Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 23
M ENNINGARNÓTT er merkisviðburður í Reykjavík. Heilmikill kostnaður er við í hátíð- ina. Mest fer þó í um- gjörðina, ekki ólíkt og þegar listamaður opnar myndlistarsýningu í Listasafni Íslands eða Listasafni Reykjavíkur. En þá sjá söfnin einmitt um að greiða allan kostnað við umgjörðina, þ.e. verktökum laun fyrir að koma salnum í stand eftir síðustu sýningu, mála veggi og kannski byggja nýja falska veggi, setja upp myndvarpa, stilla lýsinguna o.s.fv.. Það þarf líka að greiða fagmönnum fyrir að aðstoða við uppsetningu á listaverkunum, listfræðingi fyrir að skrifa texta í sýningarskrá og prentun kostar sitt. Ekki er vín- ið ókeypis sem safnið býður gestum á opnun og einhverjir fá kaup fyrir að uppvarta. Stundum spilar hljómsveit eða kammersveit við opnun og er tekinn aur fyrir það. Heill hellingur af fólki fær laun vegna einnar myndlistarsýningar, í raun allir sem koma að gerð hennar nema sjálfur myndlistarmaðurinn. Slíkt er sem sagt fyrirkomulagið á Menn-ingarnóttinni. Borgin heldur hátíðina,kynnir hana og kostar alla umgjörðina,en listamenn koma svo með afurðir sín- ar, þakklátir borginni fyrir að skapa fyrir þá að- stæður til að koma list sinni á framfæri. Það er auðvitað eftirsóknarvert fyrir myndlistarmann að vera með sýningu á Menningarnótt. Fjöldi manna mætir á sýningar, oft fleiri þennan eina dag en yfir heilt sýningartímabil. Sýningargestir eru reyndar í mjög misjöfnu ástandi, en þeir mæta allavega og skrifa í gestabókina til stað- festingar á metaðsókn. Söfnin lokka líka til sín mikinn fjölda manna með þéttri dagskrá af list- viðburðum. Ómögulegt er þó að hafa eftirlit með þessum fjölda á söfnunum og því hætta á skemmdum á listaverkum. Stærsti og dýrasti hluti hátíðarinnar hlýtur að vera flugeldasýningin. Þá er milljónum króna skotið í loftið og þær sprengdar fyrir framan þús- undir agndofa áhorfenda. Aldrei er jafnflott flug- eldasýning í Reykjavík og á Menningarnótt, nema þá á gamlársvöld en það er ósanngjarn samanburður. Flugeldasýningin markar líka kaflaskil á hátíðinni. Fyrir suma þýðir hún lok hennar en fyrir aðra merkir hún upphafið. o.s.fv. E-pillupartí eru vestræn og vanhugsuð útgáfa af þessháttar ritúölum og eru auðvitað bönnuð. Alkóhól er eina löglega vímuefnið á Vesturlöndum og spilar það mikilvæga rullu í ís- lensku samfélagi og er óspart notað við menn- ingarlega ritúala. Eins og áðurnefnd vímuefni þá virkar alkóhólið á heilann. Það hefur samt áhrif á aðra hluta heil- ans en t.d. ofskynjunarefnin. Þau loka fyrir boð- skipti ýmissa hluta heilans og því myndast tóm sem heilinn þarf að fylla í. Þá fara stöðvar heil- ans sem aldrei hafa áður átt samskipti að tala saman og breytist þá skynjunin á veru- leikanum. Alkóhólið sljóvgar aftur á móti starf- semi heilans. Það sljóvgar þó ekki tilfinningar sem heilinn hefur getað stjórnað eða haldið niðri og því brjótast þær út í móðursýki, van- máttarkennd, kraftadellu og óstjórnlega greddu. Rétt tvær vikur eru liðnar síðan síðasti skipu- lagði vímuritúallinn var haldinn hér á landi, þ.e. verslunarmannahelgin. Þá halda Íslendingar út í náttúruna og dvelja þar samfellt í þrjá daga til að tengjast henni og finna frummanninn í sjálf- um sér. Í frumstæðum samfélögum eru einnig haldnir svona náttúruritúalar. Indjánar í Kan- ada klífa kletta og liggja kyrrir á klettasyllum í sólarhring eða svo og kyrja. Búddistar við Him- alayafjöll gera slíkt hið sama, aðrir halda einir út í eyðimörk og svo má lengi telja. Við höfum þetta aðeins öðruvísi hér á landi. Við hópum okkur saman á afmörkuðum stöðum í nátt- úrunni og leyfum frummanninum að hlaupa stjórnlaust um náttúruna með hjálp alkóhólsins. Menningarnótt er annarskonar vímuritúall en verslunarmannahelgin þar sem þátttak- endur tengjast skapandi afurðum eigin menn- ingar. Eftir miðnætti, þ.e. flugeldasýninguna, heldur tónlistin þátttakendum ritúalsins við efnið eins og raunin er með vímuritúala frum- stæðra menningarsamfélaga. Þá dönsum við og drekkum fram undir morgun og sleppum okkur í trumbutaktinum. Og kannski, í eitt augnablik, þegar heilinn er orðinn nógu sljór og tilfinning- arnar hafa fundið sér farveg í öllu frelsinu sem við höfum fundið í listinni og alkóhólinu, þá upp- lifum við menningarlega samkennd. Þá fyrst sjáum við hve nauðsynlegt það er að heiðra list- ir okkar og menningu árlega með þessum hætti. Menningarlegur vímuritúall Blá hönd Shamans (Ayahuasquero) heldur á bita af Banesteriopsis caapi sem m.a. er notað í menningarlegan vímuritúal í S-Ameríku. AF LISTUM eftir Jón B. K. Ransu Alkahól setur ávalt svip sinn á Menningarnóttina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ísland er ekkert frábrugðið frumstæðummenningarsamfélögum þar sem vímuefnieru brúkuð við menningarlega ritúala.Norður-Ameríku-indjánar reyktu t.d. frið- arpípu sem var ekkert annað en „haus“. Öldum saman hafa ritúalar verið til í Mið-Ameríku sem tengdir eru meskalíni eða Peyote-ofskynjunar- kaktusi. Í Suður-Ameríku er það Ayahuasca- jurtablandan og í Afríku hafa menn fundið ýms- ar náttúruauðlindir sem koma mönnum í ann- arlegt ástand, allt frá plöntum til hráka úr froskum. Tónlist spilar jafnan lykilhlutverk í ritúölum með vímuefnum. Oftast er það takt- fastur trumbusláttur sem þátttakendur hrista sig eftir og ferðast svo út úr líkama sínum, hitta forfeður sína, anda skógarins, sitt innra dýr LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 23 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is OD DI H F J 94 38 Allt að 50% afsláttur af innfelldum halógenljósum. Fjöldi annarra sér- tilboða, m.a. útiljós á mjög góðu verði. Rýmum til fyrir nýjum vörum í ljósadeild ÁSGRÍMUR Ingi Arn- grímsson hefur gef- ið út ljóðabókina Óðs manns kvæði sem inniheldur 46 ljóð. Ásgrímur hefur áður gefið út ljóða- bókina Ljóðs manns æði árið 2000 og einnig skrifaði hann leikþátt um Jóhannes Kjarval sem fluttur var á Borgarfirði eystra sumarið 2002. Óðs manns kvæði er 51 bls., prent- uð í Gutenberg, hönnuð af höfundi. Ljóð MYNDLISTARSÝNINGU Geirþrúðar Finnbogadóttur Hjörvar, The weight of significance, í Galleríi Dverg, Grundarstíg 21 í Reykjavík, lýkur sunnudag- inn 17. ágúst. Sýningin er opin fimmtu- dag til sunnudags kl. 17– 19. Sýningu lýkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.