Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 33
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 33 Þegar árið 1998 vakti stofnunin at- hygli á því að nauðsynlegt væri að draga úr rjúpnaveiðum, a.m.k. á sumum svæðum og benti þá á stað- bundna ofveiði rjúpna á Suðvest- urlandi. Í kjölfarið (haustið 1999) friðaði umhverfisráðherra allstórt svæði í Mosfellsbæ og Reykjavík og stækkaði það síðan haustið 2002 þannig að það náði yfir allan Reykja- nesskagann. Tillögur Náttúrufræðistofnunar um tímabundið veiðibann 2003 Skömmu eftir að Alþingi hafði hafði hafnað sölubanni á rjúpum, ósk- aði umhverfisráðuneytið eftir til- lögum Náttúrufræðistofnunar varð- andi verndun rjúpunnar. Það er mat stofnunarinnar að sjö vikna langur veiðitími einn og sér (sem ákveðinn var frá og með haustinu 2003) muni lítið sem ekkert draga úr mögulegri veiðigetu en á fyrstu 7 vikum veiði- tíma nást um 90% af heildarveiðinni (3. mynd). Því er hægur leikur fyrir menn að bæta það sem upp á vantar með stífari sókn. Náttúrufræðistofnun skoðaði ýmsa möguleika varðandi samdrátt í veiðum með það að leiðarljósi að draga úr veiðum um 50–70% eins og stefnt hafði verið að árið áður. Það var mat stofnunarinnar að veiðitími mætti ekki vera lengri en 1–2 vikur til að tryggt yrði að viðunandi árang- ur næðist. Svo stuttur veiðitími hefði að mati Náttúrufræðistofnunar þýtt örtröð á veiðislóðinni og því væri nær að friða rjúpuna tímabundið, líkt og gert var á fyrri hluta síðustu aldar. Rjúpnatalningar á vegum Nátt- úrufræðistofnunar vorið 2003 sýndu fækkun eða kyrrstöðu á nær öllum talningasvæðum miðað við árið 2002 og staðfestu þannig fyrra mat stofn- unarinnar á ástandi rjúpnastofnsins. Rjúpan er nú í algjöru lágmarki víð- ast hvar um landið. Athyglisvert er hins vegar að greinileg aukning er í fjölda rjúpna á friðaða svæðinu á Suðvesturlandi, en það er eina stóra svæðið á landinu sem friðað er fyrir rjúpnaveiði. Í ljósi þessara niðurstaðna lagði Náttúrufræðistofnun til veiðibann næstu fimm árin, þ.e. að öll rjúpna- veiði yrði bönnuð árin 2003–2007 með því að umhverfisráðherra felli úr gildi reglugerð um afléttingu á friðun rjúpu, sbr. 17. gr. laga nr. 64/1994, eða breyti henni þannig að veiðar verði óheimilar á þessu tímabili. Þessa ákvörðun mætti endurskoða að þremur friðunarárum liðnum, en markmiðið ætti að vera að leyfa ekki veiðar aftur fyrr en rjúpnastofninn hefur styrkst verulega og náð góðu „hámarki“. Tillagan um 5 ára veiði- bann miðast við að yfirleitt hafa liðið 10 ár á milli toppa í náttúrulegum stofnsveiflum rjúpna, sem þýðir að uppsveifla vari að jafnaði 4–6 ár. Jafnframt lagði Náttúru- fræðistofnun til að áður en veiðar yrðu leyfðar á nýjan leik yrði komið á fót neti griðasvæða fyrir rjúpu sem nái til landsins alls. Slík griðasvæði ættu að ná bæði til varp- og vetrar- stöðva og stuðla að sterkum stað- bundnum stofnum í öllum lands- hlutum eftir að skotveiðar yrðu heimilaðar. Tíma tekur að skipu- leggja slíkt net verndarsvæða og ná sátt um það meðal hagsmunaaðila og því telur Náttúrufræðistofnun það ekki geta komið í stað veiðibanns núna. Friðun næstu þrjú árin Umhverfisráðherra ákvað hinn 24. júlí sl. að friða rjúpur í þrjú ár og skipa nefnd er geri tillögur um fram- tíðarfyrirkomulag rjúpnaveiða. Ákvörðun ráðherra hefur yfirleitt verið vel tekið, en hún hefur þó sætt töluverðri gagnrýni, aðallega frá veiðimönnum í Skotvís, Umhverfis- stofnun og framleiðendum hagla- skota. Nauðsyn aðgerða hefur verið dregin í efa, en í málflutningi gagn- rýnenda hefur margvíslegs misskiln- ings gætt varðandi afstöðu Nátt- úrufræðistofnunar til rjúpnaveiða. Hafa ber í huga að áður hefur verið gripið til hliðstæðra aðgerða til verndar rjúpunni eins og þeirra sem Náttúrufræðistofnun leggur nú til. Á fyrri hluta síðustu aldar var rjúpan friðuð í lágmarksárum í fjögur skipti. Fyrst var friðað 1915, þá 1920–23, aftur 1930–32 og svo loks 1940–42. Ekki var þá reynt að meta áhrif þess- arar friðunar á rjúpnastofninn, en mesta skráða rjúpnaveiði á Íslandi var í kjölfar friðunarinnar 1920–23 en þá voru fluttar út á fjögurra ára tíma- bili samtals um 960.000 rjúpur (mest 252.000 á ári). Gagnrýni á vinnubrögð Náttúrufræðistofnunar Ekki virðist vera teljandi ágrein- ingur á milli Náttúrufræðistofnunar, Umhverfisstofnunar og Skotvís um stöðu rjúpnastofnsins, en deilt er um hvað valdi þeim breytingum sem orð- ið hafa og til hvaða verndaraðgerða eigi að grípa. Það er álit Nátt- úrufræðistofnunar að tillögur Um- hverfisstofnunar og Skotvís um stytt- ingu veiðitímans muni ekki duga til að draga nægjanlega mikið úr rjúpnaveiðum til þess að von sé að aðgerðir beri tilætlaðan árangur. Bæði Skotvís og Umhverfis- stofnun hafa lagt áherslu á að rjúpna- stofninn sé ekki í útrýmingarhættu og virðast líta svo á að ekki beri að grípa til róttækra ráðstafana til verndar stofninum nema um slíka hættu sé að ræða. Náttúru- fræðistofnun leggur hins vegar áherslu á að svigrúm til árangurs- ríkra aðgerða sé meðan enn er líf- vænlegur rjúpnastofn í landinu. Ástandið gæti orðið mjög varasamt ef rjúpnastofninn fer lengra niður. Ekki er hér verið að tala um útrým- ingu, heldur ástand þar sem rjúpna- stofninn er orðinn það lítill að rándýr, t.d. tófa, sem við eðlilegar aðstæður ættu ekki að ráða stofnstærð rjúp- unnar næðu að halda stofninum niðri til langs tíma. Rjúpnastofnar víðast hvar um land virðast nú vera að ná lágmarki stofnsveiflu eða komnir í lágmark hennar og uppsveiflufasinn ætti því að vera að hefjast. Nú er því lag til aðgerða og ætti stofninn að vaxa næstu fjögur til fimm árin. Því hefur einnig verið haldið fram af Skotvís að óraunhæft sé að byggja upp svipaðan rjúpnastofn og á fyrri- hluta síðustu aldar. Þessi málflutn- ingur er einnig á misskilningi byggð- ur; markmiðið með tillögum Náttúrufræðistofnunar er að stofn- inn vaxi með líkum hraða og hann gerði áður, 50–60% á milli ára en ekki aðeins 20–30% eins og á síðustu tveimur uppsveifluskeiðum. Heimildir um ástand rjúpna- stofnsins ná rúmlega 100 ár aftur í tímann og útilokað er því að segja hvort það ástand sem ríkti á fyrri hluta 20. aldarinnar hafi verið ein- stakt (stórir og miklir toppar með um 10 ára millibili). Fullyrðingar Skotvís um að þetta hafi verið afbrigðilegt ástand eru því ekki studdar rökum, fremur en að þakka beri rjúpna- mergðina því að rándýrum, svo sem fálka, hafi verið nær útrýmt á þessu skeiði. Skotvís hefur vegið alvarlega að vísindaheiðri Náttúrufræðistofnunar og sérfræðinga hennar með því að halda því fram í fréttatilkynningu 24. júlí sl. að „Ekki verður betur séð en að Náttúrufræðistofnun hafi hagrætt rannsóknargögnum til að auðvelda umhverfisráðherra að taka ákvörðun um að alfriða rjúpuna. Flestar upp- lýsingar um ástand stofnsins koma frá talningasvæðum þar sem byrjað var að telja eftir síðasta hámark, eða þegar stofninn var í niðursveiflu.“ Náttúrufræðistofnun vísar þessum ásökunum algjörlega á bug. Mat stofnunarinnar á ástandi rjúpna- stofnsins byggist á öllum tiltækum talningagögnum allt frá um 1945. Til að mæta kröfum um bætt mat á stofnbreytingum, hefur tugum svæða verið bætt við á síðustu 10 árum þannig að nú eru allir landshlutar undir í þessari vinnu og rannsóknasvæðin eru nú um 40 tals- ins. Það er miður að Skotvís skuli setja svo ómálefnanlegar fullyrðingar fram, ekki síst í ljósi þess að sérfræðingar stofnunarinnar hafa alla tíð unnið af fullum heilindum með Skotvís t.d. að vöktun rjúpnastofnsins og að fræðslu um lífshætti rjúpunnar með opnum fyrirlestrum innan þess ágæta félags og með skrifum í rit skotveiðimanna. Lokaorð Helsti mælikvarði á árangur frið- unaraðgerða er örari vöxtur rjúpna- stofnsins á næstu árum en undan- farna áratugi og ættu vísbendingar um betri stöðu hans að fást fljótlega, svo fremi sem veiðibann verði virt. Á Náttúrufræðistofnun er nú í sam- vinnu við Reiknifræðistofu háskólans unnið að gerð stofnlíkans fyrir rjúpu en tilgangurinn með slíku stofnlíkani er að varpa nýju ljósi á þær upplýs- ingar sem liggja fyrir og skoða mögu- leg áhrif skotveiða og rándýra á stofnsveiflu rjúpunnar. Til skemmri tíma mun veiðbann bitna á öllum þeim fjölmörgu veiði- mönnum sem stundað hafa rjúpna- veiði sem sport, sem og hinum sem haft hafa margvíslegar beinar eða óbeinar tekjur af rjúpnaveiðum. Rjúpnaveiðar munu hefjast aftur að nokkrum árum liðnum en menn verða að horfast í augu við þá stað- reynd að taka verður upp nýja hætti við veiðistjórnun, m.a. með stofnun griðasvæða á veiðitíma. Magnveiði, og þar með verslun með rjúpur, ætti einnig að heyra sögunni til. Annars er hætt við að fljótlega sæki í sama farið og grípa verði aftur til harka- legra aðgerða til verndar rjúpunni. Jón Gunnar Ottósson er forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, Ólafur Karl Nielsen og Kristinn Haukur Skarphéðinsson eru fugla- fræðingar. Um er að ræða 31 spildu úr jörðinni Svínhaga í Rangárþingi ytra. Stærð spildna er 10 - 30 ha. Sumar eru fallega grónar við Rangá en aðrar eru lítt grónar og tilvaldar til skógræktar eða landgræðslu. Verð á spildum er frá 40 - 490 þús. per. ha. Sumarhúsalóðirnar eru 106 á 300 ha landsvæði. Flestar lóðirnar eru á bil- inu 1 - 2 ha. Tekin eru frá rúm svæði til útivistar og gönguleiðir eru m.a. meðfram Rangá. ‘ Hér ættu allir að geta fundið lóð eða landsvæði við sitt hæfi. Upplýsingar á netinu www.vortex.is/heklubyggd. Hægt er að nálgast loftmyndir af lóðum og spildum á staðnum. Allar nánari upplýsingar veitir Grettir í síma 898 8300 og Þórarinn hjá Eignavali í síma 585 9999. WWW.EIGNAVAL.ISSigurður Óskarsson, lögg. fasteigna. sali Fjölbreytt úrval sumarhúsalóða og land- spildna í stórbrotnu umhverfi á bökkum Ytri-Rangár Opið hús - Hraunbær 154 - 2. h. Kristbjörn Þór Þorbjörnsson GSM 898 3221 kristbjorn@remax.is RE/MAX Heimilisfang: Hraunbær 154 Stærð: 110 fm Brunabótamat: 11 milljónir Byggingaár: 1967 Verð: 14,3 milljónir Stór 4ja herbergja íbúð í nýlega viðgerðri blokk við Hraunbæ. Þrjú svefnherbergi, stofa, bað- herbergi og eldhús. Sameigin- leg geymsla, hjólageymsla og þvottahús. Leiktæki í garði og stutt í alla þjónustu. Kristbjörn Þór Þorbjörnsson, sölu- fulltrúi RE/MAX, tekur á móti gestum milli kl. 14-16 í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.