Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Álfhildur Gunn-arsdóttir fæddist á Kúðá í Þistilfirði 9. júní 1924. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík 5. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Vigdís Vigfúsdóttir, f. 30. maí 1899, d. 22. júlí 1943, og Gunnar Val- garður Kristjánsson, f. 15. júní 1893, d. 17. júlí 1987. Systkini Álfhildar eru: Hilm- ar, f. 1922, látinn, Kristján, f. 1926, látinn, Lára, f. 1929, Guðbjörn Ólafur, f. 1930, látinn, Ármann, f. 1932, látinn, Vigfús, f. 1933, látinn, Júlíana Ingilín, f. 1934, látin, Erla, f. 1936, Ingimundur, f. 1939, Halldóra, f. 1940, auk þess dóu fjórir drengir nýfæddir. Álfhildur giftist 17. september 1942 Sigurði Þórarni Haralds- syni, f. 15. apríl 1916, d. 5. sept- ember 1995. Þau eignuðust fjögur börn, en þau eru: Haraldur, vél- fræðingur í Núpskötlu, f. 2. ágúst 1943, kvæntur Huldu Berglindi Valtýsdóttur og eiga þau einn son, Sigurð Valtý. Jón, bifvélavirki í Reykjavík, f. 17. júlí 1946, sambýliskona hans er Hrafnhildur Einarsdóttir. Börn hans: Ragnheiður, Lilja Rós og Ármann Freyr, og tvö barna- börn. Vigdís Val- gerður, bóndi í Borgum, f. 24. jan- úar 1954, gift Eiríki Kristjánssyni og eiga þau fjögur börn, Álfhildi, Kristján, Sigurð og Önnu Maríu, og tvö barnabörn. Krist- björg, verslunarmaður á Kópa- skeri, f. 22. október 1968, gift Óla Birni Einarssyni og eiga þau þrjú börn: Agnar, Einar og Lillýju. Álf- hildur bjó heima hjá foreldrum sínum til fimmtán ára aldurs. Þá fór hún sem barnfóstra í Efri-Hóla í Núpasveit og síðar sem vinnu- kona til árins 1943 þegar hún og Sigurður hófu búskap á Einars- stöðum. Þau voru síðan eitt ár í vinnumennsku á Núpi en keyptu síðan Núpskötlu og hófu þar bú- skap 19. júní 1945, og bjó hún þar til dauðadags. Útför Álfhildar fór fram frá Snartarstaðakirkju 14. ágúst. Nú er hún amma dáin. Hennar verður sárt saknað þó að hvíldin hafi eflaust verið henni kærkomin. Sú amma sem ég man eftir var aldrei heilsuhraust en alltaf hélt hún sínu jafnaðargeði sem er eitt af því sem einkenndi hana. Ég var svo heppin að fá oft að dvelja langdvölum hjá henni og afa þegar ég var yngri og kynntist þeim því betur en ég hefði annars gert og leit mikið upp til þeirra. Ekki var ég eina barnið sem var hjá þeim í sveitinni og oft var margt um mann- inn og mikið um gestagang en alltaf virtist vera pláss fyrir alla og nóg handa öllum. Fyrsta skipti sem ég var þar svo ég muni eftir mér var þegar ég var að verða þriggja ára. Mamma vonaðist til að ég lærði að borða hafragraut því hann borðaði afi minn í morgunmat á hverjum morgni. Ekki var nú blessaður hafragrauturinn píndur ofan í barnið heldur var ég send fram í búr til að ná mér í skyr á minn disk enda var það í miklu uppá- haldi hjá mér en hafragrautinn lærði ég að borða nokkrum árum seinna. Ég lærði líka mína fyrstu vísu, Hafið bláa hafið, og hana sungum við amma saman meðan hún var að mjólka kýrnar á hverjum morgni, enda hafði amma gaman af ljóðum og alls konar tónlist. Margt annað var gert í þessi skipti sem ég var í Núpskötlu, þar sem maður fékk að vera með í störf- um þeirra eftir því sem aldur og kraftar leyfðu, rýja féð, fara í berja- mó, heimalandasmölun og fara sér til skemmtunar á hestbak svo fátt eitt sé nefnt. Seinna þegar heilsa þeirra byrjaði að bila skrapp maður í hey- skap og annað sem þurfti að gera svo framarlega sem maður komst til þess meðan þau voru með búskap. Síðasta skiptið sem ég dvaldi hjá ömmu var sumarið 1997 og þá kynntist ég ömmu enn betur enda var margt spjallað þessar vikur sem ég var þar. Eftir það urðu samverustundirnar strjálar enda ég flutt á annað landshorn. Amma missti mikið þegar afi dó enda höfðu þau fylgst að í rúm fimm- tíu ár og voru mjög samstillt og sam- hent hjón. Núna er hún farin til hans, vona ég. Hvíl í friði. Þín nafna, Álfhildur Eiríksdóttir. Mig langar að rifja hér upp nokkur minningabrot um mína ástkæru fóst- urmóður Álfhildi Gunnarsdóttur frá Núpskötlu á Melrakkasléttu. Ekki var ég gömul þegar ég fór fyrst í fóstur í Kötlu, innan við árs- gömul. Var mér tekið opnum örmum, umvafin ást og umhyggju frá þeim hjónum sem ég í daglegu tali kallaði alltaf Kötlu mömmu og Kötlu pabba. Þegar ég horfi til baka minnist ég lið- ins tíma þegar við Kötlu mamma átt- um svo margar skemmtilegar stundir saman. Ófáar voru ferðirnar er ég tók í hönd þína og við gengum út á holtin að mjólka kýrnar. Settist ég þá gjarn- an á stein eða þúfu og beið þangað til Kötlu mamma var búin að hefta kúna og var byrjuð að mjólka. Þá var tekið til við að spjalla og hlæja og margar voru sögurnar sagðar og ævintýrin því Kötlu mamma kunni nóg af þeim. Eða þá ferðirnar sem við fórum stundum að safna spreki í eldinn. Var margur fjársjóðurinn í fjörunni og átti Kötlu mamma alltaf svör við öll- um spurningunum á einlægan og ein- faldan hátt. Í minningunni fannst mér Kötlu mamma alltaf vera að vinna heimilis- störfin, hvort sem var að baka eða búa til smjör því flest var búið til á þessum árum heima, eða taka á móti gestum sem voru margir á þessum árum og var ævinlega hlaðið borð af meðlæti. Oft leyfði Kötlu mamma mér að mala kaffi í litlu handsnúnu kvörninni og í minningunni finnst mér það hafa ver- ið það skemmtilegasta sem ég gerði. Já, lánsöm var ég að alast upp hjá þér stóran hluta bernsku minnar, elsku Kötlu mamma, umvafin hlýju og yl. Þú sendir mér einu sinni gjöf sem er mér svo dýrmæt, sem er platti sem á stendur „Mamma sem heldur í hönd þína um stund en hjarta þitt alla ævi.“ Eftir að ég varð fullorðin og kom heim í Kötlu með fjölskyldu mína tókst þú ávallt á móti okkur með út- breiddan faðminn á hlaðinu og tilbúin að gera dvölina sem ánægjulegasta. Í fyrra kom ég norður og við áttum svo skemmtilegan dag í sumarbústaðnum í Öxarfirði og við sátum á veröndinni í sólinni og töluðum um liðna tíma og hvað árin líða allt of fljótt. Kötlu mamma var sú kona sem lét alltaf aðra ganga fyrir hvort sem var í orði eða verki og lét aldrei styggð- aryrði falla um nokkurn mann. Elsku Kötlu mamma, þín er sárt saknað en ég veit að núna ertu laus við allar þjáningar og guð einn hefur tekið þig í faðm sinn. Takk fyrir allt og allt. Kæru fóstursystkini og aðrir að- standendur, ég votta ykkur samúð mína. Hulda Valdís Steinarsdóttir. ÁLFHILDUR GUNNARSDÓTTIREiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, YNGVI GUÐMUNDSSON fyrrv. rafmagnseftirlitsmaður, Hlíf II, Ísafirði, lést föstudaginn 15. ágúst. Útför hans verður auglýst síðar. Sigrún Einarsdóttir, Þuríður Yngvadóttir, Guðmundur Jónsson, Auður Yngvadóttir, Einar Á. Yngvason, Emelía Þórðardóttir og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA JÓHANNSDÓTTIR, Geitlandi 8, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 7. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jóhann Örn Sigurjónsson, Elsa S. Eyþórsdóttir, Íris Sigurjónsdóttir, Hendrik Skúlason, Þór Sigurjónsson, Hildur Jónsdóttir, Nanna Sigurjónsdóttir, Sigurður Björnsson, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu minningu hjartkærrar eiginkonu minnar, móður og systur okkar, SOFFIU NIELSEN, Eskihlíð 26, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ríkisendur- skoðunar, starfsfólks í reikningshaldi Kaupþings-Búnaðarbanka, Garðari Cortes, félögum úr Karlakórnum Fóstbræðrum, læknum og hjúkrunarfólki á Landakoti og Skjóli. Guð blessi ykkur öll. Guðjón Sigurðsson, Anna Björg Guðjónsdóttir, Guðrún Nielsen, Valdemar Nielsen, Ólafur Nielsen, Helga Nielsen. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít                             !"#$$ %&&'''(    ( Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug og heiðruðu minningu ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR KR. GUÐMUNDSSONAR fyrrv. verkstjóra, Þorláksgeisla 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Oddfellowstúkunni Ingólfi nr. 1, Jóhönnu Björnsdóttur lækni og öllu starfsfólki á deild 11G á Landspítalnum Hring- braut og heimahjúkrun Krabbameinsfélagsins. Guð blessi og varðveiti ykkur öll. Jóhanna Þorbjörnsdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir, Sigurður Kjartansson, Lovísa Guðmundsdóttir, Arnþór Bjarnason, Þorbjörn Guðmundsson, Anna Linda Steinarsdóttir, Vilborg Guðmundsdóttir, Loftur Jónasson, barnabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.