Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 45 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Þú sýnir sveigjanleika og að- lögunarhæfni og þessir eig- inleikar gera þig að góðum leiðtoga. Þú sérð fljótt hvað er kleift og ókleift. Upp- bygging og erfið vinna eru framundan. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Nú er tilvalið að versla eða sinna viðskiptum. Hvað svo sem þú kemur af stað í dag mun gagnast þér til lengri tíma. Naut (20. apríl - 20. maí)  Tunglið er í merki þínu og í góðri afstöðu við aðrar plán- etur. Nýttu hvert félagslegt tækifæri til hins ýtrasta. Allir vilja umgangast þig í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hin fagra Venus er í línu við Sólina. Þú ert heillandi í öllum samskiptum þínum við aðra. Segir réttan hlut á réttum tíma við rétta fólkið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Í dag eru miklar líkur á að þú kaupir eitthvað skemmtilegt handa þér eða einhverjum sem þér er kær. Dagurinn er tilvalinn fyrir viðskipti. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þvílíkur afbragðsdagur! Allar bestu pláneturnar eru í ljón- inu núna og þar af eru tvær (Sólin og Venus) í línu. Þú ert í góðu skapi og miklu stuði. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vikan byrjar rólega. Nú er til- valið að fást við stjórnsýslu- mál og stórar stofnanir. Við- skipti ganga líka ágætlega. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vinir og hópar geta komið í góðar þarfir í dag. Hlustaðu á góðar ábendingar um við- skipti. Njóttu félagsskapar vina þinna og félaga. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú lítur vel út í annarra aug- um í dag. Auðvelt er að öðlast virðingu þeirra. Rómantík við einhvern eldri (jafnvel yfir- mann) er hugsanleg í dag. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú er tilvalið að fást við út- gáfumál, fjölmiðlun, lagaleg mál, framhaldsmenntun eða eitthvað sem tengist ferðalög- um og framandi slóðum. Á þessum sviðum máttu vænta árangurs. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Í dag kanntu að taka við gjöf- um eða greiðum frá ein- hverjum. Arfur eða fyr- irgreiðsla einhverskonar, lánssamþykkt eða góður greiði koma til greina. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Í dag gætirðu heillað fuglana úr trjánum. Nú er tilvalið að staga í trosnuð sambönd eða laga gamlar girðingar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Vikan byrjar sérstaklega vel hjá þér. Njóttu dagsins. Vinnufélagarnir sýna þér stuðning og allt sem þú tekur þér fyrir hendur virðist heppnast. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Áttræðverður á morgun, mánudaginn 18. ágúst, Erika Einarsson, Hjalla- braut 3, Hafnarfirði. Af því tilefni tekur hún á móti gestum á afmælisdaginn í veitingahúsinu Gaflinum, Dalshrauni 13, Hafnarfirði, á milli kl. 16.00 til 19.00. 60 ÁRA afmæli. ReynirGuðnason skóla- stjóri, Kríuási 47, Hafn- arfirði, er sextugur í dag, 17. ágúst. Eiginkona hans er Ingigerður María Jóhanns- dóttir. Reynir er að heiman á afmælisdaginn. SÚ gamla regla að spila út fjórða hæsta í lengsta og besta lit gegn þremur grönd- um hefur staðist tímans tönn með miklum glæsibrag. En engin regla er án undantekn- inga. Sumir halda því fram að ekki sé skynsamlegt að spila út frá ás fjórða. Fremstur í þeim flokki er Sigurður Sverrisson og nýt- ur hann stuðnings Jóns Baldurssonar í þessu hita- máli. Matthías Þorvaldsson var lengi liðsmaður þeirra Jóns og Sigurðar í sveitum Landsbréfa og Subaru og var snarlega vandinn af því að spila út frá ásnum fjórða. „Ætlaðirðu að fría ásinn?“ var algeng háðsglósa þegar slík útspil misheppnuðust. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ KG1052 ♥ 106 ♦ DG3 ♣Á109 Vestur Austur ♠ D43 ♠ 986 ♥ Á753 ♥ DG98 ♦ 854 ♦ K76 ♣643 ♣K76 Suður ♠ Á7 ♥ K42 ♦ Á1092 ♣DG85 Vestur Norður Austur Suður – Pass Pass 1 tígull Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Matthías spilar nú í sveit Íslenskra aðalverktaka (ríkjandi Íslandsmeistara) og í bikarleik fyrir skömmu átti hann að spila út frá vest- urhendinni gegn þremur gröndum. Og ekkert virtist koma til greina nema einmitt hjarta frá ásnum fjórða. En Matthías er vel upp al- inn af þeim Sigurði og Jóni. Hann stóðst freistinguna að koma út með hjartaþristinn og spilaði út frá hundunum þremur í laufi. Sem leit ekki út fyrir að vera mikið sókn- arútspil, en dugði vel samt. Sigurbjörn Haraldsson var í austur og hann fékk fyrsta slaginn á laufkóng. Og Bessi var ekki höndum seinni að senda hjartadrottningu í gegnum kóng sagnhafa. Einn niður. Á hinu borðinu kom út hjarta og sagnhafi rúllaði upp 11 slögum. Hvað má læra af þessu spili? „Veit það ekki,“ segir Matthías, „en það er gaman þegar gömlu lummurnar skila manni feitum bitlingi – sem gerist því miður ekki oft.“ BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 0-0 8. c3 d5 9. exd5 Rxd5 10. Rxe5 Rxe5 11. Hxe5 c6 12. d4 Bd6 13. He1 Dh4 14. g3 Dh3 15. Df3 Be6 16. Dg2 Dh5 17. Bd1 Dg6 18. Rd2 Hae8 19. Re4 Bf5 20. f3 c5 21. Bd2 cxd4 22. cxd4 Bb8 23. Bb3 Hd8 24. Rc5 h5 25. Hac1 h4 26. gxh4 Dh5 27. Re4 Bxe4 28. Hxe4 Rf6 29. He7 Hxd4 30. Bg5 Rd5 31. Df2 Hd3 32. De2 Hxb3. Staðan kom upp í ofurmóti í Dort- mund sem lauk fyr- ir skömmu. Tveir nemenda lettneska skákþjálfarans Zig- urds Lanka öttu hér kappi saman. Fyrrverandi nem- andi hans, Viktor Bologan (2.650), hafði hvítt gegn núverandi lærlingi hans, Arkadji Naiditsch (2.574). 33. He8! Ba7+ 34. Kh1 Hxf3 svartur yrði mát eft- ir 34. …Dxf3+ 35. Dxf3 Hxf3 36. Hxf8+ Kxf8 37. Hc8#. 35. Hxf8+ Kh7 36. De4+ og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Blómaskreytingarnámskeið 25.-29. ágúst • 5 daga námskeið, ca 40 klst. Blómvendir, brúðarvendir, skreytingar, kransar, krossar og margt fleira úr ræktuðu náttúruefni. Skráning í síma 555 3932 Sæunn og 897 1876 Uffe Uffe Balslev, blómaskreytir, Hvassahrauni. Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 29. ágúst og laugardaginn 30. ágúst í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi Auðbrekku 14, Kópavogi, símar 544 5560 og 820 5562, Skoðið heimasíðuna www.yogastudio.is Jógakennaraþjálfun hefst 5.–7. september. Ásmundur heldur kynningarfund fyrir áhugasama laugardaginn 30. ágúst kl. 17:30. með Ásmundi Gunnlaugssyni Uppbyggjandi námskeið fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða eða fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið á eigin reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöður, öndunaræfingar, slökun og andleg lögmál, sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Ekki er krafist reynslu af jóga. Yfirgripsmikið og traust námskeið frá árinu 1994. Hefst mánudaginn 25. ágúst – mán. og miðv. kl. 20:00 JÓGA GEGN KVÍÐA HUGARFARSÞJÁLFUN TIL BETRA LÍFS EINKATÍMAR - NÁMSKEIÐ Þú lærir að koma skilaboðum og jákvæðum huglægum hugmyndum og viðhorfum inn í undirmeðvitundina. Þú lærir að upplifa tilfinningar þínar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að hafa betri stjórn á streitu og kvíða, auka einbeitinguna og taka betri ákvarðanir. Þú byggir upp sjálfsöryggi og sterka sjálfsmynd. Leiðbeinandi er Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur. Upplýsingar í síma 694 5494 Haustönn Kvennakórs Reykjavíkur Æfingar á haustönn hefjast mánudaginn 25. ágúst 2003 kl. 20.00 í Sjómannaskólanum við Háteigsveg (Hátíðarsal). Getum bætt við nokkrum röddum. Áhugasamir hafi samband í síma 896 6468. Senjorítur Kvennakórs Reykjavíkur Senjorítur er kór kvenna 60 ára og eldri, sem æfir einu sinni í viku. Hauststarf Senjorítanna hefst mánudaginn 8. september 2003 kl 16.00 í Sjómannaskólanum við Háteigsveg (Hátíðarsal). Nánari upplýsingar í síma 896 6468. Kórskóli Kvennakórs Reykjavíkur Kvennakór Reykjavíkur starfrækir kórskóla fyrir konur sem hafa litla sem enga reynslu af söng. Kennd eru undirstöðuatriði söngs og nótnalesturs. Kennt er á miðvikudögum kl 18.00 til 19.30. Kennsla hefst miðvikudaginn 10. september 2003 í Sjómannaskólanum við Háteigsveg (Hátíðarsal). Innritun er í síma 896 6468. Kórstjóri og kennari er Sigrún Þorgeirsdóttir ÞESSAR stúlkur héldu tombólu og flóamarkað á Akureyri og söfnuðu 8.782 kr. Þær afhentu peningana Elliheimilinu Hlíð. F.v.: Móheiður Guðmundsdóttir og Margrét Karls- dóttir HLUTAVELTA Fossaniður Þá væri, Sjáland, sælla hér sumarið þitt og blómin, ef þú gætir gefið mér gamla fossaróminn. Hefði allur auður þinn eitthvað slíkt að bjóða, léti ég fyrir lækinn minn leikhússönginn góða. Þó að vanti þennan nið, þér finnst ekki saka. Engir hérna utan við eftir þessu taka. – – – Þorsteinn Erlingsson LJÓÐABROT Get ég fengið þessu bindi skipt? Það er röndótt! Morgunblaðið/Ásgrímur Örn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.