Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 48
ÍÞRÓTTIR 48 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ óskar eftir að ráða áhugasama þjálfara fyrir kvennakörfubolta og fimleika. Kvennahópar Fjölnis í körfubolta æfa í Rimaskóla tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Fimleikar eru með starfsemi í nýjum fimleikasal í Egilshöll og það er mikill kraftur í starfseminni. Fjölnir óskar eftir að komast í samband við aðila sem er tilbúinn til að koma á fót keppnisliði í samkvæmisdönsum. Einnig viljum við komast í samband við áhugasamt fólk sem vill taka að sér kennslu í íþróttaskóla Fjölnis fyrir börn á aldrinum 6-9 ára, sem starfar í öllum skólum Grafarvogs. Æskilegast er að starfsfólk íþróttaskólans séu íþróttakennarar, í það minnsta hafi reynslu af íþróttastarfi með börnum á aldinum 6-9 ára. Upplýsingar í síma 567 2085 eða 587 4085 eða senda fyrirspurn á fjolnir@fjolnir.is Ungmennafélagið Fjölnir í Grafarvogi ÍSLENDINGAR mæta í dag Svíum í undanúrslitum Evrópumóts piltalandsliða í handknattleik sem haldið er í Kosice í Slóvakíu. Árangur íslenska liðs- ins til þessa er glæsilegur, það vann fjóra af fimm leikjum sínum í riðlakeppninni og varð í öðru sæti riðilsins, á eftir Þjóðverjum. Í hinum undanúrslita- leiknum mætast Þjóðverjar og Danir. Á morgun verður síðan leikið til úrslita um Evrópumeist- aratitilinn og bronsverðlaunin. Heimir Ríkharðs- son, þjálfari íslenska liðsins, sagði við Morg- unblaðið í gær að sínir piltar stefndu ótrauðir að því að komast í úrslitaleikinn. „Þeir eru allir heilir og það er mikil stemning í hópnum. Við höfum fengið myndbönd af öllum leikjum Svíanna og skoðum þá vel í undirbúningnum fyrir leikinn. Þeir eru með jafnt lið en alls ekki ósigrandi og ég tel möguleika okkar á að leggja þá vera fyrir hendi. Ég hef fulla trú á að við getum lagt þá að velli,“ sagði Heimir. Leikur liðanna hefst kl. 15 að ís- lenskum tíma. „Hef trú á að við getum lagt Svíana“ TVEIR litháískir landsliðsmenn í hand- knattleik eru komnir til æfinga hjá bik- armeisturum HK og flest bendir til þess að Kópavogsfélagið gangi til samninga við þá á næstu dögum. Þeir heita Andrius Rack- auskas, 22 ára, og Augustas Strazdas, 23 ára, og eru báðir frá Granitas Kaunas, einu fremsta liði Litháens um árabil. „Mér líst mjög vel á báða piltana eftir að hafa horft á þá á tveimur æfingum,“ sagði Árni Stefánsson, þjálfari HK, við Morg- unblaðið í gær. Rackauskas er örvhent skytta en getur einnig leikið í hægra horninu og á miðj- unni. Strazdas er fjölhæfur leikmaður, sem mest hefur spilað sem skytta vinstra meg- in. Þeir hafa báðir verið í landsliði Lithá- ens undanfarin 4–5 ár, þrátt fyrir ungan aldur. Báðir voru þeir atkvæðamiklir með Granitas í EHF-bikarnum síðasta vetur. Þeir áttu stóran þátt í að slá Dunkerque, lið Ragnars Óskarssonar í Frakklandi, út úr keppninni og voru markahæstu menn Granitas í báðum leikjum liðanna í 3. um- ferð keppninnar. Í 16 liða úrslitum skoraði Rackauskas síðan 11 mörk í sigurleik gegn Slask frá Póllandi. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Árni hefur fengið um leikmennina hefur Rac- kauskas verið valinn í úrvalslið litháísku 1. deildarinnar fimm ár í röð og Strazdas fjórum sinnum á fimm árum. HK fær landsliðs- menn frá Litháen ÚRSLIT 1. deild karla Stjarnan – HK........................................2:2 Brynjar Sverrisson 2., Bernharður M. Guðmundsson 8. - Þorsteinn Gestsson 21., Guðbjartur Haraldsson 90. Keflavík – Haukar.................................5:0 Þórarinn Kristjánsson 18., Hólmar Rún- arsson 29., Kristján Jóhannsson 33., Scott Ramsey 37., Guðjón Antoníusson 90. Breiðablik – Leiftur/Dalvík.................2:1 Árni Gunnarsson 12., 74. - Jóhann Traustason 42. Þór – Afturelding..................................3:1 Jóhann Þórhallsson 10., 90., Ingi Hrannar Heimisson 41. – Boban Ristic 21. Staðan: Keflavík 14 10 3 1 40:14 33 Þór 14 8 4 2 36:25 28 Víkingur R. 13 7 5 1 19:9 26 Stjarnan 14 5 6 3 25:19 21 Breiðablik 14 5 2 7 16:19 17 Haukar 14 4 4 6 17:26 16 Njarðvík 13 4 3 6 28:30 15 HK 14 4 3 7 19:23 15 Afturelding 14 3 2 9 14:31 11 Leiftur/Dalvík 14 2 2 10 18:36 8 2. deild karla Tindastóll – Léttir..................................7:1 Fjölnir – KFS.........................................2:1 Selfoss – Víðir ........................................4:2 Völsungur 14 11 1 2 51:20 34 Fjölnir 15 10 3 2 44:20 33 Selfoss 15 9 2 4 35:20 29 Tindastóll 15 8 1 6 32:28 25 ÍR 14 6 2 6 28:24 20 Víðir 15 6 2 7 20:26 20 KS 14 5 4 5 22:23 19 KFS 15 4 3 8 31:40 15 Léttir 15 2 1 12 13:62 7 Sindri 14 1 3 10 21:34 6 3. deild karla C Magni – Snörtur.....................................8:0 Reynir Á. – Neisti H. .............................2:1  Vaskur og Magni eru komin í 8 liða úr- slitin. 3. deild karla D Einherji – Höttur...................................0:1 Fjarðabyggð – Leiknir F.......................1:2 Neisti D. – Huginn.................................1:4  Fjarðabyggð og Höttur eru komin í 8 liða úrslitin. KNATTSPYRNA Laugardagur: Efsta deild karla, Landsbankadeild: Laugardalsvöllur: Fram – ÍBV.................16 1. deild karla: Víkin: Víkingur R. – Njarðvík ...................14 2. deild karla: Sindravellir: Sindri – KS ...........................14 Húsavík: Völsungur – ÍR...........................16 3. deild karla A Tungubakki: Númi – Víkingur Ó. .............16 Torfnesvöllur: BÍ – Grótta ........................15 3. deild karla B Laugardalur: Afríka – ÍH..........................14 Þorlákshöfn: Ægir – Árborg .....................14 Leiknisvöllur: Leiknir R. – Freyr.............14 Grýluvöllur: Hamar – Reynir S. ...............14 3. deild karla C Blönduós: Hvöt – Vaskur...........................14 1. deild kvenna A Ásvellir: Þróttur/Haukar 2 – HSH...........14 Fjölnisvöllur: Fjölnir – RKV.....................14 1. deild kvenna B Vopnafj.: Tindastóll – Einherji .................16 Eskifj.: Fjarðabyggð – Sindri ...................16 Sunnudagur: Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar, úrslitaleik- ur kvenna: Laugardalsvöllur: ÍBV – Valur.................14 Efsta deild karla, Landsbankadeild: Grindavík: Grindavík – FH .......................14 Akureyri: KA – ÍA......................................18 3. deild karla A Fífan: Drangur – Deiglan..........................13 Skeiðisvöllur: Bolungarvík – Grótta.........14 1. deild kvenna A Smárah.: Breiðablik 2 – HK/Víkingur.11.13 1. deild kvenna B Vopnafj.: Einherji – Tindastóll .................16 Mánudagur: Efsta deild karla, Landsbankadeild: Fylkisvöllur: Fylkir – Þróttur..............19.15 UM HELGINA Keflvíkingar voru mun sterkariaðilinn í leiknum í gær. Fyrsta mark leiksins kom eftir að Magnús Þorsteinsson hafði leikið laglega á vörn Hauka og sent bolt- ann á Þórarin Krist- jánsson sem skoraði örugglega. Eftir markið hertu heima- menn tökin á leiknum og rúmum tíu mínútum síðar voru þeir búnir að setja annað mark. Nú var að verki Hólmar Rúnarsson sem sendi bolt- ann á milli fóta Jörundar Kristinsson- ar markvarðar og sem fyrr var það Magnús sem átti stoðsendinguna. Þriðja mark heimamanna skoraði Kristján Jóhannsson. Keflvíkingar fengu aukaspyrnu af vinstri kanti. Haukamenn náðu ekki að hreinsa frá marki og rak Kristján endahnútinn á sóknina. Á 37. mínútu skoraði Scott Ramsey fjórða mark Keflavíkur eftir klaufaleg mistök Jörundar Kristins- sonar. Seinni hálfleikur var ekki eins fjörugur og sá fyrri. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn en náðu ekki að nýta sér það. Á síðustu mín- útu leiksins kórónaði Magnús góðan leik sinn með þriðju stoðsendingu sinni og nú var það Guðjón Anton- íusson sem skoraði fyrir Keflvíkinga. Leikurinn í heild var ágætur en Haukamenn hafa oft verið sprækari í sumar. Maður leiksins: Magnús Þorsteins- son, Keflavík. Páll bjargaði Blikum Páll Gísli Jónsson, markvörðurBreiðabliks, tryggði sínum mönnum þrjú stig þegar Blikar sigr- uðu Leiftur/Dalvík 2:1 í Kópavogi. Hann varði glæsilega víta- spyrnu á 97. mínútu en fimm sekúndum eftir að hann varði flautaði dómari leiksins til leiksloka. Breiðablik var miklu sterkari að- ilinn í gær og það er ótrúlegt að Blik- ar hafi verið svo stálheppnir í lokin að fá stigin þrjú miðað við öll úrvalsfær- in sem þeir fengu í leiknum. Heima- menn fengu 13 mjög góð marktæki- færi og að þeir hafi aðeins náð að skora tvö mörk verður að teljast mjög slakt hjá þeim. Árni Gunnarsson gerði bæði mörk Blika og voru þau bæði af dýrari gerðinni. Fyrst kom hann Breiðablik yfir á 18. mínútu þeg- ar hann skoraði af 17 metra færi, stöngin inn. Gestirnir jöfnuðu metin þremur mínútum fyrir leikhlé þegar Jóhann Traustason skoraði eftir að hafa fengið góða sendingu frá Foriza Sandor inn fyrir vörn Blika. Á 74. mínútu gerði Árni sitt annað mark. Hann tók glæsilega við fyrirgjöf frá vinstri kanti og óð inn í vítateiginn og renndi boltanum í gegnum klofið á Sævari Eysteinssyni, markverði gestanna, en Sævar átti frábæran leik og bjargaði sínum mönnum hvað eftir annað. Breiðablik yfirspilaði gestina á löngum kafla í leiknum og skapaði sér fjölmörg færi og Kópavogsbúar voru miklir klaufar að gera ekki fleiri mörk. Leiftur/Dalvík sat til baka en gestirnir voru allt of ragir við að sækja fram á við. Þegar þeir gerðu það náðu þeir oft góðu spili og komu sér í ágætis sóknarfæri. Hákon Sverrisson, fyrirliði Blika, var óánægður með hve mörg úrvalsfæri fóru í vaskinn hjá Breiðabliki. „Við fengum fjölmörg færi og hefðum átt að sigra þennan leik örugglega. Við höfum verið miklir klaufar upp við mark andstæðinganna í sumar og það var engin breyting á því í kvöld. Sókn- armennirnir okkar standa sig alls ekki nægilega vel og góðir sóknar- menn myndu nýta mun betur öll þau færi sem við höfum fengið.“ Maður leiksins: Árni Gunnarsson, Breiðabliki. Þórsarar á sigurbraut Þórsarar lögðu sitt lóð á vogarskál-ar toppbaráttunnar í gær þegar þeir unnu Aftureldingu 3:0 og stukku þar með upp í annað sæti en Víkingur get- ur endurheimt það sæti með sigri á Njarðvík í kvöld. Aft- urelding er hins vegar enn í fallsæti. Leikurinn á Akureyrarvelli var æði fjörlegur. Heimamenn byrjuðu með látum og Jóhann Þórhallsson stýrði boltanum í netið á 10. mínútu eftir skot Péturs Kristjánssonar. Alex- andre Santos var svo felldur í vítateig Aftureldingar aðeins mínútu síðar en Einar Hjörleifsson varði vítaspyrn- una sem Orri Hjaltalín tók. Eftir þetta fóru gestirnir að komast meira inn í leikinn og eftir vandræðagang í vörn Þórs á 21. mínútu sendi Boban Ristic boltann í boga yfir Atla í mark- inu og jafnaði metin. Á 41. mín. kom Ingi Hrannar Heimisson Þór í 2:1 eftir góða sókn og sendingu frá Santos en áður hafði Einar Hjörleifsson oft varið stór- glæsilega í marki Aftureldingar. Einar hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og þótt Þórsarar ættu fleiri skot á markið en gestirnir var lánið ekki með þeim og Afturelding hefði getað krækt í stig í lokin. Jó- hann Þórhallsson gulltryggði loks sigur Þórs eftir að komið var fram yf- ir venjulegan leiktíma með einleik upp allan völl og snyrtilegri af- greiðslu. Þórsarar áttu ein 25 skot að marki í leiknum en tíu þeirra strönduðu á góðum markverði gestanna. Orri Hjaltalín og Pétur Kristjánsson voru mjög sprækir í liði Þórs og þeir Jó- hann og Santos gerðu laglega hluti frammi. Einar markvörður var best- ur í liði Aftureldingar og Boban Ristic var skeinuhættur. Maður leiksins: Einar Hjörleifs- son, Aftureldingu. Óskabyrjun Stjörnunnar dugði skammt Varnarjaxlinn Guðbjartur Har-aldsson var hetja HK-manna þegar Stjarnan og HK skildu jöfn, 2:2, í Garðabæ. Guð- bjartur jafnaði metin á lokamínútunni og tryggði Kópavogslið- inu mikilvægt stig í fallbaráttunni en Stjörnumenn, sem hafa nú leikið níu leiki í röð án þess að bíða ósigur, töpuðu tveimur dýrmæt- um stigum í toppbaráttu deildarinn- ar. Garðbæingar fengu sannkallaða óskabyrjun því eftir aðeins átta mín- útna leik var staðan orðin 2:0. Brynj- ar Sverrisson og Bernharður M. Guð- mundsson skoruðu mörkin með skalla þar sem varnarmenn HK voru sof- andi á verðinum. En í stað þess að láta kné fylgja kviði þá slökuðu Stjörnumenn á og HK-ingar náðu smátt og smátt betri tökum á leikn- um. Þorsteinn Gestsson hleypti bar- áttuanda í HK-liðið þegar hann minnkaði muninn með enn einu skallamarkinu. Brynjar Sverrisson fékk gott færi á að koma Stjörnu- mönnum aftur í tveggja marka for- ystu þegar hann komst einn í gegn en Gunnleifur, markvörður HK, sá við honum. Mikil barátta einkenndi leikinn í síðari hálfleik. HK-menn voru öllu sterkari og það var eins og Garðbæ- ingar hugsuðu um það fyrst og fremst að halda fengnum hlut. Á lokamínút- unni fékk HK aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Stjörnunnar. Hörður Már Magnússon sendi boltann inn í teiginn og þar renndi Guðbjartur sér á knöttinn og kom honum inn fyrir marklínuna, 2:2. Vilhjálmur Vilhjálmsson og Sveinn Magnússon voru bestir í liði Stjörn- unnar og Dragoslav Stojanovic átti ágæta spretti, en hjá HK lék Grétar Már Sveinsson vel, Hörður Már lét meira að sér kveða þegar hann var færður úr vörninni framar á völlinn og varamennirnir Gunnar Örn Helga- son og Brynjar Víðisson hleyptu lífi í annars baráttuglatt HK-lið í seinni hálfleik. Maður leiksins: Vilhjálmur Vil- hjálmsson, Stjörnunni. Fátt virðist geta stöðvað Keflvíkinga KEFLVÍKINGAR sýndu það á heimavelli í gærkvöldi að það er fátt sem getur komið í veg fyrir að þeir tryggi sér sæti meðal þeirra bestu í úrvalsdeildinni næsta keppnistímabil. Þeir fengu Hafnarfjarðarliðið Hauka í heimsókn og voru Haukar ekki mikil hindrun fyrir Keflvíkinga, sem sendu knöttinn fimm sinnum í netið hjá þeim, 5:0. Línurnar á toppi 1. deildar virðast vera að skýrast. Keflvíkingar stefna ótrauðir á úrvalsdeildarsæti – Þór og Víkingur berjast hatrammlega um hitt lausa sætið. Þegar fjórar umferðir eru eftir í deildinni er Keflavík með 33 stig. Þór, sem lagði Aftureldingu að velli í gærkvöldi, er með 28 stig og Víkingur, sem á leik til góða gegn Njarðvík í dag, er með 26 stig. Stjarnan kemur næst með 21 stig. Atli Þorsteinsson skrifar Stefán Þór Sæmundsson skrifar Guðmundur Hilmarsson skrifar Atli Sævarsson skrifar Pétur í lands- liðshópinn PÉTUR Hafliði Marteinsson, leikmaður Stoke, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp- inn sem heldur til Færeyja á sunnudaginn. Landsliðsþjálf- ararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson ákváðu að bæta Pétri inn sem 19. manni í hópinn þar sem óvíst er hvort Lárus Orri Sigurðsson getur tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Pétur hefur leikið vel að undanförnu með liði Stoke, sem mætir Wimbledon í dag á Britannia í annarri umferð 1. deild- arinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.