Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 4, 8 og 10. Miðaverð 500 kr. Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i.12 ára. Tvær löggur. Tvöföld spenna. Tvöföld skemmtun. FRUMSÝNING Frábær teiknimynd með íslensku tali fyrir alla fjölskylduna Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Fyndnasta mynd sumarsins frá leikstjóra Liar Liar og Ace Ventura Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Yfir 20.000 gestir á einni viku! HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.30 YFIR 25.000 GESTIR!  Kvikmyndir.com SV. MBLHK. DV Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.15. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14. Frábær teiknimynd með íslensku tali fyrir alla fjölskylduna Miðaverð 500 kr. Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20. kl. 3, 5.30, 8 og 10.20. Tvær löggur. Tvöföld spenna. Tvöföld skemmtun. FRUMSÝNINGYfir 20.000 gestir á einni viku! Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. ÁRIÐ er 1981. Breski hönnuður-inn Vivienne Westwood héltfyrstu tískusýningu sína í Lond-on. Sýninguna kallaði hún „Pirates“, eða „Sjóræningjana“. Hún end- urvakti snið 18. aldarinnar og klæddi sýn- ingarstúlkur með stórar krullur og gull- tennur í síð sjóræningjapils. Sýningunni var vel tekið og sjóræningjaútlitið hafði mikil áhrif á þá stefnu sem fylgdi á eftir pönkinu og var síðar var kennd við ný- rómantík. Árið er 2003. Johnny Depp er með gull- tennur í hlutverki sjóræningjans og skip- stjórans Jacks Sparrows. „Sjóræningjar voru rokkstjörnur síns tíma,“ segir leik- arinn, sem byggði túlkun sína að hluta til á Keith nokkrum Richards úr Rolling Stones. Hausklúturinn og sítt hár hans er rokkaralegt, því verður ekki neitað. En fleira kom til þegar að búningahönnuður umræddar kvikmyndar, Sjóræningjar Karíbahafsins: Bölvun Svörtu perlunnar (Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl), hannaði útlit mynd- arinnar. Búningahönnuðurinn, Penny Rose, heimsótti söfn tengd siglingum og portrettum þess tíma til að kynnast heimi sjóræningjanna. Hún ráðfærði sig einnig við breska sjóræningjasérfræðinginn Dav- id Cordingly, höfund margra sagn- fræðirita um þá er sigldu um höfin blá undir svörtum hauskúpufána. Cordingly hjálpaði kvikmyndagerðarfólkinu að ná réttu yfirbragði á Port Royal á Jamaíka þar sem hluti söguhetjanna býr. „Hann hefur unnið við myndir áður og skildi að við vildum ekki endurskapa söguna. Hins- vegar eru ákveðin smáatriði sem hann hjálpaði mikið með,“ segir Rose í kynn- ingarefni um myndina. Engir venjulegir sjóræningjar Leikstjórinn Gore Verbinski vissi alveg hvernig hann vildi láta útlitið í sjóræn- ingjamyndinni sinni vera. „Þeir áttu að vera öðruvísi en áður hefur sést. Engir krókar á höndum eða leppir fyrir auga,“ segir leikstjórinn. „Þegar lesið er um þennan tíma liggur ljóst fyrir að fólk lifði ekki lengi. Persónulegu hrein- læti var ábótavant,“ segir hann. „Tenn- urnar eru mikilvægar,“ ítrekar Verb- inski og eru sjóræningjarnir í myndinni margir hverjir með ansi ófrýnilegan munn- svip. Depp tók hinsvegar upp á því að láta setja gull yfir fjórar tennur: Ein var með14 karata gulli, önnur 18 karata gulli, sú þriðja 24 karata gulli og sú fjórða var hulin með hvítagulli. „Ég vildi láta setja meira en Jerry [Bruckheimer, framleið- andi] var ekki mjög hrifinn,“ segir Depp og hlær. Rose vildi að búningarnir hefðu mikla hreyfingu í sér því mikið er um átök í myndinni. Hún notaðist við skyrtur með stórum ermum, sem er í takt við Errol Flynn-stílinn, í sjóræningjamyndunum þegar þær voru hvað vinsælastar um miðja síðustu öld. Hún hafði einnig áhyggjur af hitanum í Karíbahafinu þegar á tökum stóð og var því allt úr náttúrulegum efn- um, silki, hör eða bómull. Upprunalegt sverð Sparrows Mikið var lagt uppúr að ná raunveru- legu útliti. Sverðið sem Jack Sparrow not- ar er upprunalegt, frá því um miðja átjándu öld. „Ég var strax ánægður með búninginn minn og vissi að þetta væri Jack skipstjóri,“ segir Depp. Járnsmiðurinn Will Turner, sem Orlando Bloom leikur hefur einfaldara út- lit í myndinni. Hann gengur þó í gegnum miklar breytingar, bæði útlitslega og hvað persónu hans varðar. „Will á í svolítilli kreppu,“ útskýrir Verbinski. „Þegar hann kynnist Jack Sparrow breytist hann úr elskulegum drengstaula í rómantískan ungan mann, sem tekur frumkvæði,“ segir hann, og fötin hans breytast með og hárið fær á endanum að leika laust um axlirnar. Landstjóradóttirin og augnayndið Eliza- beth Swann, sem Keira Knightley leikur, fær oftast að skipta um föt í myndinni. „Ég fæ að vera unga hefðarfrúin í flottum kjólum, því miður með korseletti. Svo fæ ég að vera í kynþokkafyllri og aðeins víð- ari kjól sem Barbossa [sjóræningjaskip- stjóri sem Geoffrey Rush leikur] valdi á mig og undir lokin er ég ekki í miklu. Þá fæ ég líka tækifæri til að vera í her- mannabúningi! Grey strákarnir, þeir þurftu að vera í sömu fötunum á hverjum degi í sex mán- uði,“ segir Knightley glettnislega. Hárkollur og hárlengingar Hárið skiptir miklu máli í því að skapa rétta sjóræningjaútlitið og voru 400 hár- kollur búnar sérstaklega til fyrir myndina. Bloom notaðist reyndar ekki við hárkollu. Honum var þó ekki hlíft með öllu því hann þurfti að fá hárlengingu, sem tók á milli fimm og sex klukkustundir að setja í hann. Ljóst er að að mörgu er að huga þegar útlit sjóræningjamyndar er skapað. Það tókst vel að lífga þessa sjóræningja við, Sjóræningja Karíbahafsins, og hefur myndin skemmtilegt útlit. Hún er nú á meðal best sóttu mynda sumarsins í Bandaríkjunum og byrjaði líka vel hér- lendis og er aldrei að vita hvaða áhrif hún hefur á götutískuna. Hauskúp- urnar, sem eru einkennandi fyrir sjó- ræningjafána, hafa sést víða í fötum að undanförnu og vel getur verið að áhrifa frá Sjóræningjum Karíba- hafsins fari að gæta víðar. Nýróm- antíkerar níunda áratugarins sóttu í sjóræningjahefðina með glöðu geði en skyldu nýrokkarar nýrrar aldar gera hið sama? Búningahönnun og útlit myndarinnar Sjóræningjar Karíbahafsins ingarun@mbl.is Rokkstjörnur síns tíma Johnny Depp er skipstjór- inn Jack Sparrow. Hauskúpur, höfuðklútar, gulltennur og víðar ermar. Inga Rún Sigurðardóttir kannaði tísku sjóræningjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.