Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ SPÆNSKI 18. aldar listamaðurinnFrancisco Goya er gjarnan hylltur semfyrsti „nútíma“ listamaðurinn. Fjöldaverka hans hefur sett svip sinn á lista- söguna - ætimyndirnar Los Caprichos, eða Kenjarnar, eru þar aðeins eitt dæmi af mörgum - en engin verk þykja þó jafn byltingarkennd svörtu myndunum svo nefndu. Enn þann dag í dag geta martraðakennd viðfangsefnin komið áhorfendum úr jafnvægi í vernduðu umhverfi Prado listasafnsins. Þar brosir hrum kerla viðbjóðslegu brosi er hún beygir sig yfir matarskál sína. Djöfulleg vera hvíslar í eyra álúts gamals manns. Norna- sveimur umkringir galdramann með geit- arhöfuð að næturlagi. Hundur lyftir höfði fullur vonleysis. Og frægust þeirra allra: Tætings- legur skeggjaður maður með útstæð augu gleypir í sig mannveru sem þegar er orðin að kjötstykki. Þessari síðustu mynd, sem nefnd hefur verið Satúrnus, eftir risanum sem át börnin sín, hefur listfræðingurinn Fred Licht líkt við Sixtusarkapellu Michaelangelos. Sat- úrnus Goya eigi jafn stóran þátt í skilningi okk- ar á aðstæðum manna í dag eins og kapellan í skilningi okkar á 16. öldinni. Fábrotið hús á einni hæð Svörtu myndirnar, sem eru alls 14 talsins, prýddu á sínum tíma veggi annarrar hæðar Quinta del Sordo, sveitabýlis sem Goya festi kaup á árið 1819. Aðeins fjórum árum síðar gaf Goya sonarsyni sínum Mariano býlið og hélt sjálfur til Frakklands þar sem hann dvaldi til dauðadags 1828. Engar skráðar upplýsingar er að finna um svörtu myndirnar frá lífshlaupi listamannsins, og myndirnar voru hvorki mál- aðar samkvæmt pöntun, né seldar á meðan að hann var á lífi. Hálfri öld eftir dauða Goya voru myndirnar hins vegar skornar úr veggjum efri hæðar býlisins af nýjum eiganda hússins, barón d’Erlanger, sem gaf Prado safninu verkin árið 1878. Síðan þá hafa myndirnar verið meðal dýr- gripa Prado safnsins og uppruni þeirra ekki dreginn í efa þar til nú. Það er spænski listfræðingurinn Juan Jose Junquera, sem fenginn var til að skrifa bók um svörtu myndirnar, sem varpað hefur fram spurningum um uppruna myndanna. En Junquera er annars hvað þekktastur fyrir rann- sóknir sínar á 18. aldar spænskum húsgögnum. Hann hafði hins vegar ekki kafað lengi í skjöl og skrár tengd listamanninum er hann sá að sér var vandi að höndum. Húsið sem Goya gaf barnabarni sínu var aðeins á einni hæð - en myndirnar voru málaðar á veggi efri hæð- arinnar - og endurbætur á húsinu, sem m.a. hefðu geta falið í sér byggingu annarrar hæðar, áttu sér ekki stað fyrr en eftir lát listamannsins. „Ég fór að lesa allt það sem hefur verið skrif- að um svörtu myndirnar, hefur dagblaðið New York Times eftir Junquera. „Og ég fann nokk- uð sem var alveg ómögulegt.“ Aðeins er í tví- gang er minnst á að samtímamenn Goya hafi séð myndirnar. Fyrri vísanin er í hinni svo- nefndu Brugada skrá, sem sett var saman af vini Goya listamanninum Antonio de Brugada, en þar skráir Brugada og lýsir 15 myndum, einni fleiri en nú er vitað um, bæði í borðstof- unni niðri og gestastofunni fyrir ofan hana. Önnur vísanin er í tímaritsgrein sem Valentin Carderera, listamaður og safnari, birti árið 1838 og upplýsir að á sveitabýli Goya væri „varla sá veggur sem ekki væri fullur af ádeilumyndum og fantasíuverkum, meðal annars í veggjum stigans.“ Aðrar vísanir er ekki að finna þar til franski listfræðingurinn Charles Yriarte lýsti svörtu myndunum í bók sem birti ætimyndir af verkunum árið 1867. Svörtu myndirnar komu hins vegar ekki almenningi fyrir sjónir fyrr en 1878. Í kjölfar þessara uppgötvana lagðist Junq- uera yfir Brugada skrána og komst að þeirri niðurstöðu að hún væri samsuða frá því seint á 19. öld. „Orðin sem þar eru notuð voru ekki hluti af spænskri tungu á þessum tíma.“ Hann nefnir sem dæmi orðið vargueño, sem aldrei hefði ver- ið notað yfir skrifborð á tímum Goya. Hvað með lýsingu Cardera á stiganum í Quinta del Sordo, bendir hún ekki til að húsið hafi verið á tveimur hæðum? „Þetta var mjög fábrotið hús, stiginn var frumstæður stigi sem lá upp á háaloft,“ segir Junquera og bendir á að stiginn í tveggja hæða býlinu hafi ekki verið byggður fyrr en á sjötta áratug 19. aldar „Hon- um er mjög vel lýst í eignaskránni“ bætir hann við og á við eignaskrá sem gerð var árið 1854 við dauða Javier Goya, sonar listamannsins. Ekki sé þá minnst á neinar myndir Goya á veggjum stigans í þeirri skrá, aðeins brjóstmynd af lista- manninum. „Veggmyndirnar sem Carderera lýsti voru ekki svörtu myndirnar. Þetta voru glaðlegar myndir af venjum heimamanna, af fólki sem Goya þekkti,“ segir Junquera og segir myndirnar hafa verið eyðilagðar á einhverjum tímapunkti. „Þetta var fábrotið hús. Hús sem fólk heimsótti til að snæða hádegismat og hélt svo til baka til borgarinnar.“ Og ef húsið var skreytt þessum áberandi verkum, af hverju minntist enginn kunningja Goya á verkin? „Enginn talaði um þau, ekki einn einasti vina hans,“ segir Junquera og telur útkomuna aug- ljósa - svörtu myndirnar séu falsanir. „Ef efri hæðin var ekki til á tímum Goya þá eru mynd- irnar augljóslega ekki verk hans.“ Tómstundagaman Javiers En ef Goya málaði ekki svörtu myndirnar hver gerði það þá? Eftir að Junquera sannfærðist um að mynd- irnar væru ekki verk Goya leitaði hann logandi ljósi að rétta listamanninum áður en hann sætt- ist á Javier, son Goya, eina listamanninn sem hafði fullan aðgang að húsinu, sem og þekkingu á tækni og verkum Goya. „Ég held hann hafi málað myndirnar sér til ánægju,“ segir Junq- uera. En af hverju voru þær þá sagðar verk Goya? Að mati Junquera var það sonarsonurinn Mariano, sem hagnaðist einna mest á þeirri blekkingu, en Mariano var stöðugt blankur og með því að segja myndirnar verk Goya gat hann selt húsið mun hærra verði en ella. Listræn hæfni dregin í efa Ekki eru allir sáttir við þessa skýringu Junq- uera þó Javier hafi óneitanlega haft bæði tæki- færi og ástæðu. Listrænir hæfileikar Javiers eru hins vegar dregnir í efa af mörgum sérfræð- ingum, enda fátt vitað um listamannaferil hans. Engin þekkt verk eftir Javier hafa fundist til þessa, þó vitað sé að hann hélt utan 1803 til að halda áfram listnámi sínu og að tveimur árum síðar var hann titlaður sem listamaður á gifting- arvottorði sínu. Á síðari árum hafa þó vaknað upp spurningar um að Javier hafi ef til vill verið klókur í viðskiptum og ekki málað verk sín und- ir eigin nafni, heldur föður síns. Myndir Goya nutu enda þegar mikilla vinsælda og voru auð- seljanlegar. „Ef hann hefði getað selt móður sína þá hefði hann gert það, “ segir Junquera um Javier. Að Javier sé hinn raunverulegi höfundur svörtu myndanna er þó stærri biti en svo að allir geti kyngt, m.a. Nigel Glendinning prófessor við Lundúnaháskóla, sem rannsakað hefur verk Goya sl. 40 ár. Manuaela Mena, hjá Prado safn- inu telur rök Junquera heldur ekki nægar sann- anir til að draga eigi uppruna verkanna í efa, enda hefði það óneitanlega alvarlegar afleið- ingar í för með sér fyrir mikilvægi myndanna. „Hver einasti nútíma listamaður leggst á bæn fyrir framan myndina af Hundinum,“ segir Mena, sem fylgdi listamanninum Joan Miro á síðustu ferð hans um safnið. Á ferð sinni vildi hann sjá tvö verk, Las Meninas eftir Velazquez og Hund Goya. „Í hans augum bjuggu Hund- urinn og Las Meninas yfir sama kraftinum,“ sagði Mena. „Við getum ekki sent hundinn nið- ur í kjallara safnsins af því að hann var málaður á hæð sem kannski var ekki til í Quinta del Sordo.“ Satúrnus étur börnin sín. Nornasveimur Leyndardómur svörtu myndanna Svörtu myndir Francisco Goya þykja byltingarkennd- ustu verk þessa spænska listamanns. En hvað ef það var ekki Goya heldur sonur hans, Javier, sem á heiðurinn af verkunum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.