Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRIÐGEIR Grímsson verðurníutíu og fjögurra ára gamallá þessu ári – fæddur 1909eða sama ár og hús Lands- bókasafnsins við Hverfisgötu, nú Þjóðmenningarhús, var tekið í notk- un – og hefur sýslað við ýmislegt um dagana. Hann er eldhress miðað við aldur, ákveðinn og minnið betra en hjá mörgum ungmennum. Daglegir sundsprettir viðhalda síðan líkam- legu atgervi. Friðgeir hóf nám við Iðnskólann í Reykjavík árið 1930 og lærði vél- virkjun um þriggja ára skeið. Eftir fyrsta árið fékk hann að hlaupa yfir annað árið en stundaði síðan nám þriðja og fjórða árið. „Þegar ég var í fjórða bekk var ég fluttur til Hafnarfjarðar þar sem ég vann í útibúi vélsmiðjunnar Hamars í Hafnarfirði og þurfti að fara til Reykjavíkur til þess að geta klárað námið,“ segir Friðgeir. „Ekki var nauðsynlegt að ljúka fjórða árinu til þess að fara í Vélskólann og verða vélstjóri, en það þurfti hins vegar til þess að geta orðið meistari í faginu síðar meir. Það var ekki hægt nema ég fengi að fara aðeins fyrr úr smiðj- unni en ætlast var til, þar sem ég hjólaði til Reykjavíkur. Strætisvagn- arnir gengu ekki þarna á milli eins og núna og ég átti því fárra kosta völ. Einstaka sinnum keypti ég að vísu far með Steindórsbílum en leigubíll var alltof dýr, kostaði túkall sem var voðalega mikill peningur á þeim tíma. Ég fór líka reyndar einu sinni eða tvisvar þarna á milli á skíð- um en það tók lengri tíma og í þau skipti var ég of seinn í tíma. Þetta var helvítis þrældómur enda lét Helgi Hermann, skólastjóri Iðnskól- ans, standa upp fyrir mér og klappa við útskriftina. Það voru sumir með hærri einkunnir, en vegna þessa dugnaðar og hversu mikið ég hafði fyrir að klára fjórða árið þótti hon- um víst ástæða til.“ Friðgeir lauk námi við Vélskólann árið 1933. Þá var hann ráðinn að- stoðarvélstjóri á línubáta og nokkru síðar, eða árið 1934, varð hann 2. vél- stjóri á botnvörpunginum Garðari, sem þá var flaggskip togaraflotans. Hann starfaði á Garðari næstu fjög- ur árin. Námsbókin orðin gagnsæ að lokum „Ég missti fyrri konuna mína, Ey- rúnu Guðmundsdóttur, úr berklum. Áður en hún hvarf yfir móðuna miklu gaf hún mér Þýsk-íslenska orðabók Jóns Ófeigssonar í afmæl- isgjöf. Við áttum þá eitt barn, tveggja ára stúlku, og Eyrún sagði við mig: „Þú ferð til Þýskalands til að læra meira, svo að þú getir verið í landi með dóttur okkar.“ Þýska var kennd seinasta veturinn í Iðnskól- anum en þá hefði ég þurft að fara til Reykavíkur á laugardegi og ég kaus að sleppa því flani. Ég hafði af þeim sökum ekkert lært í þýsku og þurfti auðvitað að læra hana til að geta komist út. Ég fékk mér námsbókina sem þá var kennd í skólum og las hana í frístundum á togaranum, al- veg spjaldanna á milli. Ég fór líka stundum með bókina niður í vélar- rúm og það var svo mikil feiti á fingrunum á mér að þegar ég hætti á togaranum sást í gegnum síðurnar á henni. Ég fékk enga aðra kennslu og las þetta allt sjálfur. En ég var líka svo heppinn að fiskimjölsverksmiðja var tekin í skipið, sem þá var alveg nýtt fyrir- bæri. Vélarnar voru settar um borð í Þýskalandi og þeim fylgdi Þjóðverji. Hann vildi helst tala við mig þar sem ég starfaði við vélar og skildi hann best af áhöfninni, fyrir utan kannski loftskeytamanninn. Ég var hins veg- ar alltaf nærtækur og farinn að lesa þýskuna af miklu kappi. Við töluðum því mikið saman og þar fékk ég tal- æfingu.“ Friðgeir frétti af því að Guðmund- ur J. Hlíðdal, fyrrverandi póst- og símamálastjóri, og Þórður Runólfs- son, fyrrverandi öryggismálastjóri, hefðu numið tæknifræði í Ingenierschule zu Mittweida í Þýskalandi, sem er í bænum Mitt- weida í Saxlandi. Skólinn var settur á stofn árið 1867 og á árunum fyrir stríð löngu orðinn víðkunnur fyrir kennslu í vélfræði og smíði, raf- magnsfræði og bifreiða- og flugvéla- smíði. Friðgeir heimsótti Þórð sem bar skólanum vel söguna og sagði að þar væri reynt að taka vel á móti út- lendingum. Þegar Friðgeir var kominn til Mittweida sumarið 1938 stóð fríið yf- ir en skrifstofur skólans voru þó ekki lokaðar. Hann spurði eftir svoköll- uðum Studienrat, þ.e. kennara á þessu skólastigi, enda ekki um há- skóla að ræða og því ekki prófess- orar við kennsluna. Hann hét Popp. „Ég fékk að vita hvar maðurinn ætti heima, fór þangað og spurði um herr Popp,“ segir Friðgeir. „Þá birtist ungur maður í dyrunum. Mig grun- aði strax að um misskilning væri að ræða, að kallað hefði verið á Popp yngri þar sem gesturinn var ungur. Ég ítrekaði því að ég vildi tala við kennarann og mikið rétt, þetta reyndist vera sonurinn. Popp eldri kom þó fljótlega og var hinn ljúfasti. Ég bar upp erindið, sem var svo- hljóðandi: Ég er búinn að ljúka próf- um frá iðnskóla og vélskóla, er menntaður vélvirki og hef starfað sem vélstjóri undanfarin fimm ár. Þess vegna vil ég fara fram á að hefja námið í Mittweida á þriðju önn. Herr Popp svaraði því til að varla kæmi til greina að ég sleppti heilu ári, en hann gæti þó rætt við skóla- stjórann og athugað málið. Skömmu síðar sagði hann við mig að þetta væri reynandi, úr því að ég talaði svona góða þýsku. Hann tók þó fram, að ef ég félli á prófunum um áramót yrði ég að gjöra svo vel að byrja upp á nýtt og í þetta skipti í fyrsta bekk. Ég sló til. Og það hafð- ist. Og ég get sagt með sanni að ég átti þýskulestrinum um borð í Garðari mikið að þakka hvað varðaði þetta stökk yfir heilt ár.“ Hvatning frá rektor skólans Þegar Friðgeir var búinn að vera tvær annir úti, vorið 1939, hélt hann heim til Íslands og ætlaði að eyða sumarfríinu þar. Hann kveðst hafa notað allar leiðir til að ferðast þarna á milli með ódýrum hætti og fór með togara á milli eins og svo oft síðar. „Ég var því heima þegar sú frétt barst að stríðið væri skollið á. Mér leist ekkert á blikuna og ætlaði að hætta við allt saman. Jessen, skóla- stjóri Vélskólans, kom til mín um svipað leyti og bað mig að kenna teikningu og vélfræði. Og Þórður Runólfsson, sem þá var orðinn for- stjóri Vélaeftirlitsins, kom líka til mín og réð mig í eftirlitið. En þá fékk ég bréf frá rektornum í Mitt- weida, þar sem stóð: „Þér verðið að koma og klára námið því að yður hefur gengið svo vel og ekki nema stutt eftir þar til þér verðið tæknifræðingur.“ Þetta varð til þess að ég fór út með síðustu ferð Gullfoss til Danmerkur haustið 1939 og komst með lest þaðan til Þýskalands.“ Friðgeir segir að skólinn í Mitt- weida hafi verið afskaplega framar- lega á sínu sviði á þessum tíma og það hafi hann sannfrétt bæði fyrir- fram og eftir námið. Í mörgum fög- um hafi verið góður tækjakostur en í öðrum var hann einfaldari. „Rann- sóknastofurnar voru nokkuð góðar, að ég held. Við vorum til dæmis með góð tæki til að prófa slit á málmum, kanna hörku þeirra og burðarþol og áhrif sýrunotkunar á þá. Í rafmagns- fræðinni höfðum við auðvitað búnað til að kanna straum og spennu og breyta eftir þörfum.“ Friðgeir minnist þess líka, eins og áður kom fram, að í Mittweida – sem var þá um 25 þúsund manna bær – hafi erlendir námsmenn fengið höfð- inglegar móttökur, sem hann telji ekki hafa stafað af eintómri gest- risni. „Þjóðverjarnir vildu fá útlend- inga til náms, í og með til að þeir bæru orðstír lands og þjóðar sem víðast. Þeir gerðu ýmislegt fyrir þessa námsmenn og þess má geta að þegar ég hóf nám í Mittweida var gengi þýska marksins öðru hvoru megin við eina krónu íslenska, þ.e.a.s. fyrir námsmenn var sérstök gengisskráning. Síðan var annað gengi í gildi fyrir ferðamenn og það þriðja fyrir heimamenn. Þetta skipu- lagði Karlinn [Hitler] allt saman,“ segir Friðgeir. Ákveðnum atriðum haldið leyndum Í bekknum voru á milli tuttugu og þrjátíu nemendur, víðs vegar að úr heiminum. Í bekknum voru einnig nokkrir Norðmenn, fáeinir Svíar, Finnar og Danir, Hollendingar, Belgar og einn Ítali en megnið var auðvitað Þjóðverjar. Sem dæmi um helstu námsgreinar hans á fjórðu önn skólans má nefna áframhaldandi kennslu í burðarþols- fræði, rekstrarfræði, málmafræði, bæði bóklega og verklega, vélfræði, léttar vélar og verklegar æfingar þeim tengdar, flugfræði og flugmót- ora, vélteikningar og tæknilega varmafræði. Hann stundaði þó ekki Galdurinn er að brosa framan í spegilinn Fyrri eiginkona Friðgeirs Grímssonar var dauðvona af berklum þegar hún gaf honum þýsk-íslenska orðabók og lét hann heita því að halda utan til fram- haldsmenntunar. Hann fór til náms í tæknifræði í Þriðja ríkinu á hátindi þess og segir meðal annars frá því í samtali við Sindra Freysson þegar hann rakst á Adolf Hitler á brautarpalli í München. Friðgeir var jafnframt þátt- takandi í hinni víðfrægu Petsamo-för árið 1940, einn af frumkvöðlum Tæknifræðingafélags Ís- lands og réðst í það tæp- lega fimmtugur að umbylta lífi sínu og hefja nám í verkfræði. Morgunblaðið/Arnaldur „Ég var heima þegar sú frétt barst að stríðið væri skollið á. Mér leist ekkert á blikuna og ætlaði að hætta við allt saman,“ segir Friðgeir Grímsson. ’ Þegar ég ætlaði að loka fyrirtækinu fékkég hringingu frá háttsettum manni í stjórn- kerfinu, sem útskýrði fyrir mér að mjög áhrifamiklir aðilar kæmu að rekstrinum, þar á meðal þingmenn, og að lokun myndi hleypa í þá illu blóði … ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.