Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 40
HUGVEKJA 40 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Engilbert Aron Kristjánsson 435 0145 690 2918 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/690 7361 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 847 5572 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Lára Hallveig Lárusdóttir 436 6889/436 1291/848 1022 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni FJÓRUM sinnum kemurnafn hans fyrir á blöðumNýja testamentisins.Síðan ekkert. Hann ersjötti á nafnalistum guð- spjallanna, en sjöundi í upptaln- ingu Postulasögunnar, og er því í öðrum hring eða í annarri grúppu lærisveinahópsins, ásamt þeim Filippusi, Matteusi og Tómasi. Erfikenningin segir hann af ætt- kvísl Naftalí. Menn eru á því að Bartólómeus sé viðurnefni, bar Tolmai eða bar Talmai, af arameiskum uppruna, dregið af ættar- eða föðurnafni postulans, og merki „sonur Tolmaí“ eða „sonur Talmaí“ (bar = sonur); grísk mynd þess er Bartholomaios. Hann er svo nefndur í fyrstu þremur guð- spjöllunum, en ekki í Jóhannesar- guðspjalli; þar er hins vegar minnst á Natanael, sem á hinn bóginn er ekki að finna í sam- stofna guðspjöllunum. Þetta hef- ur löngum skapað dálítinn vanda. En Bartólómeus og Natanael eru í guðspjöllunum mjög svo tengdir Filippusi, sem hefur orðið til þess að flestir álíta nú að hér sé um einn og sama einstaklinginn að ræða, Natanael bar Tolmai (eða Talmai). Þeirri hugmynd varpaði Elías nokkur frá Damaskus upp- haflega fram á 9. öld. Ein af eiginkonum Davíðs kon- ungs, Maaka, var af ætt konungs- ins Talmaí frá Gesúr, og því hafa einhverjir fræðimenn gert því skóna, að Bartólómeus hafi verið af aðalsættum, en fremur kosið að dvelja meðal alþýðunnar, óbreyttra púlsmanna. Aðrir hafa verið með svipaðar pælingar, en talið nafnið jafnvel dregið af eða tengt Ptólemeosum, konungum af makedónskri ætt, sem réðu Egyptalandi frá dauða Alexand- ers mikla, 323, til 30 f. Kr. En ekkert af þessu verður nú stað- fest, það er nokkuð víst. Og þá aftur að Nýja testament- inu. Ef Bartólómeus er í raun Natanael fáum við örlítið gleggri mynd af þessum postula en ann- ars hefði orðið. Þá er t.d. ljóst, að hann var frá Kana í Galíleu, bæn- um þar sem ein frægasta brúð- kaupsveisla allra tíma var haldin. Í Jóhannesarguðspjalli er það Filippus sem kynnir hann og Jesú. Orðrétt segir þar í 1. kafla: Filippus fann Natanael og sagði við hann: „Vér höfum fundið þann, sem Móse skrifar um í lögmálinu og spámennirnir, Jesú frá Nasaret, son Jósefs.“ Natanael sagði: „Get- ur nokkuð gott komið frá Nasaret?“ Filipp- us svaraði: „Kom þú og sjá.“ Jesús sá Nat- anael koma til sín og sagði við hann: „Hér er sannur Ísraelíti, sem engin svik eru í.“ Nat- anael spyr: „Hvaðan þekkir þú mig?“ Jesús svarar: „Ég sá þig undir fíkjutrénu, áður en Filippus kallaði á þig.“ Þá segir Natanael: „Rabbí, þú ert sonur Guðs, þú ert konungur Ísraels.“ Af þessari frásögn má skilja, að Natanael hefur kannast við spá- dóma Gamla testamentisins, og því e.t.v. tengst Jóhannesi skír- ara, eins og flestir eða allir post- ularnir, sem áður hefur verið fjallað um til þessa hér – Andrés, Símon Pétur, Sebedeussynir og Filippus. Og líkt og þeir var hann fiskimaður, að talið er. Ekki er margt annað hægt að ráða af Nýja testamentinu um þennan lærisvein og postula, en það sem nefnt hefur verið. En aðrar heimildir segja Bartólóm- eus hafa prédikað fagnaðar- erindið í Lýkaóníu (þar sem nú er Tyrkland, eða partur þess), Egyptalandi, Eþíópíu, Mesóp- ótamíu, Parþíu (hluti af núverandi Íran), á Norður-Indlandi og ekki síst í Armeníu, þar sem hann var líflátinn, að því er sumir meina – fyrst barinn með kylfum, síðan fleginn lifandi og að því búnu hálshöggvinn eða krossfestur. Ýmsar fleiri sagnir, ólíkar, eru til um hvernig dauða postulans bar að, en þetta, sem áður var nefnt, á að hafa gerst í borginni Alban- opolis, sem nú heitir Derbent og er á vesturströnd Kaspíahafs, reyndar í Aserbaídsjan nú á tím- um, og er ýmist ártalið 62 eða 68 nefnt í því sambandi. Bartólóm- eus er verndardýrlingur Armen- íu, en það land tók opinberlega við kristni árið 301. Jarðneskar leifar hans munu vera í Benevento á Ítalíu, á eyj- unni Isola San Bartolomeo í ánni Tíber við Róm og í Kantaraborg á Englandi, að stærstum hluta a.m.k. Einkennistákn Bartólómeusar er m.a. þrír hnífar á rauðum grunni. Á málverkum er hann gjarnan sýndur með fláningshníf eða sveðju, og jafnvel eigin húð í fanginu eða í hendi, sem vísar til áðurnefnds dauðdaga hans. Eða þá með hníf og bók, eins og sést á myndinni sem þessum pistli fylgir og er eftir þýsk-svissneska list- málarann Konrad Witz (u.þ.b. 1400–u.þ.b. 1445). Í bókinni Nöfn Íslendinga segir um Bartólómeus: Nafnið kemur fyrir í nafnatali séra Odds á Reynivöllum frá 1646. Fimm karlar báru það í manntali 1703, þrír í N[orður]- Múl[asýslu] og tveir í Árn[essýslu], en síðan hefur ekki boðið á því hér. Nafnið er þekkt í Danmörku frá því á 12. öld og einnig á Eng- landi sem Bartholomew og í Þýskalandi í myndinni Bartholomäus. Messudagur hans í austurkirkj- unni er ýmist 11. eða 13. júní, en í vesturkirkjunni 24. eða 25. ágúst. Á íslensku nefnist hann Barthólómeusmessa. Bartólómeus sigurdur.aegisson@kirkjan.is Hans er einungis getið á nafnalistum samstofna guðspjall- anna og Postulasög- unnar; að öðru leyti er persóna hans fal- in. Sigurður Ægisson fjallar í dag um Bartólómeus, sem e.t.v. hefur þó verið sami maður og Natanael. Og þá rof- ar aðeins til. Lærisveinarnir 12 FRÉTTIR LANDSPÍTALI - HÁSKÓLA- SJÚKRAHÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11– 15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýs- ingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhátíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10–16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin læknisþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08– 17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laek- nalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af depurð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Full- um trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjaf- ar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og aðstandendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross- .is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tekur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrifstofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sól- arhringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 LJÓSMYNDASAFN Stykkishólms hefur formlega verið tekið í notkun með opnun vefjar sem hefur að geyma myndir safnsins. Ljós- myndasafnið stendur líka fyrir sýn- ingu í Norska húsinu á ljósmyndum úr safninu. Grunnur að Ljósmyndasafni Stykkishólms er myndasafn Jó- hanns Rafnssonar, sem hann af- henti Stykkishólmsbæ árið 1996. Árið 2001 barst safninu veglegur safnauki frá Árna Helgasyni fyrr- um fréttaritara Morgunblaðsins til langs tíma. Auk þess hafa smærri gjafir borist safninu. Vefur ljósmyndasafnsins geymir nú um 2.000 myndir og mun þeim fljótt fjölga. Safnið í heild er um 8– 10 þúsund myndir. Hlutverk safnsins er að safna, skrá og varðveita ljósmyndaefni sem hefur menningarsögulegt gildi fyrir Stykkishólm. Safnið tekur við og varðveitir efni frá fyrirtækjum, stofnunum og einkaaðilum sé þess óskað. Markmið safnsins er að gefa heildarmynd af þeirri ljósmynda- menningu, sem stunduð hefur verið í bænum frá því að byrjað var að taka ljósmyndir í Stykkishólmi. Stjórn safnsins skipa Guðmundur Páll Ólafsson, Rakel Olsen og Sig- urlína Sigurbjörnsdóttir. Þau hafa unnið mikið og gott starf við að koma safninu í það form að það verður aðgengilegt fyrir almenning og mikilvæg heimild um sögu Stykkishólms. Fastur starfsmaður er enn ekki við safnið. Slóð vefjar Ljósmynda- safns Stykkishólms er: wwww.stykkisholmur.is/ljosmynda- safn Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Guðmundur Páll Ólafsson formaður Ljósmyndasafns Stykkishólms opnar vef safnsins og þar með er safnið orðið aðgengilegt fyrir almenning. Ljósmynda- safn Stykk- ishólms opnað Stykkishólmi. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.