Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 17 nám í einni grein, Volkswirtschaft, eða hagfræði, að sögn Friðgeirs vegna þess að eðli námsins hefði ver- ið pólitískt og því ekki ætlað öðrum en heimamönnum. „Ég var útlendingur og það kom því ekki til greina að ég eða aðrir að- komumenn lærðu þetta fag. Það var einfaldlega strikað út úr stunda- skránni okkar,“ segir hann. Á meðal námsgreina á fimmtu önn skólans má nefna nám í burðarþoli og stöðugleika flugvéla, vélfræði vélakosts, sem notaður var í verk- stæðum og verksmiðjum, rekstrar- fræði og flugvéla- og bifreiðafræði. Einnig tímar til að fræðast um lyftu- tæki, mótora og æfingar með þá, raf- vélar, byggingar á loftfartækjum og æfingar þeim tengdar, vörubíla og önnur stórvirk farartæki, pumpur og þéttitækni, smíði úr léttmálmum og ýmislegt fleira. „Ég hafði mestan áhuga á að fræðast um flugvélar og stór farar- tæki,“ segir Friðgeir. „Ég hafði mik- inn áhuga á flugmótorum. Ég var ungur maður og þetta var bara æs- ingur, óhugsað að mestu. Við feng- um að skoða flugvélar en þó dróst þetta fag saman á námstíma mínum, því flugvélafræðin var sameinuð al- mennu vélfræðinni, og við fengum því lítið að prófa mótora og þurftum aðallega að horfa á þá. Ég held líka að þarna í upphafi heimsstyrjaldar hafi þótt nauðsynlegt að halda viss- um hlutum leyndum og Karlinn passaði upp á að útlendingar kæm- ust ekki að neinu fullkomnu sem komið var í framkvæmd. Kannski lágum við undir hálfgerðum njósna- grun án þess að vita nokkurn tímann af því sjálfir, útlendingar í Þriðja ríkinu. Við heimsóttum þó einhvern flugvöll, skoðuðum litlar vélar og horfðum á þær fara í loftið. Ein- hverjir okkar fengu að fara upp í þær og kynnast þeim nánar, en ég var ekki einn af þeim. Við vorum hins vegar mikið með bílana og þeg- ar ég fór að hugsa málið lagði ég meiri áherslu á almenna vélfræði.“ Tvær stríðandi þjóðir ljúga báðar - Fannst þér ekki varhugavert að æða til náms í Þýskalandi á sama tíma og Þjóðverjar voru að vígbúast fyrir yfirvofandi stríðsrekstur sinn? „Maður hafði ekki trú á því að það kæmi til stríðs eða að hættulegt yrði að fara út,“ segir Friðgeir ákveðinn. „Og þó að stríðið væri brostið á varð ég sáralítið var við að það stæði yfir. Ég sökkti mér ofan í námið og las blöð voðalega lítið eða heyrði í út- varpi. Mittweida var líka rólegur bær þar sem allt snerist um skólana og námsmennina. Það var heldur aldrei nein pólitík svo að ég vissi á vörum manna. Fyrir utan tvo ljóm- andi góða þýska drengi var ég einnig aðallega í félagsskap Norðmanna og Dana, og þegar við skemmtum okk- ur á barnum á járnbrautarstöðinni voru bara venjulegir drykkjusöngv- ar sungnir yfir ölinu. Og það þrátt fyrir að oft á tíðum væri bara sett leiðsla beint frá bjórtunnunni til sumra strákanna! Ég man þó eftir nokkrum undantekningum. Einu sinni kom til mín maður sem ég kannaðist lítillega við og sagði við mig: „Veistu það, herr Grímsson, að okkar menn tóku París í gær.“ „Hvað segirðu?“ svaraði ég. „Því trúi ég mátulega. Þegar tvær þjóðir eiga í stríði lýgur bæði þjóðin sem ráðist er á og hin sem réðst á hana.“ „Jæja,“ sagði hann bara. „Taktu þá eftir á morgun.“ Og mikið rétt, næsta dag var það staðfest að Þjóðverjar hefðu hertekið París 14. júní 1940. Og þegar lætin stóðu sem hæst man ég líka eftir því að einn morguninn var búið að strengja borða yfir innganginn á aðal- byggingu skólans. Það stóð: Wir willen keine Juden auf unser Schule! Raus mit dem Juden! Eða: Við vilj- um enga gyðinga í okkar skóla! Burt með gyðingana! Og ég frétti líka að rúður hefðu verið brotnar í gyðinga- sjoppu sem seldi bækur einhvers staðar í bænum. Þetta er það eina sem ég varð var við. Ég varð ekki einu sinni var við allar þessar hörm- ungar sem við þekkjum frá sögunni, dráp á gyðingum og ofbeldi gegn þeim – nema kannski lítilsháttar þegar ég kom aftur til Danmerkur – og eru margir hissa á því. Og að- allega varð mér þetta ljóst þegar ég kom hingað heim og þá af fréttum að utan.“ Þótt Friðgeir hafi að mestu leitt hjá sér styrjaldarbrambolt Þjóð- verja og pólitískan áróður á þessum örlagatímum fór hann ekki varhluta af ýmsum þrengingum samhliða stríðsrekstrinum. „Ég fann fyrir því að maturinn var ákaflega einfaldur og af skornum skammti, það sem maður fékk. Kaffi var ekki hægt að fá, nema gervikaffi, og smjör fékkst ekki nema gegn skömmtunarseðlum og sá skammtur var mjög lítill. Ég hafði litla peninga handanna á milli og varð að lifa afar spart. Ég borðaði á mensunni, sem við kölluðum, þ.e. matsal skólans, og þar var eilíflega grautur á boðstólum með einhverj- um smátutlum af kjöti saman við, baunir og eitt og annað en mest lítið þó. Á kvöldin keypti ég mér brauð þegar hægt var að fá það og eitt- hvert álegg og borðaði það í her- berginu mínu. Þetta var frekar ódýrt en ákaflega klént. Það dugði mér til að halda holdum en ekki miklu meira en það. Ég fékk hins vegar kol til að kynda ofninn í her- berginu mínu.“ Leigusalar Friðgeirs í Mittweida voru tveir og hjá öðrum þeirra, virðulegri frú, veitti hann athygli að eiginmaður hennar var önnum kaf- inn. „Húsbóndinn fór alltaf burt á kvöldin, eftir að hann hafði lokið sín- um vinnudegi, og þá í verkafötum. Mér fannst þetta svolítið grunsam- legt og spurði konuna hans einhvern tímann hvert hann færi. Ég fékk þá þau svör að hann væri að fara í þegnskylduvinnuna. Þetta var í blá- byrjun stríðsins og sennilega hefur verið um að ræða gröft eða ein- hverja aðra líkamlega erfiðisvinnu, sem þessir menn fengu ekkert borg- að fyrir, nema auðvitað þakklæti for- ingjans og föðurlandsins. Þetta gerði hann þegjandi og hljóðalaust, til að leggja sitt af mörkum til að styrkja fjárhag ríkisins.“ „Ekki mikill fyrir mann að sjá – en einbeittur“ Friðgeir útskrifaðist frá tækni- skólanum í Mittweida 25. júlí 1940 – um sama leyti og orrustan um Bret- land varð stöðugt hatrammari. Hann ákvað að halda upp á námslok og góðan námsárangur með því að hjóla til Austurríkis ásamt þýskum kunn- ingja sínum. Þar klifu þeir Gross- glockner, hæsta fjall Austurríkis, 3.798 metra hátt. „Ég var búinn að tala við Harry Friðriksen, sem vann hjá Sambandinu í Danmörku, og bað hann að senda mér símskeyti ef hann frétti af ferð heim til Íslands. Alla leiðina frá Mittweida skaust ég inn á hvert einasta pósthús og spurði hvort þangað hefði borist skeyti eða bréf til mín. Þeir svöruðu neitandi en ég passaði mig á að láta alltaf vita hver næsti áfangastaður yrði. Þegar við komum ofan af fjallinu fór ég inn á lítið pósthús í smábæ þar í grenndinni og þá var kallað til mín: „Herr Grímsson, það er póstur hérna til yðar.“ Þá var það skeyti frá Harry um að hópur Íslendinga myndi sigla frá Kaupmannahöfn í ágústlok og þaðan í gegnum Stokk- hólm til finnska bæjarins Petsamo við Norður-Íshaf og loks með Esju til Íslands. Ég sagði kunningja mín- um samstundis að ég mætti ekki vera að því að hjóla til baka norður á bóginn. Við yrðum að taka lest heim til Mittweida þar sem ég gæti fengið fararleyfi yfirvalda.“ Þeir skiptu um lest á aðaljárn- brautastöðinni í München og voru nýbúnir að troða hjólum sínum og öðrum farangri inn í lestina til Mitt- weida þegar múgur og margmenni hópaðist út á brautarpallinn og 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.