Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 8
8 C SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Snæfellsbær Leikskólastjóri óskast á Leikskólann Kríuból á Hellissandi Þetta er 100% starf og æskilegt er að umsækj- endur geti hafið störf sem fyrst. Mögulegt er að semja um starfsbyrjun. Leikskólinn er fysta skólastigið og annast upp- eldi og menntun barna á leikskólaaldri. Þar er lögð áhersla á nám og þroska í gegnum leik og starf. Gerð er krafa um að umsækjendur séu með leikskólakennaramenntun. Í boði er flutningsstyrkur og húsnæðis- fríðindi. Nánari upplýsingar fást hjá leikskólastjóra í síma 436 6723 eða á skrifstofu Snæfellsbæjar í síma 436 6900. Skriflegum umsóknum ber að skila til skrifstofu Snæfellsbæjar fyrir 31. ágúst nk. Umsóknar- eyðublöð má finna á heimasíðu Snæfellsbæjar, www.snb.is undir „Stjórnskipan" og „Eyðublöð". Hellissandur er einn af þremur þéttbýliskjörnunum sem mynda sveitarfélagið Snæfellsbæ. Snæfellsbær er ungt sveitarfélag sem vefur sig utan um Snæfellsjökul: Staðarsveit, Búðir, Breiðuvík, Arnar- stapi, Hellnar, Hellissandur, Rif, Ólafsvík og Fróðárhreppur. Í góðu veðri er Hellissandur í tveggja tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík — og veðrið er að sjálfsögðu alltaf gott undir Jökli! Hér býr gott fólk sem er alltaf tilbúið til að bjóða nýja Snæfellsbæinga velkomna. Í Snæfellsbæ er sérstaklega fallegt umhverfi þar sem Snæfellsjökul ber hæst, enda býður bæjarfélagið upp á alla flóru landsins þegar kemur að landslagi, fugla- og dýralífi. Útivist og íþróttir er hægt að stunda hvenær sem er ársins, skíði og snjóbretti, gönguferðir, golf, hestamennsku, sund og margt fleira. Nýtt glæsilegt íþróttahús er í Ólafsvík (9 km). Öflugt tónlistarlíf er í sveitarfélaginu og félaga- starfsemi með miklum blóma Störf í grunnskólum Reykjavíkur Árbæjarskóli, sími 567 2555 Skólaliðar, tvö stöðugildi. Borgaskóli, sími 577 2900 Tölvuumsjónarmaður, 50% staða. Tölvukennari, 50% staða. Skólaliðar. Ræstitæknar til að ræsta skólastofur eftir skólatíma. Hagaskóli, sími 535 6500 Stuðningsfulltrúi Skólaliði. Hamraskóli, símar 567 6300 og 895 9468 Námsráðgjöf. Korpuskóli, sími 525 0600 Almenn kennsla, 50% staða. Skólaliðar. Laugalækjarskóli, s. 588 7500 og 897 5045 Sænskukennsla við Tungumálaver. Vegna forfalla vantar kennara, meðal kennslu- greina íslenska og náttúrufræði. Rimaskóli, s. 567 6464 og 897 9491 Starfsmenn skóla við gangavörslu og eldhús- störf. Ölduselsskóli, sími 557 5522 Skólaliði. Öskjuhlíðarskóli, s. 568 9740 og 821 3492 Forstöðumaður skóladagvistar eldri nemenda, fullt starf. Stuðningsfulltrúar í skóladagvist eftir hádegi, 50-65% störf. Upplýsingar veita skólastjórar og aðstoðarskólastjórar í viðkomandi skólum. Umsóknir ber að senda til skóla. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um laus störf, umsóknarfrest og grunnskóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir www.grunnskolar.is. A ug l. Þó rh ild ar 22 00 .1 88 Skólaskrifstofa S E L T J A R N A R N E S B Æ R Laus staða leikskólakennara eða þroskaþjálfa Leikskólar Seltjarnarness Laus er staða leikskólakennara eða þoskaþjálfa við sérkennslu í leikskólanum Mánabrekku á Sel- tjarnarnesi. Um er að ræða starf vegna sérkennslu barns sem er að hefja leikskólagöngu og þarfnast sérstakrar kennslu. Leikskólar Seltjarnarness eru vel búnir kennslugögnum og góður stuðningur er við faglegt starf. Upplýsingar gefur Dagrún Ársælsdóttir leikskólastjóri í síma 5959281, manabrekka@seltjarnarnes.is og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi, í síma 595 9100, hrafnhildur@seltjarnarnes.is Laun skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við Félag leikskólakennara og/eða Þroskaþjálfa- félag Íslands. Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru karlmenn hvattir til að sækja um störf í leikskólum bæjarins. Komið í heimsókn, hringið eða sendið tölvupóst og kynnið ykkur skólastarfið. Heimasíða Mánabrekku er www.seltjarnarnes.is/manabrekka Umsóknarfrestur er til 30. ágúst. A ug l. Þó rh ild ar 22 00 .1 87 Skólaskrifstofa S E L T J A R N A R N E S B Æ R Lausar stöður leikskólakennara við leikskólann Sólbrekku við Suðurströnd Sólbrekka er 5 deilda leikskóli. Í sumar voru gerðar glæsilegar endurbætur á útileiksvæði skólans. Í uppeldisstarfi skólans er lögð áhersla á leikinn og tónlistarstarf. Unnið hefur verið að þróunar- verkefni sem felst í námskrárgerð fyrir aldursskiptar deildir. Auk þess er unnið „Skapandi notkun tölvu í leikskólastarfi“ og tónlistarverkefni í samvinnu við Tónlistarskóla Seltjarnarness. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags leik- skólakennara og launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar gefur Soffía Guðmundsdóttir leikskóla- stjóri í síma 5959291, soffia@seltjarnarnes.is og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi í síma 5959100, hrafnhildur@seltjarnarnes.is Komið í heimsókn og/eða kynnið ykkur starfsemina á heimasíðu skólans: seltjarnarnes.is/solbrekka Umsóknarfrestur er til 27. ágúst 2003. Leikskólar Seltjarnarness Blikksmíði ehf. Óskum eftir að ráða blikksmiði. Upplýsingar gefur Jón í símum 565 4111 og 893 4640.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.