið fyrir bandaríska flugfélagið Pan American. Þau hjón komu á eins hreyfils Lockheed Sirius-flugvél og dvöldu í Reykjavík í nokkra daga en jafnhlédrægum manni og Lindbergh þótt nóg um allt umstangið sem hann olli hér í höfuðborg Íslands. 65 ára afmæli – 1938 Fyrsti flugdagurinn haldinn hátíð- legur á Íslandi. Flugmálafélag Ís- lands og Svifflugfélagið halda mikla flugsýningu á Sandskeiði með fjöl- breyttri dagskrá, m.a. listflugi. Alls munu 5.000 manns hafa safnast sam- an á sýningarsvæðinu. Allar götur síðan hafa stórir flugdagar á Íslandi verið haldnir á vegum Flugmála- félags Íslands enda um að ræða eina helstu auglýsingu, kynningu og fjár- öflunarleið fyrir grasrótarflugið á Ís- landi en sem kunnugt er sprettur at- vinnuflugið upp úr þeirri rót. Elsta varðveitta flugvél Íslendinga kemur til Íslands. Þýskur svifflugs- leiðangur kemur til landsins með þrjár svifflugur af nýjustu gerð og eina eins hreyfils, tveggja sæta land- flugvél. Leiðangurinn var sendur hingað til lands á vegum Flugmála- félags Þýskalands, Íslendingum að kostnaðarlausu nema uppihald og flutningar. Þjóðverjarnir áttu að rannsaka svifflugsskilyrði hérlendis og kenna áhugamönnum svifflug. Flugmálafélag Íslands og ríkisstjórn Íslands keyptu síðan landflugvélina sem var af gerðinni Klemm KL 25 en gekk almennt undir nafninu „Klemminn“ og bar síðar einkenn- isstafina TF-SUX. Hún var end- ursmíðuð af Gísla Sigurðssyni flug- vélasmið, sem nú er nýlátinn, og var um árabil til sýnis í Flugstöðinni í Vestmannaeyjum. Um haust fyrir 65 árum fóru þeir Agnar Kofoed- Hansen og Bergur G. Gíslason, úr stjórn Flugmálafélagsins, í skipulegt könnunarflug á TF-SUX í alla lands- hluta í leit að hentugum stöðum fyrir flugvelli. Í þessum leiðangri tók einn- ig þátt einkaflugvélin TF-LÓA eða „Bláfuglinn“ og var lent á 33 stöðum þar sem enginn flugvöllur var fyrir hendi en á ýmsum þeirra eru nú nokkrir af bestu innanlands- flugvöllum Íslands. „Klemminn“ er elsta flugvélin sem varðveist hefur á Íslandi og er nú í vörslu Flugmála- félags Íslands. Fyrsta flugvél Flugfélags Ak- ureyrar kemur til Íslands. Flugvélin, TF-ÖRN, kom til Reykjavíkur með skipi og var sett saman í Vatnagörð- um þar sem hún fór í þrjár reynslu- flugferðir án farþega undir stjórn Agnars Kofoed-Hansen, sem síðar varð fyrsti flugmálastjóri Íslands. Flugvélin var keypt ný frá WACO- verksmiðjunum í Bandaríkjunum, af svokallaðri YKS-gerð, og gat rúmað fjóra farþega og flugmann auk þess sem unnt var að breyta henni í sjúkraflugvél. Hún var upphaflega landflugvél og gat sem slík flogið á 260 km hraða á klst. en vegna flug- vallaleysis hér varð að breyta henni í sjóflugvél með 200 km hámarks- hraða. Þetta er í raun fyrsta flugvél Flugleiða því Flugfélag Akureyrar (síðar FÍ nr. 3) er forveri þess, stofn- að 1937 sem er upphafsár sam- felldrar atvinnuflugsögu á Íslandi. Fyrsta flug Flugfélags Akureyrar, síðar Flugleiða. Flugvélinni TF- ÖRN var sérstaklega ætlað að halda uppi flugferðum milli Reykjavíkur og Norðurlandsins enda gjarnan kölluð „Akureyrarflugvélin“. Fyrsta flug vélarinnar til Akureyrar tók tvær klst. og 15 mínútur. Flugmaður var Agnar Kofoed-Hansen en með hon- um var vélamaður, Gunnar Jónasson. Þeir fluttu með sér 200 kg af pósti. Eftir komuna norður flaug Agnar með stjórnarmenn Flugfélagsins í kynnisflug en strax lá fyrir leigu- flugferð frá Siglufirði til Rauf- arhafnar fyrir Síldarverksmiðjur rík- isins sem tók 50 mínútur en þar var staldrað við í fjórar klukkustundir. Líklega var þetta fyrsta ferð á Ís- landi þar sem flugvél var beinlínis notuð í viðskiptalegum tilgangi. Fyrsta ískönnunarflug á Íslandi. Að tilhlutan forsætisráðherra flaug TF-ÖRN frá Akureyri norður í höf til þess að rannsaka ísalög úti fyrir Norðurlandi en áður hafði orðið ísa vart á þeim slóðum. Agnar Kofoed var við stjórnvölinn en með í för voru Edvard Sigurgeirsson ljósmyndari og og skipstjórinn Stefán Jónsson. Fyrsta almannavarna- og nátt- úrufræðiflug á Íslandi. TF-ÖRN sendur af ríkisstjórn og Menning- arsjóði til Suðausturlands til að rann- saka nýhafið Skeiðarárhlaup og sam- band þess við eldstöðvarnar í Grímsvötnum. Þetta var fyrsta flug- ferðin yfir Vatnajökul og Öræfajökul. Teknar voru um 500 ljósmyndir og kvikmynd. Sem fyrr flaug Agnar Kofoed en með honum um borð voru Björn Jónsson vélamaður, Pálmi Hannesson, rektor MR, og Steinþór Sigurðsson magister. Flugréttindi veitt í fyrsta skipti á Íslandi. Fyrsti maðurinn sem fékk flugpróf á Íslandi var Björn Pálsson. Agnar Kofoed-Hansen kenndi hon- um á tveggja sæta, eins hreyfils Irw- in-einkaflugvél, TF-LÓA, kölluð „Bláfuglinn“ en vélina hafði Björn keypt í félagi við nokkra aðra áhuga- flugmenn. Björn hafði um nokkurt skeið verið virkur í starfi Svifflug- félagins á Sandskeiði. Á þessum ár- um starfaði Björn sem bifreiðastjóri á Kleppi en tíu árum síðar hóf hann að stunda sjúkraflug á eigin flugvél og starfrækti sjúkraflugsþjónustu í um 35 ár. Á því tímabili varð Björn þjóðhetja fyrir margar svaðilfarir sínar til að bjarga fjölda mannslífa fyrir tilverknað flugsins. Flugmálafélag Íslands biður form- lega um Reykjavíkurflugvöll. Flug- málafélagið ritar bæjarstjórn Reykjavíkur bréf og vill strax gang- ast í það verk að leggja flugvöll í Vatnsmýrinni. Í samráði við rík- isstjórn Íslands hafði Flugmála- félagið látið gera verkfræðiuppdrátt af fyrirhuguðum flugvelli og bráða- birgðakostnaðaráætlun er hljóðaði upp á 90.000 krónur. 60 ára afmæli – 1943 Fyrsta flugvél Loftleiða til Íslands. Þrír af af stofnendum Loftleiða hf., Alfreð Elíasson, Kristinn Olsen og Sigurður Ólafsson, koma með fyrstu flugvél sína til Íslands og var mikið ævintýraflug frá Winnipeg til New York þar sem vélin var sett í skip til Íslands. Flugvélin var fjögurra sæta Stinson S.R.8CM Reliant og hlaut einkennisstafina TF-AZX. Flug- félagið Loftleiðir var síðan formlega stofnað um fimm mánuðum síðar, eða í apríl 1944. Þetta var fyrsta flugvélin sem Loftleiðir eignuðust. Landgræðsluflugvélin Páll Sveins- son smíðuð. Flugvélin var smíðuð hjá Douglas-verksmiðjunum í Kaliforníu. Flugfélag Íslands keypti hana átta ára gamla frá Bretlandi árið 1951 og hlaut hún nafnið Gunnfaxi og ein- kennisstafina TF-ISB. Hún var strax tekin í notkun á innanlands- flugleiðum og síðar í leiguflugferðum og skíðaflugi til Grænlands og á Grænlandi. Flugvélin afrekaði m.a. að lenda á skíðum á Bárðarbungu á Vatnajökli fyrir röskum 30 árum. Ár- ið 1974 komst Gunnfaxi í hendur Landgræðslunnar og var skírð Páll Sveinsson. 50 ára afmæli – 1953 Loftleiðaævintýrið. Sögufrægur og stormasamur aðalfundur Loft- leiða haldinn í Reykjavík þar sem ný stjórn tekur við undir formennsku Kristjáns Guðlaugssonar lögmanns. Árið áður ákváðu Loftleiðir að hætta innanlandsflugi vegna afskipta stjórnvalda af skiptingu innanlands- flugleiða og mátti litlu muna að Loft- leiðum yrði breytt í skipafélag. Þetta ár fyrir hálfri öld urðu þáttaskil í starfsemi Loftleiða því nýja stjórnin réðst, með takmörkuðu fjármagni, í mikla útrás í millilandaflugi á N- Atlantshafsflugleiðinni og leiguflugi víða um heim. Árangurinn var slíkur að árið 1953 markar upphaf þess sem jafnan hefur verið kallað Loftleiða- ævintýrið og var mesta uppgangs- tímabil í flugsamgöngusögu Íslands, fyrr og síðar. Loftleiðir fyrstir með lág fargöld yfir Atlantshafið. Loftleiðir auglýsa í fyrsta sinn lág fargjöld, mun lægri en önnur félög buðu á flugleiðinni yfir N-Atlantshafið. Þegar í upphafi lentu Loftleiðir í stórstríði við SAS og IATA, Alþjóðasamtök flugfélaga. Loftleiðir urðu þannig fyrsta lág- gjaldaflugfélagið á þessari fjölförn- ustu úthafsflugleið í heiminum. Loftleiðir hefja reglubundið áætl- unarflug til Hamborgar. Árinu áður hóf félagið vikulegar áætlunarferðir milli Evrópu og Bandaríkjanna með viðkomu á Íslandi og þar með var lagður hornsteinninn að því N- Atlantshafsleiðarkerfi sem Flugleiðir búa ennþá að í dag. Eina DC-3 flugvélin sem keypt var til Íslands. Flugfélag Íslands keypti vélina frá Northwst flugfélaginu í Bandaríkjunum og seldi hana aðeins fjórum árum síðar til norska flug- félagsins Braathen. Þetta var eina vélin af þessari gerð sem kom til Ís- lands og var einvörðungu ætluð til farþegaflutninga og var notuð sem slík í innanlandsflugi. Allir aðrir ís- lenskir „Þristar“ voru upphaflega herflugvélar af C-47 gerð sem hafði verið breytt fyrir flutningaflug með farþega og vörur. 40 ára afmæli – 1963 Loftleiðir kynna viðdvalartilboð á Íslandi. Á þessum árum urðu Loft- leiðavélar á leiðinni yfir N-Atlantshaf að millilenda á Íslandi. Til að laða fleiri ferðamenn til Íslands kynntu Loftleiðir í fyrsta sinn viðdval- artilboðið „Stop Over in Iceland“ og er þetta talin vera snjallasta al- þjóðamarkaðsherferð í íslenskri ferðaþjónustu. Árið áður var fyrsta skóflustungan tekin að nýrri stór- byggingu Loftleiða á Reykjavík- urflugvelli og var hluta hennar, sem átti að vera flugstöð, breytt í Hótel Loftleiðir fyrir viðdvalarfarþega og ári síðar var hinn hlutinn opnaður fyrir skrifstofur félagsins. Flugfélag Íslands hefur áætl- unarflug til Færeyja. Flugfélagið hafði sótt um áætlunarleyfi tveimur árum áður en í þetta fyrsta áætl- unarflug sitt varð félagið að nota leiguflugvél. Hins vegar lenti fyrsta íslenska flugvélin í Færeyjum 14 ár- um áður, eða árið 1949. Það var Cat- alina-flugbátur Flugfélagsins sem bar nafnið Skýfaxi, TF-ISK, og var undir stjórn Antons Axelssonar flug- stjóra. Það sama ár hóf Flugfélagið áætlunarflug til London og Ósló. Flugfélag Íslands hefur skíðaflug til Austur-Grænlands. Fyrsta skíða- flugið var til Meistaravíkur á Dougl- as DC-3 flugvél er var með sér- stökum skíðabúnaði. Þetta var flugvélin Gljáfaxi, TF-ISH, en síðar voru einnig sett skíði undir Glófaxa, TF-ISA. Þetta fyrsta flug á íslenskri skíðaflugvél var farið af yfirflug- stjóra Flugfélagsins, Jóhannesi R. Snorrasyni, en með honum í áhöfn var Jón R. Steindórsson flugmaður er síðar varð yfirflugstjóri Flugleiða. Skíðaflugið var einn sérstæðasti þátturinn í Grænlandsflugi Flug- félagsins en það stóð yfir í um áratug. Þetta voru ævintýralegar ferðir fyrir starfsfólk Flugfélagsins en veittu mikla öryggiskennd fyrir íbúa í af- skekktum byggðarlögum á Austur- strönd Grænlands. 30 ára afmæli – 1973 Flugleiðir stofnaðar. Formlegur stofndagur er 20. júlí. Um miðjan mars náðist samkomulag um samein- ingu Flugfélags Íslands og Loftleiða er samþykkt var á aðalfundum félag- anna í lok júní. Fyrstu stjórn- arformenn Flugleiða voru kjörnir þeir Kristján Guðlaugsson og Örn Ó. Johnson en forstjórastólana skipuðu þeir Alfreð Elíasson og Örn Ó. John- son. Flugleiðir taka til starfa. Fyrsti stjórnarfundur Flugleiða var haldinn 1. ágúst og þar með hófst starfsemi félagsins. Millilandaflugáætlun Flug- félags Íslands og Loftleiða var sam- ræmd í október. Fyrsti aðalfundur Flugleiða var haldinn þremur árum síðar og enn liðu tvö ár þar til allur flugrekstur beggja flugfélaganna var sameinaður undir merkjum Flug- leiða. Loftleiðir hefja áætlunarflug til Chicago. Áætlunarflug hefst um vor- ið með Dougals DC-8-63 þotum með 245 farþegasæti. Tveimur árum fyrr höfðu Loftleiðir sett á stofn söluskrif- stofu í Chicago. Um tíma, á árunum kringum 1980 var flogið einu sinni í viku beint á milli Lúxemborgar og Chicago án viðkomu á Íslandi. Flugi til Chicago var síðar hætt. 25 ára afmæli – 1978 Flugrekstrarafmæli Flugleiða. Fé- lagið tekur formlega við öllum flug- rekstri Flugfélags Íslands og Loft- leiða eftir fimm ára aðlögunartíma. Jafnframt var ákveðið að taka upp nýtt félagsmerki og nota erlenda heitið Icelandair á félagið. Íslendingar stíga inn í breiðþotu- öldina. Flugleiðir undirrita kaup- leigusamning um breiðþotu af gerð- inni Douglas DC-10-30CF og kom hún til lands snemma næsta ár. Hún var skrásett í Bandaríkjunum og þann skamma tíma sem hún var í rekstri náði hún aldrei að verða skráð hér á Íslandi sem fyrsta breiðþotan í flugflota landsmanna. Um 13 árum síðar skráir Flugfélagið Atlanta fyrstu breiðþotuna í íslenska flugflot- ann, Lockheed Tristar. Flugleiðir hefja áætlunarflug til Baltimore. Þessi flugleið var opnuð á fimmta afmælisári félagsins. Um skeið var flug til Baltimore lagt niður en síðar endurvakið. Höfundur er formaður Fyrsta flugs félagsins, áhugamanna- og ferða- félags í flugi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.