Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ                               !  "#"$%    BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ FÓR varla framhjá neinum sem hlustaði á eða las fréttir fjöl- miðla nýverið að mikið stóð til hjá Samkynhneigð- um. Sitt sýndist hverjum um sum uppátækin, en sannarlega vöktu þau at- hygli svo um munaði. Fram að þessu hafa sam- kynhneigðir tal- ist til minni- hlutahópa og verður svo von- andi í framtíðinni af margvíslegum ástæðum, en athyglisvert er mjög, hvað þeir hafa komið sér rækilega út úr skápnum á tiltölulega skömmum tíma. Það eru margir minnihlutahópar á Íslandi sem enn sitja fjötraðir og fastir í kæfandi skápum þar sem mjólkin er súr og hunangið beiskt í menningarsamfélagi þar sem allt er sagt fljóta í velmegunarhunangi og -mjólk. Enn sitja snauðar mæður og fá- tæk börn þeirra í skápum um- komuleysis þrátt fyrir alla velmeg- un, og þekktara er en tárum tekur að velferðarsamfélagið virðist eiga takmarkaða hjálp þeim til handa nema þá helst – samkvæmt frétt- um – að taka börnin frá mæðrum/ foreldrum sínum og setja í fóstur til ókunnugra, sem að sjálfsögðu brýtur enn frekar niður andlegt og líkamlegt þrek mæðra/feðra og kraftinn til að standa á eigin fót- um. Undarlegast af þessu öllu er þó – ef rétt reynist – að ótrúlegar fúlgur eru greiddar með börnun- um sem sett eru í fóstur. Hvers vegna fær ekki einstæða, fátæka, lasna eða smáþroskahefta móðirin/ foreldrarnir peningalegu og fé- lagslegu hjálpina inn á sitt eigið heimili? Það væri kærleiksverk og að auki án vafa mun ódýrara fyrir samfélagið! Hver vill fara í lit- skrúðuga göngu og berjast fyrir þessar mæður/foreldra og börn þeirra? Börn einstæðra mæðra fæðast á sama hátt og börn annarra mæðra. Við teljum að vel sé að þeim búið með ókeypis eftirliti, fæðingar- þjónustu og fæðingarorlofi. Þegar barnið er fætt er móðurinni vísað heim, helst áður en sólarhingurinn er liðinn. Óörugg og miður sín fer hún. Hún hefur aldrei hugsað um lítið barn og heima er enginn. Ein á hún að takast á við vandasamt hlutverk sem við eðlilegar kring- umstæður er yndislegasta áskorun lífsins en sem fljótt getur breyst í martröð, þegar óvissan og óörugg- ið ræður ríkjum. Konur þurfa lengri aðlögunartíma þegar barn fæðist. Hver vill fara í litskrúðuga göngu og berjast fyrir rétti þeirra kvenna sem þurfa sængurlegu? Áður en einstæða móðirin veit af er fæðingarorlofið á enda, því barnið hennar fær aðeins að hafa móður sína hjá sér í 6 mánuði eða – ef sæðisgjafinn, sem hún deildi með einni kvöldstund – lætur á sér kræla getur orlofið hennar styst um einn og hálfan mánuð! Ef barnið hinsvegar á pabba og mömmu, má það vera í faðmi for- eldranna í 9 mánuði. Hvers eiga börn að gjalda? Hvers vegna er þeim mismunað? Fæðingarorlofið sem á að vera fyrir börnin virðist nú vera vopn í jafnréttisbaráttu óraunveruleikans og kostar ríkið milljarða, sem renna þangað sem síst skildi, enda orlofssjóður þegar að verða uppurinn. Hvers vegna þarf að borga fólki með himinháar tekjur fyrir það að eignast börn? Að eignast barn er forréttindi. Hinir verst settu þurfa hinsvegar alla þá hjálp sem hægt er að veita til þess að forðast vandamálin sem fylgja fátækt og óöryggi. Orlofs- lögin eins og þau eru í dag eru óréttlát, pólítísk mistök, sem hægt er að misnota. Öll börn eru jafn- dýrmæt. Hver vill fara í litskrúð- uga göngu til að jafna orlofs- greiðslurnar? Brottkast fisks, þó hann sé gall- aður, kallar á háar sektir. Brott- kast barns úr móðurlífi hvort sem barnið er heilt eða gallað kostar engar sektir, nema ef vera skildi þjáningin sem grípur um sig þegar raunveruleikinn kveður dyra. Hnakkaþykkt barns í móðurkviði kallar á boð og ávísun til fóstur- eyðingar! Á hvaða leið erum við? Hvað er orðið um heilbrigt verð- mætamat? Höfum við ekki séð þá blessun sem fötluð börn geta ver- ið, gleðigjafar, sólargeislar! Höfum við ekki heyrt um mongólíta, há- skólamenntaða eða heimamennt- aða sem gáfu samfélaginu dýrar gjafir. Vitum við ekki um ein- hverfa sem lærðu að lesa og náðu valdi yfir fötlun sinni, eignuðust innsæi og mennt sem hjálpaði þús- undum. Fötlun, í hvaða mynd sem er, getur orðið blessun inn í líf fjöldans, ef rétt er á haldið. Brott- kast barna er milljarða tap í gall- hörðum peningum og sálarþjáning í tonnatali. Ég skora á kraftmikið fólk að berjast gegn ruglinu og þjáningunni sem af leiðir. Þyrfti ekki að vera til fagur og ljúfur graflundur fyrir þá sem aldrei fengu að sjá dagsins ljós? Þar væri hægt að syrgja, gráta og biðja fyrirgefningar í hljóði og losa um spennuna, sem skemmir lífið. Komum út úr lokaða, fúla óraunsæisskápnum. Hleypum lofti raunsæis, réttlætis og frelsis þangað inn og förum vel með frels- ið. Það þarf að fara í fleiri lit- skrúðugar göngur. HULDA JENSDÓTTIR, f.v. yfirljósmóðir. Gay Pride skrúðgangan/ foreldrar og börn Frá Huldu Jensdóttur: Hulda Jensdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.