Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR dr. Áslaug Geirs-dóttir, prófessor í jarð-fræði við Háskóla Ís-lands, stundaðiframhaldsnám í Boulder í Colorado í Bandaríkjunum hvatti einn prófessoranna hana til að starfa við sjávarbotnsrannsóknir við Baffinsland þar sem hann hafði stundað rannsóknir til margra ára og lýsti raunar furðu sinni á að hún hefði hug á að snúa aftur til Ís- lands. „Í mínum huga kom hins vegar aldrei annað til greina en að snúa aftur heim. Ísland er gull- náma fyrir jarðfræðinga.“ Sérsvið Áslaugar eru jöklajarð- fræði, setlagafræði og fornlofts- lagsfræði. Hún hefur fengist við ýmsar rannsóknir á þessum sér- sviðum sínum, en sú viðamesta stendur nú yfir, undir stjórn henn- ar og dr. Gifford H. Miller, pró- fessors við háskólann í Colorado, Boulder. Rannsóknin ber heitið Hlý og köld tímabil: Rannsóknir á þróun veðurfars síðustu 10–12 þús- und árin. Að henni kemur mikill fjöldi vísindamanna, innlendra sem erlendra, en þeir ætla að reyna að svara spurningum á borð við þær hvort jöklar á Íslandi séu leifar ís- aldarjökulsins sem þakti landið í fyrndinni, eða hvort einhvern tím- ann á síðustu 12 þúsund árum hafi hlýnað svo mikið að þeir hafi horfið með öllu og myndast svo aftur þeg- ar kólnaði á ný. Þeir vilja vita hve- nær jöklar náðu hámarki á síðasta jökulskeiði og hvenær þeir fóru að hörfa, hvaða veðurfarssveiflur urðu og hvaða áhrif þær höfðu á jöklana, hvort þessar veðurfarsbreytingar hafi verið reglulegar, hversu mikla hlýnun þurfi til að t.d. Langjökull bráðni og hvaða áhrif það hefði í för með sér, hvað sé ólíkt í veð- urfari í dag miðað við fyrri tíma og við hverju eigi að búast í framtíð- inni. Svörin við öllum þessum spurn- ingum leynast að öllum líkindum í borkjörnum sem teknir voru úr þremur íslenskum stöðuvötnum í sumar og fást með samanburði á þeim og sjávarsetskjörnum sem til eru frá Faxaflóa, Djúpál, Ísafjarð- ardjúpi og Húnaflóa. Samfelld gögn voru ekki til Verkefnið fæddist á fundi jarð- fræðinga og fleiri vísindamanna, sem Áslaug og samstarfsmaður hennar Gifford H. Miller stóðu fyr- ir á Kirkjubæjarklaustri sumarið 2000. „Þarna var haldin alþjóðleg ráðstefna fólks, sem starfar á ýms- um sviðum jarðfræði, jöklafræði og loftslagsfræði,“ segir Áslaug. „Vís- indamenn, sem höfðu starfað við rannsóknir á Svalbarða, héldu því fram að jöklar hefðu horfið þar á tímabilinu fyrir 7–9 þúsund árum, því þá hefði verið heitara á norð- urhveli en var síðar. Við Íslending- arnir vorum spurðir hvort hið sama hefði gerst hér. Við urðum að við- urkenna að þessu gætum við ekki svarað. Vissulega hafa íslenskir vísindamenn velt þessu fyrir sér og sumir talið að jöklar hafi alveg horfið á þessu tímabili, en aðrir að þeir hafi minnkað all verulega, en síðar stækkað á ný. Við gátum hins vegar ekki byggt þessar tilgátur á samfelldum gögnum um stærð jökla á nútíma á Íslandi, því slík gögn eru ekki til. Gifford er hins vegar maður framkvæmda og taldi að við yrðum að fá svör við þessu. Við settumst niður og skoðuðum kort af Íslandi. Hann rak strax augun í Hvítárvatn við Langjökul og sagði að ef Langjökull hefði ein- hvern tímann horfið á síðustu 10 þúsund árum þá ætti það að koma fram í gerð setlaganna á botni vatnsins.“ Þau Áslaug og Gifford ákváðu að byrja á að kanna hversu þykk set- lögin í Hvítárvatni væru. „Ég fékk Kjartan Thors jarðfræðing til að koma með bát sinn, Bláskelina, og endurvarpstæki til að mæla set- þykkt. Í ljós kom að setlögin í Hvítárvatni eru 30–50 metrar á þykkt og skiptast greinilega eftir tímabilum. Út frá þeirri lagskipt- ingu sem fram kom í endurvarps- mælingunum mótuðum við fljót- lega kenningu um að upphaflega hefði ísaldarjökullinn legið þarna yfir, en svo hörfað til suðausturs snemma á nútíma, skilið eftir sig jökulberg á botninum og síðan hefði straumvatnaset farið að safn- ast fyrir. Svo kemur tímabil, þar sem við teljum að jökuláhrifin séu mjög lítil og fínkorna sandlag myndast. Á þeim tíma má ætla að sumrin hafi verið tiltölulega hlý og hefur Langjökull væntanlega verið lítill eða hann jafnvel horfið með öllu. Svo breytist þetta á ný og greinilegt að jökullinn stækkar og fer að kelfa út í vatnið. Þá gerum við ráð fyrir að fínkorna silt og leir hafi sest til og síðan silt með fall- steinum, en það er mjúkt stöðu- vatnaset með hnullungum sem ís- jakar hafa borið út í vatnið. Við gerðum okkur í hugarlund að þarna væri hægt að sjá kólnunina sem hófst fyrir 5 þúsund árum og varð til þess að jöklar gengu fram beggja megin Norður-Atlantshafs- ins. Þessi tími lágs sumarhita náði svo hámarki á tímabilinu sem kall- ast litla ísöldin, en hún er talin hafa náð frá um 1400–1900 AD.“ Endurvarpsmyndin, sem Kjart- an Thors náði af setlögunum, dugði Áslaugu og Gifford ekki. „Við urð- um að ná í sýnishorn af þessum setlögum. Allir eru á einu máli um að Ísland er mjög mikilvægt í veð- urfarsrannsóknum. Landið liggur á mörkum heitra og kaldra sjávar- strauma. Ef vetur er harður nær hafís að norðurströndinni, en fær- ist miklu norðar í heitara ári. Þessi mörk milli kaldra og heitra sjáv- arstrauma hafa sveiflast frá því að vera langt sunnan við landið á jök- ulskeiðum og vel norður af landinu á hlýrri tímabilum. Svona sveiflur, sem verða á mörkum kaldra og heitra strauma, hljóta að speglast í jarðlögunum.“ Áslaug vísar einnig til gagna frá öðrum löndum, sem sýna hvernig heit og köld tímabil skiptast á. „Við getum lesið þessa sömu sögu úr línuriti yfir bráðnun jökuls á Baff- inslandi, vestan við okkur, og gögnum um trjágróður í Svíþjóð og myndun dropasteina í hellum í Norður-Noregi, fyrir austan okk- ur. Þessi gögn sýna að heitasta tímabil síðustu 12 þúsund ára á norðurhveli var fyrir 6 til 9 þúsund árum. Þá bráðnuðu jöklar alveg, en hvað gerðist á Íslandi?“ Jökull yfir landgrunninu Vísindamenn hafa gert sér mynd af því hvernig ísaldarjökullinn hörfaði á Íslandi, þótt nákvæmari upplýsingar skorti. „Við teljum að hann hafi þakið megnið af land- grunninu þegar hann náði há- marki. Við völdum Hvítárvatn til rannsókna, því þar getum við lesið áhrif jökulsins síðustu 10 þúsund ár, en um það leyti lá jökulskjöld- urinn þar sem vatnið er núna. Jök- ullinn hörfaði svo enn meira og vatnið tók að myndast. Ef ekki er að finna nein áhrif jökuls á set- myndun í vatninu á einhverju tíma- bili má ætla að hann hafi minnkað allverulega eða jafnvel horfið alveg um tíma. Við ætlum okkur að fá óyggjandi svör við þessu.“ Hvítárvatn er 70–80 metra djúpt. Svokallaður Norðurjökull gengur nú fram í vatnið úr Lang- jökli, en Suðurjökull gerir það ekki lengur, þótt hann hafi gert það framan af 20. öldinni. Norðurjök- ullinn hefur hörfað allnokkuð á síð- ustu áratugum. Með dýptarmæl- Við boranir í þrjú íslensk stöðuvötn í sumar feng- ust setkjarnar sem eru vísindamönnum sem gull- náma. Ragnhildur Sverrisdóttir ræddi við dr. Ás- laugu Geirsdóttur sem vonast til að rannsóknirnar varpi ljósi á loftslagsbreytingar síðustu árþúsunda. Borun í Hvítárvatn gekk vel. Í baksýn sést Norðurjökull, sem gengur fram í vatnið úr Langjökli. Morgunblaðið/Þorkell Dr. Áslaug Geirsdóttir, prófessor í jarðfræði. Sagan í botnseti stöðuvatna 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.