Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 48
ir í lund, halda sig að mestu við mjög skældan og trosnaðan blús. Líkt og White Stripes, sem menn líkja þeim gjarnan við, eru liðsmenn bara tveir, Dan Auerbach, sem syngur og leikur á gítar, og Patrick Carney, sem leikur á trommur. Þeir sendu frá sér fyrstu plötuna á síð- asta ári, þá tæplega tvítugir, og verður að teljast gott byrjendaverk. Nýverið kom svo út platan thick- freakness sem tekin var upp og unnin á fjórtán tímum og það má og glöggt heyra – ævintýralega hrá plata og að sama skapi kröftug. Kings of Leon Kings of Leon er sannkallað bræðraband því liðsmenn sveit- arinnar eru þrír bræður og frænda betur. Bræðurnir eru allir með eft- irnafnið Followill og heita Caleb, Nathan og Jared, en Caleb leikur á gítar, Jared á bassa og Nathan á trommur. Matthew Followill, faðir þeirra Followill-bræðra er bisk- upakirkjuprestur og stundaði trú- boð um Suðurríkin með sonu sína með sér og spilaði fyrir þá Neil Yo- ung og Rolling Stones. Kemur ekki á óvart að talsverð áhrif eru frá þeim tíma í tónlist sveitarinnar í dag. Eitt helsta einkenni hennar er söngur Calebs Followill, enda er hann með sérdeilis skemmtilega Suðurríkjarokkrödd. Mjög skemmtileg sveit. The Hiss Mikið hefur verið látið með hljómsveitina The Hiss, sem er ætt- uð frá Atlanta í Georgiu-fylki vestan hafs. Ekki er bara að Jack White, höfuðpaur White Stripes, hafi mært sveitina við hvert tækifæri heldur hefur Noel Gallagher einnig hamp- að sveitinni og upptökustjóri Oasis stýrði upptökum á frumraun Hiss, Panic Movement, sem kemur út von bráðar. Liðsmenn sveitarinnar eru Adr- ian Barrera, sem leikur á gítar, syngur og semur lögin, Johnny Kral leikur á bassa, Todd Galpin á trommur og Ian Franco á gítar. ÞEGAR spáð er í það semhelst er á seyði í nýrri tón-list ber mjög á mikilligrósku í gítarrokki, hvort sem borið er niður vestan hafs eða austan. Reyndar er einna skemmti- legast það sem kemur að vestan ef litið er á glænýja tónlist, sveitir eins og The Black Keys, sem hafa reynd- ar sent frá sér tvær breiðskífur, ný- verið thickfreakness, Kings of Leon, en frumraun þeirra, Youth and Young Manhood, er bráðskemmti- leg. Einnig er vert að nefna hljóm- sveitir eins og The Hiss, sem gefur út sína fyrstu breiðskífu, Panic Movement, á næstu dögum, Ástr- alina í Rocket Science, en frá þeim kom nýverið platan Contact High. Black Keys Black Keys skera sig nokkuð úr í þessari samantekt því þeir eru forn- Kral er nýjasti liðsmaður sveit- arinnar eftir að bassaleikarinn Mahjula Bah-Kamara trylltist í plötubúð á Gatwick-flugvelli. Að sögn var það vinnuálag og fíkniefna- neysla sem gerði útslagið, en í kjöl- farið hætti hún í sveitinni. Tónlist Hiss er bráðskemmtilegt gítarrokk, svipar vissulega til Oasis og þá harkalegri laga þeirrar sveit- ar. Rocket Science Andfætlingarnir í Rocket Science hafa vakið nokkra athygli utan heimalandsins með skífunni Contact High og vísa menn gjarnan til álíka sveita frá suðurhveli eins og Vines og Datsuns. Þær eiga það þó sam- merkt að keyra á stælum með lítilli innistæðu – arfaslæmar sveitir, en heldur meira er spunnið í Rocket Science. Rocket Science, sem skipuð er söngvaranum og orgelleikaranum Roman Tucker, gítarleikaranum Paul Maybury, trommuleikaranum Kit Warhurst og bassaleikaranum Paul Maybury, hefur verið að í fimm ár. Þeir félagar vöktu fyrst at- hygli sem upphitunarsveit fyrir Supergrass sl. haust, aðallega fyrir villta sviðsframkomu og tifinn- ingaríkan söng Tuckers. Heima fyrir var sveitin búin að vinna sér nokkuð orð, meðal annars fyrir breiðskífuna Welcome Aboard the 3C10 sem kom út 2001. Ný plata sveitarinnar heitir Contact High og er býsna góð; mikil og góð keyrsla og orgelið vel notað. Hugsanlega verða einhverjir þreyttir á yfirdrifn- um söngnum, en laglínurnar standa fyrir sínu. Black Keys, Kings of Leon og Hiss eru bandarískar sveitir og Rocket Science áströlsk þó allar hafi hljómsveitirnar fyrst vakið at- hygli í Bretlandi. Bretar eiga líka efnilegar rokksveitir, nema hvað, og til að klára þessa samatekt má tína til Eastern Lane sem ættuð er frá Berwick-Upon-Tweed. Þar komu þeir saman í gamalli hlöðu félag- arnir Andrew, Danny, Derek og Stuart og stofnuðu hljómsveit sem dregur nafn sitt af götu í bænum. Eftir stífar æfingar sendi sveitin frá sér fimm laga prufuupptöku sem vakti meðal annars áhuga frammá- manna Rough Trade-útgáfunnar bresku og skilaði útgáfusamningi. Afrakstur hans var svo platan Shad- es Of Black sem tekin var upp í vet- ur og kom út í vor. Það vekur athygli hve mikið er lagt í texta sveitarinnar, þeir eru áberandi betri en gengur og gerist, en tónlistin er ekki eins frumleg; gott gítarpopp þó, mjög breskt, og kryddað með hefðbundnu kryddi nú um stundir; Love, Stooges, Pixies, Velvet Underground og Joy Division. Nýtt af nálinni Nokkrar forvitnilegar gítarrokksveitir hafa látið á sér bera í sumar. Nefnum til sögunnar Black Keys, Kings of Leon, Hiss, Rocket Science og Eastern Lane. Bræðrabandið Kings of Leon. Þeir Black Keys-félagar Patrick Carney og Dan Auerbach. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson FÓLK Í FRÉTTUM 48 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ 21. SÝNING MIÐVIKUDAGUR 20/8 - KL. 20 UPPSELT 22. SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 UPPSELT 23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 UPPSELT 24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 UPPSELT 25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 UPPSELT 26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 UPPSELT 27. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 UPPSELT 28. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 16 UPPSELT 29. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 20 UPPSELT 30. SÝNING FÖSTUDAGINN 5/9 - KL. 20 LAUS SÆTI 31. SÝNING SUNNUDAGINN 7/9 - KL. 16 og 20 LAUS SÆTI ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA! Sumarkvöld við orgelið 17. ágúst kl. 20:00: Steingrímur Þórhallsson. Leikur m.a. verk eftir Clementoni og Widor. Caprí tríó leikur öll sunnudagskvöld frá kl. 20:00. ÁSGARÐUR - GLÆSIBÆ Dansleikur í nýjum og glæsilegum Ásgarði í Glæsibæ Ain´t Misbehavin´ the Fats Waller Musical Show Síðustu sýningar Sunnud. 17. ágúst kl. 20:00 LOKASÝNING Frábærar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda Miðasala í Loftkastalanum opin frá kl. 16.00 Sími: 552 3000 loftkastalinn@simnet.is PLATA þeirra Magnúsar Eiríks- sonar og KK, 22 Ferðalög, hefur verið með söluhæstu plötum í sum- ar. Þegar hafa selst um 12.000 ein- tök af plötunni en á henni leika þeir marga ástsælustu útilegu- og bíl- túrasöngva þjóðarinnar. Nú hyggja þeir á tónleikaferð um landið og munu þeir ferðast hring- inn á rúmum þremur vikum. Hefst ferðalagið á Selfossi 10. september nk. en lýkur í Reykjavík 4. október. Kvikmyndatökulið slæst með í för og festir ferðasöguna á filmu en til stendur að framleiða heimild- armynd um túrinn og sýna seinna í vetur. Viðkomustaðir KK og Magnúsar verða í þessari röð: Selfoss, Vest- mannaeyjar, Vík í Mýrdal, Höfn, Seyðisfjörður, Egilsstaðir, Húsavík, Akureyri, Siglufjörður, Sauðár- krókur, Stykkishólmur, Ólafsvík, Bifröst, Keflavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og loks Reykjavík. KK og Maggi á leið í tónleikaferð um landið Í ferðalag með Ferðalög Morgunblaðið/Arnaldur KK og Maggi ætla í ferðalag með „Ferðalögin“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.