Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 37 ✝ Alejandro Tang-olamos fæddist í Mantalongon, Barili, Cebu á Filippseyjum hinn 3. maí 1923. Hann lést á heimili sínu í Barili 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru María Compan- ion og Canuto Tang- olamos. Hinn 7. apríl 1984 kvæntist Alejandro Felísu Cavan, f. 24. nóv. 1924, d. 7. apríl 1984. Þau hjónin eign- uðust sjö dætur sem eru 1) Maximilliana, f. 1947; 2) Atonia, f. 1949; 3) Elsie, f. 1952; 4) Elín Lor- enza, f. 1960; 5) Ros- ario, f. 1963; 6) Katr- ín, f. 1964; 7) Josephine, f. 1970. Einnig ólu þau upp dótturdóttur sína, Sædísi Tangolamos. Alejandro verður jarðsunginn í Manta- longon Barili Cebu í dag. Okkur langar til að minnast tengdaföður okkar með örfáum orðum, en hann lést á Filippseyjum 8. þ.m. eftir erfið veikindi. Við kynntumst honum fyrir rúm- um tíu árum, er við gengum að eiga dætur hans, Josephine, sem er yngst dætra hans, og Elsi, sem er næstelst, en hér á landi á hann fimm dætur, tíu barnabörn og eitt barnabarnabarn. Hann dvaldi hér hjá dætrum, tengdasonum og barnabörnum í nokkur ár og var hann einstaklega hændur að börn- unum og þreyttist aldrei á að sitja með þeim og leika við þau. Andoy, eins og hann var kallaður, var bóndi í sínu heimalandi og starfaði við það til dauðadags ásamt dóttur sinni Rósario og hennar manni. Hann var einstakt ljúfmenni og unni fjölskyldu sinni af heilum hug, sem við fáum aldrei fullþakkað. Við biðjum Guð að blessa og varðveita minningu hans með kæru þakklæti. Ragnar Hauksson, Einar Magnússon. Elsku afi, við söknum þín svo mikið. Þú varst alltaf svo góður við okkur og munum við aldrei gleyma því þegar þú labbaðir með okkur niður að Tjörn og svo spilaðir þú svo oft við okkur. Svo þegar þú varst farinn aftur til Filippseyja, var svo gaman að fá að tala við þig í síma. Þegar við heimsóttum þig til Filippseyja fyrir tveimur árum, þá bjóstu til fyrir okkur bolta og fleira dót úr banana- laufi. Við söknum þín svo mikið, elsku afi. Megi Guð blessa þig. Rakel, Ragnar og Kristín. Elsku afi, ég sakna þín svo mikið og ég elska þig. Ég er alltaf að biðja fyrir þér og ég vona að þú hittir ömmu á himnum. Afi minn, megi góður Guð blessa þig og varð- veita. Nína. ALEJANDRO TANGOLAMOS ✝ Ása Jóhannsdótt-ir fæddist á Goddastöðum í Dala- sýslu hinn 21. janúar 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 7. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Jóhannsson, bóndi á Goddastöðum, f. 21. okt. 1873, d. 27. júlí 1941, og kona hans, Ingibjörg Jóhannes- dóttir, f. árið 1881, d. 9. júní 1917. Systkini Ásu voru Kristín, f. 1899, d. 1982, Jóhannes, f. 1901, d. 1997, Helga, f. 1902, d. 1990, Jó- hann, f. 1905, d. 1987, Guðrún, f. 1908, d. 1998, og Benedikt, f. 1912, d. 1978. Ása giftist Sigur- jóni Guðmundssyni framkvæmdastjóra 3. okt. 1936. Börn Ásu og Sigurjóns eru: 1) Jóhann Örn, kvæntur Elsu Sig- rúnu Eyþórsdóttur, þau eiga fjögur börn og þrjú barnabörn. 2) Íris, gift Hendrik Skúlasyni, þau eiga fimm börn og fimm barnabörn. 3) Þór, kvæntur Hildi Jóns- dóttur, þau eiga fjögur börn og sjö barnabörn. 4) Nanna, gift Sigurði Björnssyni, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. Útför Ásu fór fram í kyrrþey hinn 15. ágúst. Elsku amma, nú ertu búin að fá hvíldina þína sem þú varst óhrædd við að vitjaði þín og e.t.v. pínulítið farin að þrá. Ég aftur að móti verð að viðurkenna að ég kveið henni. Þú ert búin að vera nátengdur hluti af lífi mínu svo lengi að það að þú værir ekki til staðar var ein- hvern veginn ekki inni í myndinni. Suma daga er við spjölluðum saman um lífið, tilveruna og brott- hvarf okkar úr þessari jarðvist og ég sá að þú varst þreytt og sátt við að fá hvíldina þá sást þú eflaust á mér að ég var ekki tilbúin að sleppa þér. Þú varst mér og syst- kinum mínum þessi fasti punktur í tilverunni sem er svo gott að eiga og ganga að vísum í þeim hraða og breytingum sem eiga sér stað í lífshlaupi þjóðfélagsins. Þá var nú gott að geta leitað til ömmu í Geit- landi, fengið sér kleinur, hveiti- brauð og kókómalt. Farið síðan inn í bókaherbergið og gluggað í gamla bók með gulnuðum síðum sem lyktuðu af visku og elli eða komið sér fyrir í grænu stólunum í stofunni og spjallað við ömmu um trú og framhaldslíf, stjórnmál, jafnréttismál og önnur heimsmál. Þú meira að segja reyndir að setja þig inn í knattspyrnu til að geta rætt fótbolta við Erlu. Já, amma, þú gast fengið okkur unga fólkið til að rökræða við þig um ýmislegt og það hvarflar að mér að þú hafir nú verið að skóla okkur til fyrir lífið, kenna okkur að hafa okkar eigin skoðanir og láta þær í ljós. Af þeim mörgu samræðum sem við höfum átt um dagana koma þær nú sterkast fram er við áttum um andleg málefni, trú og líf eftir dauðann. Ég er nú nokkuð trúuð og alveg á því að það sé annað líf eftir þessa jarðvist en eftir að hafa verið með þér síðustu sólarhring- ana í lífi þínu þá er ég sannfærð. Við vorum aldeilis ekki einar þess- ar stundir þó ég sæi ekki alla er voru hjá okkur. Ég veit að ef ég heyrði til þín nú þá værir þú ef- laust að skamma mig lítillega fyrir að vera sorgmædd og tárin sem ég hef látið renna undanfarna daga því þú varst búin að segja mér að þá gerði ég þeim sem væru „hin- um megin“ erfitt fyrir. Ég get hins vegar glatt þig með því, elsku amma, að tárin hafa verið að þorna og í stað þeirra komið fram bros er ég hef sl. daga rifjað upp góðar minningar sem enginn skortur er á. Ég hef notið gífurlegra forrétt- inda að hafa fengið að eyða með þér svona mörgun og góðum stundum og verð mömmu ævinlega þakklát fyrir að hafa á sínum tíma beðið mig að gista stundum hjá þér eftir að afi dó. Það þurfti sko enginn að segja mér að flýta mér heim úr skólanum þegar það var bökunardagur og maður vissi af nýsteiktum kleinum og heitum formkökum. Að fá síðan að aðstoða með kaffið í spilaboðunum þínum var hreinasta skemmtun enda mik- ið hlegið og einnig fékk ég stund- um margar góða sögur af eldri ættingjum bæði gamlar og nýjar. Það er hins vegar eitt varðandi spilaboðin og bridge sem ég enn ekki fæ skilið en það hvernig hægt er að muna heilu bridgeumferðinar og tala um þær klukkustundum saman einum, tveimur og jafnvel þremur dögum eftir að þær voru spilaðar, en það er nú svo margt í þessum heimi sem ég skil ekki. Einnig koma upp í hugann rifs- og sólberjatínsla í Kollafriðinum og ljúffeng sultan sem varð til í framhaldinu, jákvæðni þín yfir nú- tímaeldamennsku minni, kaffi- húsaferðir á Mílanó eftir lækna- heimsóknir og svona mætti lengi telja enn. Tómarúmið sem þú skilur eftir verður erfitt að fylla en ég mun reyna það með hjálp mömmu sem var þín stoð og stytta allt frá því afi dó fyrir 28 árum. Annað sem ég verð líka að venj- ast er að halda af stað í ferðalög án þess að koma við hjá þér og láta þig signa enni mitt og fara með bæn þar sem þú baðst guðs engla að vaka yfir mér og geyma þar til ég kæmi heim á ný. Elsku amma mín, megi Guð geyma þig og minningu þína í hjörtum okkar alla tíð þar til við sjáumst á ný. Mínar þakkir fyrir allt. Þín Anna Bryndís. Anna Bryndís, barnabarn Ásu, hringdi til mín skömmu eftir lát Ásu og tjáði mér andlátið. Anna Bryndís, sem engu og engum gleymir og sem alltaf er reiðubúin þar sem hjálpar er þörf, á mjög fáa sér líka. Hún var ömmu sinni ómetanleg stoð og huggun í lífi Ásu í seinni tíð og veikindum hennar til hins síðasta, svo nær óskiljanleg var fórnfýsi hennar og nærgætni. Með Ásu er nú fallið síðasta Goddastaðasystkinið, sem var yngst þeirra sjö, sem upp komust. Uppvaxtarárin voru erfið, sem ugglaust hefur það mótað líf henn- ar og skapgerð að einhverju leyti. Móðir hennar, Ingibjörg, sem flutt hafði verið á kviktrjám með hest- um að heiman til Búðardals, lést síðan fljótlega úr berklum. Heim- ilið var því illa komið, þótt móðir mín, Kristín, sem var elst, hafi eitthvað getað séð um húsverkin. Um utanaðkomandi aðstoð var ekki að ræða í fyrstu, því allir ótt- uðust berklaveikina. Því varð það nauðráð að koma Ásu fyrir þriggja ára í fóstur til föðursystur hennar, Ásu á Höskuldsstöðum. Það er þungt að vera slitinn þannig frá heimili og systkinum og hefur slík reynsla fylgt mörgum, sem slíkt hafa reynt, allt lífið. Þrettán ára var Ása fermd í Hjarðarholts- kirkju. Daginn eftir reið hún með föður sínum, Jóhanni, til Borgar- ness og þaðan með skipi til Reykjavíkur, þar sem hún dvaldi í föðurhúsi um skeið, en hann hafði þá fyrir nokkru brugðið búi á Goddastöðum og flust suður. Síðar fluttist Ása á Höskuldsstöðum til Reykjavíkur, eftir að Tómas sonur hennar tók við búi, og bjuggu þær þá saman nöfnurnar um langa hríð. Ása var harðdugleg til vinnu, tók vinnu sem bauðst, húsverk og heimilisstörf. Fiskþvottur gat ver- ið launadrjúgur, en ekki þótti Ásu tímakaupið viðunandi og fékk því samið um að vinna í akkorði – og hamaðist. Í þrjú sumur var hún í kaupavinnu í Borgarfirði. Með þessu hafði hún nurlað saman til að innritast í Verslunarskólann, þaðan sem hún útskrifaðist 1933. Um tíma stundaði hún kvöldvinnu við Kreppulánasjóð. Þar mætti hún gæfu sinni, er hún kynntist mannsefni sínu, Sigurjóni Guð- mundssyni, þekktum undir nafninu Sigurjón í Freyju, miklu prúð- menni, snyrtimenni og náttúru- unnanda. Heimili þeirra var ákaf- lega fallegt og listrænt og tækifærisveislur fágaðar. Á heimili þeirra átti fóstra Ásu sinn griða- stað, sem og Hjörtur, er verið hafði vinnumaður á Höskuldsstöð- um og nokkurs konar fósturfaðir og verndari Ásu og bjó hjá þeim hjónum öll sín síðustu ár. Ása var glettin og glaðlynd og selskaps- manneskja, mjög traustur og tryggur vinur vina sinna og vildi ekki að á þá væri hallað í neinu. Þau hjónin áttu stóran unaðsreit í Kollafirði, sem enn er í ættinni. Sigurjón byggði þar sumarhús og ræktaði mikinn skóg af ótrúlegri elju með aðstoð vina og kunningja. Slík vin var fátíð á þeim tíma, enda gestagangur mikill á sumr- um. Munu börn þeirra eiga þaðan margar ánægju- og sæluminningar frá uppvaxtarárunum. Ása var mikil bridsspilamann- eskja, eins og bróðir hennar Bene- dikt, sem var alþekktur spilamað- ur á sinni tíð. Hún var í landsliðinu og spilaði fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótum. Sigurjón var einnig um tíma forseti bridssam- bandsins. Hann átti og hafði yndi af hestum, sem hann hélt í hest- húsi í Skuggahverfi, þaðan sem þau hjón riðu gjarnan út saman. Það er leitt að sjá á bak fólki sem maður hefur alist upp með og þekkt frá blautu barnsbeini. Tómið eykst og alltaf er dapurt að kveðja. Þó er mér nokkur léttir í huga að þessu sinni fyrir Ásu hönd, að þessum tilvistartíma hér sé nú lokið, þegar bæði vinir og heilsa er farin, því að hvort tveggja trúi ég að bíði fyrir hand- an og því trúði Ása líka. Því bið ég frænku fyrir kveðjur og óska henni góðrar vegferðar. Ég sam- hryggist hennar nánustu. Haraldur Lýðsson. Árið 1941 flutti Ása Jóhanns- dóttir, sem hér er kvödd, ásamt manni sínum og elsta syni í íbúð við Kjartansgötu, en ég og for- eldrar mínir vorum þá nýflutt í það hús. Þegar frá fyrsta degi myndaðist mikil vinátta og traust á milli þessara fjölskyldna sem náð hefur út yfir gröf og dauða. Ása var stórbrotin persóna, ákaflega trygg og vinur vina sinna. Hún hafði ákveðnar skoðanir og lá ekk- ert á þeim ef á þurfti að halda, en var aldrei ósanngjörn. Í 62 ár hef- ur hún verið mér sem önnur móðir og látið sér ákaflega annt um mig og mína. Vinátta þeirra hjóna og foreldra minna er meðal þess fal- legasta sem ég hef upplifað. Ása var ekki mikið fyrir margmennið en veislurnar hennar, sem hún hélt fyrir vini sína og ættingja, voru engu líkar. Þar var ekkert til spar- að og naut hún sín vel sem gest- gjafi. Ása fæddist á Goddastöðum í Dölum, en dvaldist um tíma eftir lát móður sinnar á Höskuldsstöð- um. Þar var vinnumaður sem Hjörtur hét og sýndi hann litlu stúlkunni umhyggju og blíðu á erf- iðum tíma í lífi hennar. Eftir að heilsa hans brast og hann gat ekki sinnt sínum störfum, átti hann hvergi höfði sínu að að halla, en þá buðu þau hjón honum að búa hjá sér það sem eftir var ævinnar. Þar lést hann í faðmi fjölskyldunnar á Grenimel 10. Þetta segir í raun allt sem þarf að segja um hjartahlýju Ásu. Hún gleymdi aldrei því sem vel var fyrir hana gert og var allt- af tilbúin að rétta hjálparhönd. Síðustu árin voru henni erfið, það var ekki auðvelt fyrir stolta konu að finna vanmátt sinn og þurfa á aðstoð að halda við það sem hún hafði áður sjálf annast. Hún sagði mér oft hversu þakklát hún væri börnum sínum og fjölskyldu, og var henni vel sinnt af þeim öllum, sem sést best á þéttskrifaðri gestabókinni hennar eftir að hún lagðist á sjúkrahús. Eftir lát eig- inmanns síns, Sigurjóns Guð- mundssonar, árið 1975 hefur hún notið einstakrar umhyggju dóttur sinnar Írisar og fjölskyldu hennar, en þær mæðgur voru mjög sam- rýndar og leið aldrei sá dagur, að ekki væri haft samband og gætt að líðan Ásu. Að öllum öðrum ólöst- uðum má ekki gleyma dóttur Ír- isar, Önnu Bryndísi, sem sýndi ömmu sinni þvílíka nærgætni og umhyggju að engin orð ná að lýsa því. Enda var hún ofarlega í huga ömmu sinnar, þó annað væri farið að hverfa. Síðustu mánuði átti Ása því láni að fagna að fá að dvelja í Sóltúni og erum við fólkinu þar ákaflega þakklát fyrir þá góðu umönnun sem hún fékk þar. Með miklum söknuði kveð ég mína ást- kæru vinkonu, þakka henni alla þá væntumþykju sem hún sýndi mér. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra sendum við hjónin innilegar samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að vera með þeim. Elsa. ÁSA JÓHANNSDÓTTIR Þótt kynni okkar Ingu hafi ekki verið löng voru þau okkur mjög dýrmæt. Sökn- uðurinn er mikill og þá leita á hugann spurningar um tilganginn með því að hrífa hana burt á besta aldri. Við þeim spurningum fást engin svör, illvígur sjúkdómurinn spyr hvorki um stétt né stöðu og enn standa læknavísindin nánast ráð- þrota gagnvart honum. Minning- arnar fær aftur á móti enginn hrif- ið burt frá okkur og þær minningar eru um hugrakka konu sem af ótrúlegu æðruleysi og hetjuskap INGUNN GUÐLAUGSDÓTTIR ✝ Ingunn Guð-laugsdóttir fæddist á Akranesi 18. apríl 1973. Hún lést á heimili sínu 6. ágúst síðastliðinn og var jarðsungin frá Akraneskirkju föstu- daginn 15. ágúst síð- astliðinn. barðist við veikindi sín, konu sem kvartaði aldrei heldur hélt sínu striki allt fram á síð- asta dag og þó að mátturinn færi þverr- andi þá var umhyggja fyrir öðrum Ingu efst í huga og oft skein glettnin einnig í gegn í tilsvörum hennar. Inga var mikil fjölskyldumanneskja og bjuggu þau Brand- ur sér og börnum sín- um fallegt og ástríkt heimili. Það var þar sem Inga valdi að kveðja þennan heim, í faðmi fjölskyldu sinnar sem hugsaði um hana af slíkri ást og umhyggju að engan lætur ósnort- inn. Samheldni þeirra mun veita þeim styrk í framtíðinni. Kæra vinkona, takk fyrir allar góðu stundirnar, þín verður sakn- að. Gunnar H. Kristinsson, Hildur Karen Aðalsteinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.