Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 39 ✝ Ólafur Jónssonfæddist í Reykja- vík 10. október 1925. Hann lést 2. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jón Guðni Gunnar Pét- ursson frá Nýjabæ á Seltjarnarnesi, f. 1. okt. 1896, d. 3. ágúst 1981, og Guðbjörg Ólafsdóttir frá Sviðugörðum í Gaul- verjabæjarhreppi, f. 14. júní 1895, d. 11. apríl 1970. Eftirlifandi eigin- kona Ólafs er Hildegard Jónsson Brandt, f. 28. jan. 1928 í Haffkrug Þýskalandi. Foreldrar hennar voru, Ernst Theodor Brandt, f. 11. okt. 1895, d. 1948, og Frieda Emelia Brandt, f. Peemöller 4. apríl 1903, d. 4. des. 1984. Dætur Ólafs og Hildegard eru: 1) Guðbjörg Fríða, f. 24. sept. 1950, eiginmaður hennar er Árni Benediktsson, börn Guð- bjargar eru: A. Ólafur, f. 25. des. 1967, börn hans: Ásmundur, Ragnheiður Kristín og Elísabet Þórdís. B. Benedikt Egill, f. 2. des. 1980. C. Páll, f. 30. mars 1982. 2) Elín, f. 5. okt. 1954, eiginmað- ur hennar er Sævar Guðmundsson, börn þeirra eru Guð- mundur Helgi, f. 26. júlí 1972, og Hildur Helga, f. 2. maí. 1979. 3) Elísabet Þórdís, f. 31. jan. 1961, eiginmaður hennar er Guð- mundur Rúnar Guð- bjarnarson, þeirra börn eru Pétur, f. 19. maí 1986, og Rakel, f. 12. nóv. 1990. Ólafur nam málaraiðn frá 1943-47 hjá Sigurjóni Guðbergs- syni í Reykjavík. Hann lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1952 og fékk meistara- bréf árið 1957. Ólafur var félagi í Málarafélagi Reykjavíkur frá 1952, átti sæti í SSB 1953-54, forseti þess 1954- 55, síðasti forseti sambandsins. Útför Ólafs var gerð í kyrrþey 15. ágúst. Tilviljanir og örlög mannanna eru oft undarleg. Hinn 17. júní 1983 kynntist ég konu minni, Elísabetu, dóttur Ólafs Jónssonar málarameist- ara. Hinn 17. júní síðastliðinn heim- sóttum við hjónin tengdaforeldra mína, þar sem Óli var eitthvað veikur. Hann leit illa út og var þegar haft samband við lækni, sem ráðlagði að Óli yrði fluttur hið bráðasta á sjúkra- hús til rannsóknar, sem var og gert. Á sjúkrahúsinu fannst svo það mein, sem að lokum dró hann til dauða. Síð- ustu daga ævi sinnar dvaldi hann á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi, í sömu álmu og Elísabet dóttir hans vann, þegar kynni okkar tókust. Satt að segja hefði mér aldrei dottið í hug á þeim hamingjuárum að þangað ætti ég eftir að aka Betu minni svo löngu seinna. Fyrstu kynni mín af tengdaforeldrum mínum, Óla og Hildu, voru þegar ég kom til þess að sækja yngstu dótturina í bíó. Þá stóðu þau í útidyrunum og horfðu á mig rannsakandi augum, að mér fannst. Eftir að við dóttir þeirra hjóna höfðum verið allnokkurn tíma í tilhugalífinu fékk ég einhvers konar viðurkenningu og Elísabet tilkynnti mér, að þau foreldrar hennar hefðu boðið okkur í mat. Upp úr því mat- arboði hófust kynni mín af Óla fyrir alvöru. Þegar við keyptum fyrstu íbúðina okkar kom Óli, hjálpaði og leiðbeindi með alla málningarvinnu og það sama gerði hann, þegar við fluttum í annað húsnæði. Óli málaði um hálfrar aldar skeið og sat um tíma í stjórn Málarafélagsins. Eftir að hann hætti störfum, kominn á eftir- laun, lagði hann alla málningarvinnu algerlega á hilluna, hefur eflaust fundist hann vera búinn að fá sinn skammt af penslum. Óli var hamhleypa til vinnu en ávallt vandvirkur og nákvæmur svo eftir var tekið. Óli hafði sínar skoð- anir á þjóðmálunum og þoldi illa ósanngirni og fylltist réttlátri reiði þegar honum þótti halla á þá, sem minna máttu sín, og lá þá ekki á liði sínu við að segja álit sitt á hlutunum og þá var nú stuð á Óla. Þrátt fyrir þennan eldmóð Óla og að hann gerði iðulega að gamni sínu, þá var hann frekar rólegur dagsdaglega. Síðustu vikurnar sem hann lifði gat hann gert að gamni sínu, jafnveikur og hann var. Nú vil ég ljúka þessu með því að senda hjúkrunarfólkinu sem annaðist Óla og sýndi Hildu alúð og umhyggju og þeim ástvinum hennar sem vart viku frá Óla síðustu dagana hjartans þakkir. Það var þeim mikill styrkur í raunum þeirra. Guðmundur Rúnar Guðbjarnarson. Jæja, karlinn, þá er henni lokið, þinni lífsins styrjöld. Kannski ertu bara feginn, alltént sáttur. Okkar kynni hófust ekki með neinu elsku- hjali, en það átti nú aldeilis eftir að breytast. Þegar ég og dóttir þín Elín höfðum ákveðið að rugla saman reyt- um, stofna heimili, byggja hús, þá stóð ekki á hjálp þinni með máln- inguna, nema hvað. Það mun hafa verið í kringum 1973–74, að ný og auðvinnanleg efni voru að ryðja sér til rúms en það þurfti enginn að segja meistaranum hvað ætti að nota, fern- isolía skyldi það vera, og ekkert ann- að. Var nú hafist handa við að rúlla, svo að olían lak niður veggina og ár- angurinn augljós samanborið við nærliggjandi hús, og ekki veit ég bet- ur en þetta hús standi enn, þökk sé fernisolíunni. Svo snöggur varstu, að mér fannst þú varla hafa komið, þrátt fyrir annað vinnuálag. Seinna meir kenndirðu mér undirstöðuatriðin í þínu fagi sem gengu fyrst og fremst út á snyrtimennsku gagnvart efni og umhverfi. En ekki voru nú alltaf jólin hjá þér frekar en öðrum, oft minnti Bakkus illa á sig en Óli málari stóð sína vakt og lét fólkið sitt ekki líða skort. Þar sem við unnum í sama fagi varð ég þess áskynja hve vel þú varst liðinn af samstarfsmönnum, enda ljúfmenni af bestu gerð og hamhleypa til vinnu eins og fyrr sagði. Ég vil að leiðarlokum þakka þér góð ráð og andlegan stuðning gegn- um tíðina. Sævar Guðmundsson. Elsku afi minn, það verður tómlegt sætið þitt við hlið hennar ömmu minnar Hildu, Guð gefi henni og dætrum ykkar styrk í sorg þeirra og söknuði. Þó sárt sé að sakna er hug- urinn fullur þakklætis og gleði í þinn garð. Þú varst fyrirmynd sem ævin- lega var gott að hafa. Stundvís, heið- arlegur og vinnusamur. Ég leit alltaf meir á þig sem föður en afa, þar sem þú gekkst mér í föður stað þegar ég ólst upp hjá þér og ömmu á Bræðra- tungunni þegar ég var smástrákur. Það var ósjaldan sem við áttum góðar stundir saman í norðurherberginu eins og þú kaust að kalla það á Bræðratungunni. Þarna hvíldum við okkur oft saman og hlustuðum á há- degisfréttirnar í útvarpinu og veður- fréttirnar, sem voru þitt helsta áhugamál. Þú minntist oft á stafinn sem þú geymdir á bak við hurðina, stafinn sem ber okkar nafn og oft baðstu mig um að geyma stafinn fyrir þig eftir þinn dag. Einnig voru eftirminnilegar stund- irnar í hádeginu á Bræðró þegar ég kom heim úr skólanum í mat, þú komst alltaf heim rétt fyrir hádegi, áttir þitt fasta bílastæði og eftir að þú varst búinn að loka hurðinni á bíln- um, ræsktir þú þig öfluga og gekkst svo inn. Þessi athöfn var alltaf svo skemmtilega tímasett hjá þér að eftir var tekið. Síðan var matur borinn á borð á slaginu 12 og yfir matarborð- inu áttir þú yfirleitt orðið þar sem rædd voru ýmis mál, þ.á m. þjóð- félagsmál, en þar lást þú sjaldan á skoðunum þínum. Það kom eins og þruma úr heið- skíru lofti þegar ég frétti að þú værir orðinn mjög veikur, ekki hefði mig grunað að þú værir kominn með krabbamein þegar við vorum sam- ferða í útskriftarveisluna hennar Hildar í byrjun júní á þessu ári. Síðan greinist þú nokkrum vikum seinna. Ég vil þakka starfsfólki líknar- deildar Landspítalans í Kópavogi fyrir frábær störf og góða umönnun í garð afa míns og ömmu. Þín verður sárt saknað. Ólafur Kristjánsson. ÓLAFUR JÓNSSON Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, dóttir, amma og systir, ANDREA BENEDIKTSDÓTTIR, Seljavegi 19, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum við Hring- braut mánudaginn 11. ágúst, verður jarðsung- in frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 19. ágúst kl. 15.00. Sæmundur Haraldsson, Hrólfur Sæmundsson, Guðný Magnúsdóttir, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Regína Guðmundsdóttir, Benedikt Franklínsson, Kolbeinn Sæmundur, Andri, Glóey, Jónína Benediktsdóttir, Ásdís Benediktsdóttir og Guðmundur Benediktsson. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát ÁSTRÁÐS SIGURSTEINDÓRSSONAR fyrrum skólastjóra. Við biðjum Guð að blessa ykkur öll. Ingibjörg H. Jóelsdóttir, Valgeir Ástráðsson, Emilía B. Möller, Sigurður Ástráðsson, Guðný Bjarnadóttir, Herdís Ástráðsdóttir, Þorvaldur Sigurðsson, barnabörn og langafabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, GUÐRÚNAR HULDU JÓHANNESDÓTTUR frá Patreksfirði, Laufvangi 12, Hafnarfirði. Samson Jóhannsson, Þórdís B. Kristinsdóttir, Jóhannes B. Jóhannsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Sigurður Jóhannsson, Margrét Friðriksdóttir, Ragna Jóhannsdóttir, Pétur Valdimarsson, Svanur Jóhannsson, Halldóra Þórðardóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Leifur Eiríksson, Þorbjörg Jóhannsdóttir, Þorsteinn Ragnarsson, Heiðar Jóhannsson, Sóley Ólöf Hlöðversdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN BØGESKOV djákni, sem lést á gjörgæsludeild Landspítala Foss- vogi föstudaginn 15. ágúst, verður jarðsungin frá Digraneskirkju í Kópavogi fimmtudaginn 21. ágúst kl. 15.00. Björn Sigurðsson, Ágústa Björnsdóttir, Sigurður Björnsson, Kristján Björnsson, Guðrún Helga Bjarnadóttir, Björn Ágúst Björnsson, Elísa Nielsen Eiríksdóttir, María Kristín Björnsdóttir, Robert L. Shivers og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGA P. SÓLNES, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 11. ágúst síðastliðinn, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 20. ágúst kl. 13.30. Júlíus Sólnes, Sigríður María Sólnes, Gunnar Sólnes, Margrét Kristinsdóttir, Jón Kr. Sólnes, Halla Baldursdóttir, Inga Sólnes, Jón Sigurjónsson, Páll Sólnes, María Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.