Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 35 ÁGÆTI Róbert Marshall. Ég hef lengi verið félagsmaður í Blaðamannafélaginu, en í seinni tíð er það ekki vegna kjarasamn- inga (félagið annast ekki samninga við Ríkisútvarpið) held- ur vegna faglegra sjónarmiða. Ég tel afar mikilvægt að þeir sem vinna við efni fjölmiðla standi saman um fagið, þessvegna borga ég Blaðamannafélaginu ennþá félagsgjald. Og það skal tekið fram að um skeið var ég varaformaður Blaðamannafélags- ins og formaður samninganefndar félagsins. Ágæti formaður, ég er ekki al- farið sáttur við það hvernig þú brást við nýlegum uppsögnum hjá Stöð 2 (sjá Mbl. 28. júní s.l.). Enda þótt formaður Blaðamanna- félags Íslands hljóti ætíð að bera hag vinnufélaga sinna fyrir brjósti, má formaðurinn að mínu mati ekki efna til illinda við aðra fjölmiðla. Í þínum sporum hefði ég mótmælt uppsögnunum á Stöð 2 kröftuglega, en látið vera að kenna Ríkisútvarpinu um versn- andi rekstrarafkomu stöðvarinnar. Þeir sem telja að illvíg sam- keppni Ríkisútvarpsins um auglýs- ingar sé að drepa Stöð 2 ættu að kynna sér staðreyndir málsins. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Hagstofu Íslands hafa auglýsinga- tekjur fjölmiðla vissulega breyst á undanförnum árum. Á tímabilinu 1995-2001 minnkaði hlutur dag- blaða í heildartekjum fjölmiðla af auglýsingum og hlutur útvarps minnkaði einnig. Aftur á móti stórjókst þáttur sjónvarps í heild- artekjum af auglýsingum. Á sex árum hefur hlutur hérlendra sjón- varpsstöðva stækkað úr rúmum 20% í rúm 30% af öllu auglýs- ingafé. Sjónvarpsstöðvar fá hálfu stærri hlut af heildinni og auk þess hefur heildarpotturinn stækkað, svo að tekjuaukningin er enn meiri. Hag- stofan telur að árið 1997 hafi fjár- útlát vegna sjónvarpsauglýsinga numið á að giska 1.300 milljónum króna, en árið 2002 hafi upphæðin miðað við magn auglýsinga verið tvöfalt meiri eða tæpar 2.600 milljónir króna. Á aðeins fimm ár- um hefur auglýsingafjárhæðin sem rennur til íslenskra sjón- varpsstöðva að öllum líkindum tvöfaldast! Miðað við málflutning tals- manna Stöðvar 2 mætti ætla að Ríkisútvarpið hrifsi til sín æ stærri hluta auglýsingafjárins og þrengi þannig óþyrmilega að einkaframtakinu. Annað segja staðreyndir málsins, þar á meðal ársreikningar Ríkisútvarpsins. Ár- ið 1997 voru auglýsingatekjur Sjónvarpsins samkvæmt ársreikn- ingi 377 milljónir króna. Árið 2002 námu auglýsingatekjur Sjónvarps- ins einnig 377 milljónum króna – nákvæmlega sama krónutala! Með hliðsjón af staðreyndum er fráleitt að staðhæfa að Sjónvarpið skerði auglýsingatekjur annarra miðla. Öll aukning þess fjár sem varið var í sjónvarpsauglýsingar á síðustu fimm árum, rann til einka- miðlanna. Miðað við krónutölu stóðu auglýsingatekjur Sjónvarps- ins í stað. Miðað við verðbólgu og þróun á auglýsingamarkaði varð stórfelldur samdráttur í auglýs- ingatekjum Sjónvarpsins. Ríkisútvarpið er alls ekki sá ógnvaldur sem menn vilja vera láta, sé miðað við tekjur af auglýs- ingum. Aftur á móti stendur Rík- isútvarpið vel að vígi hvað varðar hlustun og áhorf, enda á þjóð- areignin að vera til fyrirmyndar um góða dagskrá í útvarpi og sjónvarpi. Megi Stöð 2 halda áfram að spjara sig á þeim vett- vangi. Bestu kveðjur. Opið bréf til for- manns Blaða- mannafélagsins Eftir Jón Ásgeir Sigurðsson Höfundur er formaður Starfs- mannasamtaka Ríkisútvarpsins. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.