Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 40
MESSUR 40 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks er bent á guðsþjónustur í nágrannakirkj- unum. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00, með þátttöku Kirknasambands Norðurlanda. Hjálmar Jónsson predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Sigurðarsyni vígslubiskupi í Skálholti. Organisti verður Bjarni Jónatansson og sönghópur Dómkórsins syngur. Verið velkomin. Dómkirkjan. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ingólfur Guðmundsson predikar og þjónar fyrir alt- ari. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl 11:00. Alt- arisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Ólafur Jó- hannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar. Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti Hörður Ás- kelsson LANDSPÍTALINN, Fossvogur: Guðsþjón- usta kl. 10:00. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. HRINGBRAUT: Guðsþjónusta kl. 10:30. Sr. Birgir Ásgeirsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Sr. Arngrímur Jónsson messar. Organisti Hrönn Helgadóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr Petrína Mjöll Jóhannes- dóttir messar. Organisti Jón Stefánsson. Félagar úr Kór Langholts- kirkju leiða söng. Kaffisopi eftir messu LAUGARNESKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20:00. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar, organista. Sr. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Sigur- birni Þorkelssyni. Stúlkur, sem fermdust s.l. vor annast barnagæslu meðan á pré- dikun og altarisgöngu stendur. Messu- kaffi. NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kór Nes- kirkju syngur. Organisti Steingrímur Þór- hallsson. Prestur sr. Frank M. Halldórs- son. SELTJARNARNESKIA: Bæna- og kyrrðar- stund kl. 11:00. Ritningarlestur og bæn. Umsjón sr. Sigurður Grétar Helgason. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Almenn guðs- þjónusta klukkan 11:00 Barn borið til skírnar. Þessi guðsþjónusta markar upphaf fermingarfræðslu Fríkirkj- unnar þetta haustið. Fermingarbörn eru hvött til að mæta ásamt foreldrum og stórfjölskyldu. Í kjölfar guðsþjónustunnar verður farið yfir ferming- arfræðslunna og fræðslugögn verða af- hent. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson ÁRBÆJARKIRKJA: Lúthersk jassmessa kl. 11.00. Kvartett Björns Thoroddsen leikur eigin útsetningar á sálmalögum Lúthers í guðsþjónustunni. Prestur dr. Sig- urjón Árni Eyjólfsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir prédik- ar og þjónar fyrir altari. Organisti Sigrún Þórsteinsdóttir. DIGRANESKIRKJA:. Sameiginleg kvöld- messa Digraness- og Lindasókna kl. 20:30. Prestur sr. Magnús Björn Björns- son. „Ömmurnar“ leiða söng. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Lilja G. Hallgrímsdóttir, djákni pré- dikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Lenka Má- téová. Félagar úr kór kirkjunnar leiða al- mennan safnaðarsöng. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00 Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjón- ar fyrir altari Fermd verða: Katrín Þuríður Pálsdóttir, Reykjafold 4. og Magnús Rúnar Magnússon, Hraunbæ 138.. Organisti: Guðlaugur Viktorsson. Kór Grafarvogskirkju syngur HJALLAKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20. Sr. Ír- is Kristjánsdóttir þjónar. Sjöfn Þór, guð- fræðingur, prédikar. Félagar úr kór kirkj- unnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Við minn- um á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Messa 11:00. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðar- söng. Organisti Julian Hewlett. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Organisti Jón Bjarnason. Kór Seljakirkju leiðir söng. Alt- arisganga. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Almenn samkoma kl. 20 að Bíldshöfða 10. Ræðu- menn: Oddur Thorarensen og Ágúst Stein- dórsson. Lofgjörð og fyrirbænir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Kennsla um trú kl. 10:00, kennari Jón G. Sigurjónsson, allir velkomnir. Bænastund kl. 19:30 Samkoma kl. 20:00, Högni Valsson pre- dikar, lofgjörð, fyrirbænir og samfélag. Allir hjartanlega velkomnir. Bókabúðin opin eftir samkomu, ný send- ing af bókum og geisladiskum. HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugardagur: kl. 22:00 útisamkoma á Ingólfstorgi, kl. sam- koma í Herkastalanum. Sunnudagur: kl. 19.30 bænastund, kl. 20 Hjálpræðissam- koma. Pálína Imsland og Hilmar Símonar- son stjórna. Foringjaskólanemi Marit Vale Bye talar. KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma kl. 20.00. Björg R. Pálsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1-7 ára börn á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Húsið er opnað kl. 20:00. Seldar verða kaffiveit- ingar á góðu verði. Samkoman hefst kl. 20:30. „Kristin lífssýn í starfi“ Sveinbjörg Páls- dóttir, guðfræðingur og sérfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Allir vel- komnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Laugard. Bænastund kl. 20:00 Sunnudagur 17.08. Brauðsbrotning kl. 11:00 Ræðumaður Hafliði Kristinsson Almenn samkoma kl. 20:00. Ræðumaður Sheila Fitzgerald Gospelkór Fíladelfíu sér um lofgjörðina. Allir hjartanlega velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Sunnudaginn 17. ágúst: Maríumessa – Uppnumning Maríu meyjar til himna, stórhátíð. Biskupsmessa kl. 10.30. Georg Müller, biskup í Þrándheimi, er í heimsókn og messar ásamt biskupi okkar. Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30 Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00 Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Fimmtudaga: Skriftir kl. 19.30. Bæna- stund kl. 20.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30 Sunnudaga: Messa kl. 10.00 Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnu- daga: Messa kl. 11.00. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11:00 Guðsþjónusta. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guð- jónssonar. Áshildur Haraldsdóttir leikur einleik og prestur er sr. Þorvaldur Víðisson HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morgunsöngur kl.10:30 Organisti. AntoníaHevesi Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Ferming kl.16. Fermdur verður Logi Olgeirsson Svölu- hrauni 11. GARÐAKIRKJA: Kvöldmessa verður í Garðakirkju kl. 20:30 með altarisgöngu. Þetta er síðasta sinn sem kvöldmessa verður á þessu sumri. Kórinn styður safnaðarsöng, organisti er Jóhann Baldvinsson. Sr. Bára Friðriksdótt- ir og Nanna Guðrún djákni þjóna fyrir alt- ari. Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 20 og frá Hleinum kl. 20.10 og til baka að athöfn lokinni. Prestarnir. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Prófastur sr. Ólafur Guðmundsson á Eyrabakka messar í sumarleyfi sóknarprests. Léttur hádegisverður framreiddur í safnaðar- heimilinu eftir embætti. Morguntíð er sungin í kirkjunni alla morgna kl. 10 frá þriðjudegi til föstudags. Beðið fyrir sjúkum og sorgmæddum. Kaffidrykkja á eftir. For- eldramorgnar eru í safnaðarheimilinu á hverjum miðvikudegi kl. 11. HVERAGERÐISKIRKJA: Kvöldguðsþjón- usta kl. 20:00. Jón Ragnarsson HNLFÍ: Guðsþjónusta kl. 11:00 STARNDARKIRKJA í Selvogi: Guðsþjónusta kl. 14:00 Prestur: Jón Ragnarsson Organisti: Julian E.Isaacs AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti: Hjörtur Steinbergsson. Messa á Seli kl. 14.30. Sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Kl. 19.30 bænastund, kl. 20 almenn sam- koma. Allir velkomnir. LAUFÁSPRESTAKALL: Grenilundur : Guðsþjónusta sunnudaginn 17. ágúst kl. 16-. Sr. Kristján Valur Ingólfsson prédikar. LJÓSAVATNSPRESTAKALL: Illugastaðakirkja :Helgistund með léttum söng öll þriðjudagskvöld kl. 21-. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11 18. ágúst (mánud.) Kyrrð- arstund kl. 18. Sóknarprestur EIÐAKIRKJA: Messa kl. 11 HJALTASTAÐARKIRKJA: Messa kl. 16 Kaffi eftir messu. Prófastur Múlaprófastsdæmis sr. Sigfús J. Árnason visiterar söfnuðina. Organisti Kristján Gissurarson Allir velkomnir. Sóknarprestur BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Guðsþjónusta kl. 11 f.h. Gunnar Kristjáns- son sóknarprestur. KIRKJUBÆJARKLAUSTURSPRESTA- KALL: Langholtskirkja: Guðsþjónusta kl. 14:00. Samkórinn leiðir safnaðarsöng. Brian Bacon. Sr. Bryndís Malla Elídóttir. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa nk. sunnudag kl. 14:00. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson. Almennur safnaðarsöngur. Ganga undir leiðsögn um þinghelgi eftir messu. Kristinn Ág. Frið- finnsson HÓLAR Í HJALTADAL: Hólahátíð 17. ágúst. Messa kl. 14. sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup, prédikar.Kaffi- veitingar eftir messu í boði Hólanefndar. Hátíðarsamkoma kl. 16.30, Ræðumaður Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. Ávarp Skúli Skúlason, rektor. Þorsteinn frá Hamri fer með ljóð. Kammerkór Akureyr- arkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Einsöngvarar: Sigrún Arna Arn- grímsdóttir og Þórhildur Örvarsdóttir. Vel- komin heim að Hólum. Hólanefnd. Guðspjall dagsins: Hinn rangláti ráðsmaður. (Lúk. 16.) Morgunblaðið/ArnaldurGrensáskirkja. SUNNUDAGINN 24. ágúst nk. verður haldið upp á 80 ára afmæli Brimilsvallakirkju í gamla Fróð- árhreppi á Snæfellsnesi. Hátíðin hefst með messu kl. 15 þar sem biskup Íslands, hr. Karl Sig- urbjörnsson, prédikar. Kirkjukór Ólafsvíkur leiðir söng í messunni og Veronica Osterhammer flytur stólvers við undirleik Friðriks Stef- ánssonar organista. Börn og full- orðnir taka virkan þátt í söng, ritn- ingarlestrum og bænagjörð. Að messu lokinni verður farið í leiki á túninu við kirkjuna, þar munu m.a. Ólsarar og Fróðhreppingar etja kappi í reiptogi. Messukaffi verður í risatjaldi sem komið verður upp við kirkjuna og grillveisla fyrir yngri kynslóðina. Í tjaldinu verða flutt nokkur ávörp en afmælisdag- skránni lýkur svo með því að við- staddir sameinast í fjöldasöng. Vonast er eftir góðri þátttöku gesta í afmælishátíðinni, ekki síst þeirra sem eiga rætur að rekja í Fróð- árhreppinn. Gospelmessa á Ingólfstorgi Á MENNINGARNÓTT klukkan 20 verður Gospelmessa á Ingólfstorgi. Gospel þýðir fagnaðartíðindi og slík tíðindi verða flutt gestum og gangandi í messunni. Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur þjón- ar ásamt Gospelsveit Þóru Gísla- dóttur sem flytur kraftmikla tón- list. Allir velkomnir í götumessu. Biðjum Guð að gefa okkur gott og uppbyggjandi samfélag á Menning- arnótt. Miðborgarstarf KFUM/KFUK og kirkjunnar. Fermingarfræðsla í Neskirkju SUMARNÁMSKEIÐ fyrir ferming- arbörn hefst með samveru ferming- arbarna og foreldra þeirra í Nes- kirkju sunnudaginn 17. ágúst kl. 17. Þar verður sagt frá námskeiðinu og fermingarstörfum á vetri komanda. Kennsla hefst daginn eftir og verð- ur kennt kl. 10–16 til föstudags. Farið verður í dagsferð að Úlfljóts- vatni og dvalið þar við leik og störf. Kennt verður í 6 hópum. Í kennsl- unni er blandað saman leik og fræðslu, upplifun og umræðum. Fermingarbörnin fá nýja Biblíu í vasabókarbroti til að vinna með texta í tengslum við kvikmynd um ævi Jesú sem verður sýnd og rædd á námskeiðinu. Farið verður í vett- vangsferðir og rætt um lífið og til- veruna í sínum fjölbreyttu mynd- um. Umræður verða um siðferðileg gildi og lífsgrundvöll, leiðir til að stuðla að hamingju og velferð í þjóðfélaginu og heiminum. Full- yrða má að kirkjan sé einn öflugasti miðill siðrænna gilda sem skapað hafa grundvöll hér á landi fyrir góðu og fögru mannlífi. Því er fermingarfræðslan, sem felst í því að meta og skilja lífsstefnu Jesú Krists, eitt mikilvægasta verkefni lífsins. Börn, sem eru í vafa um það hvort þau vilji fermast, eru velkom- in á námskeiðið. Ferming- arnámskeiðið er tilvalið tækifæri til að gera upp hug sinn varðandi kenningar kirkjunnar um Jesú Krist, líf hans og starf. Ferming- arfræðsla kirkjunnar er liður í sam- starfi við foreldra sem látið hafa skíra börn sín og þar með valið þeim lífsgrundvöll kristinnar trúar. Sumarnámskeiðið er nú haldið fimmta árið í röð en það hefur mælst vel fyrir enda velja það yfir níu af hundraði fermingarbarna. Þau börn sem ætla að fermast næsta vor en hafa enn ekki skráð sig geta gert það á fyrrnefndri samveru. Auk sumarnámskeiðsins verður haldið vetrarnámskeið viku- lega í allan vetur handa þeim sem ekki kjósa að taka þátt í sumarnám- skeiðinu. Fermingarbörn sem ætla að vera á vetrarnámskeiði eru beð- in að skrá sig á skrifstofu kirkj- unnar eða í síma 511 1560 fyrir lok ágúst. Þátttakendur á báðum nám- skeiðunum mæta síðan í nokkrar messur og á fundi í æskulýðsfélagi kirkjunnar í vetur, taka þátt í söfn- un í samvinnu við Hjálparstarf kirkjunnar og fleira. Þá er áætlað að halda sérstakar unglinga- samverur í kirkjunni fyrsta föstu- dagskvöld í hverjum mánuði og verður sú fyrsta 5. september kl. 20. Messað kl. 11 á ný í Fella- og Hólakirkju Í SUMAR hafa verið kvöldguðs- þjónustur í Fella- og Hólakirkju á sunnudögum en frá og með sunnu- deginum 14. ágúst verður messað kl. 11 á sunnudagsmorgnum. Afmælishátíð Brimilsvalla- kirkju Morgunblaðið/Ásdís Hallgrímskirkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.