Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Oddssonfæddist á Siglu- firði 14. júní 1958. Hann lést á krabba- meinsdeild Landspít- ala – háskólasjúkra- húss við Hringbraut 3. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Jóns eru Svava Aðalsteins- dóttir, starfsstúlka á Sjúkrahúsinu á Siglufirði, f. 29.1. 1936 í Fljótum í Skagafirði, og Oddur Jónsson, fyrrverandi útgerðarmaður á Siglufirði, f. 6.12. 1930. Systkini Jóns eru: Aðalsteinn sjómaður, f. 22.12. 1955; Ásta Jónína húsmóðir, f. 24.1. 1957; Sigurður sjómaður, f. 8.2. 1960; Gunnlaugur sjómaður, f. 15.5. 1962; Davíð, f. 10.12. 1975, d. s.d.; Bára Pálína geislafræðingur, f. 20.4. 1977. Eiginkona Jóns er Sigríður Ragnarsdóttir leikskólakennari, fædd í Vestmannaeyjum 21.2. 1960. Foreldrar hennar eru Pál- ína Jónsdóttir, f. 23.1. 1923 í Norðurhjáleigu í Álftaveri, V-Skafta- fellssýslu, og Ragn- ar Kristinn Bjarna- son, f. 9.4. 1924, d. 26.3. 1991 frá Norð- firði. Börn þeirra eru 1) Ragna Kristín, nemi við Kennaraháskóla Íslands, f. 27.4. 1982; 2) Hafþór, f. 11.8. 1988; 3) Bryndís, f. 9.1. 1995. Jón lauk grunn- skólanámi á Siglu- firði árið 1975. Hann lærði húsgagnasmíði við Iðnskól- ann í Reykjavík og lauk sveins- prófi árið 1985. Jón vann við smíðar hjá Steina og Olla hf. í Vestmannaeyjum með hléum árin 1991 til 2001. Hann stundaði líka sjómennsku og var síðast á mb. Sigurði VE hjá Ísfélagi Vestmannaeyja vet- urinn 2002. Útför Jóns verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 16. ágúst og hefst athöfnin kl. 11. Á björtum ágústmorgni kvaddi Jonni mágur minn þennan heim. Baráttan við krabbameinið stóð í tvö ár og skiptust á skin og skúrir. Þú stóðst þig eins og hetja og varst allt- af staðráðinn í að ljúka þessu verk- efni og halda til starfa á ný Á svona stundum leitar hugurinn aftur til okkar fyrstu kynna. Ég man fyrst eftir Jonna á Þjóðhátíð í Eyj- um árið 1977. Hár og grannur, hress og skemmtilegur strákur frá Siglu- firði sem Sigga systir mín hafði augastað á. Það er einkennilegt að á Þjóðhátíð 26 árum síðar skulirðu leggja upp í ferðalagið sem bíður okkar allra. Þú sem varst svo mikill þjóðhátíðarmaður þótt ekki værir þú fæddur Vestmannaeyingur. Allt- af með fyrstu mönnum, mættur prúðbúinn í Dalinn á daginn og svo með þeim síðustu heim á morgnana. Jonni og Sigga byrjuðu að búa í Reykjavík 1982, þar sem hann var í Iðnskólanum og hún í Fóstruskól- anum, en að loknu námi þremur ár- um síðar fluttu þau til Eyja. Þau eignuðust fallegt heimili í Folda- hrauni og seinna keyptu þau húsið hennar mömmu á Höfðaveginum sem er heimili þeirra enn. Jonni og Sigga voru samstiga í að gera heim- ili sitt fallegt og dugleg við að breyta og bæta. Jonni, mikið snyrtimenni, alltaf fljótur til og bóngóður. Við systurnar eigum þrjú börn hvor, tvær stelpur og einn strák. Þau eru á svipuðum aldri og mjög góðir vinir. Þetta hefur orðið til þess að mikill samgangur hefur verið milli fjölskyldnanna og þau að mörgu leyti alist upp eins og systkin þótt langt sé á milli okkar. Við höfum átt margar góðar og skemmtilegar stundir saman. Alltaf hittumst við um jólin og í sumarfrí- um. Við höfum ferðast um landið, farið í sumarbústaði og sveitina en hæst ber þó Spánarferðina sem við fórum sumarið 2000. Jonni var áhugasamur við skipulag ferðarinn- ar, valdi hótelið, pantaði og keyrði bílaleigubílinn og var umhugað um að yngsta kynslóðin hefði eitthvað fyrir stafni. Jonni var alltaf fyrstur á fætur á morgnana, sestur út í sólina á meðan aðrir sváfu og ávallt tilbú- inn að gera eitthvað þegar aðrir vildu bara liggja útaf í leti. Síðustu tvö árin kom Jonni oft í bæinn og gisti stundum hjá okkur. Þá gafst góður tími til að spjalla um alla heima og geima. Það sem var efst á baugi í landsmálunum var yf- irleitt tekið fyrir og svo auðvitað bæjarmálin í Eyjum en á þessu hafði hann ákveðnar skoðanir. Að sjálf- sögðu var svo mikið rætt um afla- brögð og veðrið en Jonni var nokkuð góður veðurfræðingur og gott að leita ráða hjá honum þegar til stóð að skreppa til Eyja. Jonni hafði mikinn áhuga á íþrótt- um og fylgdist vel með þeim, sér- staklega fótboltanum sem öll fjöl- skyldan er meira og minna í. Hann var sjálfur mikið í íþróttum á Siglu- firði, sérstaklega í sundi og á skíð- um, en komst lítið á skíði eftir að hann fór þaðan. Ég og fjölskylda mín viljum þakka Jonna allar samverustundirn- ar; þær eru ómetanlegar. Fyrir hönd móður minnar vil ég þakka honum allt sem hann gerði fyrir hana. Hann var henni sem sonur, alltaf boðinn og búinn til að rétta hjálparhönd. Elsku Sigga, Ragna, Hafþór og Bryndís. Þetta eru erfiðir tímar, svo sárt að missa þann sem maður elsk- ar. Megi algóður Guð vera með ykk- ur og styrkja í sorginni. Þórunn, Matti og börn. Það er sárt að missa einhvern sér nákominn og enn sárara er það þeg- ar ungur maður er tekinn í blóma lífsins eins og hann pabbi okkar. Af hverju, af hverju, þessi orð hafa leitað á hugann aftur og aftur nú í sumar, en við fáum engin svör og eigum erfitt með að skilja hver tilgangur Guðs er með að hrífa þig á brott frá öllu, svo ungan og dugleg- an mann. Þú varst alltaf svo sterkur og lést hindranir í lífinu ekki stöðva þig í neinu sem þú tókst þér fyrir hendur. Það sannaðist þegar upp komu veik- indin sem þú barðist við síðustu mánuði. En því miður tóku þau völd- in og þín var greinilega meiri þörf annarsstaðar en hjá okkur. Við vit- um að þú átt eftir að fylgjast með okkur og vera með okkur hvert sem við förum. Þrátt fyrir að þú værir mikið á sjó þegar við vorum lítil kenndir þú okkur margt, ber þar helst að nefna að reima skóna okkar, fótbolta og að lesa. Þú hvattir okkur í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, sam- gladdist okkur þegar vel gekk og huggaðir ef illa gekk. Þú varst mikill íþróttamaður og reyndir að vekja áhuga okkar á skíðaíþróttinni þegar við fórum í heimsókn til ömmu og afa á Siglu- firði því að þú varst mikill skíðamað- ur á yngri árum. Margs er að minnast þegar við hugsum um pabba og munum við alltaf geyma þær minningar í hjarta okkar. Nú þegar pabbi er kominn til Guðs og honum líður loksins vel þökkum við honum fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur og biðjum Guð að styrkja elsku mömmu og okkur öll í sorginni. Ragna Kristín, Hafþór og Bryndís. Jón Oddsson starfaði sem skip- verji á Sigurði VE 15; hann var góð- ur félagi og bauð af sér góðan þokka. Það er ætíð erfitt að minnast skipsfélaga því að sem skipsfélagar lifum við í nánu samfélagi. Það er alltaf erfitt að hugsa fram í tímann eða gera framtíðar- ákvarðanir við þær aðstæður sem Jonni var í en það gerði hann samt. Hann sýndi, svo eftir var tekið, æðruleysi, bjartsýni og dugnað. Þetta var það sem einkenndi baráttu Jonna við veikindi sín. Áhöfn Sigurðar VE 15 biður Guð almáttugan að styðja og styrkja eiginkonu, börn og aðra aðstandend- ur Jonna. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Áhöfn Sigurðar VE 15. Kæri vinur. Sárt er vinar að sakna, sorgin er djúp og hljóð. Minningarnar mætar vakna, svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta, lýsir upp myrkrið svarta vinir þó falli frá. Góðar minningar geyma, gefur syrgjendum ró. Til þín munu þakkir streyma, þér munum við ei gleyma, sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Með þessu ljóði viljum við kveðja þig. Hvíl þú í friði. Elsku Sigga, Ragna Kristín, Haf- þór, Bryndís og aðstandendur, við vottum ykkur samúð okkar á þess- ari erfiðu stund. Guð blessi minningu Jonna. Friðrik, Ingibjörg, Sigþór og Þórhallur. Í dag er komið að kveðjustund og við kveðjum einn af starfsmönnum Ísfélagsins sem lést langt um aldur fram. Jón Oddsson var um árabil há- seti á loðnuskipinu Sigurði VE 15 og afskaplega vel látinn í starfi. Jón veiktist fyrst fyrir rúmum tveimur árum en náði sér af þeim veikindum og kom aftur til starfa á vetrar- loðnuvertíðinni 2002. Í lok vertíðar- innar tóku veikindin sig upp að nýju og Jón háði hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm af miklu æðruleysi. Jón var hægur en ákaflega traustur starfsmaður sem við söknum öll. Úthald á loðnuskipi eins og Sig- urði VE er mjög mislangt á ári hverju og alls óvíst hvenær loðnan eða síldin gefur sig. Alltaf var Jón þó tilbúinn að mæta til skips þegar ræst var og því var hann í augum okkar Ísfélagsmanna ákaflega mik- ilvægur og vel látinn sjómaður. Mikill er missir skipsfélaga Jóns á Sigurði VE, sem sjá á bak traustum vini og góðum samstarfsmanni en hann er annar skipsfélaginn af Sig- urði VE sem kveður á stuttum tíma. Mestur er þó söknuður eiginkonu Jóns og barna sem sjá á eftir elsku- legum eiginmanni og föður. Um leið og Ísfélag Vestmannaeyja hf. þakk- ar fyrir samstarfið sendir félagið eftirlifandi eiginkonu og börnunum þremur innilegar samúðarkveðjur og biður góðan guð að vernda þau og styrkja um ókomin ár. Ísfélag Vestmannaeyja hf. JÓN ODDSSON Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina Við færum innilegar þakkir öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug á saknaðar- stundu og heiðruðu minningu föður míns og afa okkar, KRISTINS GUÐLAUGSSONAR, Karlsbraut 6, Dalvík. Atli Rafn Kristinsson og barnabörn hins látna. Elskuleg frænka okkar, SIGRÍÐUR VALDIMARSDÓTTIR, Víðilundi 24, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu- daginn 7. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gréta Halldórs, Kristján Valdimarsson og fjölskylda. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR JÓNSSON, andaðist á líknadeild Landspítala Kópavogi laugardaginn 2. ágúst. Útför hans fór fram föstudaginn 15. ágúst. Hildegard Jónsson, Guðbjörg Fríða Ólafsdóttir, Árni Benediktsson, Elín Ólafsdóttir, Sævar Guðmundsson, Elísabet Þórdís Ólafsdóttir, Guðmundur Rúnar Guðbjarnarson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, FRIÐRIK J. EYFJÖRÐ, Lönguhlíð 3, andaðist á Landspítala við Hringbraut fimmtu- daginn 14. ágúst. Jórunn Erla Eyfjörð, Robert Magnus, Edda Magnus, Friðrik Magnus. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BJÖRGVIN GUÐMUNDUR JÓHANNESSON, Ægisíðu 125, Reykjavík, lést föstudaginn 25. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar K-2 Landspítala Landakoti og öllum þeim, sem sýnt hafa hlýhug við andlát hans. Guð blessi ykkur öll. Magnea Kristín Hjartardóttir, Jónína H. Björgvinsdóttir, Ólafur Björgvinsson Ragnheiður Ragnarsdóttir, Haraldur Björgvinsson, Sonja Gestsdóttir, Logi Björgvinsson, Margrét Gústafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls og útfarar ástkærs eiginmanns míns, ÞORVALDAR ÁSGEIRSSONAR. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki og vist- mönnum á Hraunbúðum. Fyrir hönd vandamanna, Sigurborg Gísladóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.