Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGINN 13. ágúst 2004 verða 28. Ólympíuleikar samtímans settir í Aþenu í Grikklandi. Síðast voru haldnir Ólymp- íuleikar í Aþenu árið 1896. Ólympíu- leikarnir eru stærsta íþróttahátíð heims- ins og vekja gríð- arlega athygli á heimsvísu. Enginn íþróttaviðburður fær jafn mikla at- hygli fjölmiðla. Gríðarlegur fjöldi ferðamanna sækir Ólympíuleika og uppbygging mannvirkja í þeim borg- um sem fá úthlutað Ólympíuleikum er gríðarlega mikil. Þátttaka Íslands í Ólympíuleikunum sem haldnir voru í Sydney fyrir fjórum árum var mjög ánægjuleg og árangur góður. ÍSÍ sendi þá 18 keppendur í fimm íþróttagreinum á leikana. Lögð var sérstök áhersla á faglegan undirbún- ing og samráð við sérsamböndin um að undirbúningur og þátttaka yrði okkur til mikils sóma. Umræður um Ólympíuleikana í Aþenu hafa á und- anförnum misserum aðallega snúist um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Aþenu og seinagang fram- kvæmdaraðila, svo og lélegt sam- göngukerfi borgarinnar og hæga- gang í uppbyggingu þess. Einnig um meinta aukningu vændishúsa í borg- inni í tengslum við leikanna. Það verður að viðurkennast að miðað við stöðu mála síðastliðið vor var und- irritaður í hópi þeirra sem efuðust stórlega um að Grikkir myndu ná að undirbúa borgina til að hýsa þessa mestu íþróttaleika heims. For- ystumenn grísku Ólympíu- nefndarinnar hafa hins vegar lagt á það áherslu að allt verði klárt fyrir leikana og menn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur. Rétt er, sem fram hefur komið, að framan af mátti ekki stinga skóflu í jörð í Aþenu án þess að upp risu raddir um að verið væri að skemma fornminjar. Hins vegar hef ég það á tilfinningunni, miðað við nýja skýrslu sem ÍSÍ hefur undir höndum, að mál séu komin á mun betri rekspöl í Aþenu en áður. Und- irritaður mun í næstu viku sitja fund framkvæmdastjóra og aðalfar- arstjóra Ólympíunefnda á vegum Al- þjóða ólympíunefndarinnar í Aþenu. Á þeim fundi verður okkur kynnt staða mála og mannvirki skoðuð. Vonandi tekst Grikkjum að sann- færa Ólympíuhreyfinguna um að allt verði til sóma. Rétt er að rifja upp að einu ári fyrir Ólympíuleikana í Sydn- ey voru alþjóðleg sérsambönd farin að halda alþjóðleg mót, Test-Event, til að undirbúa starfsmenn og prufu- keyra mannvirki fyrir þessa mik- ilvægu keppni. Líkur eru á að fríður hópur íþróttafólks taki þátt fyrir Íslands hönd í Ólympíuleikunum í Aþenu á næsta ári. Handknattleikslandsliðið hefur tryggt sér þátttökurétt og fimm sundmenn hafa nú þegar náð lágmörkum. Nokkrir sundmenn eiga enn möguleika á þátttöku. Í frjálsum íþróttum má ætla að fjórir til sex frjálsíþróttamenn geti átt möguleika á þátttöku í leikunum. Einnig má ætla að við gætum náð þátttöku í júdó, taekwondo, badminton og hugsanlega fleiri greinum. Allt ef góður grunnur og örlítil heppni eru fyrir hendi. Formlegur undirbún- ingur ÍSÍ fyrir Ólympíuleikana í Aþenu hófst á síðasta ári og nú í lok mánaðarins munu ÍSÍ og sér- samböndin sem möguleika eiga á þátttöku hefja lokaundirbúning fyrir leikana. Ljóst er að kostnaður ÍSÍ vegna Ólympíuleikanna er veruleg- ur. Kostnaðurinn felst ekki einvörð- ungu í því að senda stóran hóp til leikanna heldur einnig að taka þátt í undirbúningi hans fram að leikum. Þar munum við njóta aðstoðar frá Ólympíufjölskyldunni sem sam- anstendur af 5 fyrirtækjum, Íslands- banka, Sjóvá-Almennum, VISA Ís- land, Flugleiðum og Austurbakka. Einnig höfum við von um góðan stuðning menntamálaráðherra og Alþingis. Þá má ekki gleyma mik- ilvægu hlutverki Afrekssjóðs ÍSÍ sem rekinn er með framlögum úr Lottói og með framlagi mennta- málaráðuneytisins. Unnið er af krafti að fjárhagsáætlun fyrir Ól- ympíuleikana. Sem hluta af und- irbúningi fyrir leikana hefur ÍSÍ átt samstarf við íþróttaskor KHÍ en ól- ympíuhópurinn verður undir faglegu eftirliti og í mælingum hjá starfs- mönnum KHÍ. Síðast en ekki síst er ljóst að viðkomandi sérsambönd leggja fram mikla vinnu og kostnað til að undirbúa íþróttafólkið. Að lokum er rétt að geta þess að til að auka fræðslu um Ólympíuleika hefur ÍSÍ opnað sérstakan Ólympíu- vef í tengslum við www.isisport.is þar sem hægt er að nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar um Ólympíu- leika og þátttöku okkar í þeim. Það er von okkar hjá Íþrótta- og Ólymp- íusambandi Íslands að undirbún- ingur og þátttaka okkar í þessari stærstu íþróttahátíð heimsins verði með sóma. Til þess að það rætist þurfa allir að leggjast á eitt og snúa bökum saman í undirbúningnum. Ár í Ólympíuleika Eftir Stefán Konráðsson Höfundur er framkvæmdastjóri ÍSÍ. TALSVERT hefur verið í um- ræðunni að undanförnu vandi ferðaþjónustunnar, sérstaklega úti á landsbyggðinni. Aðallega er þar rætt um stuttan nýtingartíma og hvernig sé hægt að lengja ferðamanna- tímann utan há- sumarsins. Þetta er að vísu rétt svo langt sem það nær, en ég tel að vandinn sé miklu víðfeðmari en þetta og lang- ar mig í stuttu máli reyna að rök- styðja þá skoðun mína, þó að til þess þurfi meira mál en hægt er í stuttri blaðagrein. Oft er einnig kvartað yfir háu verðlagi og þá gjarnan vitnað í og gerður samanburður við verð á sólarströndum á Spáni, Ítalíu og á fleiri suðrænum ströndum. Menn bera þá ekki saman dýrari bygg- ingarkostnað og vandaðri innrétt- ingar og því betra húsnæði. Einng má í þessu sambandi nefna hærri vinnulaun og vinnulaunatengd gjöld. Vinnulöggjöfin er yfirleitt ekki eins ströng hvað vinnutíma snertir og þannig mætti lengi upp telja. Sjaldan eða aldrei er vitnað í hinar Norðurlandaþjóðirnar og ef slíkt er gert þá er það yfirleitt með óraunhæfum samanburði. Ef eitthvað á að gera til að styrkja ferðaþjónustuna á lands- byggðinni, þá vil ég byrja á því að vara við þeirri hættu að reyna að finna einhverja allsherjar lausn. Sú hætta er alltaf fyrir hendi þeg- ar „sérfræðingum“ sem aldrei hafa komið nálægt þessum viðkvæma rekstri, sem ferðaþjónustan er, er falið að finna einhverja lausn sem á að passa fyrir öll fyrirtæki. Jafn- vel þótt þeir telji sig þekkja til ferðaþjónustunnar (hafa eflaust ferðast mikið og búið oft á hóteli, bæði hér á landi sem erlendis). Hægt er að benda á ýmis dæmi þar sem „sérfræðingar“ fundu allsherjar lausn, sem var í raun, í langflestum tilfellum, aðeins til að lengja í hengingarólinni. Ég tel þó að nokkur atriði geti flokkast undir það sem við getum kallað allsherjar lausn, má þar nefna t.d. lánakjör sem greininni býðst, svo sem háa vexti og stutt- an lánstíma. Miða ég þar við að greinin þurfi að fá sambærileg lánakjör og aðrar atvinnugreinar. Einnig má í þessu sambandi nefna aðstoð í markaðsmálum og vinnu við að fá banka og aðra fjárfesta til að trúa á ferðaþjónustuna á landsbyggðinni sem arðvænlegan framtíðarkost til að leggja áhættufé í og margt fleira. En langflest er staðbundið. Taka þarf hvert fyrirtæki fyrir sig og fara ofan í saumana á mögu- leikum fyrirtækisins til að standa undir rekstri, afborgunum af lán- um og til að geta skapað eig- endum mannsæmandi laun og/eða arð. Hér á eftir mun ég tæpa á örfá- um atriðum sem þarf að kanna vel, að mínu viti. 1. Skoða þarf hvað viðkomandi fyrirtæki getur vænst mikillar aukningar á komu ferðamanna á næstu árum/áratugum samkvæmt þeim forsendum sem liggja bestar fyrir. Sérstaklega utan háannatím- ans. 2. Miðað skal við slíka úttekt á rekstrinum, og sjá hvað fyrirtækið þarf mikla aukningu til að ná sér vel yfir núllið og hvort það sé raunhæfur möguleiki. 3. Þá þarf að skoða hvort það þurfi að stækka eða breyta fyr- irtækinu til að það geti staðið und- ir lágmarksrekstri t.d. með sam- vinnu eða samruna við önnur fyrirtæki. 4. Hvort það þurfi nýtt fjár- magn inn í reksturinn og hvernig hægt sé að nálgast það. 5. Hvort það þurfi að hjálpa fyr- irtækinu að skuldbreyta lánum í lengri og hagkvæmari lán. 6. Hvort þurfi að hjálpa fyr- irtækinu til að koma sér á fram- færi með t.d. sameiginlegri mark- aðssetningu með öðrum sambærilegum fyrirtækjum eða fyrirtækjum í sama byggðarlagi. Markaðssetningu bæði innanlands sem og utanlands. 7. Hvort það þurfi að hjálpa til við að virkja eitthvað sem er áhugavert í nágrenni við fyr- irtækið, sem gæti laðað ferðamenn til staðarins. Þarna gætu sveit- arfélög komið inn í. 8. Og síðast en ekki síst hvort fyrirtækið er rekið á réttum for- sendum, eða hvort stofnendur hafi ef til vill verið hvattir til að leggja út í reksturinn af óraunsæju fólki, eða bara af bjartsýninni einni saman. Þetta eru aðeins nokkrir punkt- ar til að skoða, en margt fleira kemur eflaust til, þegar/ef vinna hefst við slíka úttekt. Ef svar við þessu er jákvætt, sem ég tel að verði í langflestum tilfellum, þá þarf að finna út og gera áætlun um hvernig sé hægt að hjálpa viðkomandi fyrirtæki, þannig að eigendur og stjórnendur geti snúið sér að fullu að rekstr- inum, en þurfi ekki að eyða allri sinni orku í að halda fyrirtækinu á floti fjárhagslega frá degi til dags. En ef svarið er neikvætt og það kemur upp sú staða, sem ég tel líklegt að komi upp á nokkrum stöðum, að eftir ítarlega skoðun, sé það ljóst að sum fyrirtæki eigi litla sem enga möguleika á að geta staðið undir lágmarksrekstri, þá þurfi að hjálpa fólki að komast út úr rekstrinum með sem minnstum skaða fyrir alla aðila, bæði lána- stofnanir og ekki síður eigendur. Til þess að svo megi verða þá tel ég að það þurfi að stofna nokk- urs konar úreldingarsjóð líkt og gert hefur verið í sumum öðrum atvinnugreinum. Úreldingarsjóðurinn hafi það hlutverk að hjálpa viðkomandi eig- endum til að selja eignir sínar í annan rekstur á sanngjörnu verði, eða að sjóðurinn kaupi viðkomandi eignir og selji þær síðar í aðra starfsemi. Þetta er nauðsynlegt því oft er erfitt að losna við eignir úti á landsbyggðinni nema á löngum tíma og þá fer viðkomandi eign oftast í sams konar rekstur og nýtt ævintýri hefst. Það sama gerist ef fyrirtækið verður gjald- þrota, þá er viðkomandi eign yf- irleitt auglýst aftur til sölu og fer í langflestum tilfellum undir sams konar eða svipaðan rekstur og hildarleikurinn hefst á ný. Sjóðurinn þarf því að geta verið undir það búinn að geta tekið á sig einhvern mismun á því verði sem eigandi og lánardrottnar fá og því sem sjóðurinn selur eignina á. Þar ætti þó yfirleitt ekki að þurfa að vera um háar upphæðir að ræða. Við skulum hafa í huga að það fólk sem hér um ræðir hefur í langflestum tilfellum lagt allt und- ir bæði allar eignir sínar og óþrjótandi vinnu fyrir lítil sem engin laun, annað en fæði og hús- næði. Þó að segja megi að hér sé um sjálfskaparvíti að ræða, fólk hafi veðjað á vitlausan hest, má á móti benda á að þetta sama fólk hefur verið að skapa mikinn gjaldeyri og hefur verið að selja íslenskar af- urðir og vinnu á hæsta verði sem við fáum fyrir íslenska fram- leiðslu. Þjónusta við erlenda ferða- menn er útflutningur á innlendri framleiðslu og vinnu sem er seld á síðasta stigi framleiðslunnar. Þar sem markaðurinn kaupir sér far til landsins til að njóta þess sem í boði er. Fáum við betri möguleika til að kynna og selja íslenska framleiðslu og fáum við hærra verð? Þessi útflutningur nýtur ekki styrkja, útflutningsbóta eða ann- arrar aðstoðar, þó að hærra verð fáist og tilkostnaður við útflutn- inginn sé yfirleitt minni en við aðrar hefðbundnar útflutnings- greinar. Auk þess er greiddur virðisaukaskattur af þessum út- flutningi meðan annar er að mestu eða öllu undanþeginn virð- isaukaskatti. Ég er út af fyrir sig ekki á móti styrkjum, ef þeir eru til að koma fótunum undir einhvern atvinnu- rekstur og mér finnst því ekki ósanngjarnt að ríkisvaldið komi á móts við þessa vaxandi atvinnu- grein með vinnu við að aðstoða hana við að koma sér á rétta braut. Ég er sannfærður, eftir rúmlega 40 ára vinnu í þessari atvinnu- grein, að ef henni er hjálpað yfir „byrjunarörðugleikana“, og henni gefinn raunverulegur og sann- gjarn rekstrargrundvöllur þá muni hún auka atvinnu í landinu og auka útflutningstekjur landsins á hæsta mögulegu verði. Ég gæti skrifað langt mál um þetta efni úr sarpi langrar vinnu í ferðaþjónustunni og er tilbúinn að rökstyðja betur, ef tækifæri gefst síðar, en vildi aðeins reyna að opna umræðu um þennan þjóð- félagsvanda, því hvar stöndum við ef ferðaþjónusta á landsbyggðinni leggst niður eða fer öll á hausinn og Byggðastofnun situr uppi sem stærsti eigandi hótela, veit- ingastaða og afþreyingarfyr- irtækja á landsbyggðinni, eins og forstjóri Byggðastofnunar gaf í skyn, á fundi með hótel- og veit- ingamönnum sl. haust, að yrði, ef ekki yrði eitthvað róttækt gert í þessum málum? Hvað er til ráða í ferðaþjónustunni á landsbyggð- inni? Eftir Óla Jón Ólason Höfundur er hótelstjóri í Reykholti og hefur unnið við ferðaþjónustu í rúma fjóra áratugi. vinnupallar Sala - leiga Sími 577 2050 · Fax 577 2055 · GSM 824 2050 · www.formaco.is laugardag kl. 10 - 16 sunnudag kl. 11 - 16 Hér erum við braut ata sgata gu r Ba ró ns stí gu r álsgataugata Skarphéð.gKarlagVífilsg MánagSkeggj Sn or ra br au t Ra uð ar ár st íg ur Þv er ho lt Ei nh oltMeða Stórholt Stangarho Skipholt Brautarholt Nó at ún Laugavegur Hátún Miðtú Samtú Borg H öf ða tú n Sæt únSkúlatún Skúlagata Steintún HLEMMUR M jö ln is h. Eldaskálinn Brautarholti 3 105 Reykjavík Sími: 562 1420 www.invita.com Vegna breytinga á skápastærðum bjóðum við allar sýningarinnréttingar okkar, bæði eldhús og bað, með afslætti. Komdu og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. Möguleiki á allt að 30 ára veðláni* frá SPRON. Lánið getur náð yfir fullfrágengið eldhús með tækjum, flísum, gólfefnum, málningu og uppsetningu. Opið hús: 30–45% AFSLÁTTUR AF SÝNINGARINNRÉTTINGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.