Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 29 isins (allt frá Víetnam til átaka í Mið-Ameríku) hafi það ekki haft áhrif á samstarfið innan banda- lagsins. Hann telur að jafnt hlutlægt sem huglægt virðist sem Evrópa og Bandaríkin eigi meira sameiginlegt á sviði öryggismála en það sem skilji þau að þar sem flestar ógnir megi rekja til hnattrænnar þróunar er snerti alla. Það eigi ekki síst við um hryðjuverkaógnina. Einnig megi nefna baráttu gegn útbreiðslu gjöreyðingar- vopna og þörfina á að tryggja stöðugleika í Rúss- landi og ljúka við starfið á Balkanskaga. „Þar með er ekki sagt að ekki sé neinn munur á öryggishagsmunum Bandaríkjanna og Evrópu, raunverulegur eða ímyndaður. Þótt öryggis- vandamál snerti í stöðugt ríkara mæli heims- byggðina alla er ekki þar með sagt að landafræði skipti ekki lengur máli. Öryggishagsmunir Bandaríkjanna í Austur-Asíu, þar með taldir samningar um öryggismál við Japan og Kóreu og sterk söguleg tengsl við Taívan, gera að verkum að Bandaríkin eiga ríkari hagsmuna að gæta þegar kemur að því að stjórna þeim flóknu um- skiptum sem eiga sér stað í Austur-Asíu vegna aukins máttar Kína og líklegrar sameiningar Kóreuríkjanna.“ Áfram NATO eða nýjar leiðir? En hvernig eiga Evr- ópa og Bandaríkin að haga samstarfi sínu? Á að endurnýja NATO eða er betra að fara nýjar leiðir til að ná settum markmiðum? Steinberg segir þá sem vilja viðhalda NATO aðallega beita fimm rök- semdum. Í fyrsta lagi eigi bandalagið sér að baki langa sögu sem helsti samráðsvettvangur banda- lagsríkjanna í fjölmörgum málum. Í öðru lagi sé bandalagið vettvangur þar sem öll ríki komi sam- an sem sjálfstæð ríki á jafnréttisgrundvelli. Rík- in skiptist ekki í hópa eða klíkur þar sem önnur ríki séu útilokuð frá þátttöku í ákvörðunum. Í þriðja lagi geri stækkun NATO og efld tengsl við Rússland að verkum að öll þau ríki sem skipti máli séu innan stofnunarinnar. Í fjórða lagi sé áfram mikilvægt að ríki eigi hernaðarlegt sam- starf þó svo að hin pólitíska vídd öryggisvanda- mála verði stöðugt mikilvægari. Þetta hafi sýnt sig í Afganistan og í Írak. Loks sé NATO for- senda þess að Bandaríkin hafi afskipti af örygg- ismálum Evrópu. Verði dregið úr hlutverki NATO muni það óhjákvæmilega leiða til að Bandaríkin dragi sig frá Evrópu. Þeir sem vilja fara nýjar leiðir telja að hægt sé að snúa öllum þessum röksemdum gegn banda- laginu. Í fyrsta lagi hafi NATO gegnt mjög tak- mörkuðu hlutverki þegar kemur að öryggismál- um utan Evrópu, ekki síst ef þau hafi haft einhverja pólitíska vídd. Í öðru lagi geri þróun Evrópusambandsins að verkum að ESB-ríkin muni í auknum mæli þurfa að móta sameiginlega afstöðu í málum. Ekki einungis endurspegli fjölgun NATO-ríkjanna í nítján og brátt í 26 ekki þróunina innan ESB heldur geti hún grafið und- an tilraunum ESB til að samræma stefnu sína í öryggismálum. Í þriðja lagi útvatni stækkun bandalagsins og fjölgun samstarfsvettvanga kjarna samstarfs Bandaríkjanna og Evrópu þar sem nú komi við sögu ríki í Kákasus og Mið-Asíu sem deili hvorki hagsmunum né gildum þeirra. Loks er bent á að ný og efld tengsl á milli ESB og Bandaríkjanna geti orðið að valkosti varðandi stöðu Bandaríkjanna í Evrópu. Steinberg telur ekki hægt að komast að ein- hlítri niðurstöðu í þessari deilu. Hins vegar virð- ist sem þeir er vilji áfram hafa NATO í öndvegi hafi meira til síns máls þótt vissulega verði að laga bandalagið og starfsemi þess að breyttum aðstæðum. Annað þekkt vandamál sem Steinberg fjallar um er að stöðugt meiri munur verður á hern- aðarlegri getu Evrópu og Bandaríkjanna, Evr- ópu í óhag. Telja sumir að jafnvel þótt Bandarík- in og Evrópa komist að samkomulagi um valdbeitingu geti þau ekki staðið að henni sam- eiginlega. Þessar áhyggjur telur Steinberg ýktar þótt vissulega sé vandinn til staðar. Í flestum til- vikum sé ekki þörf á hátæknibúnaðinum. Þá væri hægt að draga verulega úr muninum á getu her- aflanna ef Bandaríkin væru viljugri til að selja bandamönnum sínum hátæknibúnað. Engin ósýnileg hönd Til að hægt sé að ná því markmiði að Bandaríkin og Evrópa taki sameiginlega á öryggisvandamálum samtímans er ekki hægt að treysta á einhvers konar ósýnilega hönd. Það verður að taka nokkur mikilvæg skref til að ná markmiðinu, segir Steinberg. Í fyrsta lagi megi menn ekki falla í gryfju verkaskiptingarinnar og líta svo á að Bandaríkin sjái um hernaðaraðgerð- ir en Evrópuríkin taki til á eftir. Slíkt gæti að hans mati haft hörmulegar afleiðingar í för með sér. Skýr verkaskipting myndi smám saman leiða til þess að skýr munur yrði á því hvaða leiðir menn vilja fara til lausnar á deilum. Í öðru lagi verði Evrópuríkin að bæta herafla sinn og koma sér upp að minnsta kosti einhverj- um hátæknibúnaði ef hermenn frá Evrópu eigi að geta starfað við hlið bandarískra hermanna. Þá verði jafnt Bandaríkin sem Evrópuríkin að efla getu sína til friðargæslu og enduruppbygg- ingar ríkja. Í fjórða lagi megi ekki hverfa frá því að ákvarðanir innan bandalagsins séu teknar samhljóða. Pólitísk samstaða hafi legið að baki árangri NATO, ekki síður en hernaðarlegur máttur. Í fimmta lagi verði að finna lausn á því hvernig hægt sé að tengja hernaðarlega getu NATO og ESB án þess að það leiði til deilna. Í sjötta lagi verði að efla samstarf Evrópu og Bandaríkjanna á sviði hergagnaframleiðslu. Það hafi lengi verið í deiglunni en pólitískar deilur hamlað framförum. Tökum höndum saman Richard Morningstar, fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna hjá Evrópusamband- inu og nú kennari við Harvard-háskóla, leggur einnig ríka áherslu á mikilvægi Atlantshafssam- starfsins í grein er hann ritar í The Boston Globe fyrir nokkrum dögum. Rétt eins og Steinberg færir Morningstar rök fyrir því að Bandaríkin og Evrópa þurfi hvort á öðru að halda. Því sé nauð- synlegt að setja niður þær deilur er ríkt hafi í kjölfar Íraksstríðsins og taka höndum saman varðandi sameiginleg hagsmunamál. Hann bend- ir á að á síðustu mánuðum hafi komið greinilega í ljós að Bandaríkin þurfi nauðsynlega á aðstoð annarra ríkja að halda, þar á meðal Frakklands og Þýskalands, til að koma á stöðugleika í Írak að stríðinu loknu. Bandaríkin þurfi jafnframt á fjár- hagslegum stuðningi Evrópuríkja að halda til að byggja upp Írak á ný en talið sé að það muni kosta allt að 30–50 milljarða dollara á ári. Sú að- stoð verði ekki veitt nema til komi umboð frá Sameinuðu þjóðunum og Evrópuríkin fái að hafa áhrif á hvernig málum er háttað í Írak. Morningstar nefnir einnig Doha-lotuna, þær samningaviðræður sem nú eiga sér stað á vett- vangi Heimsviðskiptastofnunarinnar um aukið frelsi í alþjóðaviðskiptum, sem dæmi um brýnt sameiginlegt hagsmunamál. Bandaríkin og Evr- ópa beri ábyrgð á því að þessar viðræður muni skila árangri. „Bandaríkin og Evrópa búa ekki í tómarúmi. Samskipti okkar hafa gífurleg áhrif á umheim- inn. Þegar við störfum saman er er hægt að ná miklum árangri. Er við deilum þá stöðvast fram- farir. Það er hægt að bíða með Írak og Doha. Hins vegar verður að taka á Atlantshafssam- starfinu nú þegar,“ segir Morningstar. Morgunblaðið/Kristinn Við Lækinn í Hafnarfirði. „Til að byggja á nýj- an leik upp traust samband yfir Atl- antshafið verði hins vegar að taka með- vitaðar ákvarðanir jafnt austan hafs sem vestan. Þetta samstarf verði að byggja á vali en ekki nauðsyn.“ Laugardagur 16. ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.