Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 32
SKOÐUN 32 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ RJÚPAN er þýðingarmikill fugl í íslensku vistkerfi. Hún er ríkjandi grasbítur meðal hryggdýra á þurr- lendi, skipar mikilvægan sess í fæðu- vefnum og er m.a. forsenda fyrir til- vist fálka á Íslandi. Rjúpan er að auki vinsælasta bráð íslenskra skotveiði- manna. Frá því að veiðikortakerfið var tekið upp 1995 hefur meðalveiðin verið um 148.000 rjúpur á ári og hafa rúmlega 5.000 veiðimenn tekið þátt í veiðunum ár hvert. Samkvæmt veiði- skýrslum dreifist aflinn mjög mis- jafnlega á milli veiðimanna, en um 10% þeirra hafa að jafnaði veitt um helming aflans. Rjúpan hefur verið verslunarvara um langa hríð og þeir tugir þúsunda fugla, sem á hverju ári ganga kaupum og sölum, koma frá þessum svokölluðu magnveiðimönn- um. Í þessari greinargerð verða raktar helstu forsendur fyrir róttækum til- lögum Náttúrufræðistofnunar Ís- lands um friðun rjúpna næstu árin. Einnig verður fjallað um gagnrýni Skotveiðifélags Íslands (Skotvís) og Umhverfisstofnunar á aðferðir Nátt- úrufræðistofnunar við mat á rjúpna- stofninum og á tillögur Náttúru- fræðistofnunar um verndaraðgerðir frá 21. ágúst 2002 og 7. júlí 2003. Á Náttúrufræðistofnun Íslands hafa rannsóknir á rjúpum verið stundaðar um langt skeið, þar er rjúpnastofninn vaktaður og ástand hans metið, enda er það hlutverk stofnunarinnar samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fugl- um og villtum spendýrum (nr. 64/ 1994) og lögum um Náttúru- fræðistofnun (nr. 60/1992). Þá hefur stofnunin veitt umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun ráðgjöf um vernd- un rjúpu og veiðar úr stofninum í samræmi við lögbundið hlutverk sitt. Stofnsveiflur Það er vel þekkt staðreynd að stærð íslenska rjúpnastofnsins hefur sveiflast og að um 10 ár hafa liðið á milli hámarksára. Munur á fjölda rjúpna í hámarksári og lægðinni sem á eftir fylgir hefur verið 3–10-faldur. Þessar sveiflur eru náttúrlegt fyrir- bæri og stjórnast ekki af skotveiðum. Hliðstæðar sveiflur eru þekktar hjá ýmsum tegundum grasbíta á norð- urslóðum, svo sem hjá hérum og smávöxnum nagdýrum. Talið er að skýringa á stofnsveiflunum sé að leita í fæðuvefnum, þ.e. hjá þeim plöntum sem dýrin bíta og þeim rán- dýrum sem á þau herja. Þessar sveiflur endurspeglast m.a. í tölum um útfluttar rjúpur frá Íslandi á ár- unum 1864–1940 (1. mynd) og út- flutta fálka, en fálkastofninn sveiflast í takt við rjúpnastofninn. Fækkun rjúpna Frá um 1950 hafa rjúpnanytjar verið stundaðar á þeim forsendum að skotveiðar hefðu engin áhrif á stofn- stærð rjúpunnar. Álitið hefur verið að rjúpnastofninn bætti sér upp veiðiafföll með því að það dragi úr öðrum afföllum. Veturinn 2001–2002 ákvað Náttúrufræðistofnun að endurskoða öll gögn varðandi rjúpnastofninn og lágu niðurstöður fyrir sumarið 2002. Meginnið- urstaðan var sú að rjúpum hefði fækkað jafnt og þétt síðan um 1950 (sbr. 2. mynd). Í ljósi þessarar þróun- ar stofnsins, og eins seinni tíma rann- sókna bæði hér á landi og í Skandin- avíu, var það mat sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar að ekki væri lengur hægt að réttlæta fullyrð- inguna um skaðleysi skotveiða, enda sýna rannsóknir að afföll vegna skot- veiði bætast að hluta til við nátt- úruleg afföll. Það var mat stofnunar- innar að þegar bæri að bregðast við þeim breytingum sem sannanlega hafa orðið á stærð rjúpnastofnsins á liðnum áratugum. Þó svo að orsaka- samhengið sé ekki þekkt nægilega vel þá gildir hér varúðarreglan; rjúp- an skal njóta vafans. Það er rökstutt mat Náttúru- fræðistofnunar Íslands að stofn- sveiflur rjúpna séu að sléttast út hér á landi og að stofninn sé nú líklega í sögulegu lágmarki. Þá er átt við að á undanförnum áratug hafi að jafnaði verið mun minna af rjúpu en áður í manna minnum. Vegna þessa hefur Náttúrufræðistofnun fært rjúpu á válista sem tegund í yfirvofandi hættu. Fækkun rjúpunnar getur haft skaðleg áhrif í fæðuvefnum og nægir þar að benda á hlutskipti fálkans. Þótt fálkinn sé fáliðaður hér á landi og á válista (300–400 pör) ber Ísland ábyrgð á einum stærsta fálkastofni Evrópu og lífsafkoma fálkans er al- gjörlega háð rjúpunni. Nátt- úrufræðistofnun telur að aðgerðir til að snúa við þessari þróun séu bæði réttlætanlegar og nauðsynlegar og þegar til skemmri tíma sé litið þá sé takmörkun á skotveiðum eina tækið sem stjórnvöld hafi til slíks. Hvers vegna hefur rjúpum fækkað? Ekki er vitað með vissu af hverju rjúpnastofninum hefur hrakað jafn- mikið og raun ber vitni. Miklar breyt- ingar hafa orðið í sveitum landsins á nýliðinni öld og sumar þeirra hafa reynst rjúpunni skeinuhættar. Mögulegar skýringar á fækkun rjúpna geta verið ýmsar og samverk- andi, t.d. ofveiði og atburðir í fæðu- vefnum, svo sem aukið afrán vegna fjölgunar tófu eða rýrnun bithaga vegna uppblásturs og ofbeitar. Einn- ig má nefna aukin afföll vegna slys- fara (girðingar og raflínur). Skotvís og fleiri hafa látið að því liggja að þessar breytingar á umhverfinu og aukin mergð rándýra séu megin- ástæðan fyrir hnignun rjúpna- stofnsins og því séu litlar sem engar líkur á því að stofninn nái sömu upp- sveiflu og hann náði á fyrri hluta seinustu aldar. Að mati Nátt- úrufræðistofnunar þarf það ekki svo að vera þar sem vaxt- argeta stofnsins er sann- anlega fyrir hendi. Rannsóknir á radíómerkt- um rjúpum hafa sýnt að þær eru tiltölulega staðbundnar og því er hætt við staðbundinni ofveiði þar sem sóknin er mik- il. Frjósemi rjúpna hér á landi er hins mikil, lítil afföll eru á ungum og fjölskyldurnar eru stórar síðsum- ars. Þessi mikla og góða ungafram- leiðsla flest ár er óvenjuleg miðað við ástandið í öðrum löndum þar sem rjúpur finnast; þar ráða afföll á eggj- um eða ungum yfir sumarið miklu um örlög stofnsins. Það sem skiptir hins vegar máli á Íslandi er tímabilið sept- ember til desember, þá verða þau af- föll sem öllu ráða en það er einmitt á þessum tíma sem veitt er úr stofn- inum. Þegar vetrarafföll ungfugla eru mikil (að jafnaði 92%) fækkar rjúpu og stofninn er í niðursveiflu. Í uppsveifluárum dregur hins vegar úr vetrarafföllum ungfugla og eru þau þá að jafnaði um 85%. Á fyrri hluta síðustu aldar var vaxtarhraði rjúpn- astofnsins í uppsveiflu að jafnaði um 50%, en nú vex stofninn í uppsveiflu aðeins um 25% að jafnaði á milli ára. Náttúrufræðistofnun telur að hér ráði áhrif skotveiða miklu. Tillögur Náttúrufræðistofnunar 2002 um styttingu veiðitíma og sölubann Í kjölfar þeirrar endurskoðunar á gögnum um rjúpnastofninn sem lýst hefur verið hér að framan lagði Nátt- úrufræðistofnun til sumarið 2002 að öll verslun með rjúpur yrði bönnuð og að jafnframt yrði veiðitíminn styttur í einn mánuð næstu fimm ár- in. Með þessum aðgerðum var vonast til að rjúpnaveiði myndi dragast sam- an um 50–70% og að rjúpnastofninn næði að taka við sér og vaxa líkt og hann gerði í uppsveifluárum á fyrri hluta síðustu aldar. Ýmsar aðrar leiðir eru mögulegar til að draga úr veiðum og hafa verið til athugunar, svo sem kvóti. Ólíklegt er þó að mati Náttúrufræðistofnunar að kvótasetning á veiðimenn, t.d. með leyfilegum hámarksafla á dag, muni skila árangri. Afar erfitt er að fylgja slíkum takmörkunum eftir líkt og veiðbanni á tilteknum vikudögum eins og bryddað var upp á af af Skotvís og Umhverfisstofnun nú í sumar. Með sölubanni er átt við öll við- skipti með rjúpur, hvort heldur er um að ræða sölu til einstaklinga, verslana, veitingahúsa eða til útflutn- ings. Slíkt bann myndi bitna á magn- veiðimönnum og viðskiptavinum þeirra og því væri hvatinn til magn- veiða ekki lengur fyrir hendi í sama mæli og áður. Því var talið að þessi leið gæti dregið verulega úr veiðum án þess að skerða hagsmuni þorra veiðimanna. Ef hins vegar ná ætti því markmiði að draga úr veiði um 50% með stytt- ingu veiðitíma án sölubanns, þyrfti að færa veiðitímann niður í rúmar tvær vikur. Forsendan hér er að endur- heimtur merktra rjúpna á veiðitíma gefi rétta mynd af því hvernig rjúpnaafli dreifist, samanber 3. mynd. Þessi leið myndi bitna jafnt á öllum veiðimönnum og hún myndi líka hafa veruleg áhrif á þá sem kaupa rjúpur, þ.e. færri rjúpur verða á markaði en ella. Tillögu Náttúrufræðistofnunar 2002 um styttingu veiðitímans niður í einn mánuð (30 dagar) var breytt í meðförum umhverfisráðuneytisins sem ákvað að frá og með 2003 og til og með 2007 yrði veitt frá 25. október til 12. desember hvert ár (49 dagar). Hefðbundinn veiðitími hefur verið frá 15. október til 22. desember í marga áratugi (69 dagar). Alþingi hafnaði tillögunni um bann við versl- un með rjúpur en umhverfisnefnd þingsins beindi því til ráðherra að stytta veiðitímabilið. Náttúru- fræðistofnun telur því að fullreynt sé í bili að koma á sölubanni. Tillögur Náttúrufræðistofnunar um samdrátt í veiðum sumarið 2002 áttu ekki að koma neinum á óvart enda var aðdragandi þeirra nokkur. Verndun rjúpunnar Eftir Jón Gunnar Ottósson, Ólaf Karl Nielsen og Kristin Hauk Skarphéðinsson Jón Gunnar Ottósson Ólafur K. Nielsen Kristinn Haukur Skarphéðinsson Guðmundur Andri Skúlason - símar 520 9552/820 0215 gandri@remax.is - Hans Pétur Jónsson lögg. fastsali Heimilisfang: Austurstræti Strandgata Verð: Tilboð Erum með í sölu allan rekstur veitingastaðar- ins Shalimar sem er staðsettur í Austurstræti Reykjavík og Strandgötu Hafnarfirði. Shalimar býður upp á indverskt- pakistanskt eldhús á hagstæðu verði og einnig „take away“ og heimsendingu. Góð framlegð og mjög hagstæðir leigusamningar. Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur Andri sölufulltrúi RE/MAX GSM 8 200 215. GOTT TÆKIFÆRI Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Rúmgóð, björt og vel með farin 90 fm, íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi. Tvennar svalir, til suðurs og austurs. Vönduð gólfefni og innréttingar. Húsvörður. Verð 11,0 millj. Áhv. 6,0 millj. Magnús og Ásdís taka á móti gestum í dag frá kl. 14 - 17 . Opið hús í dag - Engihjalli 9, íbúð 3f. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Staðarbakki 14 Fallegt 145 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt 22 fm bílskúr. Eignin skiptist í forstofu, þrjú herbergi auk for- stofuherb., eldhús með búri innaf, stofu með útgangi á stórar flísalagðar suðursvalir, flísalagt baðherbergi og þvottahús. Fallegur garður með timburverönd. Áhv. húsbr. 7,3 millj. Verð 20,5 millj. Verið velkomin í dag milli kl. 14-16. Ingólfsstræti 7a Eitt af fyrstu parhúsum Reykjavíkur til sölu. Eignin sem er 120 fm á þremur hæðum er mikið endurnýjuð og skiptist m.a. í þrjú svefnherbergi, stofu, borðstofu, baðherbergi og eldhús. Upprunaleg gólfborð er á öllu gólfum nema í forstofu og á baði. Húsið hefur allt ver- ið endurnýjað hið ytra og hafa eigendur hlotið viður- kenningu fyrir það. Verð 17,2 millj. Verið velkomin í dag milli kl. 14-16. Mánagata 19 Glæsileg og nánast algjörlega endurnýjuð 111 fm íbúð á tveimur hæðum, 1. og 2. hæð, í góðu tvíbýlishúsi. Á neðri hæð er forstofa, hol, eldhús, stofa, borðstofa og gestawc. Á efri hæð er sjónvarpshol, 2 stór herbergi og endurnýjað baðherbergi. Áhv. byggsj. 3,5 millj. Verð 18,5 millj. Verið velkomin í dag milli kl. 14-16. Furugrund 62 - Kópavogi Glæsileg og nánast algjörlega endurnýjuð 111 fm íbúð á tveimur hæðum, 1. og 2. hæð, í góðu tvíbýlishúsi. Á neðri hæð er forstofa, hol, eldhús, stofa, borðstofa og gestawc. Á efri hæð er sjónvarpshol, 2 stór herbergi og endurnýjað baðherbergi. Áhv. byggsj. 3,5 millj. Verð 18,5 millj. Verið velkomin í dag milli kl. 14-16. Opið hús í dag, sunnudag frá kl. 14-16. KRINGLUNNI 4-12, s. 800 6000 s. 585 0600 DRANGAGATA - HAFNARFIRÐI - EINSTÖK STAÐSETNING Vorum að fá í einkasölu mjög vandað og tignarlegt 366 fm ein- býlishús. Einstök lóð og friðað hraun allt í kring og fallegt sjávar- útsýni. 8 svefnherb., 3 stofur með arni, 3 baðherb., rúmgott eld- hús, þvottahús, tvöfaldur bílskúr. Vandaðar innréttingar og gól- efni eru marmari, parket og flísar. Allt fyrsta flokks. Sjón er sögu ríkari. TILBOÐ ÓSKAST. Hagstæð áhvílandi lán. GRÆNAMÝRI - SELTJARNARNESI 258,7 fm 8 herbergja þ.a. 5 svefnherbergja einbýlishús í frábæru ástandi með bílskúr og upphituðu bílaplani á yndislegum stað, með nærliggjandi útivistarsvæði fyrir börn og fallegum og skjól- góðum garði. Miðja hússins er opin upp í mæni og flæðir birta um allt húsið sem skartar fyrsta flokks innréttingum og gólfefn- um. Glæsileg eign. TILBOÐ ÓSKAST.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.