Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 56
NORÐURLANDAMÓT skákfélaga fór fram í gær í fjórða sinn en meðal þátttökuliða voru tvö íslensk skáklið, Íslandsmeistarar Hróksins og silfurlið Hellis sem mættust strax í fyrstu um- ferð. Teflt var eingöngu með aðstoð Netsins og á skákþjóninum ICC á slóðinni www.chess- club.com. Að sögn Gunnars Björnssonar hjá Taflfélag- inu Helli eru kostir móts af þessu tagi eink- anlega þeir að kostnaður við mótshald er nánast enginn því að hver sveit teflir í sínu heimalandi með aðstoð tölvunnar. Meðal keppenda voru stigahæsti skákmaður landsins, Jóhann Hjartarson, með 2.640 Elo- stig, sem tefldi á fyrsta borði Hróksmanna en á fyrsta borði Hellismanna tefldi Hannes Hlífar Stefánsson, með 2.560 Elo-stig, Íslandsmeistari í skák. Á myndinni er Jóhann að keppa við Hannes Hlífar, en viðureign þeirra endaði með jafntefli. Alls tóku sex sveitir þátt í mótinu en auk tveggja sveita frá Íslandi var sveit frá Fær- eyjum, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Sex skák- menn skipa hverja sveit. Keppendur fá 20 mín- útna umhugsunarfrest. Fyrir fram var búist við mjög harðri og jafnri baráttu milli sænsku, norsku og íslensku sveitanna. Norðurlanda- mót í skák á Netinu Morgunblaðið/Ómar Jóhann Hjartarson teflir netskák. Morgunblaðið/Pétur Blöndal MÉR finnst ekkert sjálfsagt að hægt sé að kippa tilverugrundvell- inum undan okkur þegar mönnum dettur í hug,“ segir Edna Mikaels- dóttir sem búið hefur í Kristjaníu í átján ár. Mikill styr stendur um Kristjaníu í Danmörku eftir að rík- isstjórnin lýsti því yfir að fríríkið ætti að verða hluti af Kristjánshöfn, til afnota fyrir alla Kaupmanna- hafnarbúa og engar sérstakar regl- ur ættu að gilda um það. Nefnd vinnur nú að tillögum um svæðið. „Yfirvöld eru alltaf að breyta reglunum og maður veit aldrei hvar maður stendur,“ segir Edna. Nýlega kom fram í dönskum fjöl- miðlum að lögreglan hyggst ráðast inn í Kristjaníu á næstunni með fjöl- mennu lögregluliði og stöðva hass- sölu fyrir fullt og allt. „Ég veit ekki hvað verður um hasssöluna og mér stendur á sama,“ segir Edna. „Ég hætti í hassinu fyrir átta árum, nennti því ekki lengur. Kristjanía hefur breyst ákaflega mikið að því leyti. Hér var líf allan sólarhringinn þegar fólk flutti hingað fyrst en nú er orðið svo mikið af eldra fólki sem hefur stofnað fjölskyldur og vill lifa í friði og ró, ekki alltaf vera að berjast.“ Kristjaníu- búar vilja frið og ró  Óvissa um framtíðina/B1 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Ein gata, eitt hverfi eða allur bærinn www.postur.is Kortleggðu næstu markaðssókn með Fjölpósti. EINKAHLUTAFÉLÖGUM hefur fjölgað um 58% í Bolungarvík frá ársbyrjun 2001. Fjölgun á landinu öllu á sama tímabili er um 30%. Einar Pétursson, bæjarstjóri í Bolung- arvík, segir að þessi fjölgun einkahlutafélaga hafi í för með sér verulegt tekjutap fyrir sveitarfélagið þar sem stærsti tekjustofn þess sé útsvar og það lækki af þessum völdum. Eftir að tekjuskattur fyrirtækja lækkaði hafa margir sjálfstæðir atvinnurekendur stofnað einkahlutafélög í kringum rekstur sinn, en það getur haft umtalsverð áhrif á tekjur minni sveitarfélaga. Í Bolungarvík hafa margir trillukarlar stofnað einkahlutafélög í kringum starfsemi sína. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur einkahlutafélögum þar fjölgað um 58% frá árinu 2001, eða úr 59 í 93, um leið og þeim hefur fjölgað um 30% á landsvísu. „Hérna í Bolungarvík er stór hluti íbúanna sjálfstæðir atvinnurekendur. Þegar þeir stofna einkahlutafélög utan um sinn rekstur lækka þeir hugsanlega launin sín og greiða því lægra útsvar,“ segir Einar Pétursson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, og bendir á að þá geti einstaklingar tekið hagnaðinn út sem arð og greitt fjármagnstekjuskatt í staðinn. Ein- ar segist halda að þetta verði verulegt tekju- tap fyrir sveitarfélagið þar sem stærsti tekju- stofn þess sé útsvar. Einkahlutafélag í þriðja hverju húsi Í Snæfellsbæ er mikið um einkahlutafélög en Kristinn Jónasson bæjarstjóri segir að þar séu einkahlutafélög í þriðja hverju húsi. Kristinn bendir á að þeir einstaklingar sem voru skatthæstir í Snæfellsbæ í fyrra borgi mun minni skatt núna. „Nú geta þessir ein- staklingar dregið svo marga þætti frá skatti sem þeir gátu ekki áður. Þannig myndast minni skattstofn til ríkis og sveitarfélags.“ Kristinn segir aftur á móti að það verði að teljast jákvætt að einstaklingar sem borguðu lítinn eða engan skatt áður séu núna farnir að greiða skatt. „Þetta hefur jákvæðar og neikvæðar hliðar. Ég hef það á tilfinningunni að vöxtur í okkar tekjum verði ekki sá sami og í mörgum öðrum sveitarfélögum. Félagakerfið skerðir veru- lega þennan þátt í tekjum sveitarfélaganna,“ segir Kristinn. Einkahlutafélögum í Bolungarvík hefur fjölgað um 58% frá 2001 Sveitarfélagið hefur tap- að umtalsverðum tekjum STÚDENTARÁÐ Háskóla Ís- lands hyggst standa fyrir um- fangsmikilli neyslukönnun meðal nemenda á háskólastigi í nóvem- ber næstkomandi. Sú framfærsla sem LÍN veitir námsmönnum í dag byggir á neyslukönnun sem unnin var árið 1995. Fulltrúar nemenda hafa bent á að að fram- færslan sé í ekki í neinu sam- ræmi við þarfir nemenda á há- skólastigi en í forsendum hennar er t.d. hvorki gert ráð fyrir far- símum né fartölvum, segir Jar- þrúður Ásmundsdóttur, fulltrúi Stúdentaráðs í Lánasjóðsnefnd. Hvorki gert ráð fyrir farsíma né fartölvum „Það er augljóst að fram- færslugrunnur sem byggist á því að nemendum finnist bjór ekki góður, eigi hvorki farsíma né far- tölvu og noti strætó til að komast á milli staða er ekki í neinu sam- hengi við raunveruleikann,“ segir Jarþrúður. Með gerð könnunarinnar í nóv- ember vonast Stúdentaráð til að ná fram raunsærri mynd af þörf- um nemenda og vinna hagsmun- um þeirra brautargengi. Bandalag háskólamanna og Samband íslenskra námsmanna erlendis munu leiða viðræður við stjórnvöld á næstunni um lækkun endurgreiðslubyrðar námslána en samtökin ásamt fjölmörgum hagsmuna- og stéttarfélögum telja að endurgreiðslubyrðin sé of há þar sem lánþegar þurfi í flest- um tilvikum að borga sem svarar einum mánaðarlaunum á ári af lánunum. Ákvæði um að huga að lækkun endurgreiðslubyrðar námslána var tekið upp í stjórn- arsáttmála ríkisstjórnarinnar í vor. Grunnframfærsla háskólanema á mánuði fyrir veturinn er 77.500 krónur og hefur hún hækkað um 2.000 krónur síðan í fyrra. Umsóknarfrestur til að sækja um námslán fyrir haustönnina rann út á föstudaginn en háskól- arnir taka flestir til starfa í lok mánaðarins.  Framfærslugrunnur/20 Stúdentaráð gerir nýja neyslukönnun FERÐAFÉLAGIÐ Útivist hefur ákveðið að læsa skálum sínum yfir vetrartímann, eða frá og með 1. september, en félagið er m.a. með skála á Fimmvörðuhálsi og í Bás- um í Þórsmörk. Hjá Ferðafélagi Íslands hefur verið rætt að læsa skálum á Laugavegi og á Kili en Jöklarannsóknafélagið hefur haft sína skála læsta í mörg ár. Að sögn Lóu Ólafsdóttur, fram- kvæmdastjóra Útivistar, er um- gengni í skálum frekar slæm og nokkuð algengt að fólk gisti þar en greiði ekki fyrir sig. „Skálarnir eru þannig stað- settir að það er dýrt að halda þeim við. Við þurfum að senda jeppa og svo fara félagsmenn í sjálfboða- vinnu. Það þarf að tæma kamr- ana, flytja olíu og gas og annað þess háttar þangað,“ segir Lóa. Margir einstaklingar fara eftir reglum og tilkynna komu sína fyr- ir fram en svo virðist sem fjöldi fólks nýti sér aðstöðuna án endur- gjalds. Frá áramótum og fram á vor var mikil umferð í Básum en að sögn Lóu voru eingöngu 300 krónur í bauknum sem liggur þar. „Þetta var erfið ákvörðun en við sjáum okkur ekki fært að halda þessu úti,“ segir Lóa. Fólk sem hyggur á göngur í vetur getur þó nálgast lykla að skálum Útivistar á skrifstofu félagsins en það auð- veldar allt eftirlit með skálunum. Ekki eðlileg umgengni Elín Björk Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir það hafa verið í um- ræðunni innan félagsins að læsa skálunum á Laugaveginum og á Kili. „Við lítum á skálana okkar sem ákveðna öryggisaðstöðu svo að fólk geti leitað þangað í skjól ef svo ber undir. Það er hins vegar ekki eðlilegt hvernig umgengnin er hjá fólki. Fólk hendir rusli hér og þar, þrífur ekki eftir sig og hlutir hafa horfið. Það virðist vera nokkuð útbreiddur misskilningur að ef fólk pantar ekki skála eigi það ekki að borga,“ segir Elín Björk og bendir á að skálarnir hafi aldrei verið reknir með gróðasjónarmið í huga. Vilhjálmur Kjartansson hjá Jöklarannsóknafélagi Íslands seg- ir mörg ár síðan félagið ákvað að læsa skálum félagsins. Þó eru lítil hús, sem ekki hafa neinn búnað, opin allan ársins hring og fólk sem ætlar að nýta sér skálana getur sett sig í samband við félagið. „Þetta fyrirkomulag hefur gefist mjög vel hjá okkur. Aftur á móti er slæm umgengni alþekkt vanda- mál í íslenskri fjallamennsku,“ segir Vilhjálmur. Neyðast til að læsa fjallaskálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.